Morgunblaðið - 12.06.1994, Side 26
26 SUNNUDAGUR 12. JÚNÍ 1994
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
r- , -I- Rannver Hans
■ Narfi Wium
fæddist í Reykjavík
21. júlí 1936. Hann
lést i Reykjavík 29.
maí síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru Páll M. H.
Wium, f. 15. mai
1911, d. 20. febrúar
1993, málarameist-
ari, og kona hans
Þorbjörg Guðrún
Guðlaugsdóttir
Wium, f. 7. maí
* 1909, d. 23. ágúst
1985. Systkini
Narfa eru: Vigdís, f. 15. desem-
ber 1934, d. 25. maí 1983, hús-
móðir að Ysta-Skála í V-Eyja-
fjallahreppi, gift Einari Svein-
bjarnarsyni bónda þar, eignuð-
ust þau fimm börn og eru fjög-
ur þeirra á lífi; Guðlaug, f. 15.
október 1937, húsmóðir í
Reylyavík, gift Ragnari S.
Magnússyni prentara og eign-
uðust þau þrjú böm og eru tvö
þeirra á lifi; Hlin, f. 14. október
1943, húsmóðir í Reykjavík,
gift Ama H. Arnasyni bifvéla-
virkja og eiga þau fjögur böra;
- Karl Viðar, f. 14. maí 1947, bif-
vélavirki, og á hann tvö böm.
Narfi kvæntist hinn 21. nóvem-
ber 1959 eftirlifandi eiginkonu
sinni, Svanhvíti Li|ju Aaðal-
steinsdóttur, f. 19. janúar 1941,
og eignuðust þau fjögur börn.
Þau era: Þórdís, f. 4. nóvember
1960, viðskiptafræðingur,
hennar maður er Úlfar Þór
Indriðason útibússtjóri Búnað-
arbanka íslands á Selfossi,
þeirra böm em Yrsa og Hring-
—y ur; Snorri, f. 12. janúar 1962,
málari og söngvari, kvæntur
Unni Maríu Þórarinsdóttur,
sem starfar á sviði alþjóðasam-
skipta, þeirra bam er Hekla;
Heimir, f. 7. júlí 1965, málari
og söngvari, hans kona er Ása
Elgren söngvari, og er þeirra
bam Jóhannes Grímur; Sólveig,
f. 23. apríl 1973, stúdent, unn-
usti hennar er Guðmundur Kr.
Pétursson nemi. Foreldrar
Svanhvítar Lilju era hjónin
Aðalsteinn Þórarinsson, f. 15.
janúar 1911, og Ámý Snæ-
björasdóttir, f. 4. apríl 1915.
Narfi nam málaraiðn hjá föður
sínum og útskrifaðist frá Iðn-
, - skólanum í Reykjavík 1956.
Útför Narfa fer fram frá Foss-
vogskirkju á morgun, 13. júni.
ÆVI vor líður hjá eins og skuggi
og dauða vom ber aðeins einu sinni
að. En hinn réttláti mun hvfla í ró,
þótt hann deyi um aldur fram.
Það var sem ískaldur norðanvind-
ur næddi um okkur að morgni
sunnudagsins 29. maí síðastliðinn
er okkur voru sögð þau válegu tíð-
indi, að Narfi bróðir okkar væri
dáinn. í einni svipan hafði maðurinn
með ljáinn hrifíð hann með sér. Við
vitum að dauðann ber aðeins einu
sinni að og misþung
eru höggin sem q'úfa
skörð í fölskyldumar.
Við ráðum engu um
það hvenær kallið kem-
ur.
Narfi lærði málara-
iðn hjá föður okkar,
Páli H. Wium málara-
meistara, og vann alla
tíð að iðn sinni með
honum. Hann gek að
hveiju verki af mikilli
samviskusemi og þótti
góður fagmaður. Á
kveðjustund sem þess-
ari er margs að minn-
ast. Minningarbrotin renna hjá sem
silfurtær lækur á vordegi. Við
minnumst þess hvernig Narfi sinnti
áhugamálum sínum og tómstunda-
iðju, gaf sig allan að málefninu og
leysti þau verkefni vel af hendi sem
honum voru falin.
