Morgunblaðið - 12.06.1994, Blaðsíða 36
MORGUNBLAÐIÐ
36 SUNNÍÍDAGUR12. JÚNI 1994
p.
*
FLOGIÐ MEÐ FLUGLEIÐUM FJÓRUM SINNUM ÍVIKU
ÁTÍMABILINU 6.JÚNÍ-5. SEPTEMBER 1994
FLUG AÐEINS KR. IfKIKMr
FLUG OG HÓTEL
FRÁ KR. 30.600 stgr
pr. mann í tveggja manna herbergi
á 2ja stjörnu hóteli í eina viku.
FLUG OG BÍLL
FRÁ KR. 20.900*stg,
pr. mann miðað við tvo í bíl í
A flokki í eina viku.
*VIÐ BÆTIST FLUGVALLASKATTUR KR. 1.560,-
FERÐAMIÐSTÖÐ AUSTURLANDS HF
- SKÓGARLÖND 3,700 EGILSSTAÐIR, SÍMI 97-12000 -
*
Verðfall á nokkrum
HP Laser Jet 4 geislaprenturum:
fimmti
Já, það er engin prentvilla á ferðinni! Við
kynnum hreint ótrúlegt verðfall á nokkrum
HP LaserJet 4 prenturum um þessar mundir.
Hraðvirkum prentara sem hentar vel stærri
fyrirtækjum og stofnunum sem krefjast
gæðaprentunar.
i í. N iV h
u (/
HP Laserjet 4:
Áður kr.
staðgreitt m/vsk.
Nú aðeins kr. 155.900,-
staðgreitt m/vsk.
'tffigP
sleginn
þvi verdi
áður var!
i ÖRTÖLVUTÆKNI
W Á 1 wféi Skeifunni 17 - Sími 811111 - Fax 687322
ÍDAG
SKÁK
llmsjón Marjeir
Pétursson
ÞESSI STUTTA skák var
tefld á stóra opna mótinu í
New York um páskana.
Þýski stórmeistarinn Eric
Lobron (2.570) var með
hvítt en Svíinn Pontus
Sjödahl (2.385) hafði svart.
Byrjunin er drottningar-
bragð. 1. c4 — e6, 2. Rc3 —
d5, 3. d4 - Rf6, 4. Bg5 -
Be7, 5. e3 - Rbd7, 6. Hcl
- 0-0, 7. Rf3 - a6, 8. cxd5
- exd5, 9. Bd3 - c6, 10.
Dc2 - He8, 11. 0-0 - Rf8,
(11. - h6, 12. Bh4 - Rh5?,
13. Rxd5! er skemmtileg
gildra sem margir hafa fallið
0 12. h3 - g6, 13. Hfel -
Re6, 14. Bh6 - Rg7, 15.
Db3 - Rd7, 16. e4 - dxe4,
17..Hxe4 - Rf5??
Þessi Ijóti afleikur Svíans
gaf Lobron kost á glæsileg-
um lokum: 18. Dxf7+! og
svartur gafst upp, því hann
er mát eftir 18. — Kxf7, 19.
Bc4+ - Kf6, 20. He6+ -
Kf7, 21. Hd6.
VELVAKANDI
Svarar í síma 691100 frá 10-12 og 14-16
frá mánudegi til föstudags
Ferðaskrifstofa
Reykjavíkur
Við, nokkrir ferðafélagar,
viljum þakka ferðaskrif-
stofunni mjög góða þjón-
ustu í skíðaferð síðustu
páska.
Fyrir hönd Sviss-
klúbbsins,
Inga Odds
Tapað/fundið
Hjól tapaðist
BLEIKT og svart Wint-
her- kvenreiðhjól hvarf frá
Hraunteigi 12 á hjóladegi
fjölskyldunnar. Það er
með hvítum bamastól aft-
an á. Hafi einhver orðið
var við hjólið er hann vin-
samlega beðinn að láta
vita í síma 679412.
