Morgunblaðið - 24.08.1994, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 24.08.1994, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 1994 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 1994 21 flforgitsttMiiMft STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 691100. Auglýsingar: 691111. Askriftir: 691122. SÍMBRÉF: Ritstjórn 691329, frétt- ir 691181, íþróttir 691166, sérblöð 691222, auglýsingar 691110, skrif- stofa 681811, gjaldkeri 691115. Áskriftargjald 1.400 kr. á mánuði innan- lands. í lausasölu 125 kr. eintakið. KJARNORKU- IÐNAÐUR OG EFTIRLIT AHYGGJUR manna á Vesturlöndum vegna þeirrar upplausnar sem ríkir í kjarnorkuiðnaði í lýðveldum fyrrum Sovétríkj- anna hafa reynst á rökum reistar. A undanförnum vikum hefur verið komið upp um smygl á úrani og plútoni frá Rússlandi sem ætla má að hafnað hefði annaðhvort í höndum hryðjuverkahópa eða vísindamanna er kunna að vinna að þróun kjarnavopna fyrir útlagaríki. Við þessari skelfilegu þróun ber að bregðast af fullri hörku og það er rétt mat hjá þeim Bill Clinton forseta Bandaríkj- anna og Helmut Kohl kanslara Þýskalands að setja mál þetta á oddinn í samskiptum við Rússa. Þessi þróun hefur um margt verið fyrirsjáanleg en mikilvægt er að menn örvænti ekki og hrapi að röngum ályktunum í þessu efni. Hvað plúton-smyglið varðar ber að hafa í huga að það magn af efninu sem fundist hefur myndi hvergi nærri duga til að framleiða gjöreyðingarvopn. Jafnframt skal á það bent að því fer fjarri að öfgamenn geti knúið fram viðurkenningu á sjónarmið- um sínum í krafti hótunar um að kjarnavopnum verði ella beitt þó svo þeir kunni að hafa komist yfir nauðsynleg efni í slíka sprengju. Til þess að smíða nothæft gjöreyðingarvopn þarf mikla tækniþekkingu, þekkingu sem fram til þessa hefur ekki legið á lausu. Nú kann hins vegar að hafa orðið breyting þar á. Þær vísbendingar sem fram hafa komið gefa ekki til kynna að eftirlit með kjarnavopnum og birgðastöðvum fyrir þau sé hrun- ið í Rússlandi. Þrír vestrænir vísindamenn hafa áætlað að árið 1990 hafi verið að finna 100 tii 150 tonn af plútoni í birgðastöðv- um Rússa. Þeir hinir sömu töldu þá að 520 til 920 tonn af úr- ani, sem nýta mætti til framleiðslu kjarnorkuvopna, væri að finna í slíkum stöðvum. Þetta er enn einn angi af hinni stalínísku arf- leifð, í glæparíkinu laut smíði kjarnorkuvopna sömu lögmálum og önnur iðnframleiðsla og allt kapp var lagt á að uppfylla fimm- ára áætlanir þær sem dregnar voru upp á þessu sviði. Þegar haft er í huga að 15 kíló af slíku úrani og um fimm kíló af plútoni þarf til að smíða gjöreyðingarvopn má öllum vera ljóst hvílíkt martraða- rástand skapast um heimsbyggðina alla bregðist öryggisgæsla í þessum stöðvum Rússa. Líklegra er að efni þau sem reynt hefur verið að smygla frá Rússlandi hafi komið beint úr orkugeiranum og í einhveijum til- fellum hefur trúlega verið um að ræða eldsneyti í kjarnaofna. Vandinn er að sú bylgja upplausnar og glæpa sem riðið hefur yfir rússneskt samfélag hefur nú einnig náð til kjarnorkuiðnaðar- ins. Ætla má að hópar glæpamanna láti til sín taka á þessu sviði samfélagsins sem öðrum. í Sovétríkjunum sálugu búa kjarnorku- vísindamenn við afleit kjör, spillingin nær til allra afkima samfé- lagsins, skorturinn getur kallað fram örvæntingarfull viðbrögð. Hafa ber í huga að hættan eykst í réttu hlutfalli við aukin völd og umsvif glæpahópanna sem setja svo mjög mark sitt á samfé- lag Rússa nú um stundir. Viðleitni stjórnvalda í Rússlandi til að bijóta starfsemi þeirra á bak aftur ber að styðja jafnvel þótt slíkt kalli á að óvenju mikilli hörku verði beitt. Mikilvægt er að menn geri sér ljóst að það ófremdarástand sem nú ríkir í