Morgunblaðið - 12.06.1994, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 12. JÚNÍ 1994 33
FRÉTTIR
FRÁ afhendingu vinninganna. Með vinningshöfum á myndinni
eru Martha Einarsdóttir, fulltrúi Eurocard, og Karl Sigurhjartar-
son, fulltrúi Félags íslenskra ferðaskrifstofa.
Atlasklúbburinn dregur út
bónusferðir sumarsins
NÝLEGA voru dregnar út sumarbón-
usferðir Atlasklúbbs FÍF. Að þessu
sinni féllu vinningar þannig:
Óskar Sverrisson, Borgamesi, ferð
til Benidorm á vegum Ferðaskrif-
stofu Reykjavíkur, Helgi Kristjáns-
son, Reykjavík, gisting á Hótel Eddu
á vegum Ferðaskrifstofu Islands,
Einar Guðmundsson, Reykjavík, ferð
til Benidorm á vegum Samvinnu-
ferða/Landsýnar, Gunnar Ólafsson,
Reykjavík, ferð til Portúgals á vegum
Úrvals/Útsýnar, Daði Þ. Þorgríms-
son, Keflavík, ferð til Amsterdam á
vegum Ferðaskrifstofu stúdenta,
Ingibjörg Bjarnadóttir, Kópavogi,
ferð til Newcastle á vegum Ferða-
skrifstofunnar Alís, Hulda Hafsteins-
dóttir, Akureyri, ferð til Mallorca á
vegum Samvinnuferða/Landsýnar,
Steinunn Jónasdóttir, Reykjavík, ferð
til Mallorca á vegum Útvals/Útsýn-
ar. Allir vinningarnir gilda fyrir tvo.
Þetta er í sjötta sinn sem bónus-
vinningar Atlasklúbbsins eru dregnir
út en næst verður dregið í haust og
þá um 7 ferðavinninga á vegum
Flugleiða.
GOTT VERÐ - VÖNDUÐ VÖRUMERKI
GARÐYRKJUÁHÖLD
í ÚRVALI
Vönduð ferðatöskusett kr. 7.950,-
ÚTILEGUVÖRUR
Tjalddýnur frá kr. 793,-
Svefnpokar frá kr. 1.510,-
30 m slanga/statíf kr. 4.730,-
ÚTISNÚRUR frá kr. 1 588,
PÖNTUNARSÍMI
52866
Lýðveldis-
hátíðarvika í
miðborginni
LÝÐVELDISHÁTÍÐARVIKA verður
haldin á Laugavegi og Bankastræti
dagana 13.-16. júní en þá verða
uppákomur og skemmtanir eftir há-
degi.
Meðal skemmtiatriða verður m.a.
götuleikhús og lúðrasveitir í boði
Iþrótta- og tómstundaráðs, yfirspari-
baukur íslandsbanka, Georg, hittir
félaga sína og gefur blöðrur o.fl.,
böm úr Dansskóla Hermanns Ragn-
ars Stefánssoanr dansa þjóðlega
dansa, Nóa og Siríus strumparnir
bjóða vegfarendum upp á sælgæti,
Mackintosh-parið kemur á hesta-
kerru og gefur konfekt, Laugi trúður
og Laugavegsbangsinn skemmta
vegfarendum, Pepsi verður á svæð-
inu til að svala þyrstum o.fl. Veit-
ingahús og verslanir verða með sér-
tilboð í tilefni vikunnar.
Opnunartími verslana verður
mánudag til miðvikudags kl. 10-18
og á fimmtudag kl. 10-20.
-----♦ ♦ ♦----
Dagbók
Háskólans
Mánudagur 13. júní.
Kl. 9-13. Kynning á tölvunetinu
Internet og Cordis-rannsóknagagna-
banka. Leiðbeinandi Anne Clyde,
dósent í bókasafns- og upplýsinga-
fræði við Háskóla íslands, og Þor-
valdur Finnbjömsson MBA, rekstr-
arhagfræðngur hjá Rannsóknaráði.
Nánari upplýsingar um samkomur
á vegum Háskóla íslands má fá í
síma 694371. Upplýsingar um nám-
skeið Endurmenntunarstofnunar má
fá í síma 694923.
-----♦ ♦-♦----
„Hitað upp fyr-
irþjóðhátíðu
ÞJÓÐHÁTIÐARNEFND Reykjavík-
ur mun dagana 13. til 16. júní standa
fyrir uppákomum í miðborg Reykja-
víkur og eru þær undanfari glæsi-
legrar hátíðardagskrár sem Reykja-
víkurborg mun standa fyrir 17.-19.
júní í miðbænum og í Laugardal í
tilefni af 50 ára afmæli lýðveldisins.
Uppákomurnar verða síðdegis á
Laugavegi, í Austurstræti og víðar.
Meðal þess sem er á döfinni má
nefna nýstofnað Sumarleikhús ungs
fólks sem gefur forsmekkinn af
götuleikhúsi 17.-19. júní, ásamt
sveiflusveitinni StallaH-Hú. Þá
munu félagar úr Lúðrasveit Reykja-
víkur, Lúðrasveitinni Svani og
Lúðrasveit verkalýðsins leika á
Lækjartorgi og sænski leikhópurinn
Valleröds-leikhúsið frá Svíþjóð verð-
ur með sýningu á Ingólfstorgi. Þá
munu Laugavegssamtökin einnig
standa fyrir ýmsum uppákomum.
------♦_♦_♦-----
Kynninsr
á AFS
SKIPTINEMASAMTÖK AFS á ís-
landi standa fyrir kynningu á starf-
semi sinni undir yfirskriftinni: Viltu
auka sjóndeildarhringinn, í Kringl-
unni þriðjudaginn 14. og miðviku-
daginn 15. júní.
Báða þessa daga gefst fólki kost-
ur á að ræða við erlenda skiptinema
sem dvelja hér á landi svo og fyrr-
verandi skiptinema sem dvalið hafa
erlendis á vegum samtakanna.
------♦ ♦ ■♦-----
Plata með
Gretti
SKÍFAN hf. hefur
gefð út geislaplötuna
Vor við sæinn með
Gretti Bjömssyni.
Gretti til aðstoðar við
gerð plötunnar var
Þórir Baldursson
sem einnig annast undirspil.
Á Vori við sæinn em valinkunn
harmonikulög, Valsasyrpa I (Síldar-
valsinn, Landleguvalsinn, Síldar-
stúlkan, Ship o hoj), Gamla gatan,
Kænupolki, Vor við sæinn,_Sveiflu-
syrpa (Úti við bláan sæinn, Ég hvísla
yfir hafið, Úti í Hamborg), Litla
stúlkan. Valsasyrpa II: (Sjómanna-
valsinn, Eyjan hvíta), Vinnuhjúa-
samba, Vökudraumur, Sgrett úr
spori, Bátsmannavalsinn, Á kvöld-
vökunni og Austfjarðaþokan.
I
I
e
Vönduð spónlögð beykiinnrétting á frábæru verði.
i 98.6 kr. stgr.
Einnig úrval heimilistækja, blöndunartækja og eldhúsvaska.
HÚSASMIÐJAN
SkútLMDgi 16, Reykjavík
rv u.1 ■ta u a ;
Það væri rómantískara ef það væri frádráttarbært frá skatti
♦» ' , *