Morgunblaðið - 12.06.1994, Side 16
16 SUNNUDAGUR 12. JÚNÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
KYIKMYNDIR/SAMBÍÓIN sýna kvikmyndina Lightning Jack með hinum ástralska Paul
Hogan í aðalhlutverki, en hann er þekktastur fyrir túlkun sína á Krókódíla Dundee. Að
þessu sinni er viðfangsefni Hogans Villta vestrið og að sjálfsögðu situr grínið í fyrirrúmi
Goðsögn í eigin
hugarheimi
Kátirfélagar
ÞAÐ fer vel á með þeim félögum Lightning Jack
Kane (Paul Hogan) og Ben Doyle (Cuba Gooding
Jr.) sem ætla sér að verða ódauðlegar hetjur í
Villta vestrinu.
Kennslustund
LIGHTNING Jack kennir hinum daufdumba félaga
sínum undirstöðuatriðin í því hvernig byssubófar
bera sig að.
Fógetinn
LAGANNA vörður sá
sem sífellt er á hælun-
um á þeim Lightning
Jack og Ben Doyle er
fógetinn Dan Kurtz
(Pat Hingle).
eftir innst inni er að eignast
einn eða fleiri vini.“
Mitt á milli raunsæis
og rómantíkur
Þegar handritið að mynd-
inni var tilbúið hófst leitin
að heppilegum leikstjóra til
að koma sögunni um Lig-
htning Jack á hvíta tjaldið.
Hogan var fljótur að komast
að þeirri niðurstöðu að þar
í ANNÁLUM Villta vesturs-
ins gnæfir upp úr hin ógn-
vekjandi goðsögn um útlag-
ann Lightning Jack Kane,
eða það finnst Lightning
Jack sjáifum að minnsta
kosti. Staðreyndin er hins
vegar sú að hann er oinung-
is goðsögn í eigin hugar-
heimi, en bann vill hins veg-
ar ólmur gera breytingu þar
á. Það er þó alveg víst að
þegar kné þarf að fylgja
kviði þá bregst Lightning
Jack ekki, og hann stendur
svo sannarlega undir viður-
nefni sínu sem byssubrand-
ur. Hann getur skotið í
gegnum nálarauga í fimm-
tíu skrefa fjarlægð, en skítt
veri með það þó hann sé
kominn á þann aldur að
hann þurfí á lesgleraugum
að halda. Hann er nefnilega
eldsnöggur að setja þau upp
og taka niður eftir þörfum
til að koma í veg fyrir óþarfa
vandræðagang. Það er þó
alveg á hreinu að Jack er
alveg óyggjandi og undan-
bragðalaust fljótasta skytt-
an í Villta vestrinu, bara ef
umheiminum væri það
kunnugt þá væri allt svo
sannarlega eins og það á
að vera.
Jack þykir kominn tími
til að fá sér félaga við
óhæfuverk sín, og þá helst
einhvern sem er jafn ill-
skeyttur og hættulegur og
hann sjálfur. Kannski er Ben
Doyle ekki alveg sú mann-
gerð sem Jack hefur í huga,
því það fyrirfinnast svo
sannarlega ekki mjög marg-
ir daufdumbir útlagar í
Villta vestrinu. Ben er vissu-
lega mállaus, en hann er
hins vegar eldklár og ákafur
að læra af mönnum eins og
Lightning Jack allt sem þarf
til að vera ósvikinn þijótur.
í sameiningu, þ.e.a.s. ef allt
gengur upp hjá þeim félög-
um, þá verða þeir svo al-
ræmdir, að í samanburði við
þá líta öll önnur útlagagengi
út eins og þar séu skóla-
strákar á ferð. Jack er eftir-
lýstur, og Ben á þá ósk heit-
asta að verða eftirlýstur.
Hinn hríðskjótandi byssu-
bófi og þögli lærisveinninn
hans eru í þann mund að
uppgötva að Ameríka getur
verið land hinna miklu tæki-
færa og fært þeim gull í
greipar, en þó aðeins ef lag-
anna verðir ná ekki í skottið
á þeim áður.
