Morgunblaðið - 12.06.1994, Side 12

Morgunblaðið - 12.06.1994, Side 12
12 SUNNUDAGUR 12. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ 4 Árin tvö á undan hafði Íslandssíldin leitað norður undir Jan Mayen við upphaf veiðitímans. Þessa breytingu á hegðunarmynstri hennar gat hinn vel útbúni íslenski floti þó vel liðið. Svo óheppilega vildi hins vegar til þetta árið að hún staðnæmdist ekki fyrr en í hafinu vestur af Svalbarða og Bjamarey. Þetta hafði óhemju aukakostnað í för með sér fyrir flot- ann. Ekki nóg með að síldin efndi til eltingarleikja á þessum slóðum heldur myndaði hún óvenju seint torfur fyrir veturinn. Ofan á allt sam- an bættist svo að hún flutti vetr- arstöðvar sínar frá Rauða torginu. Ársaflinn, 461.5 þúsund tonn, var ekkert til að blygðast sín fyrir en ef horft er til ársins á undan var um hmn að ræða. Aflinn hafði minnkað um 40%. Tindinum hafði verið náð en nú var komið að skuldadögum. íslendingar höfðu brennt allar brýr að baki sér og hröpuðu nú til jarðar á ógnarhraða með höfuðið á undan. Aflinn minnkaði um 70% árið 1968 og 60% árið 1969. Samanlagt minnk- aði síldaraflinn því um rúm 90% á þessum þremur árum. Hvemig mátti þetta vera? Fiski- fræðingar höfðu ekki álitið að upp- sjávarfiskar væm það framarlega í fæðukeðjunni að hætta væri á of- veiði. Annað kom á daginn. íslands- síldin var brögðótt og lék landann oft grátt. Síðasta sjónarspilið sem hún stóð fyrir var að dreifa sér í stað þess að þéttast fyrir vetrarsetu í október 1968. Síðan hafði hvorki sést haus né sporður af henni í ís- Ienskri lögsögu fyrr en nú. Dýrkeypt ofveiói í fyrstu reyndu íslendingar að telja sér trú um að síldin hefði hreinlega týnst. Staðreyndin er hins vegar sú að hún var hreinlega ofveidd. Reynd- ar virðist sfldin einhverra hluta vegna hafa misst hæfileikann til að mynda torfur. Hmnið stafaði þó fyrst og fremst af ofveiði. Norðmenn höfðu stundað svo umfangsmiklar smásíld- arveiðar að engir nýir árgangar höfðu bæst í stofninn frá 1960. Smásíldin var einfaldlega veidd upp áður en hún náði að verða kyn- þroska. Hefðu frændur vorir látið þetta kyrrt liggja hefði norsk-íslenski stofninn vafalítið ekki hmnið. íslend- ingar og Sovétmenn vom þeim þó innilega samsekir því þessi þrjú ríki hjuggu í sameiningu óbætanleg skörð í raðir kynþroska síldarinnar. Sfldin var horfin, hveijum sem um var að kenna. íslenska þjóðin sleikti sárin harmi lostin. Á sex ámm hafði hún veitt meira en 930 þúsund tonn- um meira af síld en í rösklega hálfa öld þar á undan. Sfldin var kjölfestan í efnahagslífínu. Afleiðingar áfallsins létu því ekki á sér standa, djúp efna- hagskreppa skall á. Aðrar greinar í sjávarútvegi höfðu barist í bökkum um hríð, á þær var því vart treyst- andi. Draugur atvinnuleysis hafði ekki riðið húsum frá því í kreppunni miklu á fjórða áratugnum. Nú gekk hann berserksgang í þjóðfélaginu. Á milli áranna 1967 og 1968 þrefaldað- ist fyöldi atvinnuleysisdaga. Hann tvöfaldaðist síðan árið 1969 og mest komst atvinnuleysið í tæp 5% það ár. Fólk fluttist unnvörpum úr landi, aðallega til Svíþjóðar og fólk úr dreif- býli streymdi á mölina jafnvel þótt ástandið þar væri síst skárra. Ástandið kallaði á aðgerðir af hálfu stjómvalda. Gengið var fellt um rúm 26% árið 1967 og aftur um rúm 35% árið eftir. Vísitölubætur á laun voru afnumdar og sérstakt gjald sett á innflutning. I kjölfarið fylgdi ólga á vinnumarkaði og kröfur um úrbætur í atvinnumálum urðu sífellt háværari. Botninum var þó fljótt náð og ástandið fór smám saman batnandi. Vísitölukerfið var tekið upp á nýjan leik, verðstöðvun komið á og grunn- laun hækkuð. Þá var hafist handa við uppbyggingu lífeyrissjóðanna. Gengismunurinn á birgðum sjávar- afurða var lagður inn á reikning í Seðlabankanum jafnóðum og gengið var fellt og honum varið til að setja á laggirnar Verðjöfnunarsjóð sjávar- útvegsins sem var ætlað að draga úr áhrifum verðsveiflna á afurðum. Verðlag fór hækkandi erlendis og hægt og bítandi fór efnahagslífið að rétta úr kútnum. Skömmu síðar var þjóðin klár í næsta ævintýri. Aðal- söguhetjurnar þar voru þorskurinn og skuttogaramir. _____________________________ERLEIMT_____________________________ 4 Þjóðaratkvæðagreiðsla í Austurríki í dag um aðild að Evrópusambandinu @ Getur haft úrslitaþýð- ingu fyrir Norðurlönd < SÚKKULAÐI, sem inniheldur blóð- vatn; innlimun í Þýskaland; austur- ríska gullið til Brussel og póstburð- armennirnir allir grískir. Þetta er aðeins sýnishom af sögunum, sem verið hafa í