Morgunblaðið - 12.06.1994, Blaðsíða 34
34 SUNNUDAGUR 12. JÚNÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
Dýraglens
Ferdinand
HE'i',MANASER..A5K
VOUR CATCHER IF HE'5
60IH6 TO TAKE ME TO
THE 5ENIOR PROM!
i n
qr> i.
02 X& J\ [
/A vw Afjjl
5HE UJANT5 TO KNOU)
IF 'i'OU'RE S0IN6T0TAKE
HERTOTHE SENlOR. PROM..
HE 5AY5 NOT IF WU
U)ERE THE LA5T
PERSON ON EARTH!
Hæ, framkvæmdastjóri, Hún vill fá að vita hvort þú ætl-
spurðu gríparann hvort ir að bjóða henni á skólaballið.
hann ætli að bjóða mér á
skólaballið! l1/ : ; V ‘
iil IAÍ,'l>l ííl
Hann segir, ekki þó þú
værir eina manneskjan
á jörðinni!
líg ætla að afpanta
límósínuna.
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 691100 • Símbréf 691329
Bábinn -
sól allra sóla
Frá Bergsveini Birgissyni:
ÞANN 23. maí voru liðin 150 ár
frá upphafi bahá’í trúarinnar.
Þessi trú hefur allt í senn þolað
hörmungar og unnið frækilega
sigra allt frá upphafsdögum henn-
ar til dagsins í dag. Bahá’íar vinna
að sameiningu mannkynsins og
líta svo á að allir fyrri spámenn
eins og Búdda, Móse og Múhameð
hafi verið sannir sendiboðar Guðs
og uppfrætt mannkynið í samræmi
við þroska þess. Þessi viðurkenn-
ing á einingu trúarbragðanna er
ein mikilvægasta forsenda fyrir
heimsfriði.
Líkt og Kristur er opinberandi
kristindóms og Múhameð er opin-
berandi íslams er Bábinn opinber-
andi sjálfstæðra trúarbragða.
Hann lagði grunninn að yngstu
trúarbrögðum mannkynsins, ba-
há’í trúnni.
150 ára gömul trú
Bábinn kunngerði köllun sína
frá Guði fyrir 150 árum í Shíraz
í Persíu. Víða um heim áttu menn
um þessar mundir von á nýjum
boðbera Guðs. í Persíu var hópur
manna sem væntu komu hins fyr-
irheitna og leituðu hans ákaft um
allt landið.
Orð hans fóru sem eldur í sinu
um alla Persíu og stjórnvöldum
og klerkaveldinu stóð brátt stugg-
ur af kenningum hans.
Sendiboðinn tók trúna
Þegar keisaranum var orðið
órótt vegna þessarar nýju trúar,
bað. hann lærðasta guðfræðing
Persíu á þeim tíma, Vahid að
ganga úr skugga um hvort Bábinn
væri falsspámaður eða sannur.
Vahid þessi fór rakleitt til Bábsins
og bar upp hinar flóknustu spum-
ingar fyrir hann. Bábinn ritaði
skýringarrit um kafla í Kóraninum
og svaraði þar með spurningum
hans. Vahid fór aldrei aftur til
keisarans. Hann sendi skýrslu þar
sem hann lýsti því yfir að hann
hefði tekið trú Bábsins og gerðist
nú ákafur kennari trúarinnar.
Bábinn var handtekinn af yfir-
völdum og hrakinn milli fangelsa.
í myrkum klefum kastalafangels-
ins Mah-Kú opinberaði hann pers-
neska „Bayáninn“ sína helgustu
bók, þar sem segir að trú hans
og trú arftaka hans væri ein og
hin sama og þar bjó hann stöðugt
vaxandi hóp fylgjenda sinna undir
komu „þess sem Guð mun birta“.