Hreifst ungur
af vestrunum
Villta vestur raunveru-
leikans og Villta vestrið eins
og sú ímynd sem fólk hefur
öðlast um það eru tveir ólík-
ir hlutir. Reyndar var þegar
farið að bera á því á tímum
vestursins að menn gáfu út
sögur og annála þar sem
leitast var við að breyta
óvægnum raunveruieikan-
um í rómantískar sagnir um
gallharða fógeta, rustalega
byssubófa og göfugar kon-
ur. Og þegar kvikmyndirnar
komu til sögunnar sem
skemmtiefni handa fjöldan-
um þá var þessi ímynd vest-
ursins færð enn fjær raun-
veruleikanum. Árið 1900,
þegar útlagar riðu enn um
héruð og skítuga smábæi,
þá leikstýrði Edwin S. Port-
er kvikmynd sem áltin er
vera fyrsta dramatíska
myndin sem gerð var, en það
var Lestarránið mikla, sem
einmitt var vestri. Sú ímynd
sem til varð á hvíta tjaldinu
í rúmlega 90 ára sögu vestr-
anna hefur ekki aðeins haft
áhrif á hugsanagang
Bandaríkjamanna heldur
hefur hún einnig haft áhrif
á hugsanagang fólks í öðr-
um löndum. Það fyrirfinnst
varla sú þjóð á jörðinni sem
ekki hefur hrifist af ævintýr-
um bandarískra kvikmynda-
stjama á borð við Roy Ro-
gers, John Wayne og Clint
Eastwood, og ítalir stóðu
reyndar sjáifir að fram-
leiðslu svokallaðra spag-
hettívestra' á sjöunda ára-
tugnum, sem kvikmyndaðir
voru á sléttum Spánar er
komu í stað hins raunveru-
lega Villta vesturs Ameríku.
Og hinum megin á hnettin-
um stóð heimsálfa sem kall-
ast Ástralía í sérstöku sam-
bandi við bandarísku vestr-
ana, en þar í landi svipaði
sögu 19. aldarinnar um
margt til þess sem átti sér
stað í Norður-Ameríku á
þeim árum. Það voru nefni-
lega til ástralskir kúrekar,
stórbændur, hetjur og illþýði
sem öðlast hefur sess í
munnmælasögum og goð-
sögnum. Þar með víkur sög-
unni einmitt að Paul Hogan
og Lightning Jack.
Eins og börn og unglingar
um allan heim hreifst Hogan
ungur að árum af vestrum
og áhugi hans á kvikmynd-
um af því tagi hefur aldrei
dvínað. Það var því óhjá-
kvæmilegt að hann myndi
skrifa handrit að vestra og
leika aðalhlutverkið sjálfur,
en þar sem aðalsmerki Hog-
ans er lævís kímni bæði í
orðum og verkum þá hlaut
vestrinn hans að verða í
gamansömum tón. Hogan
segir það ekki skipta megin-
máli í myndinni að Lig-
htning Jack kemur frá Ástr-
alíu, og vísar hann þá til
þess að innflytjendur hvað-
anæva að úr heiminum hafi
streymt til Bandaríkjanna á
síðari hluta 19. aldar. Eins
og svo margir aðrir líti Lig-
htning Jack á vestrið sem
land tækifæranna, og í hans
augum felist tækifærin í því
að geta rænt banka í meira
en 30 ríkjum. „Lightning
Jack leitar frægðar og
frama og hann er sneggri
að bregða byssunni en nota
heilabúið. Hann vill sjá nafn
sitt með vinsælum ummæl-
um á prenti og einnig á stóru
veggspjaldi með nöfnum eft-
irlýstra, og hann vill fyrst
og síðast öðlast mikla um-
fjöllun og frægð. En það sem
hann raunverulega óskar
væri engmn fremn landa
hans Simon Wincer, sem
þegar hafði getið sér góðan
orðstír fyrir myndir á borð
við Lonesome Dove og Free
Willy, en sú síðarnefnda var
meðal vinsælustu myndanna
vestan hafs síðastliðið sum-
ar. Þeir félagar ákváðu svo
í sameiningu að myndin yrði
gerð í þeim anda sem færi
miðja vegu milli hins harðn-
eskjulega raunsæis sem ein-
kenndi Lonsome Dove og
klassískra rómantískra
vestra sem allsráðandi voru
allt þar til viðfangsefnið tók
þeim breytingum sem ein-
kennt hefur vestrana sem
gerðir hafa verið eftir 1960.
