Morgunblaðið - 12.06.1994, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 12. JÚNÍ 1994 27
GUNNLAUGUR
KRISTINSSON
+ Gunnlaugur
Kristinsson
múrari Grenimel 3
var fæddur í
Reybjavík 18. júlí
1910. Hann lést 3.
júní 1994. Gunn-
laugur var sonur
Kristins Sigurðs-
sonar múrarameist-
ara, f. 8. nóv. 1881,
d. 27. jan. 1944, og
fyrri konu hans El-
ísabetar Bergsdótt-
ur, f. 18. febr. 1889,
d. 17. nóv. 1918.
Seinni kona Krist-
ins var Laufey Jónsdóttir, f. 20.
ágúst 1892, d. 26. okt. 1979.
Alsystkini Gunnlaugs: Aðal-
steinn, trésmiður, f. 21. sept.
1912, d. 6. mars 1969, Bergur,
f. 6. ágúst 1911, d. 30. nóv. sama
ár, og Elísabet, húsmóðir, f. 17.
júlí 1918. Hálfsystkini Gunn-
laugs (börn Laufeyjar og Krist-
ins) Bergur, verslunarmaður,
f. 11. okt. 1923, og Helga, skrif-
stofumaður og húsmóðir, f. 20.
ágúst 1931. Gunnlaugur kvænt-
ist 12. nóv. 1932 Steinunni Ól-
afsdóttur Thorlacius, f. 26. júlí
1911, og lifir hún mann sinn.
Þau eignuðust þijár dætur.
Þær eru: Elísabet, f. 25. mai
1933, maki Helgi Halldórsson,
framkvæmdastjóri, þau eiga
fjögur börn; Margrét, f. 18.
mars 1938, maki Ketill Axels-
son kaupmaður, þau eiga þrjú
böm; og Kristín, f. 21. febrúar
1945, maki Steindór Grétar
Franklínsson verslunarmaður,
þau eiga þijú böm. Gunnlaugur
stundaði nám í Iðnskólanum og
tók sveinspróf í múraraiðn í
Reykjavík 1931. Hann var fé-
lagi í Múrarafélagi Reykjavík-
ur frá 1936 og átti sæti í fuU-
trúaráði 1935-1936. Útför
Gunnlaugs fer fram frá Foss-
vogskirkju á morgun, mánudag.
ÞEGAR ég nú kveð með söknuði
æskuvin minn Gunnlaug koma upp
í hugann kærar minningar, er við
kynntumst um 10-11 ára aldurinn.
Þá áttum við heima á Óðinsgötunni
nálægt hvor öðrum. í þá daga var
lítil byggð fyrir ofan Óðinsgötu
sunnanvert. Þar var nær eingöngu
óbyggt hoit, sem var kjörinn leik-
vangur fyrir okkur strákana, sem
við nýttum okkur vel í alls konar
leikjum, tímunum saman. Þar og
reyndar síðar knýttust þau vináttu-
bönd, sem haldist hafa alla tíð síðan.
Við fylgdumst að í Iðnskólanum,
hvor í sínu námi. En þá var Iðnskól-
inn flögurra ára kvöldskóli. Þar
knýttist vináttan enn sterkari bönd-
um.
Eftir að við kvæntumst vorum
við heimilisvinir hvor hjá öðrum og
eiginkonur okkar urðu góðar vin-
konur. Við vorum ávallt aufúsu-
gestir hvor hjá öðrum, enda skamm-
ur spölur milli heimila okkar, þar
sem við frá 1947 bjuggum hvor í
sinni götu á Melunum.
Þegar ég lít til baka koma upp
í hugann margar ljúfar minningar,
ekki aðeins frá æskudögunum,
heldur og frá óteljandi skemmtileg-
um samverustundum fjölskyldna
okkar á löngum æviferli, samveru-
stundum, sem ber að þakka.
