Morgunblaðið - 12.06.1994, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 12. JÚNÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/RAX
ÁLVERÍ
ALDARFJÓRÐ UNG
VIÐSKn’n AIVINNULÍF
ÁSUNNUDEGI
►DR. CHRISTIAN Roth, forstjóri íslenska álfélagsins, nam
eðlisfræði við háskólann í Erlangen og tækniháskólann í
Miinchen þaðan sem hann lauk doktorsprófi árið 1966. Árið
eftir réðist Roth til Alusuisse. Hann starfaði hjá Aluminium-
Walzwerke Singen GmbH til 1974 en réðist þá til álbræðslu-
deildar Alusuisse. Roth var tæknilegur framkvæmdastjóri ÍSAL
áárunum 1977 til 1979. Hann varð annartveggjaforstjóra
Leichtmetall-Gesellschaft mbH í Essen árið 1980. Hinn 1. ágúst
1988 varð Christian Roth forstjóri íslenska álfélagsins hf. í
Straumsvík. Meðal sérstakra áhugamála hans má nefna
umhverfismál og alþjóðastjórnmál.
eftir Guðna Einarsson
inn 1. júlí næstkomandi er
aldarfjórðungur liðinn frá
því að fyrstu kerin voru
gangsett í álveri íslenska
álfélagsins hf. í Straumsvík. Þá urðu
þáttaskil í íslenskri atvinnusögu,
samvinna íslendinga og erlendra
aðila um stóriðju varð að veruleika.
Christian Roth hefur verið for-
stjóri ísjenska álfélagsins hf. í tæp
sex ár. Á þessum tíma hefur áliðnað-
urinn gengið í gegnum mikla lægð
og hefur Alusuisse-Lonza, móðurfé-
lag ÍSAL, dregið mjög úr álfram-
leiðslu. Hveijar skyldu horfumar
vera í Straumsvík og hver er líftími
verksmiðju sem þessarar?
„Það fer alveg eftir því hvað menn
fjárfesta mikið í verksmiðjunni,"
svarar Christian Roth. „Alusuisse-
Lonza hefur lagt töluvert mikið í
þetta álver á undanfömum árum og
þótt það sé ekki alveg nýtt þá er það
nútímalegt. Það má alveg starfrækja
það önnur 20 ár til viðbótar.“
Minni mengun, meira ál
Hvernig er álverið samanborðið
við ný hvað varðar mengunarvarnir
og framleiðni?
„Framleiðni nýrra álvera er tölu-
vert mikið meiri en ökkar. Ef við
miðum við verksmiðju á borð við þá
sem Atlantal hefur ráðgert þá fram-
leiðir hún tvöfalt meira af áli á hvern
starfsmann en þetta álver. Við getum
aldrei náð þeirri framleiðni, til þess
eru kerin of lítil. Engu að síður get-
um við vel keppt að því að vera ná-
lægt meðaltaíi álvera hvað varðar
hagkvæmni, en við getum ekki náð
því að vera í fremstu röð.“ Fram-
leiðni í álverinu hefur aukist mikið
og telur Roth að ekki sé séð fyrir
endann á framleiðniaukningunni. Nú
eru framleidd um 195 tonn af áli á
ári á hvern starfsmann, en var árið
1989 aðeins 136 tonn. Roth segir
að ef þær framieiðnitölur væru enn
í gildi væri löngu búið að loka í
8traumsvík.
„Hvað varðar vamir gegn um-
hverfismengun getum við ef tit vill
ekki keppt við ný álver en við náum
þó 80 til 90% af árangri þeirra. Okk-
ur hefur tekist að bæta okkur á nær
öllum sviðum umhverfismála," segir
Roth. Lok eru komin á öll kerin og
miklar endurbætur hafa verið gerðar
á hreinsibúnaði. Reglulega er fylgst
með flúorinnihaldi ýmissa plöntuteg-
unda kringum Straumsvík og dregur
Roth fram línurit yfir flúormengun
í nágrenni álversins. Undanfarin tvö
ár hefur flúormagnið mælst hið sama
og það var árið áður en álverið tók
til starfa. Roth bendir út um
giuggann á skrifstofu sinni þar sem
fagurgrænt gras þekur snyrtilega
lóðina. Það er ólíkt gróskulegra í
næsta nágrenni verksmiðjunnar en
hinum megin við Reykjanesbrautina
þar sem úfið og svart Kapelluhraun-
ið undirstrikar skyldleika Reykjanes-
skagans og tunglsins. Roth les aðra
áhugaverða niðurstöðu úr mengun-
arlínuritinu, sjálfa rekstrarsöguna.
