Morgunblaðið - 29.06.1994, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 1994 37
Nýr fram-
kvæmdastjóri
Blindrafélags
HALLDÓR S. Rafnar lætur að
eigin ósk af störfum fram-
kvæmdastjóra Blindrafélagsins
frá og með 1. júlí nk. Halldór
hefur verið framkvæmdastjóri
Blindrafélagsins síðan 1985 en
var áður formaður félagsins og
hefur gegnt fjölmörgum öðrum
trúnaðarstörfum fyrir félagið.
Við starfinu tekur Helgi Hjör-
var, sem er 26 ára gamall og er
í BA-námi í heimspeki við Há-
skóla íslands. Helgi hefur stund-
að íjölmiðlastörf bæði á Þjóðvilj-
anum og Stöð 2 og tekið að sér
ýmis verkefni.
Blind ungmenni
í sumarbúðum
HALDNAR eru sumarbúðir á
Varmalandi í Borgarfirði dagana
26. júní til 3. júlí fyrir blind og
sjónskert ungmenni frá Norður-
löndunum. Þátttakendur verða
30 talsins á aldrinum 16-26 ára.
Tilgangur sumarbúðanna er
að ungmennin fái tækifæri til
að kynnast og miðla af mismun-
andi reynslu sinni. Inntak sum-
arbúðanna að þessu sinni er
„virk þátttaka í íþrótta- og tó-
mustundastarfi" og er dagskráin
byggð upp í samræmi við það.
Lögð er m.a. áhersla á að upp-
lifa íslenska náttúru og hvetja
þátttakendur tii virkni þrátt fyr-
ir fötlun. Undirbúningur og
skipulag hefur verið í höndum
æskulýðsnefndar Blindrafélags-
ins.
■ FYRIRLESTUR á vegum
rafmagnsverkfræðiskorar
Háskóla íslands verður haldinn
fimmtudaginn 30. júní kl. 14 í
húsi verkfræðideildar, VR-II,
stofu 158. Fyrirlesari er dr.
Þórður Runólfsson, Associate
Professor Department of
Electrical and Computer Engine-
ering, The Johns Hopkins Uni-
versity, Baltimore, MD; USA.
Titill fyrirlestrarins er: Ahættu-
næmar stýringar slembidreifðra
kerfa eða „Risk Sensitive Cont-
rol“. Þórður Runólfsson lauk
BS-prófi í rafmagnsverkfræði
frá University of Wisconsin —
Madison 1983. Hann lauk síðan
Ph.D.-prófi frá University of
Michigan 1988. Þórður hefur
starfað við Johns Hopkins Uni-
versity í Baltimore síðan í janúar
1989 og er nú „Associate Pro-
fessor". Hann hefur birt fjölda
greina í ritrýndum fræðiritum,
einkum á sviði stýritækni.
■ VINNINGAR í Happ-
drætti Félags heyrnarlausra
en dregið var 23. júní sl. Utan-
landsferð með Flugleiðum.
Kr. 60.000: 677, 971, 1133,
3235, 4247, 4399, 4510, 5453,
5813, 6279, 6442, 6671, 8010,
8710, 10091, 11012, 11976,
12036, 12668, 13309, 16943,
13674, 15150, 16368, 16789,
16943, 18683, 19305, 19875.
Vöruúttekt hjá Bónus. Kr.
15.000: 161, 567, 985, 1043,
1091, 2175, 2860, 2932, 3118,
3144, 4677, 4747, 5121, 5987,
6093, 7186, 7367, 7901, 8135,
8513, 8591, 8686, 8935, 9407,
9499, 9631, 9660, 9816, 10381,
10692, 10850, 11806, 12138,
12166, 12256, 12530, 12593,
13660, 13682, 14459, 14477,
14562, 14900, 15275, 15475,
15944, 15999, 16108, 16671,
16964, 17801, 18318, 18839,
19020, 19358, 19662. Vinning-
anna skal vitja á skrifstofu Fé-
lags heyrnarlausra, Laugavegi
26, 4. hæð. Skrifstofan er opin
aila virka daga nema föstudaga
til kl. 14.
(Birt án ábyrgðar.)
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Árni Helgason
Aleigan brann til
kaldra kola
JÓNÍNA Jóhannesdóttir á Hraunhálsi í Helgafellssveit missti
aleigu sína þegar íbúðarhúsið að Hraunhálsi brann til kaldra
kola í síðustu viku. Þar á meðal voru um 2000 bækur og rit,
sem Jónína hafði safnað, margar þeirra verðmætar. Þegar
eldurinn kom upp var Jónínal peningshúsi ásamt manni sem
var gestkomandi á bænum og missti sá föggur sínar aðrar
en fötin sem hann stóð í. Eldurinn magnaðist skjótt og
þótt slökkvilið kæmi á vettvang strax og til þess var leitað
urðu strekkingsvindur og erfiðleikar með að nálgast vatn til
að torvelda slökkvistarf og flýta fyrir útbreiðslu eldsins.