En stærsta verkefnið sem hver
einstaklingur tekur að sér á lífsleið-
inni er fjölskyldan. Þegar elskuleg-
ur bróðir okkar hafði tekið þá
ákvörðun að festa ráð sitt og stofna
til fjölskyldu með eftirlifandi eigin-
konu sinni þá vorum við viss um,
að frá þeirri stundu væri það verk-
efni sem ætti hug hans allan. Og
þegar við horfum til baka yfír síð-
astliðin 35 ár þá ber það hæst sem
að fjölskyldunni snýr. Dæmigerður
var laugardagurinn 28. maí síðast-
liðinn fyrir bróður okkar og mág-
konu er þau buðu til fagnaðar vegna
þess að Sólveig dóttir þeirra var
að útskrifast sem stúdent. Á þeirri
gleðistund óraði engan fyrir því, að
senn væri lífsganga bróður okkar á
enda. Þegar sorgin er hvað sárust
og söknuðurinn mestur^er oft erfítt
að finna orðum sínum stað. Við vild-
um segja svo ótal, ótal margt, en
finnum til vanmáttar okkar.
Það er svo erfítt að skilja tilgang-
inn í því af hveiju ástríkur eigin-
maður og faðir er hrifínn frá fjöl-
skyldu sinni og vinum á örskots-
stund. Gagnvart slíku áfalli eigum
við fá svör. Við viljum trúa því, að
Guð sé ekki valdur að dauðanum
og gleðjist ekki yfír að líf slokkni.
Við trúum því, að hinn hæsti höfuð-
smiður himins og jarðar taki hann
til sín og búi honum þann samastað
sem honum ber.
Elskulegur bróðir okkar, mágur
og frændi, hafðu þökk fyrir samver-
una á gengnum tíma, hjálpsemi
alla og hlýju.
Elsku Svanhvít, Þórdís, Snorri,
Heimir, Sólveig og fjölskyldur. Megi
góður Guð veita ykkur styrk í sorg-
inni.
Ljúfí Guð, þig lofum vér,
lútum, játum, viðurkennum.
Alda faðir einum þér
ástarfóm til dýrðar brennum.
Hátt þér syngur helgiljóð
heimur vor og englaþjóð.
(Stéfán frá Hvítadal.)
Guðlaug P. Wium, Hlín P.
Wium, Karl Viðar P. Wium
og fjölskyldur.
Kveðja frá Blástökkum
, Sá sem eftir lifir
deyr þeim sem deyr
en hinn dáni lifír
í hjarta og minni
manna er hans sakna.
Þeir era himnamir
honum yfir.
(Hannes Pétursson.)
Þannig stöndum við nú og sökn-
um, skátafélagamir og vinimir, sem
eftir erum í skátaflokknum Blá-
stökkum. Enn einn félaginn úr röð-
um okkar er horfinn, dáinn, en þó
lifandi í hjarta og minni vina.
Hvað er vinátta? Cicero segir, að
vinátta sé ekkert annað en samræmi
allra hluta, mannlegra jafnt sem
guðdómlegra, ásamt góðvild og kær-
leika. Að viskunni frátalinni er mér
nær að halda — heldur Cicero áfram
— að betri gjöf hafí hinir ódauðlegu
guðir ekki gefíð manninum.
Ungir skátar úr ýmsum áttum
skátalífsins komu saman fyrir rúm-
um 40 ámm og mynduðu skáta-
flokk. Enginn man lengur með vissu
af hveiju ákvörðunin var tekin, en
flokkurinn varð til og þeir kölluðu
sig Blástakka. Þeir áttu þó ýmislegt
sameiginlegt, vinirnir. Sumir störf-
uðu í hjálparsveit. Nokkrir hjóluðu
saman um England á skátamót í
Gilwell Park. Allir höfðu þeir kynnst
meira og minna við það að leika
og skemmta á árlegum skáta-
skemmtunu, og þeir dvöldust flest
kvöld í gömlu herbröggunum við
Snorrabraut, sem var skátaheimili
þeirra þessi ár. Þar mynduðust
traust og varanleg vináttubönd. Þar
var félagsskapur áhugasamra jafn-
aldra að leik og störfum. í þessum
hópi var Rannver Pálsson, sem eng-
inn vissi þá að hét líka Narfí Wíum.
