Morgunblaðið - 29.06.1994, Side 29

Morgunblaðið - 29.06.1994, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ1994 29 AÐSEIMDAR GREINAR Mismunun kynjanna við ákvörðun bóta vegna líkamsljóna SUNNUDAGINN 13. mars sl. birtust í Morgunblaðinu frásagnir af þremur ungum stúlkum, sem urðu fyrir líkamstjóni og örkumli í bifreiðaslysum. Ungu stúlkurnar þrjár greina frá því að bæta til þeirra vegna örkumlunar verði mun lægri en gert er ráð fyrir í lögum um skaðabætur nr. 50/1993, sem gildi tóku 1. júlí á síðasta ári, þar sem þær hafi slas- ast í gildistíð eldri laga. Ein meg- inástæðan fyrir framansögðu er sögð vera sú, að skv. eldri lögum hafi ungu stúlkunum aðeins borið slysabætur sem nema um 70% af sambærilegum skaðabótum til ungra pilta. Frásagnir Morgunblaðsins af raunum þessara ungu stúlkna urðu tilefni frekari umú'öllunar í blað- inu. Þriðjudaginn 15. mars sl. hafði Morgunblaðið eftir lögfræðingi vátryggingafélags að fyrir því væri löng dómvenja að ákvarða bætur til stúlkna með framan- greindum hætti. Þegar um sé að ræða ungt fólk sem ekki hafi valið sér ævistarf sé miðað við þau meðallaun sem ætla mætti að við- komandi hefði aflað. Sé um pilt að ræða hafí verið miðað við meðal- tekjur karla, en við meðallaun kvenna þegar stúlkur eigi í hlut. Staðreyndin sé sú að meðallaun kvenna séu aðeins um 70% af meðallaunum karla og því sé rök- rétt að bætur til þeirra vegna fram- tíðartekjutaps séu lægri en þessum tekjumun nemur. I forustugrein Morgunblaðsins 16. mars sl. er fjallað um það hróp- lega ranglæti að fórnarlömb slysa skuli ekki sitja við sama borð vegna kynferðis. í greininni er fagnað þeirri réttarbót og aukna jafnrétti sem höfundur telur felast í gildis- töku nýrra skaðabótalaga og tryggingafélögin hvött til að láta þau ungmenni sem slösuðust fyrir gildistöku laganna sitja við sama borð og þau sem lentu í slysum eftir 1. júlí 1993, er núgildandi skaðabótalög tóku gildi. Þegar varanleg örorka vegna slyss liggur fyrir, er venja að fá útreikning trygginga- stærðfræðings um íjártjón slasaða. Til grundvallar þeim út- reikningi leggja trygg- ingastærðfræðingar yfirleitt meðaltal af tekjum slasaða síðustu þijú ár fyrir slys. Sér- stök sjónarmið eiga hins vegar við þegar börn og unglingar eiga í hlut, því þau hafa venjulega ekki haft launatekjur næstu árin fyrir slys. í út- reikningi trygginga- stærðfræðinga á tjóni pilta er venja að leggja til grund- vallar meðaltekjur iðnaðarmanna, en aðeins 75% þeirra tekna þegar stúlkur eiga í hlut. Ástæða þess að notast er við meðaltekjur iðnað- armanna mun vera sú að þær fara nærri meðaltekjum launþega í landinu. Það er að mínu áliti rangt sem tryggingafélögin halda fram, að löng dómvenja hafi myndast um það að stúlkur skuli fá tjón sitt bætt að þremur ijórðu hlutum mið- að við pilta. A.m.k. hafa trygginga- félögin ekki getað sýnt mér fram á þá dómvenju. í Hæstaréttardómi 1988:302, sem tryggingafélögin vísa gjarnan í máli sínu til stuðn- ings, voru stúlku að vísu dæmdar bætur með hliðsjón af útreikningi tryggingarstærðfræðings um 70% af meðaltekjum iðnaðarmanna. En um þetta atriði var ekki deilt í málinu svo séð verði. Aðilar máls- ins voru með öðrum orðum sam- mála um að leggja