Morgunblaðið - 12.06.1994, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 12.06.1994, Blaðsíða 42
42 SUNNUDAGUR 12. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR Tíumar sem verða í sviðsljósinu á HM í Bandaríkjunum KEPPNISPEYSA númer tíu hefur verið eftirsótt og vinsæl hjá knattspyrnumönnum allt frá því að knattspyrnukóngur- inn Pele frá Brasilíu klæddist peysu númer 10 í heimsmeist- arakeppninni í Svíþjóð 1958, en þá varð kappinn heims- meistari aðeins 17 ára gamall. Margir kunnir knattspyrnu- kappar hafa síðan leikið í peysum númertíu, eins og Frakk- inn Michel Platini, sem var þrisvar sinnum útnefndur knatt- spyrnumaður Evrópu þegar hann var uppá sitt besta, Ruud Gullit, fyrrum fyrirliði Hollands, og Ásgeir Sigurvinsson, svo einhverjir séu nefndir. Það eru yfirleitt kunnir og reyndir kappar sem klæðast peysu nr. 10 í HM í Bandaríkjunum — meðalaldur þeirra er 31 ár. Flestir þeirra leika með liðum í Þýskalandi, eða fjórir. Þrír leika með ítölskum liðum og tveir eru á Spáni. Sigmundur Ó. Sleinarsson skrifar Fyrstan má nefna Lothar Matt- háus, fyrirliða heimsmeistara Þjóðveija, en hann tekur nú þátt í sinni fjórðu HM — lék fyrst á Spáni 1982, þar sem hann fékk silfurverðlaun. Mattháus fékk aftur silfurverðlaun 1986 í Mexíkó, en það kom í hans hlut að hampa heims- meistarastyttunni á Ítalíu 1990. Þessi snjalli leikmaður, sem er nú 33 ára og lék frábærlega á miðjunni hjá Þjóðveijum á Ítalíu — stjómaði leik þýska liðsins og skoraði glæsileg mörk — hefur nú fengið nýtt hlut- verk. Mattháus leikur nú sem aft- asti vamarleikmaður; hefur fetað í fótspor Franz Beckenbauers. Maradona og Matthaus hafa báðir hampað HM- styttunni Það er annar leikmaður sem leikur í peysu nr. 10 sem hefur hampað heimsmeista- rastyttunni — og á því mögu- leika að verða fyrsti fyrirlið- inn til að hampa styttunni tvisvar, eins og Mattháus. Það er enginn annar en Di- ego Maradona, fyrirliði Argentínumanna, sem urðu heimsmeistarar 1986 í Mex- íkó, með því að leggja V- fjóðveija að velli, en síðan máttu þeir sætta sig við tap gegn Þjóðverj- um, 0:1, í Róm 1990. Lengi vel leit út fyrir að Maradona léki ekki með Diego Maradona setur HM-met í riðlakeppninni, ef hann leikur alla þijá leiki Argentínumanna — þá leikur hann 22. leik sinn í HM. „Tfumar“ í HM Þeir leikmenn sem klæðast peysu nr. 10 í HM í Bandaríkjunum, em eftirtaldir — lönd, nöfn, félög og aldur: Varnarleikmaður: V-Þýskaland: Lothar Mattháus, Bayern Miinchen...............33 Miðvallarspilarar: Argentína: Diego Maradona....................................33 Belgía: Enzo Scifo, Mónakó..................................28 Bolivía: Marco Etcheverry, Coca Cola........................24 Brasilía: Rai, París St. Germain............................29 Kólumbía: Carlos Valderrama, Atletico Junior................33 írland: John Sheridan, Sheffield Wednesday..................30 Marokkó: Mustapha E1 Haddaoui, SCO Angers...................32 Nígería: Augustine Okicha, Frankfurt........................21 Noregur: Kjetil Rekdal, Lierse..............................26 Rúmenía: Georghe Hagi, Brescia..............................29 S-Arabía. Saeed al-Irwiran, A1 Shabab.......................26 S-Kórea. Ko Jeon-woon, Ilhwa Chonma.........................28 Spánn: Jose Maria Bakero, Barcelona.........................31 Sviss: Ciriaco Storza, Kaiserslautem...................... 