Morgunblaðið - 12.06.1994, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 12. JÚNÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
VIKAN5/6 - 11/6
► MEIRIHLUTI fráfar-
andi stjórnar Stöðvar 2
hefur selt þremur aðilum
20% hlut fyrirtækisins í
Sýn. Nýi meirihlutinn, sem
tekur við stjórnartaumum
eftir hluthafafund á næst-
unni óskaði eftir að lög-
bann yrði sett á gerninginn.
► Hágangur I, úthafs-
veiðitogari Vopnfirðinga,
skráður í Belize, er vélar-
vana með bilaðan gír í
Harstad í N-Noregi, Skipið
fékk ekki viðgerðarþjón-
ustu á staðnum þar til
sænskir aðilar tóku að sér
verkið. Skipstjórinn var
sektaður fyrir að tilkynna
ekki komu til hafnar með
sólarhringsfyrirvara en
hann segir að fjarskiptatil-
kynningum sínum hafi
ekki verið svarað.
► FYRSTU Íslandssíld-
inni, um 1.200 tonnum, var
landað til bræðslu úr þrem-
ur bátum á Neskaupstað
aðfaranótt laugardagsins.
Fjöldi báta er á leið á slóð-
ir Íslandssíldarinnar norð-
austur af landinu.
► ALÞÝÐUBANDALAG
og Sjálfstæðisflokkur hafa
myndað meirihluta í bæj-
arstjórn Hafnarfjarðar,
eftir Iangar viðræður.
Bæjarstjóri Hafnarfjarðar
er Magnús Jón Arnason,
Alþýðubandalagi.
► PLACIDO Domingo
hefur að sögn Kristjáns
Jóhannssonar óperusöngv-
ara lýst áhuga á að koma
til íslands og stefnir að
tónleikum 1996 eða 1997.
íbúar brennandi
blokkar á götunni
Á ANNAÐ hundrað manns þurftu
að flýja logandi fjölbýlishús með 32
íbúðum á homi Sólvallagötu og Faxa-
brautar í Keflavík seint á fimmtu-
dagskvöld. Engan sakaði. 25 fjöl-
skyldur standa uppi heimilislausar
eftir brunann. Eldur kom upp á ris-
hæð hússins, þar sem var m.a. þvotta-
hús og þurrkaðstaða. Eldsupptök eru
ókunn en talin tengjast rafinagni.
Vaxandi halli á
/1 • • / x»
nkissjoði
HORFUR eru á að fjáriagahallinn í
ár verði um 13 milljarðar króna en
ekki 9,6 milljarðar eins og ráðgert
hafði verið. Ástæðan er aðallega tal-
in sú, að ráðuneyti hafi ekki hrandið
framkvæmd spamaðaraðgerðum.
Útgjöld heilbrigðisráðuneytis verða
rúmum milljarði umfram áætlun.
Tryggingafélag í
vanda
BÁTAÁBYRGÐAFÉLAG Vest-
mannaeyja hefur verið dæmt til að
greiða um 50 millj. kr. í tjónabætur
til útgerðarmanns Nönnu VE, sem
fórst árið 1989. Eigið fé báta-
ábyrgðafélagsins er 15 millj. kr.
Tryggingaeftirlitið hefur veitt félag-
inu frest til fimmtudags að semja um
uppgjör kröfunnar, ella geti forsenda
starfsleyfis verið brostin.
Clinton styður
öfluga Evrópu
BILL Clinton, for-
seti Bandaríkjanna,
flutti ræðu á
franska þinginu á
þriðjudag og lýsti
þar yfir stuðningi
við Evrópusam-
bandið, sem hann
sagði hafa unnið
„kraftaverk" í að
koma á sáttum eftir
síðara stríð. Varaði
hann einnig við hættunni af her-
skárri þjóðemiskennd og þeim deyfi-
lyfjum, sem væra ofbeldi og lýð-
skrum. Kvað hann Bandaríkjamenn
vilja öfluga Evrópu en síðustu tveir
forverar hans í embætti, George
Bush og Ronald Reagan, voru ekki
orðaðir við aðdáun á Evrópusam-
bandinu.
► DEILAN um kjarn-
orkuvopnaáætlanir
N or ður-Kóreuslj órnar
og hugsanlega kjarna-
vopnasmíð harðnar stöð-
ugt. Á fimmtudag hótaði
utanríkisráðherra Norð-
ur-Kóreu, Kim Yong-
nam, Suður-Kóreu ger-
eyðingu í hugsanlegu
stríði og sagði N-Kóreu
mundu beita Japani
refsiaðgerðum gengju
þeir erínda Bandarílg'a-
manna.
► ÓTTAST er, að allt að
1.000 manns hafi faríst í
Kólombíu í síðustu viku
þegar jarðskjálftar komu
af stað aurskríðu í af-
skekktum dal í landinu.
Færði hún tvö þorp alveg
á kaf.
Lítil þátttaka í
Evrópukosningum
DRÆM kjörsókn
var í Evrópuþings-
kosningunum á
fimmtudag en þá
var kosið í Bret-
landi, Danmörku,
Hollandi og írlandi.