útreikning tryggingastærðfræðings til grund- vallar og því reyndi ekki á það í málinu hvort miða ætti bætur við óskertar meðaltekjur iðnaðar- manna eða hlutfall af þeim. Sú aðferð tryggingastærðfræð- inga að ætla stúlkum 75% af meðaltekjum iðnaðarmanna mun styðjast við samanburð Kjararann- sóknanefndar á tekjum karla og kvenna á undanförnum árum. Þó það kunni að vera rétt, að Helgi Birgisson Morgunblaðið/Golli Norrænu unglingarnir, sem þátt taka í lúðrasveitamótinu á Seltjarnarnesi. Lúðrasveitatónleikar í S eltj arnarnesskirkj u RÚMLEGA eitt hundrað norrænir hljóðfæraleikarar koma fram á tónleikum í Seltjarnarneskirkju fimmtudagskvöld, 30. júní. Tónleikarnir eru liður í norrænu lúðrasveitamóti, sem haldið er á Seltjarnarnesi þessa vikuna undir kjörorðinu „Ómar fyrir umhverfið" og sótt er af tónlistarfólki af Sel- tjarnarnesi og frá vinabæjum þess í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Á tónleikunum annað kvöld, sem hefjast klukkan 20, Ieika lúðra- meðaltekjur kvenna séu lægri en karla, þá búa að baki því marg- víslegar ástæður, sem flestar varða félags- lega stöðu kvenna, margar eru einstæðar mæður, aðrar eru gift- ar og sinna heimilis- störfum samhliða starfi sínu á vinnu- markaði. Þessar að- stæður eiga hins vegar ekki við um allar kon- ur. Félagsleg staða margra kvenna í dag er að öllu leyti sam- bærileg við stöðu karla og er þeim ekki íjötur um fót við öflun tekna á vinnumarkaði. Meðaltekjur iðnaðarmanna, sem tryggingastærðfræðingar nota í útreikningum sínum, byggja á launakönnun frá Kjararannsóknar- nefnd. Reiknað er út meðaltal 10 fjölmennustu starfsstéttanna í iðn- aði. Inni í því meðaltali eru bæði tekjur iðnkarla og iðnkvenna, í við- komandi starfsstéttum. Iðnkarlar eru þar að sjálfsögðu miklu fleiri. í meðaltalinu er þegar búið að gera ráð fyrir þeim tekjulægri, sem oft eru konur. Ef að nota á meðal- talsútreikninginn með þeim hætti sem tryggingafélögin gera, þá ber með sömu rökum að hækka meðal- tekjurnar, þegar karlar eiga í hlut, því með því að hafa iðnkonur inni í meðaltalinu, þá er í raun verið að skerða hlut karlanna, þ.e.a.s. ef við göngum út frá því að iðnkon- urnar séu tekjulægri en karlarnir. Mismunum við uppgjör skaðabóta milli pilta og stúlkna, að mati Helga Birgissonar, á sér enga stoð í dómsúrlausnum. Annar möguleiki er að miða við meðaltekjur karla eingöngu, þegar piltar eiga í hlut, og meðaltekjur kvenna eingöngu, þegar stúlkur eiga í hlut. Slíkt hefur hins vegar ekki fengið hljómgrunn hér á landi. Það er því beinlinis órökrétt við uppgjör slysabóta að gefa sé þær forsendur, að ungar stúlkur þurfi að sætta sig við atvinnu að námi loknu, sem gefí þeim einungis 75% þeirra launa sem karlar þiggja. En þetta er ekki aðeins órökrétt ráðagerð, heldur gengur hún einn- ig í berhögg við almenn sjónarmið, alþjóða samninga og ákvæði hér- lendra laga um jafnrétti karla og kvenna. Mér er kunnugt um tvo héraðs- dóma sem hafa fallið hér á landi, þar sem reyndi á það ágreinings- efni hvort miða bæri bætur til stúlkna við meðaltekjur iðnaðar- manna eða 75% af meðaltekjum iðanðarmanna. Er það annars veg- ar dómur Bæjarþings Reykjavíkur frá 9. desember 1991, en hins veg- ar nýlegur dómur