Morgunblaðið - 12.06.1994, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 12. JÚNÍ 1994 19
þeir fá enga hjálp meðan sjúkrahús-
in eru full af særðum. Júlíus segir
þetta óskemmtilegt verkefni.
Majórar undir íslenskum fána
Ekki er hægt að vera með svo
stóra friðargæslusveit sem nú er í
fyrrum Júgóslavíu við hættulegar
aðstæður án þess að tryggja bestu
læknishjálp. Og aðalverkefni þessar-
ar norsku heilbrigðissveitar og
sjúkrahúss hennar er bráðaþjónusta
fyrir friðargæsluna, en auk þess
veitir hún heimafólki hjálp eftir
föngum. Norðmenn hafa átt í erfið-
leikum með að fá lækna að heiman.
Þessvegna voru íslendingar beðnir
um að koma þar til liðs. Og-þykir
mikill fengur að fá reynda íslenska
lækna.
En hvernig stóð á því að yfir-
læknir í góðri stöðu á norðlenskum
spítala leggur í slíkt ævintýri? Stef-
án Júlíusson kveðst hafa séð auglýs-
ingu frá stjórnvöldum heima sem
báðu um lækna og hjúkrunarfólk.
Hann var þá búinn að vera í 12 ár
læknir á Fjórðungssjúkrahúsinu á
Akureyri, eða frá því hann kom frá
framhaldsnámi í bæklunarlækning-
um í Svíþjóð, og kvaðst hafa verið
farinn að hugsa um að breyta um
umhverfi. Hafði raunar gælt við þá
hugsun að gera eitthvað í þessa
áttina. Bömin fjögur eru uppkomin
og eiginkonan, sem er hjúkrunar-
kona, hafði jafnvel sjálf litið til
þessa. Hann svaraði auglýsingunni
og var ráðinn til sex mánaða. Sama
var með þá hina. Stefán Alfreðsson
hafði gælt við slíka hugmynd frá
því að hann útskrifaðist sem hjúkr-
unarfræðingur 1986. Síðan hafði
hann unnið á Borgarspítalanum,
Landspítalanum og Fjórðungs-
sjúkrahúsinu á Akureyri. Hann
hafði látið sér detta í hug að bjóða
sig fram til hjálparstarfs á vegum
Rauða krossins, en það sem réði
úrslitum var að þar er fólk á ver-
aldarvakt og þarf að fara þegar
kallið kemur, en þarna var ákveðin
tímasetning. Þegar ég náði í heilsu-
gæslulækninn frá Hornafirði, Mána
Fjalarsson, sem hafði viku fyrr ver-
ið sendur til hinnar umsetnu borgar
Gorazde, svaraði hann þessari
spurningu einfaldlega með því að
hann vissi hreint ekki hvað honum
gekk til. Þetta kom svo skyndilega
til og þurfti að taka ákvörðun eins
og hann orðaði það.
Þar sem þeir áttu að vera í norska
hernum héldu þeir allir þrír fyrst
út til Noregs til þjálfunar í sex vik-
ur, áður en þeir fóru til Tuzla í
byrjun maí. Þar voru þeir í þjálfun
með hjúkrunarfólki í hernum til
aðhlynningar og móttöku á fólki á
vígvelli, bráðahjúkrun o.fl., og síðan
blönduðust þeir í hóp fólks á förum
til Júgóslavíu og fengu margvíslega
kynningu á SÞ og um fyrrum Júgó-
slavíu. Engin herþjálfun var og lík-
amsþjálfun lítil, en eins og þeir
sögðu þá verða menn að vera í
sæmilegu formi líkamlega ef verið
er að fara þangað sem e.t.v. þarf
að fara á vígvöll með börur, síga
úr þyrlu og skrölta í brynvörðum
bílum. Læknarnir eru orðnir majór-
ar í norska hernum með gylltar
strípur á öxlum og stjörnur, en Stef-
án er bara lautinant með eina
stjörnu. Norskir félagar þeirra öf-
unda þá líklega svolítið, því einn
þeirra hafði orð á að það tæki Norð-
menn 15 ár að vinna sig upp í slíka
majórstign. Nú voru íslendingarnir
búnir að vera þarna í 4-5 vikur,
höfðu flogið til Split og ekið aftan
á vörubílspalli í flutningabílalest í
níu tíma gegnum háfjöllin upp í
2.000 metra hæð og á öðrum degi
aftur í 6 tíma til Tuzla. Þeir búa í
þessu sjúkrahúsi, fimm saman í
herbergi, en aðbúð að öðru leyti góð
og öryggisráðstafanir miklar.