Það sem mér er minnisstæðast
við Gunnlaug vin minn var hans
ljúfa lund og hversu tryggur vinur
vina sinna hann var og hjálpfús
þeim sem leituðu til
hans. Hann þótti frá-
bær fagmaður í sinni
iðn og samviskusamur,
enda eftirsóttur í þau
störf á meðan hann
hélt fullri heilsu. En
fyrir 17 árum fékk
hann hjartaáfall og þar
með skerta starfsgetu
og mörg síðustu árin,
sem hann lifði var hann
óstarfhæfur. Hans
ágæta eiginkona var
honum þá sem ætíð
stoð og stytta og allt
fram í andlát hans, sem
bar snögglega að er hann var ný-
kominn heim frá Múlalundi.
Við Bima konan mín þökkum
liðnar samverustundir og biðjum
eftirlifandi eiginkonu Gunnlaugs og
öðrum ástvinum allrar Guðs bless-
unar og huggunar og blessum
minningu vinar okkar Gunnlaugs.
Ólafur Tryggvason.
í örfáum orðum langar mig til
að minnast tengdaföður míns,
Gunnlaugs Kristinssonar. I mínum
huga var hann sannur séntilmaður,
sannur vinur og allra hugljúfi. Blíða
og festa einkenndu fas hans og
mér og fjölskyldu minni reyndist
hann ávallt sem klettur í hafínu.
Á þessum tímamótum minnist
ég allra þeirra góðu stunda sem ég
og fjölskylda mín áttum með honum
en þær mun ég geyma með mér
alla tíma.
Ég þakka honum samfylgdina
og með virðingu kveð ég hann.
hinstu kveðju.
Minning um góðan dreng lifír.
Ketill Axelsson.
Langafí er dáinn.
Tómleikatilfinning fer um mjg í
hvert sinn sem ég hugsa þessi orð.
Söknuður magnast með hveiju tári.
En þó afí fari frá þessum heimi
hverfa minningamar aldrei úr
hjarta mínu.
Afí hefur nú flogið í burtu úr iíf-
inu eins og þrösturinn úr trénu.
Allt sem einhvem tíma fær líf mun
líka einhvem tíma deyja og afí er
víst engin undantekning.
Alltaf var hann afi jafn góður
við mig þegar ég hitti hann og allt-
af var hann strax kominn með
appelsín fyrir mig.
Jólin verða aldrei eins án afa.
Minningamar svífa í huganum og
blandast saman við sorgina. En líf-
ið heldur áfram og enginn getur
breytt þvi sem er.
Eitt er mér þó huggun, ég veit
ég hitti afa þegar minn tími kemur.
Líf afa hefur verið gott. Að loknu
skyldunámi hóf hann iðnnám og
útskrifaðist sem múrarameistari.
Árið 1932 giftist hann ömmu minni
og eignuðust þau þrjár dætur.
Afi byggði húsið á Grenimel 3
sem hann og amma bjuggu í, hann
lést þar. Afí minn á Grenimel var
svo góður maður. Dæmi um það
var fyrir u.þ.b. þremur árum þegar
ég var í 10 ára bekk og bjó með
fjölskyldu mmni í kjallaranum á
Grenimel 3. Ég átti að koma með
sirkil í skólann og hafði verið að
leita að sirkli allt kvöldið með litlum
árangri. Ég var orðin gráti nær,
en þá kom afí með sirkil sem hann
hafði átt þegar hann var ungur og
var honum mjög dýrmætur. Þrátt
Þriggja rétta kvöldverður ¥ —Qistorantc— V EK OI Suðurlandsbraut 14,
kr. 990
sími 811844.
MINNINGAR
fyrir það hikaði hann ekki við að
lána mér hann.
Svona var dæmigert fyrir afa,
alltaf tilbúinn að hjálpa.
Elsku afi minn, ertu nú á betri
stað?
Svífurðu nú á hvítum vængjum
hjá hinum englunum, hjá Guði?
Afi minn, ég sakna þín.
Það er svo oft sem maður gerir
sér ekki grein fyrir því hvað maður
elskar fólk fyrr en það er horfið á
braut.
