Morgunblaðið - 12.06.1994, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 12. JÚNÍ 1994 15
árum. Það var eins og við manninn
mælt, að verðið féll niður úr öllu
valdi.
Raunar gegnir nákvæmlega sama
máli um það sem gerðist í fiskeldinu
hér á landi. Verðið á laxinum var
um tíma 700 krónur kílóið, en féll í
300 krónur, einmitt þegar hér var
búið að byggja upp fiskeldisstöðvar."
Vitur eftir á
— Var það ekki einmitt í verka-
hring þjóðkjörinna fulltrúa að koma
í veg fyrir það með pólitískum
ákvörðunum að svona gæti gerst og
gæta þannig hagsmuna heildarinnar?
„Það er alveg rétt, að þarna þurfti
að hafa hemil á, en aftur spyr maður
hvort ríkisvaldið átti að grípa í taum-
ana og hefta þar með athafnafrelsi
einstaklingsins. Eflaust lánaði stofnl-
ánadeildin út á allt of mörg bú, en
hún gerði það vegna mjög góðrar
rekstraráætlunar þessara búa.
Eflaust voru sjóðir allt of reiðubúnir
til þess að lána út á fískeldi. Meira
að segja Fiskveiðasjóður, þessi sterki
og varkári sjóður, lánaði til fiskeldis.
Það var enginn þá sem spáði því
verðfalli sem varð, hvort sem er í
loðskinnum eða eldislaxi, en auðvitað
sér maður það í dag, að allt of geyst
var farið í þessa uppbyggingu. Það
er svo auðvelt að vera vitur eftir á.
Ég held að þessi oftrú á hinn
fijálsa markað sé slæm. Ég hef
meir og meir hallast að því, að hér
þurfí ákveðna blöndu af frjálsum
markaði og áætlanagerð eða það sem
ég hef stundum orðað „frelsi með
fyrirhyggju“. Hvergi fannst mér ég
sjá þetta betur, heldur en þegar ég
fór til Tævan og Suður-Kóreu. I
Tævan er öllum fijálst að fara út í
hátækniiðnað og þar er fijáls mark-
aður að þeirra sögn. En ríkisvaldið
í Tævan gerði í samvinnu við at-
vinnugreinina 10 eða 12 ára áætlun
um að byggja upp greinina. Ríkis-
valdið tók að sér ákveðna þætti og
markaðurinn og einstaklingarnir
aðra hluti. Nú eru þeir orðnir stór-
veldi á þessu sviði og ég er sammála
því, að við svona uppbyggingu séu
vinnubrögð sem þessi og verkaskipt-
ing vænlegust til árangurs, en ekki
hinn óhefti fijálsi markaður, án að-
halds og áætlanagerðar.“
— Enn ertu ekki farinn að nefna
þann draug, sem hvað mest hefur
hijáð íslenskt efnahagslíf á stjórn-
málaferli þínum, en þar á ég við
verðbólgudrauginn.
„Það er rétt, að verðbólga hefur
hijáð efnahagslíf okkar lengi. Seinni
hlutann í ríkisstjórn Gunnars Thor-
oddsens var ástandið mjög erfítt og
óðaverðbólgan löngu komin út fyrir
öll velsæmismörk. Við framsóknar-
menn héldum þingflokksfund í ágúst
1982, þar sem við ákváðum svo gott
sem að slíta stjórnarsamstarfmu. Við
settum samstarfsaðilum í ríkisstjórn
úrslitakosti og ég fór til fundar með
Gunnari og Svavari Gestssyni. Það
hafði gengið mjög illa að fá fram
vissar aðgerðir. Gunnar var ákaflega
iðinn við að ná fram samkomulagi.
Okkur framsóknarmönnum fannst á
Steingrímur Her-
mannsson, seóla-
bankastjóri, horffir um
öxl og ræðir í samtali
við Morgunblaðið m.a.
um stjórnmólaferil
sinn, þróun efnahags-
og þjóðmóla, órangur
og axarsköft
stundum að samkomulagið væri slík
málamiðlun, að úr því væru famar
allar tennur. Okkur þótti líka sem
einatt tæki það allt of langan tíma
fyrir verkalýðsráð Alþýðubandalags-
ins að segja hug sinn til þeirra að-
gerða sem til skoðunar voru. Þarna
í ágúst var málum svo komið, að
okkur þótti dráttur á aðgerðum orð-
inn slíkur, að ekki yrði við hann
unað lengur. Á þessum fundi með
Svavari og Gunnari voru vissir hlutir
samþykktir sem gerði það að verk-
um, að við ákváðum að sitja áfram
í ríkisstjórn.