Hringur tapaðist
SILFURHRINGUR með
bláum steini í miðju og
glærum steinum utan um
tapaðist í Breiðholti, lík-
lega í kringum Vestur-
berg, Áltahóla eða Ara-
hóla. Finnandi vinsamlega
hringi í síma 677901.
Lilja. Fundarlaun.
Hjól tapaðist
BLÁTT Ice Fox 18 gíra
fjallahjól, framleiðslunúm-
er er RS9101472, tapaðist
frá Kögurseli 16 aðfara-
nótt 2. júní sl. Hafi ein-
hver orðið var við hjólið
er hann vinsamlega beðinn
að hringja í síma 78563.
Eyrnaskjól tapaðist
EYRNASKJÓL úr kanínu-
skinni með „diskum“ inn-
an í tapaðist á Brekkugötu
í Hafnarfírði eða við
Flensborg. Finnandi vin-
samlega hringi í síma
54848.
Útigalli tapaðist
SKÍÐAGALLI með mynd-
um af skíðamönnum á
brjósti tapaðist fyrir
nokkru. Gallinn er merkt-
ur Hauki Kristjánssyni. Á
öðm hnénu var gat. Viti
einhver hvar gallinn er
niðurkominn er hann vin-
samlega beðinn að hringja
í síma 687393.
Gæludýr
Kettlingar
SJÖ sætir kassavanir
kettlingar, sjö vikna, fást
gefins á gott heimili. Upp-
lýsingar í síma 623631.
Kettlingar
FJÓRA fallega og bráð-
hressa 12 vikna kettlingar
vantar góð heimili strax.
Upplýsingar í síma
653672.
Kanínubúr og
páfagaukur
ÞARF að losna við frekar
stórt kanínubúr. Á sama
stað er óskað eftir páfa-
gauk gefíns. Upplýsingar
í síma 612326.
COSPER
Ég hef mjög gaman af því að mála, en það er því
miður alltaf komið myrkur þegar ég er búinn í vinn-
unni og get snúið mér að listinni.
Pennavinir
SAUTJÁN ára þýsk stúlka
með áhuga á tennis, sundi
og bréfaskriftum:
Caroline Weber,
Brunngrabenweg 1,
97753 Karlstadt-Laud-
enbach,
Germany.
FRÖNSK stúlka með
margavísleg áhugamál:
Patricia Rommelaere,
BP 93,
06271 Villeneuve-Lou-
bet cedex,
France.
SEXTÁN ára japönsk
stúlka með áhuga tónlist og
íþróttum en auk þess safnar
hún frímerkjum og póst-
kortum:
Katsuko Kanno,
5-19-2 Futabadai,
Mito-shi Ibaraki,
311-41 Japan.
ÁTJÁN ára þýsk stúlka með
áhuga á hestum, tónfist,
söng, fimleikum, leikhúsi
o.fl.:
Julia Fischer,
Walterhöferstr. 36,
14165 Berlin,
Germany.
ÍTALSKUR 26 ára karl-
maður með mikinn ís-
landsáhuga:
Barone Giovanni,
Fr. Cappellazzo 74,
12062 Cherasco (CN),
Italy.
Víkveiji skrifar...
að hefur verið fátt um fengsæl
mið í íslenzku atvinnulífi und-
anfarin samdráttarár. Ein skemmti-
leg undantekning fínnst þó. Ferða-
þjónustan, sem vaxið hefur og dafn-
ar mitt í kreppunni.
Þetta er vinnuaflsfrek atvinnu-
grein. Hún vinnur því vel gegn at-
vinnuleysi. Hún er og gjaldeyrisgef-
andi. Ekki veitir af í baráttunni
gegn halla í viðskiptum við umheim-
inn, en sú barátta hefur reyndar
skilað góðum árangri undanfarið.