Nú er tómt yfír húsunum í
vesturbænum, hann afi er farinn ...
á hvítum vængjum.
Afí minn, það er erfitt að hugsa
til þess að þú munir aldrei aftur
standa við útidymar þínar og horfa
á eftir mér heim. Hvað er annað
að gera en syrgja og hugsa um
góðu tímana þegar þú varst hjá
okkur? Nú er þín þörf annars stað-
ar og við verðum að sætta okkkur
við það og vera þakklát fyrir þann
tíma sem við höfðum þig hjá okkur.
Þú fékkst að lifa lengi og lifa
vel og það er meira en margir fá.
Allir lifa áfram eftir dauðann og
allir skilja eftir sig minningu sem
lifír að eilífu og það mun þín iíka
gera afí minn.
Afí minn, vertu jafn góður hjá
þeim og þú varst hjá okkur.
Afí5 nú er kveðjustundin runnin
upp. Ég kveð þig með ljóði sem ég
orti sjálf til þín:
Nótt kæra komdu,
gætirðu kannski tekið sorg mína,
taktu hana í þínar hendur
og haltu henni í alla nótt,
vertu við hlið mér,
vaktu yfír mér,
iáttu englana dansa lengi.
Því nú loksins á ég skilið að sofna í friði
og sofa rótt.
Og nóttin mín mundu
á morgun kemur dagur,
haltu þá heim
og hvfldu þig.
Vertu heima hjá bömunum þínum
og hugsaðu ekki meira um mig.
Bless, elsku afí minn. Ég sé þig
seinna hjá Guði.
Þín Sara Elísa Þórðardóttir.
Hann afí minn var mikill mann-
kostamaður, höfðingi á velli og
höfðingi í lund, svo að af bar. Birta
og ylur stöfuðu frá honum hvert
sem hann fór, og þessir eðlisþættir
hans grófu sig djúpt inn í bamssál
mína og eiga eftir að fylgja mér
alla tíð. Fyrir það verð ég afa mín-
um ævinlega þakklát.
Snyrtimennska, gestrisni og
höfðingsskapur voru honum í blóð
borin og veitti hann öllum ríkmann-
lega sem komu á heimili hans og
ömmu minnar. Afí og amma höfðu
skapað sér einstaklega fallegt heim-
ili, sem afí minn byggði á Grenimel
3, þar sem reisn, smekkvísi og gest-
risni hafa alla tið verið aðalsmerki
heimilisins. Afi minn gekk ekki
heill til skógar hin síðustu ár, en
sterkir mannkostir hans skinu þó
ætíð í gegn.
Afí var farsæll bæði í einkalífí
ni * _j
Blomastofa
Riðfinns
Suöurlandsbraut 10
108 Reykjavík. Sfmi 31099
Opi& öll kvöld
tll kl. 22,- einnlg um helgar.
Skreytingar við öll tilefni.
Gjafavörur.
og starfí, þannig að meiri gæfu
verður vart notið. Hann kvæntist
ömmu minni, Steinunni Ólafsdóttur
Thorlacius árið 1932, og áttu þau
því demantsbrúðkaup fyrir tveimur
árum. Þau eignuðust þijár dætur:
Elísabetu, móður mína, Margréti
og Kristínu. Bamabömin em tíu
og bamabömin sex. Afí var mikill
fjölskyldumaður og naut sín best í
faðmi fjölskyldunnar. Hjónaband
og heimilislíf ömmu og afa var
mjög farsælt. Hin síðari ár var
amma vakandi og sofandi yfír vel-
ferð afa og annaðist hann í veikind-
um hans af þeirri djúpu ást sem
alla tíð einkenndi samband þeirra.
Sýndi hún mikinn styrk á þeim
tíma. Afi var mjög vinnusamur og
vandvirkur múrari og því eftirsóttur
til starfa. Þá lýsir það afa mínum
vel að hann tók alltaf minna fyrir
vinnu sína en flestir aðrir.