Júlíus hefur lengst af starfað í
skurðstofunni og á sjúkrahúsinu.
Ég sá hann taka á móti slösuðum,
m.a. úr bílslysi þar sem einn fransk-
ur friðargæsluliði dó og fimm slösuð-
ust. Stefán segir að á gjörgæslu-
deildinni, þar sem hann er, sé hjúkr-
unarfólk allt karlmenn utan ein
hjúkrunarkona og hafi hann aldrei
fyrr upplifað þau kynjahlutföll á
vinnustað sínum. En í skurðstofu er
þetta öfugt, þar sem fimm skurð-
stofuhjúkrunarfræðingar eru konur.
Máni var strax við komuna settur í
útkallssveitina, en alltaf fara læknir
og hjúkrunarmaður með þegar sóttir
eru sjúklingar eða særðir menn. Þá
í þessum brynvörðu bílum sem þeir
hafa eða í þyrlu. Einu sinni hafði
Máni farið niður á milli víglínanna
að sækja sjúkling. Viku 4ður hafði
hann svo verið sendur til annars af
þessum umkringdu vemdarbæjum
SÞ, Gorazde, til að leysa af lækni
hjá norsku sveitinni. Átti að vera
þar í hálfan mánuð, þ.e. ef Serbarn-
ir samþykktu þá að hleypa honum
í gegn í bakaleið, sem annars gæti
dregist.
í hlýju notalegu kvöldinu spjalla
ég við þá Júlíus og Stefán í gáminum
mínum á hlaði sjúkrahússins, einka-
villunni, þar sem hermannabeddi
hafði verið settur fyrir mig í eitt
hornið og ofan á svefnpoki lyktandi
af mölkúlum úr birgðageymslunni.
Félagar mínir norskir fengu bedda
hjá friðargæsluliðum í þessum dökku
hermannatjöldum, sem verða víst
æði heit á daginn. Þótt þetta sé ör-
uggur staður og aldrei hafi verið
skotið á spítala friðargæslunnar, þá
eru átök á línunni ekki fjarri og oft
heyrist skothríð úr 20-30 km fjar-
lægð. Stundum frá eldflaugum, sem
kunnáttumenn segja mér að þekkist
auðveldlega af því að sprengingin
verður um 3 sekúndum eftir að
maður heyrir skotið. Eða kannski
er eitthvað af þessu sem maður heyr-
ir bara slívoskot? segja menn. Þegar
einhver hefur dtukkið hið þjóðlega
slívovits verður hann svo glaður að
hann heypir af upp í loftið. Allir
ganga jú með byssu.
íslensku læknanir segja mér að
fyrst eftir að þeir komu hafi verið
rólegt, aðeins einn friðargæsluliði
slasast af stríðsvöldum. En þeim
mun meira af umferðarslysum sem
veldur áhyggjum. Friðargæslulið-
arnir eru í þessum stóru þungu vögn-
um á vondum fjallavegum og slysun-
um fjölgar.
Sækja særða í þyrlu
Breskur friðargæsluliði hafði
fengið slæman höfuðáverka við að
lenda á jarðsprengju. Það kom hlut
Júlíusar að sækja hann í þyriunni
til Gorazde, en eftir að Máni fór frá
Tuzla hafði Júlíus lent í útköllum.
Þótt leyfi hafi að venju verið tryggt
fyrirfram hjá Serbunum til slíks
flugs verður að koma við hjá þeim
á báðum leiðum þegar flogið er yfir
belti þeirra, svo þeir geti leitað í
þyrlunni og fullvissað sig um að
ekki sé verið að smygla einhverju
eða svindla. Júlíus hafði ætlað að
ræða við Mána, en Serbarnir
skammtað svo stuttan tíma að þeir
höfðu ekki nema tvær mínútur til
að taka særða Bretann.
í norska sjúkrahúsinu er hægt að
hafa 70 rúm. Skyndispítalinn er
þannig útbúinn að inni í sainum
hefur verið tjaldað tveimur dökkum
stórum tjöldum, sem taka um 20
rúm. En önnur eru til reiðu og má
setja upp ef stærra slys verður, hvort
sem er inni á sjúkrahúsinu eða úti.
