Morgunblaðið - 12.06.1994, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.06.1994, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 12. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ t ERLENT BIÐRAÐIR voru snar þáttur almennings í Sovétríkjunum sálugu. Hér má sjá Moskvubúa í biðröð fyrir utan tóbaksbúð. FJÁRFESTINGAR OG BIÐRAÐIR Rússar standa enn í biðröðum, þrátt fyrir að vöru- * skorti sé ekki lengur fyrir að fara. Jón Olafsson segir að það sem Rússar bíði eftir nú, séu verðbréf. Maður hættir ekki að sjá • biðraðir í Moskvu, þótt heimskommúnisminn hrynji og kapítalisminn haldi innreið sína með tilheyrandi einstaklings- og neyslu- hyggju. Biðraðir eru líklega jafn rótgróið fyrirbæri í rússnesku hversdagslífi og vodka eða te. Sé ekki vöruskorti fyrir að fara, þá fínna menn bara einhver önnur til- efni til að standa í biðröðum. Fyrir fímm árum mynduðust voldugustu biðraðirnar jafnan þegar sykur var á boðstólum. Á þeim tíma voru áþreifanlegustu áhrif um umbóta- stefnu kommúnistaflokksins hrika- legur sykurskortur um allt landið. Ástæðan fyrir honum var sú að áður en Gorbatsjov datt perestrojk- an í hug, hélt hann að helsta böl Sovétríkjanna stafaði af drykkju- skap Iandsmanna, og flest mundi horfa til betri vegar ef hann væri upprættur. Því var vodkafram- leiðsla minnkuð verulega, vínekrur tættar upp með jarðýtum, bjórstof- um lokað og þar fram eftir götun- um. En Sovétmenn hafa lengi kunn- að að bjarga sér og fyrr en varði var annar hver maður farinn að framleiða sitt eigið vín, bjór. eða vodka, hver eftir sínum smekk. En til bruggunar þarf mikið af sykri og eftirspumin óx því langt fram úr þvi sem ríkið réði við. Síðar, eftir því sem umbótastefn- an gekk nær sovéska efnahagskerf- inu, urðu risavaxnar biðraðir eftir hversdaglegum nauðsynjum, jafn- vel mjólk og brauði, dagleg sjón og veturinn 1990 til ’91, sem stundum er talinn mesti hungurvetur í Rúss- landi frá lokum seinni heimsstyij- aldar, voru biðraðir eftir eiginlega allri matvöru, nema ef vera skyldi fornum niðursuðuvörum frá Kamtsjatka. En eftir það fór margt skánandi, biðraðimar urðu sjaldséð- ari og menn þurftu frekar að standa eftir sjaldséðri munaðarvöru en ein- földustu lífsnauðsynjum. Á því herrans ári 1994, er liðin tíð að Rússar standi í biðröðum eftir mjólk, brauði eða sykri. Og þaðan af síður er skortur á áfengum drykkjum. Þá má kaupa á hverju götuhomi hvenær sem er sóla- hringsins, erlendar tegundir jafnt sem innfluttar. Það sem Rússar standa í biðröðum eftir um þessar mundir, eru verðbréf. Eins og menn muna eflaust, var einkavæðingaáformum stjómvalda í Rússlandi á sínum tíma fylgt úr hlaði með nokkurs konar ávísunum á hlut í ríkisfyrirtækjum, verðbréf- um sem hægt var að nota til að kaupa hlutabréf og áttu að hækka í verði, eða að minnsta kosti fylgja verðbólgunni. Hver einstaklingur fékk eitt bréf í sinn hlut og mátti gera við það sem hann vildi. Þessi ríkisverðbréf hafa ekki reynst jafn traust og til stóð og heyra bráðlega sögunni til, því í lok mánaðarins lýkur gildistíma þeirra, eftir mán- aðamótin verður hvorki hægt að leggja þau í ávöxtun né kaupa hlutabréf fyrir þau. Þótt verðgildi þeirra hafi rýmað fimm- til tífalt síðan þau voru gefin út fyrir rúm- lega tveimur árum, eru þau enn góð og