í þessu skátaheimili, bröggunum
við Snorrabraut, er að leita rótanna
að flokknum. Vinátta Blástakkanna
entist og stóð af sér hret tímans.
Þegar þeir eignuðust kærustur,
hver af öðrum, stækkaði vinahópur-
inn, vináttuböndin styrktust með
árunum, jafnvel þótt sumir hyrfu
mörg ár til náms eða vinnu erlend-
is eða út á landi. Þegar þeir komu
heim aftur gengu þeir inn í gamla
hópinn þar sem þeirra var beðið og
þeir voru boðnir velkomnir. Jafnt
skátafélagamir upprunalegu sem
eiginkonumar hlúðu £ið þeim bönd-
um vináttu, sem tíminn hafði frem-
ur styrkt en veikt. Þegar bömin,
og síðar bamabörnin, uxu úr grasi
nutu þau samheldni og einhugar
foreldranna, sem efndu m.a. árlega
til jólagleði. í þeim anda, sem þar
ríkti, hlutu bömin ósjálfrátt að lað-
ast inn í þennan vaxandi vinahóp.
Þau hlökkuðu til að hittast. Blá-
stakkaballið, sem jólagleði hópsins
kallast, er árviss eins og jólin sjálf.
Þar skemmta menn sér og hver
öðrum. Mörg önnur tækifæri sam-
veru styrktu tengsl hópsins: Reglu-
bundnar leikhúsferðir og kaffíboð
með umræðum á eftir, ferðalög um
landið, heimsóknir á skátamót og í
sumarbústaði hvers annars og
margt fleira varð félögunum gleði-
efni og minnisstætt. Lengi verður
í minnum haft þegar „Blástakka-
stórfjölskyldan“ hittist í Múlakoti,
sem var í senn „ættaróðal“ og sum-
arhvíldarstaður Rannvers og Svan-
hvítar. Það var stórkostlegt, þegar
hópurinn gekk til náða í litlu húsi.
Sofíð var í hveiju rúmi, auk þess
sem hver fermetri gólfsins var svefn-
staður. Síðust stakk húsfreyja sér
undir eldavélina, sem stóð á fótum.
Fimmtugsafmæli Rannvers var
haldið í Múlakoti. Það var dæmi-
gert fyrir afstöðu Blástakka til
hópsins: Ættingjar og Blástakkar
skipuðu sama rúm í hugum gést-
gjafanna. Þar, sem nánustu ætt-
ingjar komu saman, voru Blástakk-
ar líka sjálfsagðir.
Það er undarleg hugsun, að
yngsti Blástakkurinn skuli vera
horfínn heim. Hún er svo óraun-
veruleg. Á merkum afmælisdögum
félaganna undanfarið var Rannver
hress og kátur að vanda. Hann var
í ákafa að velta fyrir sér sameigin-
legu sumarferðalagi Blástakkanna.
Lífið og framtíðin blasti við og
yngsta barn Rannvers og Svanhvít-
ar lauk stúdentsprófi. Því var fagn-
að og menn glöddust yfir áfangan-
um og því sem framundan var —
en þá skall hurðin aftur.
Blástakkar, allir sem eftir eru,
eiginkonur, böm og bamaböm eru
harmi slegnir. Þeir skilja því mæta
vel söknuð ástvina og taka þátt í
honum. Þeir senda Svanhvíti, böm-
um, ættingjum og venslafólki inni-
legar samúðarkveðjur og biðja góð-
an guð að styrkja þau í sorg þeirra
og raunum.
Bergur Jónsson.
Hann Narfí okkar er dáinn.
Hvem gat órað fyrir þessu, þegar
hann fyrir nokkmm dögum talaði
af tilhlökkun um væntanlegar
gönguferðir og aðrar samvera-
stundir okkar í sumar? Við eigum
erfítt með að skilja hvers vegna
hann var hrifínn svo skyndilega úr
faðmi ástríkrar fjölskyldu. Við eig-
um líka erfitt með að átta okkur á
því að hann verður ekki lengur með
í leikfímitímunum hjá Hafdísi þar
sem hann lét sig sjaldnast vanta.