Allt ójafnvægi í rekstri verksmiðj-
unnar, svo sem verkföll og bilanir,
virðist valda aukinni flúormengun í
heyi og grasi 10 kílómetra frá
Straumsvík.
Þjóðþrifafyrirtæki
Hjá ÍSAL hafa starfað alls 3.323
einstaklingar á 25 árum. Engu að
síður hefur verið mikill stöðugleiki í
starfsmannahópnum. Forstjórar hafa
verið tveir, Ragnar Halldórsson og
Christian Roth. Hjá félaginu starfa
nú 485 heilsárs starfsmenn sem er
um 25% færra en árið 1988, 64
starfsmenn hafa unnið hjá félaginu
frá upphafí. Meðal starfsaldur er 17
ár. Meðalaldur starfsmanna hefur
hækkað með árunum og er nú 51
ár. Þrátt fyrir hækkaðan meðalaldur
hefur veikindadögum fækkað tölu-
vert.
Reiknað hefur verið út að álverið
hafi skilað til þjóðarbúsins nærri 90
milljörðum króna (á verðlagi 1993)
í formi skatta, launa, orkugjalds,
þjónustu og fleiri liða fyrstu 24
starfsárin. Flutt hafa verið út meira
en 1,8 milljónir tonna af áli sem
brædd 'voru úr 3,5 milljónum tonna
af súráli og var 1 milljón tonna af
rafskautum notuð við vinnsluna.
ÍSAL hefur skilað hagnaði eftir 12
starfsár og jafnoft hefur félagið ver-
ið rekið með tapi, samanlagt hefur
tapið þó verið mun meira en hagnað-
urinn að sögn Roth. Ársframleiðslan
er nú um 97 þúsund tonn og er álver-
ið farið að nota raforku frá Blöndu
til viðbótar orku frá virkjunum á
Suðurlandi.
Hættuleg þróun í Evrópu
Talsvert hefur verið reynt að fá
erlenda aðila til að taka þátt í eflingu
áliðnaðar á íslandi, án árangurs til
þessa. Nú munu lönd á borð við Kína
bjóða fjárfestum í iðnaði kostakjör.
Hversu fýsilegt telur Roth að ísland
sé fyrir erlenda fjárfesta á sviði orku-
freks iðnaðar?
„Það leikur ekki vafi á því að ís-
iand er fýsilegur kostur. Það getur
boðið mikið rafmagn framleitt með
vatnsorku, á traust orkudreifíkerfi
og býður orkuverð innan raunhæfra
marka. Tilhneigingin í Evrópu hefði
átt að vera að flytja álverin frá mið-
biki álfunnar til Islands og Noregs.
Nú verður maður var við tilhneigingu
í öfuga átt sem getur haft alvarlegar
afleiðingar fyrir Ísland."
Orðum sínum til skýringar nefnir
Roth fyrrum systurfélag ÍSAL í Ess-
en í Þýskalandi, en hann starfaði
einmitt hjá því álveri áður. „Alusu-
isse-Lonza ákvað að loka áiverinu í
Essen. í lok apríl í vor var búið að
slökkva á 310 keijum af 360 og lok-
un álversins í undirbúningi. Þá keypti
forstjórinn ásamt fjárfestum álverið
og nú er hann að koma keijunum
aftur af stað. Þetta álver framleiðir
95 þúsund tonn á ári, eða svipað og
við. Eina forsendan fyrir því að hægt
væri að hefja starfsemi á ný var að
ná hagstæðari orkusamningum en
AIusuisse-Lonza hafði. Ég sé ekki
hvernig það hefur geta gerst nema
að þjóðfélagið hafi komið til sögunn-
ar í þeim tilgangi að bjarga 400 störf-
um. Þetta merkir í raun að farið er
að niðurgreiða orkuverð í Þýska-
Iandi, líkt og gert hefur verið í Frakk-
landi og víðar í Evrópu, til að halda
uppi atvinnu. Ef nú á að fara að
niðurgreiða orkuframleiðsluna líkt
og stálframleiðslu, landbúnað og
kolanámugröft, þá eru það ekki góð
tíðindi fyrir framtíð orkufreks iðnað-
ar á íslandi.“
Roth segir að yfirvöld, bæði stað-
bundin og á landsvísu, orkusölufyrir-
tæki og fleiri sjá sér hag í því að
viðhalda rekstri til að beijast gegn
atvinnuleysi, það verkar heldur ekki
letjandi í þessa veru að nú er offram-
boð á orku í Þýskalandi. „Við höfum
hátt um fijálst markaðskerfi, en í
raun gerum við oft undantekningar
frá því,“ segir Roth. Raforkuver í
Þýskalandi eru flest kynt með kolum
og blása frá sér mikilli mengun. Það
væri spor í rétta átt, hvað varðar
mengunarvarnir á heimsvísu, að
flytja álver frá Þýskalandi til landa
sem nýta vatnsorkuna en þau rök
eru enn léttvæg.