gild í hlutabréfaviðskiptum og fram til mánaðamóta eiga þau eftir að geta nýst vel, því ýmsir feitir bitar verða á boðstólum í lok gildis- tíma ríkisverðbréfanna. Tilgangurinn með því að gefa út þessi verðbréf var einkum sá að almenningur tæki þátt í einkavæð- ingunni og að fólk fengi á tilfinning- una að það ætti nú þrátt fyrir allt hlut í framleiðslufyrirtækjurn ríkis- ins. Hafí almenningseign iðnfyrir- tækja verið markmiðið, þannig að hvert fyrirtæki gæti orðið einskonar óskabam, hefur einkavæðingin varla skilað tilætluðum árangri. Hinsvegar hefur nú á síðustu vikum runnið á menn spákaupmennsku- æði, sem vart á sinn Iíka. Fjöldi manns eyðir öllu handbæru fé í hlutabréf eða verðbréf, eða leggur peninga sína inn hjá einhveiju af fjölda fjármagns- og ávöxtunarfyr- irtækja sem lofa mörg allt að 40 prósenta ársvöxtum umfram verð- bólgu og sum meiru. Núna á vormánuðum hafa nokk- ur fyrirtæki getað hreykt sér af ævintýralegri ávöxtun hlutafjár síns. Fjárfestingafyrirtækið MMM er þar fremst í flokki. í lok janúar var gangverð hlutabréfa þess 1.600 rúblur, en hefur síðan vaxið jafnt og þétt þangað til það tók kipp um miðjan maí og er komið í 33.000 rúblur þegar þetta er skrifað í júní. En bréf margra annarra fjárfest- ingarfyrirtækja hafa snarhækkað í verði upp á síðkastið, líklega ekki síst fyrir það að hlutabréfakaup og ýmisleg spákaupmennska er að verða vinsælasta viðfangsefni hins almenna borgara í Rússlandi. Um þetta nýjasta æði sýnist auð- vitað sitt hveijum. Þeir eru ófáir sem fá glýju í augun við tilhugsun- ina um að geta komið svo vel und- ir sig fótunum í hlutabréfaviðskipt- um að hægt verði að lifa á arði og ágóða og hætta að vinna. Þeir svartsýnu óttast hinsvegar að brögð séu í tafli þegar lofað er langvar- andi og stórfelldum hagnaði, hvort heldur sem er af ávöxtun eða hluta- bréfaeign, og sjá fyrir hrun og sam- svarandi gjaldþrot fjölda einstakl- inga. Það er líka í vissum skilningi þversagnakennt að einkavæðingin skuli að stærstum hluta fara fram með miliigöngu fjárfestingafyrir- tækja sem einstaklingar kaupa bréf hjá í trausti þess að þessi fyrirtæki ávaxti hlutaféð betur en menn gætu hugsanlega gert sjálfir. En hvað sem því líður, þá telur ríkisstjórnin einkavæðinguna í heild bara nokkuð velheppnaða og Ana- tólíj Tsjúbaís, sem stjórnar einka- væðingaráætluninni sagði í vikunni að það væri ekki síst að þakka fjár- festingarfyrirtækjum, sem hafa flest verið heiðarlega rekin. Af 600 skráðum fjárfestingarfyrirtækjum mun aðeins eitt hafa rænt fólk fénu sem það lagði inn, en 15 í viðbót liggja undir grun um pretti. Þetta verður líklega að teljast gott miðað við lögleysisástandið í öllum við- skiptum í Rússlandi. 146 milljónir ríkisverðbréfa eða ávísana á hlut í ríkisfyrirtækjum voru upphaflega gefin út. Þegar þriðjungur er af júní hafa 126 millj- ónir þessara bréfa skilað sér í hluta- bréfaviðskiptin og samkvæmt síð- ustu tölum bætist um milljón við á hveijum degi. Langmestur hluti verðbréfanna er notaður til hluta- bréfakaupa hjá fjárfestingafyrir- tækjum en sumir selja bréfín sín bara hæstbjóðenda til dæmis ein- hveijum þeirra framtakssömu ein- staklinga sem standa á hverri ein- ustu neðanjarðaijárnbrautarstöð og falast eftir verðbréfum. í lok mánaðarins er gert ráð