Miðað er við mikinn sveigjanleika,
enda Norðmenn orðnir þekktir fýrir
mikla reynslu á þessu sviði. Þarna
eru tvær skurðstofur, röntgendeild,
rannsóknastofa, tannlæknisstofa og
tannlæknir o.s.frv. Þetta er eina
sjúkrahúsið sem á að geta tekið
hvað sem að höndum ber, að sögn
yfírlæknisins, sem m.a. segir mér
að allir starfsmennirnir 300 á svæð-
inu séu eyðniprófaðir, því þeir verði
að geta gefíð hverjum öðrum blóð.
Og tryggt sé að utanaðkomandi
særðir fari ekki inn í sjúkrahúsið
með vopn.
Sem betur fer hefur friðargæslu-
liðið í Bosníu ekki orðið fyrir stór-
slysum. Því geta þeir nýtt aðstöðu
sína og lækna til aðstoðar bosnísku
læknunum á Háskólasjúkrahúsinu
inni í bænum. Ymist fá bosnísku
læknarnir að koma með sjúklinga
til uppskurðar við þær ágætu að-
stæður sem þarna eru, og einnig
fara friðargæslulæknarnir til þeirra
inn í bæinn. Á sjúkrahúsinu í Tuzla
segir Júlíus mér að sé nóg af færum
heimalæknum, en tæki og hjúkr-
unargögn séu farin að ganga úr
sér, enda hafa þeir verið svo lengi
sambandslausir við umheiminn, auk
þess sem flest tækin eru keypt í
gegnum umboðin í Belgrad og Ser-
barnir hleypa þeim ekki í gegn með
neina varahluti. Júlíus kvaðst hafa
komið í bæklunardeildina, almennu
skurðdeildina og taugadeildina hjá
þeim. Og hann er sannfærður um
að besta raunhæfa hjálpin sem hægt
væri að veita þar sé að útvega spítal-
anum hjúkrunarvörur og einföld
lækningatæki, t.d. tæki til húðflutn-
inga eða eftirmeðferðar á brotum,
svo þeir geti hjálpað sér sjálfir. Það
gætu hjálparstofnanir gert með til-
tölulega litlum tilkostnaði. Það
mundi breyta miklu. En það er utan
við umboð friðargæslunnar. Friða-
gæsla Sameinuðu þjóðanna verður
að vera hlutlaus og liggur undir tor-
tryggni stríðsaðila. Hún er þama
ekki til að hjálpa Bosníumönnum til
að vinna Serba. Öllum verður að
gera jafn hátt undir höfði, Serbum,
Króötum eða Bosníumönnum. Eða
eins og yfirlæknir norska sjúkra-
hússins orðaði það: Slasaður her-
maður er sjúklingur og þegar mann-
eskja er slösuð skiptir einkennisbún-
ingur ekki máli. Þessa daga sem ég
var viðloðandi sjúkrahús friðargæsl-
unnar í Tuzla sá ég að alltaf var
að koma fólk með sjúkdóma og
meiðsli og engum vísað frá.
Læknar friðargæslunnar eru í
mjög góðu sambandi við bosnísku
læknanna í bænum og veita þeim
aðstöðu og hjálp. Skurðlæknar
þeirra eru yfirleitt uppteknir við
stríðsslasaða og ganga við það sólar-
hrings bráðavaktir á skurðdeildum
sínum. En hafa þar fyrir utan áætl-
un um uppskurði á fólki almennt.
Og það eru sjúklingarnir sem SÞ
læknamir eru að hjálpa þeim með.
Fyrsta morguninn þarna komu ein-
mitt þrír bosnískir læknar í norska
sjúkrahúsið með sjúklinga. Gerðu
læknarnir saman nýmauppskurð og
íjarlægðu gallblöðru í skurðstofunni
hjá SÞ. Var Júlíus við þá aðgerð.
Þetta gerist flesta morgna, enda
margir sjúklingar sem aldrei komast
að vegna særðra. Það kom mér á
óvart að þessir ungu læknar eru af
öllum þjóðunum. Einn kvaðst vera
múslimi og ætti serbneska konu,
annar sagði foreldra sína serbneska
en eiginkonan Króati og sá þriðji
sagðist einfaldlega vera Bosníumað-
ur. Þeir fullvissuðu mig um að á
sjúkrahúsinu í bænum væri þetta
ekki vandamál, bæði hvað snerti
sjúklinga og hjúkrunarfólk, og það
átti ég eftir að sannreyna.