í Danmörku voru
andstæðingar Ma-
astricht-sam-
komulagsins helstu sigurvegarar
kosninganna. í Hollandi var kjör-
sókn aðeins um 30% enda þriðju
kosningamar á árinu og þreytu far-
ið að gæta meðal kjósenda. í Bret-
landi var kjörsókn 35-38% og var
búist við, að íhaldsflokkurinn gyldi
afhroð.
► ENN berast fréttir um
fjöldamorð í Rúanda en
í síðustu viku voru 22
prestar og biskupar
myrtir. Eru milljónir
hútúmanna á flótta und-
an sókn uppreisnar-
manna, sem eru flestir
af ættbálki tútsímanna.
► STRÍÐANDI fylkingar
í Bosníu hafa samið um
vopnahlé í mánuð og átti
það að hefjast á föstudag.
Er vonast til, að viðræður
um varanlegan frið geti
hafist á næstunni. Króat-
ar og múslimar voru and-
vígir Iengra vopnahléi af
ótta við, að það yrði til
að festa í sessi landvinn-
inga Serba.
FRÉTTIR
Tíminn og
vatnið í Lang-
holtskirkju
KAMMERSVEIT Reykjavíkur,
ásamt kór og einsöngvurum,
flylja „Tímann og vatnið“ eftir
Atla Heimi Sveinsson, við ljóð
Steins Steinarrs, á tónleikum í
Langholtskirkju í kvöld, sunnu-
dag 12. júní. Tónleikamir hefjast
klukkan 20.00 og stjórnandi er
Paul Zukofsky. Einsöngvarar á
tónleikunum eru Marta G. Hall-
dórsdóttir, sópran, Sverrir Guð-
jónsson, kontratenór, og Bergþór
Pálsson, barítón. 29 hljóðfæra-
leikarar taka þátt í flutningnum.
Flautuleikari er Martial Nardeau,
Sigurður I. Snorrason leikur á
klarinett. Sigurður Flosason á
saxófón, Eiríkur Pálsson og Jó-
hann Yngvi Stefánsson á tromp-
et, Einar Jónsson og Edward
Frederiksen á básúnu, Páll Ey-
jólfsson, Þórarinn Sigurbergsson,
Rúnar Þórisson og Einar K. Ein-
arsson á gítar. Hrólfur Vagnsson
og Stefan Reil á harmónikkur,
Ámi Heimir Ingólfsson á raf-
magnsorgel, Elísabet Waage á
hörpu, Kristinn Öm Kristinsson á
sembal, Anna Guðný Guðmunds-
dóttir og Guðríður S. Sigurðar-
dóttir á píanó. Slagverksleikarar
em Maarten van der Valk, Ámi
Áskelsson, Karl Petersen, Helgi
Jónsson og ólafur Hólm. Fiðlu-
leikarar era Rut Ingólfsdóttir,
Szymon Kuran og Una Svein-
bjarnardóttir. Jón Ragnar Öm-
ólfsson Arnþór Jónsson og Sig-
urður B. Gunnarsson leika á selló.
I kóraum era 23 söngvarar:
Bjamey I. Gunnlaugsdóttir, Dóra
M. Reyndal, Erla B. Einarsdóttir,
Hildigunnur Rúnarsdóttir, Ing-
veldur G. Ólafsdóttir, Soffía Hall-
dórsdóttir, Anna Sigríður Helga-
dóttir, Bergljót Anna Haralds-
dóttir, Eyrún Jónasdóttir, Guðný
Ámadóttir, Sigurbjörg H. Magn-
úsdóttir, Sigurður Halldórsson,
Guðlaugur Viktorsson, Magnús
Gíslason, Njáll Sigurðsson, Skarp-
héðinn Þór Hjartarson, Sverrir
Guðmundsson, Þorbjöm Rúnars-
son, Hrólfur Sæmundsson, Ingólf-
ur Helgason, Ragnar Davíðsson,
Þorsteinn Þorsteinsson og Þór
Ásgeirsson.
Formaður sóknarnefndar
Kársnessóknar
Breytíng á sókna-
mörkum í Kópa-
vogi nauðsynleg
UMRÆÐUR um nýja skiptingu
sóknanna þriggja í Kópavogi
hafa átt sér stað innan Kársnes-
og Digranessöfnuða, án þess þó
að málið hafi verið rætt þeirra á
milli að sögn formanna sóknar-
nefnda safnaðanna. Að sögn
sóknarprests Hjallakirkju, Krist-
jáns Einars Þorvarðarsonar, hef-
ur málið ekki verið rætt að ráði
í Hjallasókn.
í nýjasta hefti Borga, blaði
Kársnessóknar, ritar Stefán M.
Gunnarsson, formaður sóknar-
nefndarinnar, grein þar sem
hann bendir á að þegar Kársnes-
sókn taki alfarið við rekstri kirkj-
unnar verði sóknarböm of fá til
að standa undir rekstri kirkjunn-
ar og safnaðarheimilis. Því þurfi
að endurskoða skiptingu íbúanna
í sóknir og þurfi Kársnessókn
að fá hluta Digranessóknar til
sín.