fyr- ir að um 70 prósent iðnfyrirtækja í Rússlandi hafi verið gerð að hlut- afélögum. Það þýðir þó ekki að rík- ið hafi með öllu dregið sig útúr rekstri fyrirtækjanna og í mörgum hinna stærri er meirihluti í eigu ríkisins. Sama er að segja um tvo þriðju af þeim fyrirtækjum sem verða seld eftir að gildistíma verð- bréfanna lýkur, en tíu prósent af iðnfyrirtækjum í Rússlandi verða áfram að fullu í eigu ríkisins. Hvað sem segja má um fram- kvæmd einkavæðingarinnar í Rússlandi og þátttöku almennings í henni, þá hefur fjörkippurinn síð- ustu mánuði vakið þá von hjá mörgum að kannski takist á endan- um að koma nægilegu fjármagni inn í rússneska iðnframleiðslu til þess að hún geti farið að aukast aftur eftir margra ára samdrátt. Og ef eitthvað er að marka það sem ríkisstjórnin segir, þá virðist áhugi erlendra fjárfesta á Rúss- Iandi nú loksins vera að aukast aftur, í kjölfar þessa gífurlega al- menna áhuga á fjárfestingum með- al Rússa sjálfra. Kvótaskipti heimihið í Færeyjum Þórshöfn. Morgunblaðið. KVÓTI færeysku smábátanna, undir 20 tonnum, er nú uppurinn og því hefur verið brugðið á það ráð að heimila kvótaskipti milli þeirra og línuskipanna, sem ekki hefur tekist að ná sínum leyfilega afla og aukaafla. Landsstjórnin hefur bannað, að fiski sé kastað í sjóinn aftur. Smábátarnir fá að taka afla línuskipanna á grunnslóðinni en þau fá aftur kvóta bátanna lengra úti eða á Færeyjabanka. Segir Thomas Arabo sjávarútvegsráð- herra, að þessi lausn muni vonandi duga smábátunum þar til lögþingið tekur kvótakerfið til endurskoðun- ar í ágúst. Bannað að kasta fiski Færeyska landsstjómin hefur lagt blátt bann við, að fiski sé kast- að aftur í sjóinn og beinist það aðallega gegn togurunum. Nokkrar vikur eru síðan þeir kláruðu sinn aukaafla, sem er ekki síst þorskur, en togaramenn segja, að fískvinnsl- an neiti að greiða þeim sanngjamt markaðsverð fyrir þann þorsk, sem þeir koma með að landi. í sam- þykkt landsstjórnarinnar segir, að selja skuli allan afla en verðið fyrir þorsk umfram heimildir skal þó ekki vera hærra en ufsaverðið. Norðmenn ætla að ná 301 hrefnu Ósló. Reuter. NORSKA stjómin ákvað á mánu- daginn að leyfa veiðar á 301 hrefnu á þessu ári, þvert ofan í alþjóðlegt bann við hvalveiðum í hagnaðar- skyni. Bresk náttúruvemdarsam- tök hafa mótmælt ákvörðun Norð- manna harðlega. Á síðasta ári tóku Norðmenn upp hrefnuveiðar eftir sex ára hlé og veiddust 226 dýr. Var veiðunum harðlega mótmælt, m.a. hótaði Bill Clinton, Banda- ríkjaforseti, viðskiptaþvingunum. Hrefnukvótinn er tvískiptur, annars vegar er um að ræða veið- ar á 189 dýram í hagnaðarskyni og hins vegar veiðar á 112 hrefn- um í vísindaskyni, sem Alþjóða- hvalveiðiráðið (IWC) hefur leyft. Á fundi IWC í Mexíkó í síðasta mánuði var tillaga Norðmanna um að leyfa hrefnuveiðar felld, en þeir halda því fram að fjölgað hafi í stofninum í norðaustanverðu Atl- antshafi og telji hann nú um 86.700 dýr. Hneykslast Bresku náttúrverndarsamtökin World Wide Fund for Nature segja ákvörðun Noregsstjórnar vera hneykslanlega, og hefur fram- kvæmdastjóri samtakanna skrifað Gro Harlem Bmndtland, forsætis- ráðherra Noregs, bréf þar sem hann hvetur hana til þess að breyta ákvörðuninni. ) I ) * i I i i l i i i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.