Tryggingar eru óverulegar og er ekki talið að ráðist verði
í viðgerð á því sem eftir stendur af húsinu. Orsök brunans
er óljós en til rannsóknar. Menn hallast að því að kviknað hafi
í út frá eldavél.
Samvinna norrænnastyrktarfélaga
krabbameinssjúkra barna
Ráðstefna um eftir-
köst krabbameins
STYRKTARFÉLAG krabbameins-
sjúkra barna í Noregi bauð um
síðustu helgi fulltrúum félaganna
annars staðar á Norðurlöndunum
til ráðstefnu um eftirköst krabba-
meins og krabbameinsmeðferðar
hjá börnum.
Foreldrafélögin hafa með sér
nána samvinnu á ýmsum sviðum
og m.a. um að bæta hag barnanna
með það fyrir augum að daglegt
líf þeirra geti orðið sem eðlilegast.
Félögin munu nú í fyrsta sinn
beina sjónum sínum að þeim hópi
barna sem hefur fengið ýmiss kon-
ar eftirköst, andleg og líkamleg,
eftir krabbameinsmeðferð.
Um þessi vandamál hefur lítið
verið íjallað fram að þessu en
vegna framfara í læknavísindum
læknast æ fleiri börn af krabba-
meini. Hins vegar fá mörg þeirra
eftirköst sem valda því að þau
geta ekki lifað jafneðlilegu lífi og
ef þau hefðu ekki fengið sjúkdóm-
inn.
Styrktarfélag krabbameins-
sjúkra barna í Noregi hefur gert
könnun í þessum efnum og er ráð-
*
Utgjöld heilbrigðisráðuneytisins
Allt leyst innan ráðuneytis
GUÐMUNDUR Árni Stefánsson
félagsmálaráðherra og fyrrverandi
heilbrigðis- og tryggingamálaráð-
herra fullyrðir í athugasemd sem
hanngerir, að aldrei hafi komið til
greina að nefnd úr íjármálaráðu-
neytinu yrði fengin til þess að stýra
fjármálum heilbrigðisráðuneytisins.
Það sé því misskilningur, sem hann
vilji leiðrétta, að ríkisstjórnin hafi
haft áform um slíkt.
Guðmundur Árni segir að stjórn
fjármála hafi gengið ágætlega í
heilbrigðisráðuneytinu og telur
raunar að staða þess sé fyllilega
viðunandi og í samræmi við megin-
efni ijárlaga. „Breyttar forsendur
gerðu okkur erfiðara fyrir en ella
að halda útgjöldum ráðuneytisins
innan fjárlaga. Fyrst og síðast eru
það ákvarðanir ríkisstjórnarinnar
sjálfrar eða Alþingis sem valda því,“
sagði hann. Guðmundur bendir á
að nefnd skipuð embættismönnum
ráðuneytisins hafi árum saman
unnið jöfnum höndum að því að
gæta þess að forsendur fjárlaga
gangi fram. Hún starfi í samstarfi
við fjármálaráðuneyti á sama hátt
og önnur fagráðuneyti.
gert að gera samsvarandi kannan-
ir annars staðar á Norðurlöndun-
um.
Áformað er að safna því saman
sem ritað hefur verið um eftirköst
barna og ungmenna.
------» ♦ ♦-----
Náttúru-
skoðuní
ferðtil
Yiðeyjar-
Náttúruverndarfélag Suðvestur-
lands efnir til vettvangsferðar til
náttúruskoðunar í Viðey á fimmtu-
dag. Farið verður frá Klettavör,
Viðeyjarfeijulæginu í Sundahöfn,
klukkan 20. Einnig verður fjallað
um hinar fjórar eyjamar á Kolla-
firði; Akurey, Engey, Lundey og
Þerney, náttúrufar þeirra, sögu
og gildi fyrir náttúruskoðun og
útivist.
Ferðin er farin í tilefni af því
að nákvæmlega tíu ár eru liðin frá
því að NVSV fór af stað með
ferðaröð undir heitinu „Umhverfið
okkar“. Síðan 1984 hefur félagið
árlega staðið fyrir mörgum ferðum
út í eyjarnar með aðaláherslu á
Engey.
