Morgunblaðið - 12.06.1994, Blaðsíða 22
22 SUNNTJDAGUR 12. JÚNÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
Matthías Á. Mat-
hiesen formaður
þjóðhátíðamefnd-
ar segir frá við-
horfum sínum til
þjóðhátíðarinnar á
Þingvöllum og
undirbúningi
hennar
Morgunblaðið/Kristinn
Matthías Á. Mathiesen.
Konnim með
börnin á Þingvöll
ÞJÓÐHÁTÍÐARNEFND, f.v. Svavar Gestsson, Jón Helgason, Steinn Lárusson, Matthías Á. Mathies-
en, Þuríður Pálsdóttir, Ingólfur Margeirsson, Elín G. Olafsdóttir og Haraldur Bessason.
eftir Guðrúnu Guðlougsdóttur
Nú líður senn að því að íslenska
þjóðin fagni saman fímmtíu ára
lýðveldisafmæli. Þá skunda menn
á Þingvöll, þann þjóðhelga stað,
sem Grímur heitinn geitskór valdi
fyrir margt löngu til að verða
miðstöð í stjómkerfi íslands. Á
Þingvöllum munu hjörtu okkar
allra væntanlega slá í takt, knúin
áfram af hinn sterku þjóðemistil-
fínningu sem svo lengi hefur verið
einkenni og yrkisefni íslendinga.
Þú álfu vorrar yngsta land,
vort eigið land, vort fósturland!
Sem framagjams unglings höfuð hátt
hefjast fjöll við ölduslátt.
Þótt þjaki böl með þungum hramm.
Þrátt fyrir allt þú skalt, þú skalt samt fram.
Þannig orti Hannes Hafstein,
í orðastað allra íslendinga,
fyrr og síðar, fyrsti íslenski
ráðherrann. Síðan hefur ís-
land átt marga ráðherra, einn úr
þeirra röðum er Matthías Á. Mathi-
esen, er sat á Alþingi í 32 ár og
gegndi á stjómmálaferli sínum
ýmsum ráðherraembættum. Matt-
hías er nú formaður þjóðhátíðar-
nefndar, er ber hitann og þungann
af skipulagningu og undirbúningi
fyrirhugaðrar þjóðhátíðar sem
haldin verður á Þingvöllum þann
17. júní nk. í tilefni af fímmtíu ára
afmæli lýðveldisins.
„Við komum saman á Þingvöll-
um til þess að fagna þessum tíma-
mótum í sögu lýðveldisins og jafn-
framt til þess að efla samkennd
þjóðarinnar fyrir framtíðina,"
sagði Matthías Á. Mathiesen í sam-
tali sem blaðamaður Morgunblaðs-
ins átti við hann um hina fyrirhug-
uðu afmælishátíð lýðveldisins. „Við
höfum haldið þjóðhátíð árlega
þann 17. júní frá íýðveldisstofnun.
Á hálfrar aldar afmæli lýðveldis-
ins, þegar það skal gert með veg-
legri hætti, eru Þingvellir án efa
sá staður sem einn getur verið
vettvangur slíkrar hátíðar. Sú var
og niðurstaða ríkisstjómar og Al-
þingis og í kjölfar þess skipaði
Davíð Oddsson forsætisráðherra
þjóðhátíðamefnd í samráði við
þingflokkana. í henni eiga sæti auk
mín þau Elín G. Ólafsdóttir kenn-
ari, Haraldur Bessason rektor, Ing-
ólfur Margeirsson rithöfundur, Jón
Helgason alþingismaður, Svavar
Gestsson alþingismaður og Þuríður
Pálsdóttir yfírkennari. Nefndinni
var faíið að gera tillögur til ríkis-
stjórnarinnar um undirbúning há-
tíðarhaldanna á Þingvöllum í sam-
ráði við Alþingi. Við fengum níu
mánuði til að starfa svo það varð
að bregðast skjótt við. Samstarf
nefndarmanna hefur verið mjög
, gott. Steinn Lárusson, kunnur
ferðamálafrömuður, var ráðinn
framkvæmdastjóri þjóðhátíðar-
nefndar, en á honum hefur mikið
starf hvflt og því úrvalsfólki sem
unnið hefur með honum að undir-
búningi hátíðarinnar. í upphafí
beindi ríkisstjómin þeim tilmælum
til sveitarstjóma á landinu að á
þeirra vegum fæm fram hátíðar-
höld laugardaginn 18. júní og að
náið samstarf gæti tekist milli
Þjóðhátíðamefnda og lýðveldishá-
tíðamefnda hinna einstöku sveitar-
félaga. í samræmi við þetta fóru
fram viðræður við formann og
framkvæmdastjóra Sambands ísl.
sveitarfélaga, við borgarstjórann í
Reykjavík og formann og fram-
kvæmdastjóra Iýðveldishátíðar-
nefndar Reykjavíkurborgar, auk
þess voro viðræður við nokkur
önnur sveitarfélög.