Bábinn hefur þannig hlutverk sem
svipar til hlutverks Jóhannesar
skírara innan kristindómsins, hans
ætlun og tilgangur var að und-
irbúa hjörtu mannanna fyrir komu
hins mikla alheimsfræðara, sendi-
boðans sem mun sameina mann-
kynið, hins fyrirheitna allra trúar-
bragða; Bahá’u’lláh.
Varpað í dýflissu
Bábinn vaí dreginn fyrir dóm-
stóla þar sem hann var svívirtur
af leiðtogum klerkastéttarinnar
áður en honum var varpað í
dýflissuna í Chiriq. Á meðan hóf-
ust hinar blóðugustu árásir á báb-
íana. Nokkrir af dyggustu fylgj-
endiim Bábsins" voru r króáðfr áf'
inní virkinu Tabarsí og voru myrt-
ir hvér af öðrum af hermönnum
keisarans. Aðrir voru teknir til
fanga, hlekkjaðir og dregnir um
göturnar þar sem óður múgurinn
reif utan af þeim klæðin og niður-
lægði þá á alla vegu áður en þeir
létust. Vahid hinn lærðasti maður
Persíu, sem keisarinn sendi áður
til Bábsins, var dreginn í snöru
af hesti, grýttur og traðkaður til
dauða, höfuðið skorið af líkinu og
troðið út með hálmi og sent til
prinsins í Shíraz sem sigurtákn.
Eina sök þessara guðsleitenda
var sú að hafa neitað að hvika frá
þeirri sannfæringu sinni að Bábinn
væri sannur spámaður Guðs.
Kraftaverk
Nú hafði Bábinn verið fluttur
til Tabrís-borgar þar sem hann
átti dauðadóm yfir höfði sér. Þetta
var árið 1850, sex árum eftir opin-
berun hans. Éábinn og einn fylgj-
enda hans voru nú hiekkjaðir og
fluttir til aftökustaðarins í borg-
inni. Þar voru þeir hífðir upp í
gálga með reipum og stillt upp
fyrir aftökudeild. „Bjargaðu sjálf-
ur þér! Ef þú ert sonur Guðs, sýndu
það þá!“, hrópaði múgurinn á torg-
inu, á sama hátt og þegar mann-
þyrpingin á Golgata hæddi Guðs-
soninn tvö þúsund árum áður.
Nú urðu þessi tíu þúsund manns
vitni að sögulegu kraftaverki.
Skotin frá hermönnunum sjö-
hundruð og fimmtíu riðu af svo
púðurmökkurinn þakti torgið.
Bábinn var horfinn!
Allt komst í uppnám á aðaltorg-
inu. Þeir fundu hann í fangaklefa
sínum þar sem hann var að ljúka
við að gefa fylgjanda sínum síð-
ustu fyrirmælin. Eftir þennan at-
burð var kölluð til önnur aftöku-
sveit, því fyrri aftökusveitin neit-
aði að reyna aftur. Sú aftökusveit
banaði Bábnum og fylgjanda hans.
Ríkisstjórnin, klerkaveldið og
valdamenn reyndu af öllum mætti
að slökkva ljós hans en gátu það
ekki.
Hann lagði grunninn að þeim
trúarbrögðum sem milljónir
manna af öllum þjóðernum játa nú.
Jarðneskar leifar Bábsins hvíla
nú í Israel í grafhýsi í Karmel-
fjalli sm þúsundir pílagríma úr
öllum heimshornum heimsækja.
Ljós hans mun enginn jarðnesk-
ur máttur geta slökkt því það Ijós
var kveikt af Guði.
BERGSVEINN BIRGISSON,
háskólanemi og bahá’íi í Reykjavík.
Gagnasafn
Morgunblaðsins
Allt efni sem birtist í Morgun-
blaðinu og Lesbók verður fram-
vegis varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskil-
ur sér rétt til að ráðstafa efninu
þaðan, hvort sem er með endur-
birtingu eða á annan hátt. Þeir
sem afhenda blaðinu efni til
birtingar teljast samþykkja
þetta, ef ekki fylgir fyrirvari
hér að lútandi.