Hann var búinn að vera mjög lengi
í hópnum, kom ætíð glaðbeittur til
leiks og smitaði allan hópinn með
glaðværð sinni og lífskrafti. Hann
var mjög músíkalskur og hafði
gaman af að hreyfa sig eftir góðum
takti enda var gott að fylgja sporan-
um hans í taktbundnum æfíngum
og þegar hringdansinn var í há-
marki fóru orkustraumar um allan
hópinn þegar blístur hans kvað við.
Hann var einn af föstu punktun-
um í hópnum og við þekktum líka
fjölskylduna hans mjög vel því að
Svanhvít og dætur þeirra voru um
skeið með í tímunum okkar. Sam-
verastundirnar í Kramhúsinu era
kenndar við líkamsrækt en í þeim
hefur einnig vaxið vinarþel og sam-
kennd innan hópsins. Það höfum
við fundið þegar áföll dynja yfír;
það fundum við þegar Helga Gunn-
arsdóttir var kölluð burt fyrir fáum
áram og það fínnum við einnig nú
þegar Narfí er horfínn af sjónar-
sviðinu. Hugur okkar er nú allur
hjá Svanhvíti og börnunum sem
syrgja ástkæran eiginmann og föð-
ur og við biðjum þeim blessunar
guðs og huggunar í harmi.
Það verður ekki auðvelt að hugsa
sér tímana án Narfa en þótt söknuð-
urinn sé sár, vitum við að síðar eig-
um við eftir að uppskera gleðina
yfir því að hafa kynnst yndislegum
manni og átt í honum kæran félaga
og vin. Við munum fínna nærvera
hans þegar við stígum grísku sporin.
Hópur 515.
Er sárasta sorg okkur mætir
og söknuður huga vom grætir
þá líður sem leiftur af skýjum
ljósgeisli af minningum hlýjurn.
(Hallgrimur J. Hallgrimsson.)
Elsku pabbi.
Það er stutt bilið milli gleði og
sorgar. Það sýndi sig enn einu sinni
eftir að við höfðum komið saman á
góðri stund til að samgleðjast á
stúdentsdegi Sólveigar. Sömu nótt
varst þú allur. Þetta er ótrúlegt!
Þú sem varst svo hraustur, reglu-
samur og lífsglaður. Á svipstundu
höfðu örlögin tekið í taumana og
kippt þér burt úr lífi okkar, án nokk-
urrar viðvöranar.
Við voram öll þess aðnjótandi að
fá að vinna með pabba og þar
kynntumst við því handbragði og
þeirri vinnusemi sem honum var
efst í huga. Það skipti pabba miklu
máli að hlutimir væra vel gerðir
og að snyrtimennska væri höfð í
hávegum. Það virtist aldrei valda
honum áhyggjum þótt mikil vinna
lægi fyrir og tíminn væri knappur,
hann hélt einfaldlega áfram með
sama fallega, vandaða handbragð-
inu. Hann vann alltaf mikið, of
mikið að okkur fannst, en vinnan
var honum aldrei kvöð. Hann naut
þess að vinna.
Pabbi hafði líka gaman af öðram
hlutum. Hann var mikill gleðimað-
ur, naut sín hvergi betur en í góðra
vina hópi. Dansinn átti hug hans
allan. Það skipti ekki máli hvort
það vora gömlu dansarnir, afrískur
strápilsadans, grísk eða suðuramer-
LEGSTEINAR
MOSAIK H.F.
Hamarshöfda 4 — sími 681960
t
.j
Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúö og hlýhug
við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa,
ÁSMUNDAR MATTHÍASSONAR
fyrrv. aðalvarðstjóra,
Háaleitisbraut 71,
Reykjavík.
Ragnhildur Pétursdóttir,
Haukur Ásmundsson, Ásta Markúsdóttir,
Guðlaug Ásmundsdóttir,
Steinunn Ásmundsdóttfr
og barnabörn. _______________
NARFIWIUM
ísk sveifla, allt kom þetta beint frá
hjartanu. Pabbi var alltaf jafn
óþvingaður og tók sjálfan sig ekki
of hátíðlega. Svo var það auðvitað
tónlistin og söngurinn sem hann
hafði svo mikla ánægju af. Hann
hlakkaði einmitt svo til að fara og
hlusta á Niflungahringinn sem
framflytja átti á íslandi, en Wagner
var í miklu uppáhaldi hjá honum.