Héraðsdóms Reykjavíkur frá 19. apríl 1994. Um það sjónarmið tryggingafélag- anna að miða bæri bætur til stúlkna við 75% af meðaltekjum iðnaðarmanna segir svo í fyrri dóminum: „Sú aðferð tryggingafræðinga að ætla stúlkum 75% af tekjum pilta kann að styðjast við saman-' burð á tekjum karla og kvenna á undanförnum árum. Sá mismunur verður ekki útskýrður með öðru en kynferði og ekki með mislöng- um vinnutíma. Samkvæmt 1. gr. laga 28/1991, sbr. áður 1. gr. laga 65/1985, er markmið jafnrétti- slaga að koma ájafnrétti og jafnri stöðu karla og kvenna á öllum sviðum. Áðurnefnd aðferð virðist fela í sér óleyfílega ráðagerð um að ákvæði jafnréttislaga muni ekki ná tilgangi sínum, hvorki í bráð né lengd. Ekki verður talið líklegra að framtíðartekjur stefnanda verði fremur 75% af meðaltekjum laun- þega en jafn háar þeim.“ Stúlkunni voru síðan dæmdar bætur miðað við óskertar tekjur iðnaðarmanna. Þessi niðurstaða er svo rökrétt og sannfærandi að það tryggingarfélag sem í hlut átti sá ekki ástæðu til að áfrýja henni til Hæstaréttar og greiddi stúlkunni bætur í samræmi við dóminn. í síðari dóminum sem ég nefndi og kveðinn er upp af sama dóm- ara, er komist að nákvæmlega sömu niðurstöðu og í fyrri dómin- um. Þær ungu stúlkur sem eiga j óuppgerðar bætur vegna slysa þegar skaðabótalög tóku gildi hér á landi 1. júlí 1993, eiga rétt á að við ákvörðun bóta til þeirra verði tekið mið af óskertum meðal- tekjum iðnaðarmanna, eins og gert er þegar piltar eiga í hlut. Sú mis- munun milli pilta og stúlkna sem allt of lengi hefur viðgengist hér á landi á sér enga stoð í dómsúr- lausnum, að því er séð verður. Höfundur er < héraðsdómslögmaður. sveitirnar hver fyrir sig. Á efnisskránni eru: „Tribute to Irwing Berlin“, Hnoturbijóturinn eftir Tschaikowsky í flutningi Lúðraveitar Seltjarnarness, Slavdnic Dances eftir Dvorak, First Flute eftir Alfred Reed og Orpheus i underverdenen eftir Jacques Of- fenbach í flutningi Merlen Concert Band. Kullabandet flytur m.a. syrpu af nokkrum lögum hljóm- sveitarinnar Abba, valin lög úr söngleiknum Grease o.fl. AUGLÝSING UM INNLAUSNARVERÐ VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ *) Á KR. 10.000,00 1977- 2.fl. 1978- 2.fl. 1979- 2.fl. 10.09.94 -10.09.95 10.09.94-10.09.95 15.09.94-15.09.95 kr. 1.054.663,40 kr. 673.778,50 kr. 439.259,90 FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ *) Á KR. 10.000,00 1985-1.fl.A 1985- 1 .fl.B 1986- 1 .fl.A 3 ár 1986-1 .fl.A 4 ár 1986-1 .fl.A 6 ár 1986-1 .fl.B 1986-2.ÍI.A 4 ár 1986- 2.ÍI.A 6 ár 1987- 1 .fl.A 2 ár 1987-1 .fl.A 4 ár 1989-2.ÍI.D 5 ár 10.07.94- 10.01.95 10.07.94- 10.01.95 10.07.94- 10.01.95 10.07.94- 10.01.95 10.07.94- 10.01.95 10.07.94- 10.01.95 01.07.94 - 01.01.95 01.07.94-01.01.95 10.07.94- 10.01.95 10.07.94- 10.01.95 10.07.94 kr. 63.478,80 kr. 33.379,70**) kr. 43.755,10 kr. 49.251,40 kr. 51.214,30 kr. 24.618,80**) kr. 40.935,90 kr. 42.484,10 kr. 34.410,30 kr. 34.410,30 kr. 17.691,60 *)lnnlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbætur. **)Við innlausn fylgi ógjaldfallnir vaxtamiðar spariskírteinis. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, júní 1994. SEÐLABANKI ÍSLANDS

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.