Við undirbúning hátíðarinnar
var haft að leiðarljósi að afmæli
lýðveldisins skyldi minnst með sér-
stakri hátíðardagskrá. Auk þess
að dagskráin gerði ráð fyrir sem
fjölbreytilegustu skemmtiatriðum
eftir því sem við væri komið. Frá
upphafí var gert ráð fyrir að Al-
þingi héldi fund á Lögbergi árdeg-
is 17. júní og síðdegis yrði síðan
efnt til sérstakrar dagskrár austur
á völlunum. Þjóðhátíðamefnd
ákvað í öndverðu að hátíðin skyldi
sérstaklega tileinkuð fjölskyldunni
og þá einkum yngri kynslóðinni.
Við leituðum samstarfs við Náms-
gagnastofnun sem vann að og gaf
út kennsluhugmyndir og heimild-
arskrá. Skólamir nýttu sér þetta
í vetur til þess að vekja sérstakan
áhuga bama á lýðveldisstofnuninni
og sögu landsins. Mátti víða sjá
þessa merki í fjölbreyttu starfi
nemenda. Bömin munu setja mjög
svip sinn á þjóðhátíðina, m.a. með
kórsöng nærri þúsund bama.
Blásið verður til þjóðhátíðarinn-
ar á Þingvöllum snemma morguns
með lúðrastefi sem Jón Ásgeirsson
tónskáld hefur sérstaklega samið
af þessu tilefni. Nefndin gekkst
fyrir samkeppni um merki hátíðar-
innar og fór merki Jóns Ágústs
Pálmasonar teiknara með sigur af
hólmi. Einnig var efnt til sam-
keppni um sérstakt þjóðhátíðarlag.
Lag Valgeirs Skagfjörðs, Þetta
fagra land, sigraði. Síðar ákváðum
við svo að útnefna sérstakt þjóðhá-
tíðarblóm, Holtasóley. Þá hug-
myndi átti dr. Sturla Friðriksson.
Þjóðhátíðarblómið á m.a. að minna
okkur öll á að ganga vel um og
vera meðvituð um að gróður þjóð-
garðsins á Þingvöllum er viðkvæm-
ur. Sturla stakk upp á að umrætt
blóm yrði þjóðarblóm, það er ekki
okkar í þjóðhátíðamefnd að ákveða
slíkt, það verður þjóðin sjálf að
gera.
Eitthvað við allra hæfí
Hátíðardagskráin stendur yfír í
tvo klukkutíma að viðstöddum
þjóðhöfðingjum allra Norðurlanda
og fjölmörgum öðrum erlendum
gestum. Síðan hefst léttari dagskrá
sem stendur í tvær klukkustundir.
Frá því klukkan níu um morguninn
og þar til hátíðinni lýkur stendur
yfir sérstök fjölsýning, „Þjóðleikur
á Þingvöllum", sem skiptist í ein-
stakar sýningar. Þar verður m.a.
reynt að bregða upp fjölmörgu
þjóðlegu í menningar- og atvinnu-
lífí þjóðarinnar í 50 ár. Allir ættu
því að geta fundið eitthvað við sitt
hæfí á þjóðhátíðinni á Þingvöllum.
Tæplega fjögur þúsund manns
munu taka þátt í dagskránni á
Þingvöllum.
Flutt verða atriði úr íslands-
klukku Halldórs Laxness og dans-
aðir þjóðdansar. Margt verður á
dagskrá fjölsýningar úr íslenskum
bókmenntum. Þjóðhátíðamefnd
taldi ekki rétt að þessu sinni að
vera með samkeppni um hátíðar-
ljóð eins og gert var bæði fyrir
Alþingishátíðina 1930 og Lýðveld-
ishátíðina 1944. Hins vegar var
ákveðið að fá Jón Nordal tónskáld
til þess að semja lag við ljóð Jóns
Óskars. Bókmenntir hafa sem
kunnugt er skipað veglegan sess
í íslenskri þjóðarvitund og skírskot-
un til okkar fornbókmennta og
sögu var mikill aflvaki í sjálfstæð-
isbaráttunni á síðustu öld og fram
á þessa öld. í hinni fímmtíu ára
sögu íslenska lýðveldisins var það
þýðingarmikill atburður þegar
Danir skiluðu okkur fomum hand-
ritum okkar sem varðveitt voro
löngum í Kaupmannahöfn. Þess
verður ævinlega minnst.
Við erom fámenn þjóð sem öðl-
aðist sjálfstæði eftir langa baráttu.
Til okkar hefur því verið litið af
ýmsum smáþjóðum sem átt hafa
undir högg að sækja. Það var ekki
síst augljóst þegar jámtjaldið féll
og hinar miklu breytingar urðu í
Austur-Evrópu. Þá litu mörg ríki
til íslands til þess að fá stuðning
sem við reyndum að veita. Við