Morgunblaðið - 24.08.1994, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.08.1994, Blaðsíða 1
56 SÍÐUR B/C STOFNAÐ 1913 190. TBL. 82. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST1994 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Reynt að fá nokkur ríki í Karíbahafi til að taka við flóttafólki Sífellt flein flýja frá Kúbu Washington. Reuter. The Daily Telegraph. WILLIAM Perry, varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna, sagði í ,gær að afar lítil von væri til þess að þeir Kúbumenn, sem hefðu hætt lífi sínu með því að flýja heimaland sitt, myndu nokkurn tíma komast til Bandaríkjanna. Bandarísk stjórn- völd hafa gert örvæntingarfullar til- raunir til að fá ríki í Karíbahafi til að taka við kúbverskum flóttamönn- um og að sögn bandarískra yfirvalda hafa einhver þeirra fallist á það. Ekki hefur verið gefið upp hvaða ríki það eru. Perry heimsótti Guantanamo- flotastöð Bandaríkjamanna á suð- austurhluta Kúbu á mánudag og tókst ráðherranum ekki að leyna undrun sinni á þeim fjölda Kúbu- manna, sem lagt hefur upp í tvísýna sjóferð í von um landvist í Bandaríkj- unum. Sagði Perry að yfir 2.400 Kúbumenn hefðu verið teknir um borð í skip bandarísku strandgæsl- unnar á einum sólarhring. Um há- degi í gær hafði strandgæslan haft afskipti af rúmlega 1.200 manns. Æ fleiri Kúbumenn reyna að komast til Bandaríkjanna þrátt fyrir yfirlýs- ingu Clintons Bandaríkjaforseta á föstudag um að þeir fengju ekki lengur sjálfkrafa landvist. Nágrannar tregir til Bandarísk yfirvöld hafa reynt að fá nágrannaríki til að veita flótta- fólki frá Kúbu landvist. Viðræður Bandaríkjamanna og þessara ríkja hafa þó ekki gengið sem skyldi, stjórnin í Panama sveik loforð sitt um að taka við 10.000 flóttamönnum en Bandaríkjamenn binda þó vonir við að ný stjórn, sem tekur við völd- um í Panama 1. september, muni sýna meiri skilning. Þá hefur engin niðurstaða fengist í viðræðum við Turks- og Caicos-eyjar. Reuter FIMM ára gamall flóttamaður frá Kúbu, Roberto Santorez, var einn af fyrstu Kúbumönnunum sem vistaðir eru í Guantanamo- flotastöðinni. Hún er kyrfilega girt af með háum gaddavír og utan hennar eru jarðsprengjubelti. Israelar vilja Þjóð- verja í ör- yggisráðið Bonn. Reuter. SHIMON Peres, utanríkisráðherra ísraels, lýsti því yfir í gær að ísra- elar væru fylgjandi því að Þjóð- veijar létu meira að sér kveða á alþjóðavettvangi og að þeir tækju sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóð- anna (SÞ). Peres er í opinberri heimsókn í Þýskalandi. Fimm þjóðir eiga sæti í öryggis-. ráðinu, Bretar, Kínveijar, Frakk- ar, Rússar og Bandaríkjamenn, en í kjölfar kalda stríðsins hafa Þjóð- veijar og Japanir óskað inngöngu. Boutros Boutros-Ghali, fram- kvæmdastjóri SÞ, styður umsókn Þjóðveija. Er Peres var spurður hvort hann væri fylgjandi því að Þjóðveijar tækju sæti í ráðinu, svaraði hann: „Já. Við eigum ekki lengur að líta á Þjóðveija frá sjón- arhorni fortíðarinnar, heldur fram- tíðar.“ Reuter Mikill viðbúnaður sagður í N-Kóreu Valdatöku arf- takans mótmælt Seoul. Reuter. SUÐUR-kóreska fréttastofan Yon- hap skýrði frá því í gær að dreift hefði verið flugritum í Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu, þar sem hvatt hefði verið til þess að Kim Jong-il, arftaka Kims Il-sungs, „leiðtogans mikla“, yrði steypt af stóli. Fréttastofan hafði þetta eftir ónafngreindum vestrænum stjórnarerindreka í Seoul, sem sagði að yfirvöld í Norður-Kóreu hefðu verið með mikinn viðbúnað frá því flugritunum var dreift á föstudags- kvöld. Fréttin