Leiðsögumenn í ferðinni verða
Kjartan Thors jarðfræðingur, Jó-
hann Pálsson grasafræðingur og
garðyrkjustjóri Reykjavíkur og
Stefán Bergmann lektor í líffræði
við Kennaraháskólann. Ferðin tek-
ur um þrjá tíma. Allir eru velkomn-
ir og er fargjald 400 krónur fyrir
fullorðna og 200 krónur fyrir börn.
Guðmundur Heimisson, sölustjóri, Jón Loftsson, skógræktar-
stjóri, Rolf Johansen, stórkaupmaður og Pétur Haraldsson,
framkvæmdastjóri Rolf Johansen & co.
E1 Marino gefur
fé til skógræktar
í TILEFNI af 50 ára afmæli Lýðveld-
isins íslands mun E1 Marino í Mexíkó
leggja grunn að kaffiskógum í hveij-
um landsfjórðungi. í hvert skipti sem
dós af E1 Marino-kaffi er keypt á
Islandi verður ein tijáplanta gróður-
sett, í samstarfi við Skógrækt ríkis-
ins, í einum af fjórum kaffiskógun-
um.
„íslendingar hafa tekið E1 Marino-
kaffinu vel. Það er E1 Marino mikils
virði og það vilja þeir sýna í verki.
Menningar- og viðskiptatengsl ís-
lands og Mexíkó hafa aukist mikið
sl. ár. En löndin hafa tengst mikið
lengur en þjóðirnar sem þau byggja.
í aldanna rás hefur Golfstraumurinn
borið hlýja sjávarstrauma til íslands
frá Mexíkó og skapað þau skilyrði
sem nauðsynleg eru fjölbreyttu gróð-
urlífi. E1 Marino finnst því viðeig-
andi að slást í förina með Golf-
straumnum í tilefni af 50 ára af-
mæli lýðveldisins og leggja hönd á
plóg í skógrækt íslendinga," segir í
frétt frá fyrirtækinu.
Breytingar hjá tíma-
ritinu Heimsmynd
TÍMARITIÐ Heimsmynd hefur nú
tekið miklum breytingum en 2. tbl.
Heimsmyndar 1994 lítur nú dagsins
ljós. Eigendaskipti hafa orðið á
tímaritinu en Herdís Þorgeirsdóttir
hefur selt útgáfuna Friðriki Frið-
rikssyni sem nú er útgefandi. Nýr
ritstjóri var ráðinn í stað Herdísar,
Vilborg Einarsdóttir, áður blaða-
maður á Morgunblaðinu.
Helstu breytingar á tímaritinu
eru að brotið er stærra en verið
hefur og í annan stað er ritið veg-
legra en áður. Stærsta breytingin
er fólgin i því að Heimsmynd hefur
gengið til samstarfs við Matar- og
vínklúbbinn sem mun framvegis
hafa til umráða hluta af tímaritinu
undir nafninu Sælkerinn — blað um
matreiðslu, vín og lífsstíl. Ritstjóri
Sælkerans er Sigurður J. Hall.
Allir áskrifendur að Heimsmynd
eru sjálfkrafa félagar í Matar- og
vínklúbbnum með öllum þeim fríð-
indum sem því fylgir. Með þessu
hefti fylgir Gullkort Sælkerans, en
á öftustu síðum Sælkerans er að
finna yfirlit yfir þá veitingastaði og
þær verslanir sem veita félögum
ríflegan afslátt af vörum sínum og
þjónustu. Aðild að Matar- og vín-
klúbbnum er innifalin í áskriftar-
verði Heimsmyndar en í áskrift
kostar hvert tölublað 490 krónur.
-------»■■-»-♦------
■ FÉLAGIÐ Fjölskylduvernd
boðar til almenns fundar fimmtu-
daginn 30. júní í samkomusa!
Langholtskirkju um mannrétt-
indamál fjölskyldunnar og um-
gengnisrétt foreldra og barna.
Snyrtistofan
Tara flytur í
nýtt húsnæði
Snyrtistofan Tara í Kópavoginum
hefur flutt í nýtt húsnæði að Digra-
nesheiði 15. Um er að ræða mun
stærra húsnæði og af því tilefni
hefur verið aukið til muna við
vöruval stofunnar.
Snyrtistofan Tara býður við-
skiptavinum sínum einnig upp á
helgar og kvöldtíma en annars er
opið frá 9.30 til 18 virka daga.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Eigandi stofunnar er Undína
Signiundsdóttir snyrtifræð-
ingur en á myndinni er auk
hennar starfsmaður stofunnar
Hanna Fanney Steinarsdóttir.