Álmarkaðir að ná jafnvægi
Nú eru um 150 álver í heiminum
sem líklega framleiða um 20 milljón-
ir tonna af áli á ári. Framleiðsla í
vestrænum löndum er um 15 milljón-
ir tonna en óvíst er hvað framleitt er
í Rússlandi og víðar. Framleiðsla
ÍSAL er því rétt um 0,5% af heims-
framleiðslunni. í nokkur ár hefur ál
fallið í verði og er þar um að kenna
samdrætti vegna efnahagskreppu og
auknu framboði frá fyrrum austan-
tjaldslöndum. Það hefur skekkt
myndina að til dæmis Rússar hafa
notað ál í vöruskiptum, án þess að
það væri talið með í álviðskiptum.
Undanfarið hafa álmarkaðir verið að
ná jafnvægi framboðs og eftirspurn-
ar og álverð hefur hækkað. Ráðgert
er að minnka framleiðslugetu áliðn-
aðarins um 1,2 milljónir lesta á ári
með því að loka álverum, þar með
talið í Rússlandi. En Roth bendir á
að yfirlýsingar séu eitt en fram-
kvæmdir annað eins og sannaðist í
Essen í vor.
Æskilegt að breyta
vinnulöggjöfinni
Álverið í Straumsvík hefur haft
nokkra sérstöðu á íslenskum vinnu-
markaði. í upphafi óskuðu forráða-
menn ÍSAL eftir að á vinnusvæði
félagsins yrði aðeins eitt verkalýðs-
félag og einn lífeyrissjóður, líkt og
tíðkast í Þýskalandi og víðar. íslensk
vinnulöggjöf sem sett var á fæðing-
arári forstjórans, 1938, heimilaði
ekki þetta fyrirkomulag. Þess í stað
sameinuðust verkalýðsfélögin um
gerð heildarkjarasamnings og eiga
nú 10 félög aðild að samningnum.
Þetta var í fyrsta sinn á íslandi að
öll verkalýðsfélög á einum vinnustað
stóðu saman að kjarasamningi. Sam-
bærilegt fyrirkomulag var síðar tekið
upp á Grundartanga og í Áburðar-
verksmiðjunni.
Christian Roth hefur tjáð sig í
ræðu og riti um íslenska vinnumark-
aðinn og hafa sjónarmið hans þótt
athyglisverð. „Ég er hér gestur, en
samt langar mig að mæla með breyt-
ingum á vinnumarkaðnum sem ég
tel að búi íslendinga betur undir
framtíðina. Hér eru 350 til 400
verkalýðsfélög og það átti vel við
fyrr á árum, en í dag hugsa menn
í stærri heildum. í Þýskalandi eru
til dæmis 16 verkalýðsfélög. Þar eru
starfsmenn álvera ýmist í sambandi
starfsmanna í málmiðnaði eða starfs-
manna í efnaiðnaði. Hver vinnustað-
ur ákveður í hvoru sambandinu allir
starfsmenn verða, jafnt verkfræðing-
ar og verkamenn. Ég mæli einnig
með því að valdi verkalýðshreyfíng-
arinnar verði þjappað betur saman
og byggð upp valdameiri verkalýðs-
félög. Ég vil sjá verkalýðshreyfing-
una verða virkari þátttakanda í fram-
tíðarþróun landsins. Það verður að-
eins í náinni samvinnu vinnuveitenda
og launþega. Þá tel ég æskilegt að
í hveiju fyrirtæki Verði aðeins eitt
skýrt afmarkað og kröftugt verka-
lýðsfélag. Það bæri meiri ábyrgð og
nyti sterkari forystu en við eigum
nú að venjast."
Þykja þér íslenskir verkalýðsleið-
togar valdalitlir?
„Mér þykja þeir ekki hafa nógu
afgerandi umboð til ákvarðanatöku,
hvorki milli samningaviðræðna né í
samningum. Ég vildi einnig sjá
sterka verkalýðsleiðtoga taka sæti í
stjórnum fyrirtækja, ég held að það
sé fátítt að fuiltrúar starfsmanna
sitji í stjórnum fyrirtækja hér á landi.
Þannig myndu þeir axlað hluta
ábyrgðar á rekstrinum."
Verðmæti umhverfisins
Roth er mikill áhugamaður um
umhverfismál og hefur tamið sér að
taka umhverfisþætti með í sínum
i
i
\
i
%
i
I
f
I
I
r-
i
l
i
i
f
í
í
i
i
i
I