En það verður að segjast alveg
eins og er, að síðustu mánuðir þessa
stjórnarsamstarfs, fram á vorið
1983, voru að mínu mati verstu
mánuðir sem ég hef setið í ríkis-
stjórn. Verðbólgan var komin upp á
80% á ársgrundvelli og í maí 1983
mældist hún 130% á skammtímamæ-
likvarða sem var náttúrlega ekkert
annað en algjört bijálæði. Það var
einfaldlega vegna þess, að ekki náð-
ist sú samstaða, sem var nauðsynleg
í ríkisstjórninni og við aðila vinnu-
markaðarins, til þess að koma bönd-
um á verðbólguna. Verkalýðshreyf-
ingin þá treysti sér alls ekki til þess
að taka á þeim hlutum, eins og þurfti
að gera og gert var, þegar við mynd-
uðum ríkisstjómina 1983.
Ég tel líka að það hafí verið ákaf-
lega erfíður tími árin 1983-84. Sér-
staklega vegna þess að ekki náðist
samkomulag um að draga úr verð-
tryggingu fjármagns. Ég barðist með
oddi og egg fyrir því að skref í þá
átt yrðu tekin, af því að mér var ljóst
að með því að afnema verðtryggingu
af launum og setja á launafrystingu,
án þess að hrófla við verðtryggingu
lána, þá var óskaplegur baggi settur
á skuldendur. Enda kom það á dag-
inn að þessi ár, 1983 og 1984, juk-
ust skuldir heimilanna gífurlega. Það
voru hinir lærðu peningamenn, ráð-
gjafar sem til voru kvaddir frá Seðla-
banka og fleirum, sem stóðu gegn
því að dregið væri úr verðtryggingu
fjármagns og héldu því fram að af-
nám hennar myndi reynast lána-
stofnunum ofviða. Ugglaust höfðu
þeir á réttu að standa, að þetta hefði
orðið erfitt fyrir bankana, en spyija
má hvort ekki hefði verið skynsam-
legt að deila erfíðleikunum á milli
launþega og bankanna, svo að allir
öxluðu hluta byrðanna í þeim hörðu
aðgerðum sem gripið var til. Ég er
sannfærður um að við eigum eftir
að súpa seyðið af þessu á næstu
árum í vanskilum heimilanna sem
fara vaxandi.
Ég var mikill fylgismaður þeirra
hörðu aðgerða sem ákveðið var að
grípa til í baráttunni við verðbólguna
og okkur tókst að ná henni niður
úr 130% niður í 15% til 20% verð-
bólgu á ársgrundvelli sem var náttúr-
lega mikið afrek. Það þýddi það, að
kaupmáttur lækkaði um 14-15% sem
var auðvitað mikið harðræði fyrir
launþegana. Ég segi fyrir mitt leyti,
að ég dáðist að því, að launþegar
létu sér nægja á þessum tíma tiltölu-
lega skikkanlegt samkomulag, þar
sem samstaða tókst um að bæta hag
einstæðra foreldra og eldra fólks.
Þeir gerðu okkur þannig kleift að
fara ekki aðra kollsteypu í verðbólgu.
Ég lít ennþá svo á, að það hafí
verið alvarleg mistök hjá okkur að
afnema ekki þá þegar verðtryggingu
á skammtímalánum, þótt öðru máli
hafi gegnt með lán til lengri tíma.
Miðað við þá umræðu, sem átt hefur
sér stað að undanförnu, um að brýn
þörf sé á því að afnema verðtrygg-
ingu á lánum til skemmri tíma sýn-
ist mér sem skoðanasystkinum mín-
um hafí fjölgað að þessu leyti og ég
fagna því.“
Vil ná samkomulagi
— Hvers vegna lést þú ekki kné
fylgja kviði, þegar þetta var og tókst
af skarið sem forsætisráðherra og
sagðir einfaldlega að taka yrði fyrstu
skrefin til afnáms verðtryggingar?
„Það má svo sem segja það núna,
að ég hefði átt að betja í borðið og
gefa slíka yfirlýsingu. Staðreyndin
er hins vegar sú, að alltaf þegar
myndaðar eru samsteypustjórnir, þá
verða flestar ákvarðanir þeirra eins-
konar meðaltal af þeim flokkum sem
starfa saman. Sumir hafa lýst mér
á þann veg að ég sé of mikið gefínn
fyrir málamiðlanir og að ná sam-
komulagi, en það hefur þó m.a. skil-
að sér í því að mér hefur tvisvar sinn-
um tekist að halda saman sam-
steypustjómum út kjörtímabilið,
þannig að alvont getur það ekki ver-
ið að vilja ná samkomulagi við sam-
starfsaðilana. Það er rétt að sá mikli
og mæti maður, Ólafur Jóhannesson,
var ekki gefinn fyrir slík vinnubrögð.