gangi í Austurríki vegna þjóðaratkvæðagreiðslunnar í dag um aðild að Evrópusambandinu og oftast eru það andstæðingar aðild- arinnar, sem hafa komið þeim af stað. Þótt áróður af þessu tagi sé út í hött hefur hann samt náð að sá fræjum efasemda meðal margra kjósenda og allt fram undir það síð- asta virtust stuðningsmenn og and- stæðingar aðildarinnar vera um það bil jafn margir. Einfaldur meirihluti mun ráða úrslitum um hvort Austurríki verð- ur eitt af aðildarríkjum Evrópusam- bandsins, ESB, en niðurstaðan í þjóðaratkvæðagreiðslunni hefur ekki aðeins þýðingu fyrir Austurrík- ismenn eina. Hún getur haft vera- lega þýðingu og jafnvel ráðið úrslit- um um afstöðu Finna, Svía og Norðmanna en þeir munu greiða atkvæði um aðild á hausti komanda. Stuðningsmenn ESB í sókn Á síðasta ári vora andstæðingar ESB-aðildar í Austurríki yfírleitt í meirihluta meðal kjósenda sam- kvæmt skoðanakönnunum, 47% andvíg en 42% hlynnt til jafnaðar, en samsteypustjóm jafnaðarmanna og þjóðarflokksmanna virðist hafa tekist að jafna muninn og vel það. í skoðanakönnun fyrir viku var jafn- ræði með fylkingunum, 31% með, 31% á móti og 38% óákveðin, en í HART hefur verið barist um kjósendur vegna þjóðaratkvæðagreiðslunnar í dag og getur hvarvetna að líta áróðursspjöld frá fylkingunum. Hér hvetja andstæðingar Evrópusambandsaðildar til að sagt verði nei. könnun, sem Gallup gerði og birtist á fímmtudag, ætluðu 57% kjósenda að segja já en 28% nei. Það virðist því líklegra en hitt, að Austurríkis- menn samþykki aðildina að ESB. Áróðursstríðið vegna þjóðarat- kvæðagreiðslunnar hefur verið harðskeyttara en í flestum öðrum kosningum í Austurríki. Stuðnings- menn aðildar lofa því meðal ann- ars, að Vínarbúar verði áfram Vín- arbúar þótt þeir tengist öðrum Evr- ópuríkjum nánari böndum en Frels- isflokkurinn, sem er yst til hægri í stjórnmálum, skorar á kjósendur að segja „nei við Evrópu og at- vinnuleysi“. Franz Vranitzky kanslari hefur Kjósendur í átta löndum ganga til kosninga til Evrópuþingsins ' Sigiir sósíal- ista talinn vís SKYLDU það verða örlög Evrópuþingsins að vera sífellt á öndverðum meiði við ríkisstjómir þeirra landa sem eiga fulltrúa á þinginu? Svo virðist sem kjósendur til þings Evrópusambandsins (ESB) noti oftar en ekki tækifærið til að lýsa yfír óánægju sinni með stjómvöld í heima- landi sínu og kjósi flokka í stjórnarandstöðu, og þar sem 8 af 12 ríkis- stjómum aðildarlanda ESB eru skipaðar íhaldsmönnum, kristilegum demókrötum eða öðrum mið- og hægriflokkum, bendir allt til sigurs sósíalista í kosningunum, sem fram fara í átta aðildarlöndum á sunnu- dag. Kosningar í hinum fjórum voru sl. fimmtudag. Á fimmtudag gengu Bretar, Hol- lendingar, írar og Danir að kjör- borði en í dag, sunnudag, hinar aðildarþjóðir ESB; Þjóðveijar, Frakkar, ítalir, Spánveijar, Port- úgalir, Grikkir, Lúxemborgarar og Belgar. 527 þingmenn eiga sæti á nýju Evrópuþingi og er sósíalistum spáð 220-230 sætum. Þeir höfðu 198 á þinginu fyrir breytingu, en þá voru þingmenn 518. Verða þeir því að öllum líkindum stærsti flokkurinn á Evrópuþinginu, en ná tæpast hrein- um meirihluta, 284 sætum. í mörgum málaflokkum má búast við að sósíalistar njóti stuðnings græningja, Sameinuðu vinstrihreyf- ingarinnar (aðallega ítalskir og franskir kommúnistar) og Regn- bogahópsins (samtök vinstrisinn- aðra svæðisbundinna flokka, m.a. Skoskra þjóðernissinna). Nýleg skoðanakönnun sem gerð var í aðild- arlöndunum bendir til þess að í þeim málum sem sósíalistar njóti stuðn- ings þessara flokka muni vinstri- menn ná hreinum meirihluta á þing- inu, um 290 þingsæti. Snýst dæmið við? Sama könnun leiddi í ljós að fylgi við sósíalista og Evrópska þjóða- flokkinn (EPP — Flokkur mið- og hægriflokka á Evrópuþinginu) er svipað, 34%. Skýring þess að ósam- ræmi er á milli þessa og sætafjölda á þinginu er fyrst og fremst sú að Bretar, einir ESB-þjóða, kjósa þing- menn ekki hlutfallskosningu. Það hefur hingað til komið íhaldsmönn- um til góða en að þessu sinni benti allt til þess að dæmið snerist við. Spá skoðanakannanir því að þeir tapi allt að helmingi þingsæta sinna, sem eru þijátíu og tvö. Úr- Reuter BARÁTTAN fyrir kosningar í Grikklandi til Evrópuþingsins hef- ur verið með dauflégasta móti. slitin úr kosningum fimmtudagsins verða ekki birt fyrr en á morgun, er kosið hefur verið í öllum aðildar- löndum. Hvað með ítali? Italir standa frammi fyrir spurn- ingunni hvar þeirra fulltrúar muni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.