Þijár sóknir era í Kópavogi.
Samkvæmt þjóðskrá þann 1. des-
ember á síðasta ári var 4.421
skráður í Kársnessókn, 6.433 í
Digranessókn og 6.322 í Hjalla-
sókn. Tekjur safnaðanna era að
stærstum hluta sóknargjöld, sem
allir eldri en 16 ára greiða. Ekki
er eingöngu hægt að líta á þann
fjölda sem skráður er í hveija
sókn, því hlutfall 16 ára og eldri
innan sóknanna er misjafnt.
Hingað til hafa Digranes- og
Kársnessóknir staðið saman að
rekstri Kópavogskirkju og safn-
aðarheimilisins, en í september
verður Digraneskirkja vígð og
þá tekur Kársnessókn alfarið við
rekstri Kópavogskirkju.
„Ef það á að gera eitthvað
annað og meira en messa þarf
peninga," segir Stefán í samtali
við Morgunblaðið. Hann segir að
nú greiði rúmlega 3.500 manns
sóknargjald, en það þurfi allt að
5.000 manns til að standa al-
mennilega að rekstrinum. Sókn-
amefndin sér um allan rekstur
kirkjunnar nema að greiða laun
prestsins.
Hann segir að málið hafi ekki
verið rætt af neinni alvöra enn-
þá, en hann býst við að farið
verði að huga að þessu á næsta
ári. Til þess að breyta sókna-
mörkunum þarf sóknamefndin
að leggja það til við héraðsnefnd
Reykjavíkurprófastsdæmis, sem
síðar leggi það til við dómsmála-
ráðherra.
Sóknamörk Hjalla- og
Digranessókna til umræðu
Þorbjörg Daníelsdóttir, for-
maður sóknamefndar Digranes-
safnaðar segir að breyting á
sóknamörkum hafi einnig verið
rædd innan Digranessóknar og
þá á þeim forsendum að breyta
sóknamörkum á milli Hjalla- og
Digranessókna. Engar formlegar
umræður hafi hins vegar átt sér
stað um málið.
Vilji Digranessóknar væri að
breyta sóknamörkum af land-
fræðilegum ástæðum og telji
sóknarnefndin að óeðlilegt sé til
dæmis að allt land sunnan
Kópavogslækjar tilheyrði
Hjallasókn: Einnig væri nánast
allt óbyggt svæði innan Hjalla-
sóknar. Eðlilegt væri að það
land sem væri vestan við aðal-
umferðaræðina yfir dalinn, land
vestan Skálaheiðar, tilheyrði
Digranessókn.
Islensk dæg-
urlög í 50 ár
►ÞEKKTIR íslenskir tónlistar-
menn munu koma saman á Þing-
völlum á þjóðhátíðardaginn og
flytja óð til dægurtónlistar síðast-
liðinna 50 ára. Lögin sem flutt
verða em valin með tilliti til vin-
sælda. Það skilyrði var sett að
bæðí lag og Ijóð væri íslenskt.
Sem dæmi um lög má nefna Litla
stúlkan við hliðið eftir Freymóð
Jóhannsson (12. september), Blítt
og létt og Ég veit þú kemur eftir
Oddgeir Kristjánsson, Litla flug-
an og Dagný eftir Sigfús Hall-
dórsson, Borg mín borg eftir
Hauk Morthens, Sjómannavalsinn
og Nú liggur vel á mér eftir Magn-
ús Blöndal Jóhannsson, Meira fjör
eftir Bjarna Böðvarsson og Einu
sinni á ágústkvöldi eftir Jónas
Árnason. Munu þekktir söngvarar
troða upp á hátíðarpallinum,
syngja ásamt hljómsveit og
stjórna fjöldasöng, þar á meðal
Ragnar Bjarnason og Ellý Vil-
hjálms. Einnig verða flutt lög eft-
ir fjölda höfunda af yngri kyn-
slóðinni.
Tvær bensín-
stöðvar
►TVEIMUR bensínstöðvum
verður komið fyrir á Þingvöllum
vegna lýðveldishátíðarinnar.
Önnur verður við þjónustumið-
stöð og verður hinni komið fyrir
vestan þjóðgarðs. Einnig verða
180 salerai á hátíðarsvæðinu og
verður hreinlætisaðstaða fyrir
fólk í hjólastólum sérstaklega
merkt. Aðstaða fyrir fatlaða verð-
ur á Lögbergi og verða helstu
atriði hátiðardagskrár túlkuð á
táknmáli.
Meðferð elds
bönnuð
►Þjóðhátíðamefnd vill ítreka
varúð i umgengni á Þingvöllum
og biður gesti að hafa ávallt i
huga hversu viðkvæmur gróður-
inn á Þingvöllum er. Meðferð elds
er stranglega bönnuð og einnig
er óheimilt að hafa með sér
hunda.