Hann setti miklu meiri úrslitakosti
og sló i borðið ef því var að skipta.
Ég vil ekki halla á sjálfstæðismenn
í þessu stjómarsamstarfí 1983-87.
Mér iíkaði vel að vinna með þeim
og við engan þeirra líkaði mér betur
en Geir Hallgrímsson. Hann var að
mínu mati sá mætasti sjálfstæðis-
maður, sem ég hef starfað með, og
ég held að hann hafi ekki notið sann-
mælis á stundum. Hann var að mín-
um dómi alveg sérstaklega góður
maður. Við Geir ræddum þetta
ágreiningsefni um verðtrygginguna
mikið á sínum tíma og honum fannst
óvarlegt að ganga gegn ráðum íjár-
málasérfræðinganna og fyrir það get
ég ekki áfellst hann, því boðskapur
þeirra var einfaldlega sá, að banka-
kerfíð gæti hmnið ef verðtryggingin
væri tekin af.“
Hörð átök við Svavar
— Þú nefnir Geir sérstaklega.
Hveijir aðrir eru þér minnisstæðir í
samstarfi þau 13 ár sem þú sast sem
ráðherra?
„Þeir eru margir mennirnir sem
ég hef átt ánægjulegt og gott sam-
starf við. Fyrir ráðherratíð mína er
mér afar eftiríninnilegt samstarf við
Eystein Jónsson. Hann er einhver
best vakandi maður í pólitík sem ég
hef nokkurn tíma kynnst. Jafnvel á
gamals aldri var hann ávallt óhemju
fljótur að bregðast við, mynda sér
skoðun og taka afstöðu. Ólafur Jó-
hannesson var einhver traustasti
maður sem ég hef unnið með. Hann
vann töluvert öðru vísi en ég, því
hann vann mikið í einrúmi og var
fastur fýrir.
Þegar ég horfí til baka, þá get ég
ekki sagt að ég hafí starfað með
nokkrum manni í ríkisstjóm sem mér
hafí mislíkað við. Við Svavar Gests-
son störfuðum vel saman þótt við
værum ekki alltaf sammála, í stjórn-
artíð Gunnars Thoroddsens, en tók-
umst mikið á þegar Svavar var í
stjómarandstöðu 1983 til 1987. Þá
voru átök okkar á milli á Alþingi
ákaflega hörð, en það breytir því
ekki, að mér líkar mjög vel við Svav-
ar og tel reyndar að við höfum síðan
orðið góðir vinir. Ég hef jafnan sagt
við sjálfan mig, að ég geti ekki sett
mig á háan hest og sagt að stefnur
annarra manna og skoðanir í þjóð-
málum séu vitlausar og mínar rétt-
ar. Allir hafa þeir haft góðan vilja
til þess að vinna þjóð sinni vel, þótt
leiðirnar að því marki hafí verið mis-
munandi.
Mikið var um það rætt, að mikil
átök hefðu verið á milli mín og Þor-
steins Pálssonar í ríkisstjóm háns
1987-88, en ég kannst ekki við það.
Miklu frekar má lýsa þvi þannig, að
það hafí verið skortur á sambandi
milli mín og Þorsteins. Vitanlega
gramdist mér það, þegar hann í
broddi fylkingar deildi hart á það,
þegar ég sem utanríkisráðherra, átti
viðræður við fulltrúa Arafats í Stokk-
hólmi. Ég hef alltaf verið þeirrar
skoðunar og er enn, að ekkert vinn-
ist nema menn setjist niður og tali
saman. Mér líkaði mjög vel við Þor-
stein, þegar hann var ijármálaráð-
herra í minni ríkisstjórn og hefur
kannski líkað enn betur við hann
síðari árin, því mér fínnst hann ekki
aðhyllast fijálshyggjuna.
Við Jón Baldvin Hannibalsson átt-
um prýðisgott samstarf, þegar hann
var utanríkisráðherra og ég forsætis-
ráðherra. Ég held mér sé óhætt að
segja að það hafí verið meira og
betra samband á milli okkar, heldur
en er á milli hans og forsætisráð-
herra í þeirri ríkisstjórn sem nú sit-
ur. Við Jón Baldvin hittumst reglu-
lega og höfðum náið samráð. Auðvit-
að fannst mér stundum sem Jón
Baldvin væri svolítið ör og ætlaði sér
stóra hluti, en sambandið var þannig
á milli okkar, að hann fór ekki fram-
hjá mér með neitt né ég framhjá
honum.
