Morgunblaðið - 12.06.1994, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.06.1994, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 12. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Draugursögunnar Ungkratar kalla Jóhönnu draug sögunnar og segja að sundurlynd- isog klorningsdraugurinn hafi skriðið fram úr skúinaskotum siig- uimar. '| 111IIIII I' 11 > Það hefur löngnm verið reimt við vinstri garðinn. Morgunblaðið/Kristinn FYRSTU síldinni landað úr Arnþóri EA á Neskaupstað í gær. Íslandssíld landað á Neskaupstað í fyrsta skipti í 27 ár „Nú verður brætt eins og druslan dregur“ Neskaupstaður. Morgunblaðið. ARNÞÓR EA 16 kom til Nes- kaupstaðar í morgunsárið á laugardag með fullfermi af ís- landssíld. Þetta er söguleg stund því síld úr þessum stofni hefur ekki verið landað á íslandi í 27 ár. Skipstjórinn var hinn ánægð- asti með aflann og kvaðst ætla rakleiðis aftur á miðin. Arnþór, sem er frá Arskógs- sandi, var við veiðar u.þ.b. 210 sjómílur norðaustur af Langa- nesi og fékk tæp 300 tonn í tveimur köstum. Þetta er nokk- uð austar en hafrannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson varð var við íslandssildina. „Það er full ástæða til að vera bjartsýnn," sagði Ingvar Guðmundsson skip- stjóri. „Það er talsvert á svæðinu þó ekki séu það stórar torfur.“ Hann hvetur báta hiklaust til að halda á miðin því síldin sé stór og alls ekki mögur. Þá virtist mun minni áta vera í þessari síld en þeirri sem Bjarni Sæmunds- son fékk. „Síldarævintýrið" í farteskinu Ingvar sagðist Htið hafa velt því fyrir sér að hann yrði fyrstur til hafnar. „Við fórum í þeirri trú að við fengjum eittvað.“ Hann hafði myndband með þætt- inum „Síldarævintýrið“ í far- teskinu og kveðst hafa sagt áhöfninni að hún gæti horft á það til marks um velgengnina. Hljóðið var ekki síðra í áhöfn- inni á Þórshamri, sem kom inn nokkru síðar. Skipverjar kváðust vera með um 600 tonn innanborðs sem hefðu fengist í átta köstum. Stærsta kastið var um 400 tonn en að sögn sprengdu þeir annað ennþá stærra. Börkur gerði það ekki síður gott og lagðist að bryggju um klukkan 10 í gær- morgun með um 1200 tonn í lest- inni. Stærsta kast hans var svipað og þjá Þórshamri, um 400 tonn. Förum alltaf aftur! Nokkurrar eftirvæntingar gætti á bryggjunni á Neskaup- stað. Freysteinn Bjarnason, verksmiðjustjóri Síldarvinnsl- unnar, var í móttökusveitinni. Hann var á síld á árum afla og ævintýra og sagðist ekki geta séð betur en þessi síld stæði fylli- lega undir nafni sem Íslandssíld. Hún væri í mjög góðu ástandi miðað við árstíma en á síldarár- unum var óvenjulegt að söltun hæfist fyrr en í fyrsta lagi um mánaðamótin júní-júlí. Nú væru menn frá síldarútvegsnefnd mættir á staðinn til að meta síld- ina og hvort hún væri vinnslu- hæf. „Nú verður farið að bræða eins og druslan dregur,“ sagði Freysteinn eftirvæntingarfullur og sagði þennan afla að mestu fara í bræðslu en þó yrði sýnis- horn tekið til söltunar. Sam- kvæmt mælingu virtist fitustig síldarinnar í fljótu bragði vera um 20%. Freysteinn sagðist vita um marga báta sem hefðu í hyggju að fara á síldveiðar, sérstaklega þá sem verið hafa á rækju. Hann kvaðst fyllilega þess sinnis að nú væri lag fyrir sjómenn að ráðast til atlögu við þennan nafn- togaða sildarstofn. Bátsveijar á Arnþóri tóku í sama streng eða eins og einn þeirra orðaði það: „Við förum alltaf aftur á meðan eitthvað er að fá!“ , Morgunblaðið/Kristinn SÍLDARMATSMENN skoða aflann. A milli þeirra eru Freysteinn Bjarnason, verksmiðjustjóri Síldar- vinnslunnar og Ingvar Guðmundsson, skipstjóri á Arnþóri EA. Morgunblaðið/Sveinbjörn Jónsson Á SÍLDARMIÐUNUM 210 mílur norðaustur af Langanesi, nótin við síðuna á Þórshamri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.