fékkst ekki staðfest í gær og talsmaður stjórnarinnar í Suður- Kóreu kvaðst ekki hafa fengið upp- lýsingar um málið. Haft var eftir heimildarmannin- um að andstæðingar Kims Jong-ils í Norður-Kóreu kynnu að hafa dreift flugritunum. Þeim hefði verið dreift í hverfi sendiráða í höfuðborginni og þar sem aðgangur að hverfinu væri takmarkaður hlytu þeir, sem stóðu að dreifingunni, að tilheyra forréttindastéttinni. Kim Jong-il hefur ekki enn verið settur formlega í embætti föður síns, þ.e. forseta, aðalritara komm- únistaflokksins og yfirmanns hers- ins, þótt tæpar sjö vikur séu frá andláti Kims Il-sungs. Smábíla- eigendur hvílast EIGENDUR nokkurra Austin- Mini bifreiða tóku sér hvíld frá akstrinum við höfnina í Hamborg í Þýskalandi, þar sem þeir biðu þess að komast um borð í ferju sem flytja átti um 100 Mini-bíla til Bretlands. Þar hófust í gær þriggja daga hátíðahöld í tilefni þess að 35 ár eru liðin frá því að framleiðsla þessa breska smá- bíls, sem ber sannarlega nafn með rentu, hófst. Ekki er að efa að eigendurnir hafa um margt að spjalla þegar þeir hittast en Austin-Mini hefur aðallega notið vinsælda meðal ungs fólks. Albanir kalla heim sendiherrann í Aþenu vegna versnandi samskipta þjóðanna Saka Grikki um „kalt stríð“ Tirana. Reuter. ALBANIUSTJORN kvaddi í fyrradag heim sendiherra sinn í Aþenu í Grikklandi til skrafs og ráðagerða, vegna síversnandi samskipta land- anna. Ríkisútvarpið í Albaníu greindi frá þessu í gær. Hvatti stjórnin Atlantshafsbandalagið og Bandaríkjastjórn til að koma í veg fyrir frekari ögranir Grikkja. Sali Berisha, forseti Albaníu, kallaði sendiherrann heim eftir að grísk flugvél hafði dreift flugritum yfir albanskt landsvæði, með skilaboðum um að stjórnin í Tirana ætti að fara frá. Berisha fordæmdi flugið og sagði grísku stjórnina hafa lýst yfir „köldu stríði" við Albaníu. Forsetinn varaði við því að Albanir væru fær- ir um að bregðast við „allri ógn sem kemur frá grísku landsvæði". Stjórnmálamenn í Aþenu brugðust ókvæða við, og sagði Konstantin Kara- manlis, forseti, að Albanir hegðuðu sér ógæti- lega og ættu ef til vill eftir að sjá eftir því. Andreas Papandreou, forsætisráðherra, var ómyrkari í máli og sagði að Grikkir myndu hefna þess ef eitthvað yrði gert á hluta gríska minni- hlutans í Albaníu. Mikil spenna hefur myndast í samskiptum ríkjanna, sem greinir á um Jilutskipti gríska minnihlutans í Albaníu, eftir að réttarhöld í máli fimm grískra Albana hófust fyrr í þessum mánuði. Þeim er gefið að sök að hafa unnið með grísku leyniþjónustunni á svæðum í suður- hluta Albaníu, þar sem flestir íbúanna eru grísk- ir, og stjórnvöld í Tirana segja aðskilnaðarsinna fara mikinn á því svæði. Grikkir hafa neitað ásökununum, og segja réttarhöldin til þess eins gerð að hræða fólk af gríska minnihlutanum, sem Grikkir segja vera um 300 þúsund manns en Albanir telja þá vera um 60 þúsund. Talsmaður grísku stjórnarinnar sagði að flug- ið og dreifing miðanna yfir albönsku landi hefði verið „heimskulegt og óábyrgt", og tengdist á engan hátt stjórnvöldum á Grikklandi. Flugmað- urinn, sem um ræddi, hefði verið leystur frá störfum. Rofin lofthelgi í Makedóníu Makedóníustjórn sakaði Grikki í gær um að hafa rofið lofthelgi landsins. Segja Makedóníu- menn að grísk herþota hafi flogið sjö kílómetra inn í lofthelgi Makedóníu og verið í um 500 metra hæð. Friðargæslusveitir Sameinuðu þjóð- anna í Makedóníu hafa ekki staðfest hvort Grikk- ir hafi rofið lofthelgina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.