Ég minnist einnig með ánægju
samstarfs okkar Alberts Guðmunds-
sonar þegar hann var fjármálaráð-
herra og ekki síður okkar Ólafs
Ragnars Grímssonar, þrátt fyrir skin
og skúrir á yngri árum.“
— Þú virðist heldur jákvæður í
garð samferðamanna þinna í stjórn-
málum. Ertu það sáttur við stjóm-
málaferil þinn að þú getir með góðri
samvisku ráðlagt ungu fólki í dag,
að leggja fyrir sig pólitík?
„Ég sé alls ekki eftir því að hafa
hafíð afskipti af stjórnmálum, þótt
hálfgerð tilviljun hafí ráðið því að
svo varð. Þau kynni af fólkinu í land-
inu, sem maður hefur öðlast með
stjórnmálaþátttöku, eru ómetanleg
og afskaplega ánægjuleg. Það er
geysilegur lærdómur, sem hægt er
að draga af slíkum kynnum, og þeg-
ar ég lít til baka veit ég, að ég vildi
ekki, eftir að hafa lokið góðu prófí
frá háskóla, hafa lokast inni á skrif-
stofu til æviloka. Mér finnst að kynn-
in af því, sem fólk um land allt er
að beijast fyrir, oft á hæl og hnakka,
séu ómetanleg.
Ég myndi kannski ekki hvetja
neinn til þess að hefja afskipti af
stjórnmálum, því menn verða að
fínna þörfina hjá sjálfum sér — hún
verður að koma að innan. En fyrir
þá sem hafa áhuga á þjóðmálum,
félagsmálum, atvinnu- og efnahags-
málum er stjórnmálaþátttaka ákaf-
lega gefandi vettvangur. Satt að
segja fínnst mér, að sumir þeirra sem
sitja í fílabeinsturnum, með sinn
mikla lærdóm, eigi óskaplega mikið
ólært.“
Seðlabankinn fílabeinsturn
— Ert þú ekki einmitt kominn í
einn slíkan turn, hingað í Seðlabank-
ann?
„Jú, ég hef stundum kallað Seðla-
bankann fílabeinsturn og hann er
það, því hann hefur ekki þau af-
skipti af atvinnulífinu sem mér hafa
þótt afar fróðleg, en ég er þó búinn
að hafa þessi afskipti. Sem betur fer
eru fjölmargir menn héma sem hafa
haft slík afskipti. Hér þarf að vera
blandað starfsfólk, þeirra sem búa
yfír mikilli hagfræðiþekkingu og
þeirra sem hafa aflað sér þekkingar
á og innsýnar í íslenskt atvinnulíf.
Ég er þeirrar skoðunar að hér í Seðla-
bankanum sé frábært starfslið."
— Finnst þér að hlutverk það sem
Seðlabankinn gegnir ætti að taka
einhveijum breytingum, nú eftir að
þú hefur hafíð störf hér?
„Það má segja að í minni forsæt-
isráðherratíð hafi Seðlabankinn iðu-
lega gegnt því hlutverki, að vera eitt
Sjá síðu 17.
SITGES
SITGES • SITGES • SITGES •
SITGES
SITGES •
SITGES •
SITGES
SITGES •
wilcHJiferð) m
BARCE
Gisterá
Radisson Hotel Gran Sitges Banelona
glæsilegu 4ra stjömu 1. flokks hóteli rétt við ströndina í Sitges, einum fegursta
og vinsælasta strandbænum rétt sunnan við Barcelona.
Stór sundlaugaigarður. Líkamsræktarstöð: hituð sundlaug, tækjasalur,
jacuzzi, gufubað, sauna, nuddstofa, sólarbekkir, hárgreiðslu- og snyrtistofa.
- Veitingastaður og bar.
Herbergi með tveimur rúmum, svalir með svalahúsgögnum, sjónvarpi,
míni-bar og loftkælingu.
Afkins rúinlega Ijálftíma akstur í tniðborg Barvelotia,
Innifalið íverði, aðeins 39.640 kr.* á manninn í tvíbýli, er flug og gisting í 7 nætur
og akstur til og frá flugvelli. Verð fyrir böm: 2-11 ára, 20.670 kr.;:'; 0 - 2 ára, 3.000 kr.;:'
* Flugvallarskattur innifalina (O
MJsstu ekks nfþessu einstaka sótarUekifxn.
Hafðu strax samband við söluskrifstofur
okkar, umboðsmenn um allt land,
ferðaskrifstofumar eða í súna 690300
(svarað mánud. - fösmd. fra kl. 8 -19
og á laugard. fra kl. 8 - 16.)
FLUGLEIÐIR
Traustur tslenskur ferðafélagi