„Ég hefi verið að komast í sam-
band við þá, hefí hugsað mér að
fara inn til þeirra og vinna með þeim.
Þeir hafa gífurlega reynslu eftir
tveggja ára stríð og klára sig vel,“
segir Júlíus. Hann bætir við að þrem
vikum fyrr hafi komið gífurleg gusa
af særðum, 40 manns á hálfum öðr-
um sólarhring. Hann hafði komið inn
á bosníska spítalann á eftir og séð
ástandið. „Alls staðar er barist. Bos-
níumenn sjá um þá særðu. En hvar-
vetna er mikið af ungum karlmönn-
um sem hafa særst og konum og
bömum sem eru bækluð eftir stríð-
ið, sem enga hjálp fá,“ sagði hann.
„Það sem ég læri mest af hér er
viðbúnaður við hópslysum og mót-
töku og meðferð fjöldaáverka, eins
og hér hafa orðið. Svo sér maður
hlutina í.allt öðru ljósi," sagði Júlíus
er vikið var að þessu.
Lokaðir inni með slasaða
Máni Fjalarsson læknir var í
Gorazde. Ogerlegt var að komast í
þennan innilokaða bæ, umkringdan
Serbum, að því er yfirmaður norsku
sveitarinnar tjáði mér. Og bætti við
að þeir væru nú að reyna að fá það-
an út 19 særða. En upplýsti að þeir
í Gorazde ættu alltaf að hafa sam-
band við fjarskiptamennina þeirra í
Tuzla kl. 10 á kvöldin. Stundum sé
sambandið of slæmt, en ef heyrist
gæti ég reynt að tala við Mána.
Meðan hann var á útkallsvaktinni í
Tuzla hafði hann verið á vakt allan
sólarhringinn og-með kalltæki á sér,
svo reiknað var með að næðist til
hans, sem og varð. Gorazde hefur
verið mikið í fréttunum að undan-
fömu, því Bosníumenn hafa ekki
viljað setjast að samningaborðinu í
Genf fyrr en Serbar hefðu dregið
sig með þungavopn sín 3 km út fyr-
ir borgina eins og þeir höfðu samið
um við Sameinuðu þjóðirnar. Ég
spurði Mána hvort eitthvað hefði
gerst þar umfram þessa skothvelli
sem hann kvaðst alltaf heyra. Hann
sagði að ein sprengja hefði fallið
daginn eftir að hann kom til
Gorazde. Og einn friðargæsluliði
hafði orðið fyrir jarðsprengju, geng-
ið á streng sem hengdur var við
hana, en sem betur fer hafði hann
aðeins fengið í sig tvö sprengjubrot
og ekki misst fótinn.
„Við erum að skipuleggja flutninga
á slösuðu fólki. Við erum með hér á
lista um 200 manns sem þarf að flytja
í burtu, en nokkrir eru farnir. Þetta
er fólk sem hefur orðið fyrir áföllum
í stríðinu, hefur kannski misst fætur
eða hendur og vantar gerfilimi. Þessi
bær hefur verið einangraður síðan
3. maí 1992. Serbar hafa lokað öllum
leiðum. Fólkið hefur ekki getað kom-
ist burt. Þó hefur töluvert verið flutt
með þyrlum til Tuzla. Til þess að
gera það þarf að útbúa lista, senda
til Serba og fá samþykki þeirra.
Læknarnir hér verða að útbúa list-
ana.“ Máni bætir því við að þó svo
að átökunum eigi að vera lokið, þá
finnist fólki mikið öryggi að vita af
friðargæsluliðinu í bænum. Liðið er
búið að vera þar síðan í apríllok.
Ástæðuna fyrir átökunum kvað hann
ákaflega flókna, en þau séu orðin
staðreynd og þetta fólk sé alveg vam-
arlaust gegn því sem yfir það geng-
ur. Einhveijir þurfi að vera á staðnum
og þá séu Sameinuðu þjóðirnar besti
kosturinn. Og Mána finnst að íslend-
ingar eigi að leggja þar fram sinn
skerf.
Hvernig líkar honum, heilsu-
gæslulækni úr friðsömum firði undir
jöklum, á þessum slóðum? „Þetta er
á allan hátt mikil lífsreynsla. Svo
ólíkt öllu sem maður hefur upplifað.