Afí var einstaklega bamgóður
maður, og hafa bamabömin og
bamabamabömin svo sannarlega
notið þess. Fylgdist hann með hveij-
um og einum og var áhugasamur
um velferð allra. Umhyggja hans
mun ætíð fylgja okkur. Um nánast
hveija helgi, þegar ég var að alast
upp, kom afí á hvíta Volvoinum
sínum, R 113, og sótti okkur syst-
kinin, fór með okkur í bíltúr, keypti
ís og fór með okkur í kaffí til ömmu.
Þetta em kærar æskuminningar
sem verma hjartað.
Afí var alltaf eins og klettur í
hafínu, skapgóður, heiðarlegur,
glettinn og tryggur. Hjálpsemi og
nærgætni vom sterkir eðlisþættir
sem svo margir nutu, þó sérstak-
lega fjölskylda hans.
Ég vil að lokum senda ömmu
minni og dætmm ömmu og afa
samúðarkveðjur, og þakka afa fyrir
samfylgdina í gegnum árin og allar
þær ljúfu minningar sem hann skil-
ur eftir. Fyrir mína hönd, eigin-
manns míns, Þórðar Óskarssonar
og dætra okkar Eyglóar Óskar og
Söm Elísu kveð ég afa minn.
Steinunn Helgadóttir.
Við systkinin kveðjum nú afa
okkar í síðasta sinn. Oft höfum við
kvaðst áður, því varla leið sú vika
að við hittumst ekki, en aldrei sem
nú þar sem ekki hittumst við oftar
á Grenimelnum.
Við eram fegin því að hann afi
okkar fékk að yfirgefa okkur á
þann hátt sem hann hefði hel^lp
kosið sjálfur; glaður og ánægður
og heima á Grenimelnum hjá ömmu.
Við huggum okkur við það að
þar sem hann er núna líður honum
betur en honum gerði héma hjá
okkur síðustu árin, þar sem þrálát
veikindi hans höfðu tekið sinn toll.
Við munum ætíð minnast hans
afa sem hvíthærða, faðmstóra
bangsans okkar sem gott var að
hjúfra sig upp að og láta hijúfa
skeggbroddana kitla mann í hálsa-
kotið eða grófa sementsputtana
stijúka manni um kinn. Okkur
fannst við vera heppin að eiga svona
góðan og skemmtilegan afa sem
alltaf var glaður og kátur. Hann
ataðist í okkur og vinum okkar óg ”
fékk okkur til að hlæja, fór með
okkur út í Gróttu eða upp í Öskju-
hlíð með flugdrekann eða leyfði
manni að smíða alls kyns „nytja-
hluti“ í bílskúmum.
Við munum þig alltaf, elsku afi
okkar, og haltu glaður á vit ævin-
týranna, því þegar einar dymar lok-
ast opnast aðrar.
Steinunn G. og Franklín.
t
Innilegar þakkir fyrir vinsemd og hlýhug
við andlát og útför
ÍVARS ÞÓRS PÁLSSOIMAR,
Hverfisgötu 70,
Reykjavik.
Heiðar Ástyaldsson,
Guðrún Pálsdóttir,
Guðmundur Pálsson,
Guðbjörg Pálsdóttir,
Stanley Pálsson,
Edda Pálsdóttir,
Harpa Pálsdóttir,
Hanna Frímannsdóttir,
Ásgeir M. Jakobsson,
Elín Theodórs,
Vignir Garðarsson,
Hera G. Newton,
Magnús Björgvinsson,
Haraldur Guðmundsson
og fjölskyldur.
Royal
súrmjólk meö ávoxtabragöi
bragöast sem besta jógúrt!
Hrærið saman 1 I af súrmjólk,
1 /2 pk. af Royal jarðarberja-
eða sítrónubúðingsdufti og
3 msk. af sykri. Kælið vel.
Mjög frískandi eftirréttur.
<r
Prófið líka vanillu-
og karamellubragð!