Pabbi var traustur og hjálpsamur
maður sem gott var að leita til.
Hann elskaði barnabörnin sín af
öllu hjarta. Þau löðuðust að honum
og hann lék við þau og tók þau
iðulega með sér. Hann var félagi
þeirra, vinur og afí.
„Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá
aftur huga þinn og þú munt sjá að þú græt-
ur vegna þess sem var gleði þín.
(Spámaðurinn.)
Það var svo margt sem pabba
langaði að gera. Fara á fjöll, dytta
að gamla vörabflnum sínum, rækta
tré og gera upp gamla bæinn í
Múlakoti, en það var ekki fyrr en
hin síðari ár að pabbi gat slakað á
og virkilega farið að njóta hugðar-
efna sinna.
Elsku pabbi, líði þér sem best á
þessum nýja stað. Við vitum að þú
ert í góðum höndum.
Vaktu minn Jesú, vaktu í mér,
vakna láttu mig eins í þér,
sálin vaki þá sofnar líf,
sé hún ætíð í þinni hlíf.
(Hallgrímur Pétursson.)
Þó missir okkar sé mikill er miss-
ir mömmu mestur. Þau voru svo
samhent og áttu framtíðina fyrir
sér. Við biðjum algóðan guð að
styrkja mömmu og okkur öll í sorg-
inni og hjálpa henni að takast á við
lífið án pabba sér við hönd.
Sólveig, Þórdís,
Snorri og Heimir.
Elsku afí, ég sakna þín sárt. Ég
gleymi þér aldrei. Þú ert í (minningu
minni. Eg sé þig í ljósi mínu.
Láttu nú ljósið þitt
loga við rúmið mitt.
Hafðu þar sess og sæti
signaði Jesú mæti.
(Höf. ók.)
Guð geymi þig, elsku afí.
Þín Yrsa.
Mig langar með örfáum orðum
að minnast tengdapabba míns
Narfa Wium.
Um leið og ég kynntist Snorra,
eiginmanni mínum, eignaðist ég
aðra yndislega fjölskyldu. Svanhvít
og Narfí tóku mér opnum örmum
ég eignaðist þá bestu tengdafor-
eldra sem hægt er að hugsa sér.
Margsinnis bjó ég hjá þeim á Háa-
leitisbrautinni tvo til þijá mánuði í
einu þegar Snorri var í burtu og
alltaf leið mér eins og heima hjá
mér.
Narfí var mjög notalegur og hlýr
maður, mér leið mjög vel í návist
hans. Svo var örstutt í kímnina,
hann gat hlegið að spaugilegum
hliðum lífsins. Narfí hugsaði fyrst
um aðra, hann var alltaf tilbúinn
til að gera öðram greiða, greiðvikn-
ari manni hef ég ekki kynnst.
Þá minnist ég með hlýju heim-
sókna þeirra til okkar til Vínar, þar
sem þau nutu þess að fara á tón-
leika og í óperana. Einnig minnist
ég hinna mörgu ferðalaga okkar
saman, m.a. til Ítalíu og Ungverja-
lands. Þessar stundirl verða mér
ógleymanlegar.
Höggvið hefur verið stórt skarð,
sem ekki verður hægt að fylla.
Barnabömin munu sakna afa síns
sárt. Narfí var með eindæmum
barngóður, hann var alltaf tilbúinn
að leika og spjalla við þau.
Elskulegi Narfí minn, ég vona
að þér líði vel, ég veit að kallið kom
snöggt fyrir þig. Við sem eftir sitj-
um skiljum ekki hvers vegna, en
við vitum að tekið verður vel á
móti þér.
Ég þakka þér fyrir samfylgdina
og allt sem þú gerðir fyrir mig.
Elsku hjartans Svanhvít mín,
megi guð gefa þér styrk í þinni sorg.
Unnur.