Til dæmis er stór hluti af bæjunum
hér ónýtur. Svoleiðis hefur maður
aldrei séð nema á eyðibæjum á ís-
landi.“
Júlíus Gestsson er sammála Mána
um að íslendingar eigi að leggja sinn
skerf til slíkrar friðargæslu:„Við er-
um hluti af þessu apparati og því
líka okkar að taka á því sem uppá
kemur,“ sagði hann.
Báðir læknamir segjast ætla að
koma heim þegar ráðningartími
þeirra rennur út í október, en von-
ast eftir því að framhald verði á
þessu af hálfu íslendinga og aðrir
komi í þeirra stað. Stefán Alfreðsson
svarar því til þegar hann er spurður
hvort hann verði þá áfram, að það
fari eftir ýmsu, sem sé óljóst. Norð-
mennimir þama séu t.d. skattfijáls-
ir ef þeir em lengur en eitt ár í slíku
starfi. Hann ætlar að athuga sinn
gang. Um launin segir Júlíus að
læknamir hafi sambærileg laun við
Norðmennina. En í þeirra heima-
landi hafi læknar hærri laun en á
íslandi. Sé aftur á móti tekið mið
af aukavinnunni sem menn leysi af
hendi á íslandi, sé munurinn ekki
svo ýkja mikill. Svo komi aukakostn-
aður eins og við að fara heim í frí
og fleira.
fslensku læknarnir voru ekki bún-
ir að vera þarna lengi. En yfirlæknir-
inn á norska sjúkrahúsinu, Christan
Halle, sem er héraðslæknir í norska
bænum Lom í Noregi, sagði mér að
þetta væri besti tíminn í lífi sínu.
Það sé svo mikil reynsla. Hann kom
með fyrstu friðargæslusveitinni 1.
október, þegar ástandið í bænum var
sem verst í vetur og segir: „Ekkert
hefur sannfært mig betur um að
stríð á ekki rétt á sér eins að sjá
allt þetta venjulega fólk sem ekki á
neitt líf og fær ekki neina læknis-
hjálp af því að það er stríð. Um
þetta fólk heyrir maður ekki, aðeins
þá sem skotnir eru eða slasast í
sprengjuárás. Við höfum hér stór-
kostlega möguleika sem eru van-
nýttir og við getum komið þessu
fólki til hjálpar. Verðmætamatið
verður allt annað hjá manni við að
vera á svona stað“.
Stórslys
Mikill viðbúnaður er hjá norska
herspítalanum og norsku þyrlu-
sveitinni í Tuzla til að geta bjargað
mönnum úr stórslysum. Ég varð
vitni að viðbrögðum þeirra, því
meðan ég var þar var allsheijar
björgunaræfing. Annars vegar voru
fjórir stórslasaðir menn með inn-
yflin úti, hálsbrot og blóði drifnir í
bílflaki, sem þurfti að saga utan
af þeim. Og hins vegar þurfti að
bjarga mönnum úr brynvörðum bíl,
sem hafði lent á jarðsprengju.
Mennirnir í skriðdrekanum máttu
ekki stíga út á sprengisvæðið og
urðu að hjálpa hver öðrum að kom-
ast út og ausa vatni á brunasárin
meðan þeir biðu þyrlanna, sem þeir
vissu að voru á leiðinni. Einn var
látinn, en læknir og hjúkrunarmað-
ur sigu úr þyrlunni niður til þeirra
og hífðu þá upp. Mikið lið hjúkunar-
fólks og lækna dreif að með bryn-
varða sjúkrabíla og slökkvilið.
Hlynnt var eftir því sem við átti að
hinum slösuðu og ég fylgdi einum
í skröltandi vagninum til sjúkra-
hússins, þar sem Júlíus og fleiri
læknar, svo og Stefán og hjúkrun-
arliðið voru í óða önn að greina
meiðslin, einn kominn á skurðar-
borðið, annar á röntgenborðið
o.s.frv. Allt hafði þetta ekki tekið
nema hálftíma og menn voru
ánægðir. Höfðu haft slíka þjálfun
áður og raunar sannreynt að þetta
virkaði hratt og vel í raunverulegum
slysum. Áhorfandinn af íslandi
sannfærðist um að þeir sem þarna
eru til taks í stríði, séu viðbúnir og
ráði við næstum hvað sem uppá
kemur.