„Við vildum ekki sleppa al-
veg takinu af raunsæinu, en
á sama tíma vildum við votta
virðingu þeim kvikmyndum
um Villta vestrið sem við
ólumst upp við, en flestar
hveijar brugðu þær upp
mynd af þessu tímabili sög-
unnar í frekar skærum lit-
um,“ segir Wincer
Eftirlæti
Astrala
FYRSTA kvikmyndin sem hinn ástralski Paul Hogan iék í
var Krókaódíla Dundee, en fyrir leik sinn í myndinni hlaut
hann Golden Globe verðlaunin og tilnefningu til Bresku
kvikmyndaverðlaunanna sem besti leikari. Myndin öðlaðist
sem kunnugt er geysimiklar vinsældir og því fylgdi Krókó-
díla Dundee II óhjákvæmilega í kjölfarið, en vinsældir henn-
ar urðu ekki síðri og saman skiluðu þær um einum millj-
arði Bandaríkjadala í kassann.
Vinsæll
PATJL Hogan hefur verið í miklu uppáhaldi í heimalandi sínu Ástrálíu allt frá
því hann kom þar fyrst fram í sjónvarpi. Undanfarinn áratug hefur hann verið
einn ástsælasti maðurinn þar í landi og Krókódíla Dundee færði honum jafn-
framt vinsældir um allan heim.
Paul Hogan hefur verið
einn vinsælasti maður-
inn í Ástralíu í meira en ára-
tug, en áður en hann varð
eftirlæti landa sinna vann
Hogan við höfnina í Sydney.
Ástralskir áhorfendur fengu
fyrst tækifæri til að njóta
hæfileika Hogans í kjölfar
þess að hann skrifaði sjón-
varpsstöð sem var á höttun-
um eftir hæfileikafólki og
lýsti sér sem steppdansandi
hnífakastara úr óbyggðun-
um sem gæfi færi á sér til
að koma fram í sjónvarpi.
Honum var boðið að koma
fram í skemmtiþætti og ætl-
uðu framleiðendur hans að
láta Hogan skemmta áhorf-
endum á eigin kostnað, en
hann sló hins vegar í gegn
með því að gera óspart grín
að þættinum sem hann var
að koma fram í. Þar með var
frami hans í skemmtanalíf-
inu tryggður og í kjölfarið
kom hann fram í fjölmörgum
skemmtiþáttum í sjönvarpi,
en einnig stjórnaði hann eig-
in skemmtiþætti sem varð
sá vinsælasti í Ástralíu.
Bandaríkjamenn l'engu
fyrst að kynnast hæfíleikum
Hogans þegar hann lék í
sjónvarpsauglýsingum fyrir
ástralska ferðamálaráðið, en
auglýsingarnar reyndust
vera þær árangursríkustu af
sínu tagi sem nokkru sinni
höfðu verið sýndar í Banda-
ríkjunum.
Áður en Krókódíla
Dundee leit dagsins ljós lék
Hogan í sjónvarpsþáttaröð-
inni Anzacs sem naut mikilla
vinsælda, og fyrir frammi-
stöðu sína var hann útnefnd-
ur Ástralíumaður ársins.
Eftir hinar miklu vinsældir
sem myndirnar um Krókó-
díla Dundee öðluðust um all-
an heim var Hogan kleift að
fást við það sem hugurinn
girntist hverju sinni, og
þriðja kvikmyndin leit því
fljótlega dagsins ljós. Það
var Almost An Angel sem
Paramount gerði, en síðan
varð nokkurt hlé á kvik-
myndaleik hjá þessum vin-
sæla Ástrala, eða þar til
hann gerði Lightning Jack.