Morgunblaðið - 12.06.1994, Side 18

Morgunblaðið - 12.06.1994, Side 18
MORGUNBLAÐIÐ 18 SUNNUDAGUR 12. JÚNÍ 1994 Texti og myndir: Elín Pólmadóttir TUZLA, Sarajevo, Gorazde eru orðin kunnugleg nöfn í fréttunum. Fylgir þá oftast að þar hafi verið skothríð þótt þessar stríðshröktu borgir hafi fyrir tæpu ári verið með samþykki allra stríðandi aðila gerðar að öryggisvæðum undir vernd friðargæsluliðs Sameinuðu þjóðanna. Á þessum lokuðu átaka- stöðum hitti blaðamaður Morgun- blaðsins tvo íslenska lækna og hjúkrunarfræðing í friðargæslulið- inu, þá Júlíus Gestsson yfirlækni frá Ákureyri, Mána Fjalarsson heilsugæslulækni á Höfn í Horna- firði og Stefán Alfreðsson hjúkrun- arfræðing. Þetta er í fyrsta skipti sem íslendingar leggja sjálfir og á eigin kostnað til menn í friðargæsl- una, á sama hátt og aðrar þjóðir leggja fram herlið, og taka þannig virkan þátt í friðargæslu öðruvísi en með ávísun. Þar sem íslending- ar hafa engan her fannst sú lausn, sem mun hafa komið upp í sam- tali utanríkisráðherranna Jóns Baldvins Hannibalssonar og Jörg- ens Johans Holsts í fyrra, að þess- ir íslensku ríkisborgarar yrðu í norska hernum og þá í friðargæsl- uliði Norðmanna, en á öxlinni á einkennisbúningnum bæru þeir sinn íslenska fána. Tuzla er einn af þessum fímm bæjum í Bosníu- Herzegovinu, þar sem friðargæsluliðin veita með nærveru sinni bæjarbúum vernd á afmörkuðu svæði, en allt um kring í hæðunum er „átakalínan" þar sem Serbar sitja og senda bæjarbúum af og til skothríð eða eldfiaug til að minna á nærveru sína, auk þess sem Serbar og múslimar berjast á átakal- ínunni eða stundum Króatar og múslimar. Norðurlandaþjóðirnar þijár hafa þarna stórt hlutverk í friðargæslunni. Danir eru m.a. með skriðdrekasveit og Svíar með flutn- ingasveit og öryggisbúnað fyrir bíla- lestirnar. Átta kílómetra suður af miðborginni og innan Tuzlasvæðis- ins er sjúkrahús norsku friðargæslu- sveitarinnar. En Norðmenn hafa tek- ið að sér það hlutverk að sjá um læknishjálp og reka sjúkrahús fyrir allt friðargæslulið UNPROFORs (United Nations Protection Force) í Bosníu, allt suður fyrir Sarajevo. Þarna kom norska sjúkrahússveitin NOR/METCOY sér við komuna fyr- ir í auðu húsi flutningafyrirtækis og í hertjöldum og gámum fyrir liðið. Þessi norski spítali var áður rekinn hjá friðargæslu SÞ í Líbanon og í Flóastríðinu. Við hliðina á sjúkra- húsinu geta Norðmenn því rekið vel búna þyrlusveit sína, þá hina sömu sem þeir stofnuðu í Íran-Íraksstríð- inu. Auk flutninga, þegar ekki er hægt að komast öðruvísi um á þess- um lokuðu bardagasvæðum, annast þeir björgunar- og sjúkraflutninga, tilbúnir til útkalls á 5 mínútum. ■ Þegar ég kom með einni af þyrl- um sveitarinnar frá Sarajevo gegn- um þröng skörðin í þessum háu fjallgörðum blasti blámáluð bygg- ing sjúkrahúss Sameinuðu þjóðanna í Tuzla við. Eftir að hafa lent á þyrluplaninu, fegin að mega í yfir 30 stiga hitasvækjunni Iosna úr 8 kg skotvesti og við tvöfaldan járn- hjálminn, fór ég að leita að Júlíusi Gestssyni lækni, sem reyndist vera á fundi. Þar voru þrír læknar úr alþjóðlega liðinu að yfirfara á klukkutíma yfir 100 umsóknir og ákveða hvaða sjúklinga úr hópnum þyrfti að flytja til útlanda eða á annan stað, eins og bosníski læknir- inn Saison Nikolic útskýrði fyrir mér. Hún var þarna til upplýsinga um sjúklinga sem þurftu geislun, voru með eftiráverka eftir höf- uðæxli, börn með krabbamein eða annað og þurftu að komast burt til að Iifa af. Þessi málsmeðferð er krafa Serbanna, til að þeir hleypi þeim út úr þessari umkringdu borg. En úr 119 manna hópi með tilskilin vottorð um að þeir séu neyðartil- felli hafa þó ekki nema 59 sjúkling- ar verið sendir burtu undanfarna 6 mánuði. Um kvöldið kemur í ljós að fjórir úr nýja hópnum eru komn- ir með tilskilin meðmæli, hvenær sem þeir komast svo út. Það segir sig sjálft að margir sem annars hefðu getað lifað deyja af því að Bílslys í Bosníu. Útkallslið með lækni og hjúkrunarmanni er allt- af tiltækt til að sækja slasaða í þyrlu eða brynvörðum bíl. Máni var fyrst í slíku útkallsliði. Júlíus við uppskurð með bosnískum læknum, sem hafa fengið aðstöðu og hjálp með sjúkling í Sameinuðu þjóða sjúkrahúsinu. Morgunblaðsins hitti í Tuzla í Bosníu, sem nú er vemdarsvæði Máni Fjalarsson læknir skoðar sjúkling í tjaldi hermannaspítala með félögum sín- um úr norska hernum. argæsluliðinu á veg- _ um Islands og merkt- ir íslenskum fána læknamir tveir og hj úkmnarmaðurinn sem blaðamaður SÞ en umkringt serb- neskum hersveitum Stefán Alfreðsson hjúkrunar- fræðingur fyrir framan sjúkrahús norsku friðargæsl- unnar í Tuzla. Júlíus Gestsson læknir með blá- lijálm friðar- gæslusveita SÞ, í skot- vesti og með ís- lenska fánann á öxl- inni. íslensldr læknor íBosníu Þeir em í norska frið-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.