24 Sóknarleikmenn: Búlgaría: Nasko Sirakov, Levski Sofia.......................32 Kamerún: Lovis Mfede, Canon Yaounde.........................29 Grikkland: Tasos Mitropoulous, AEK Aþena....................37 Ítalía: Roberto Baggio, Juventus............................27 Mexíkó: Luis Garcia, Atletico Madrid........................25 Holland: Dennis Bergkamp, Inter Mílanó......................25 Rússland: Valery Karpir, Spartak Moskva.....................25 Svíþjóð: Martin Dahlin, Mönchengladbach.....................26 Bandaríkin: Roy Wegerle, Coventry...........................30 sem aftasti varnarleikmaður. Knattspyrnumaður Evrópu 1993, ítalinn Roberto Baggio, sem leikur með Juventus, mun leiða sóknarleik ítala, sem mæta með geysilega sterkt lið til Bandaríkjanna. Baggio, sem er 27 ára, var í sviðsljósinu í HM 1990 á Ítalíu — hann er mjög leik- inn, fljótur og klókur leikmaður. Baggio hefur skorað nítján mörk í þeim 35 landsleikjum sem hann hefur leikið. Belgíumaðurinn Vincenzo Scifo — ítali, sem gerðist belgískur ríkis- borgari — leikur í sinni þriðju heims- meistarakeppni. Scifo er einn af snjöllustu miðvallarspilurum heims — hefur mikla yfirferð, gott auga fyrir snöggum sóknaraðgerðum og skorar mörk með skotum af löngu færi. Scifo, sem er 28 ára, hóf að leika með Anderlecht sextán ára, en síðan með Inter Mílanó, Bordeaux, Aux- erre, Tórínó og Mónakó. Markvarðahrellirinn Dennis Lothar Mattháus er fyrirliði heimsmeistara Þjóðveija. Hann tekur nú þátt í sinni fjórðu'HM — lék fyrst á Spáni 1982. Argentínumönnum í HM, en eftir að þeir töpuðu fyrir Kólumbíu, 0:5, og urðu að leika gegn Ástralíumönnum tvo leiki um réttinn til að leika í Bandaríkjunum, var kallað á Mara- dona. Hann kom, sá og sigraði á nýjan leik og leikur nú í sinni fjórðu heimsmeistarakeppni eins og Matt- háus. Maradona mun setja HM-met í riðlakeppninni, ef hann leikur alla þijá leiki Argentínumanna — þá leik- ur hann sinn 22. leik í HM, en met- ið eiga nú Uwe Seeler, V-Þýska- landi, og Pólveijinn Zmuda, sem hafa leikið 21 leik. Það er öllum ljóst að Maradona, 33 ára, er ekki eins öflugur og áður. Hann hefur lítið leikið undanfarin ár og er ekki samningsbundinn neinu félagi síðan hann var látinn fara frá Newell Old Boys, sem frægt varð. Hans hlutverk verður að leika fyrir aftan tvo miðheija Argentínumanna — draga leikmenn að sér og leggja upp færi fyrir miðheijana. Maradona til trausts og halds verður Leonardo Rodriguez, sem er geysilega vinnu- samur leikmaður. Fjórtán „tíur“ á miðjunni Af þeim 22 leikmönnum sem klæð- ast peysu nr. 10 í Bandaríkjunum, eru fjórtán sem leika stór hlutverk á miðjunni, níu sem leika í fremstu víglínu óg eihn, Mattháus, sém léikur Roberto Baggio, knattspyrnumað- ur Evrópu, leikur stórt hlutverk í sókn- arleik ítala.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.