Hannes G. Sigurðsson hagfræð-
ingur víkur að þessari jákvæðu
undantekningu, ferðaþjónustunni, í
grein í Fréttabréfí VSÍ og segir
m.a.:
„En greinin er viðkvæm og þarf
ekki mikið út af að bera til að sá
árangur [sem náðst hefur] verði að
engu. Erlendar ferðaskrifstofur
myndu fljótlega hætta að fjalla um
landið í kynningarbæklingum sín-
um ef þær lentu í því að ekki væri
hægt að komast til landsins á þeim
tíma sem þær hefðu lofað eða ef
viðskiptavinirnir lokuðust inni í
landinu. Þetta er sú ógnun sem
stöðugt vofir yfir ferðaþjónustunni
ár hvert. Knýjandi þörf er því að
endurskoða hina hálfsextugu vinnu-
markaðslöggjöf hér á landi, m.a.
með það að markmiði að draga úr
of miklum áhrifum ýmissa smá-
hópá:H ' *ti\i fct&aiubi
Hannes G. Sigurðsson segir í
grein sinni að 141 þúsund
manns séu í vinnu hér á landi um
þessar mundir. Þetta er svipaður
fjöldi vinnandi og var fyrir tveimur
árum, þrátt fyrir þá staðreynd að
fólki á vinnualdri hefur fjölgað um
3.500 manns á þessum árum.
Vinnumarkaðurinn breytist samt
sem áður ár hvert, þótt upplýsingar
um töpuð og sköpuð störf séu af
skomum skammti. Hannes segir í
grein sinni:
„Slíkar upplýsingar liggja hins
vegar fyrir í ýmsum öðrum löndum
og sýna að heildarfjöldi nýrra starfa
og horfínna starfa er miklu meiri
en nettóbreyting atvinnustigs. Um-
rædd gögn frá ýmsum löndum sýna
að algengt er að tíunda hvert starf
hverfi á hveiju fimm ára tímabili
og ný störf verði til í svipuðum
mæli. Ef sama gilti hér á landi sam-
svarar það því að 14 þúsund störf
hverfí hér á landi á hverjum fimm
árum eða tæplega þrjú þúsund ár-
lega og samsvarandi fjölgun eigi
sér stað. Þannig gjörbreytist vinnu-
markaðurinn á örfáum áratugum
og verður óþekkjanlegur."
xxx
að er og áhjákvæmilegt, skrif-
andi um vinnumarkaðsmál,
að staldra við tölu vinnandi íslend-
■ inga: 141.000 manns. Trúlega eru
til ófáar götur erlendra stórborga
með hliðstæða íbúatölu. Þessar 140
þúsundir eiga síðan að standa und-
ir opinberum framkvæmdum og
opinberri þjónustu í landi okkar,
með skattpeningum sínum, sem
sóttir eru til þeirra bæði í vöruverði
(vaskurinn, benzíngjald o.s.frv.) og
tekjusköttum.
Og kröfurnar um framkvæmdir
og þjónustu eru ekki skornar við
nögl í kotríki okkar. Viðmiðun
gjarnan gerð við tugmilljónaþjóðir.
Það gleymist hins vegar á stundum
að kröfurnar til hins opinbera eru,
þegar grannt er gáð, gerðar tií
okkar sem skattana greiðum, virðis-
aukann í vöruverðinu, tekjuskattinn
og útsvarið!
xxx
Víkverji minnir á þá staðreynd,
sem enginn kemst fram hjá,
að kostnaðarleg undirstaða opin-
berra framkvæmda og þjónustu
hvers konar, eru þau verðmæti sem
verða til í atvinnulífmu. Þangað
sækjum við vinnu okkar, laun okkar
og önnur verðmæti, sem mynda
skattstofna ríkis og sveitarfélaga.
Kjami þjóðmála okkar er að skapa
atvinnulífínu skilyrði til að blómstra,
þá gefst okkur allt hitt að auki. Það
er að segja ef við sníðum okkur
opinberan stakk eftir vexti, það er
greiðslugetu okkar sjálfra!