rússneskum kjarnorkuiðnaði verður ekki lagfært í einu vetfangi. Það helst í hendur við þá upplausn sem almennt ríkir á þessum erfiðu umbreytingartímum þar eystra. Á hinn bóginn kallar þessi skelfilega þróun á snögg viðbrögð. Hvað ber að gera? í fyrsta lagi ber ríkjum Vesturlanda að þrýsta á Rússa um að auka eftirlit við kjarnorkustöðvar og krefjast þess að veittar verði upplýsingar um öryggisgæslu og birgðahald þannig að unnt reyn- ist að átta sig á umfangi vandans. Ríka áherslu verður að leggja á stöðvar þær sem hýsa kjarnorkuvopn. I öðru lagi þarf að leggja áherslu á samstarf við Rússa á þessu sviði í fyrrum lýðveldum Sovétríkjanna, ekki síst í Úkraínu og Kazakhstan. Treysti stjórn- völd í Rússlandi sér ekki til að koma í veg fyrir frekara smygl á efnum sem nota má við smíði kjarnavopna verður að minna á þær skuldbindingar sem fylgja samningnum frá 1980 um eftirlit með kjarnorkubirgðum. Þótt Rússar hafi gerst aðilar að samn- ingi þessum hafa þeir verið ófáanlegir til að heimila erlendum vísindamönnum að halda uppi eftirliti í kjarnorkuverum. Vera kann að knýja þurfi fram stefnubreytingu á þessu sviði, svo alvar- leg er ógnin. í þriðja lagi þurfa vestrænar leyniþjónustustofnanir að bjóða Rússum til náins samstarfs á þessum vettvangi og hafa raunar verið stigin mikilvæg skref í því efni. í fjórða lagi þarf að veita aukna fjármuni til stofnunar þeirrar í Moskvu sem kom- ið var á fót til að aðstoða rússneska kjarnorkuvísindamenn í þeirri von að þannig mætti koma í veg fyrir að þeir gerðust málaliðar einræðisherra eða hópa hryðjuverkamanna. Síðast en ekki síst ber ríkjum heims að koma áhyggjum sínum af þróun þessari skilmerkilega á framfæri við rússnesk stjórnvöld. Tryggt og skilvirkt eftirlit í rússneskum birgðastöðvum og kjarnorkuver- um á að vera efst á forgangslista vestrænna ríkja og ber að beita Rússa viðeigandi þrýstingi til að ná þessu markmiði fram. Virkjun Jökulsár á Fjöllum og Jökulsár á Brú gæti skilað tæplega tvöfalt meiri orku en nú er virkjuð í öllu landinu NDSVIRKJUN 5 jhí Þriðja kynslóð virkjana Hugmyndir um orkuflutning um sæstreng hafa blásið nýju lífi í umræðu um virkjun Jökulsár á Fjöllum og Jökulsár á Brú. Virkjun ánna yrði viðamesta verkefni Islendinga til þessa. Hún myndi kosta rúm ársfjárlög ríkisins og gæti skilað tæplega tvöfalt meiri orku en nú er virkjuð. Anna G. Olafsdóttir kannaði virkj- unarkosti og hugsanlegar afleiðingar virkjunar. Fyrir DETTIFOSS við 310 rúmmetra rennsli á sekúndu. Myndin er tekin í júlí árið 1992. Eftir? Islendingar hafa aldrei látið smæð þjóðar aftra sér frá því að dreyma stóra drauma um virkjun mikilfenglegra vatns- falla. Einn langstærsta drauminn um virkjun jökuláa á Austurlandi má t.a.m. rekja allt til síðustu ald- ar. Norskur jarðfræðingur mældi rennsli Jökulsár á Fjöllum árið 1881 og markaði með því upphaf rúmlega aldargamallar rannsóknarsögu á svæðinu. En rarmsóknirnar á austfirskum jökulám hafa að sögn Helga Bjama- sonar, yfirverkfræðings hjá Lands- virkjun, verið stopular og dregið dám af hugmyndum manna um nýtingu vatnsaflsins. Hann segir að þær hafi hingað til beinst að þrem- ur leiðum: virkjun ánna í eigin far- vegi (til 1970), virkjun Jökulsár á Fjöllum í eigin farvegi og Jökulsár á Brú til Fljófsdals (fram til 1978) og virkjun ánna hvorrar í sínu lagi beint til Fljótsdals eða með þrepa- virkjun um Efri-Jökuldal (eftir 1980). Árin eftir 1980 bar minna á um- ræðu um virkjunarframkvæmdir enda var ekki vitað hvað gera ætti við orkuna. Smám sáman eygðu menn svo nýja möguleika. Umræða um álver hófst með þeim afleiðing- um að ákveðið hefur verið að virkja Jökulsá í Fljótsdal og nýjar hug- myndir um flutning raforku með sæstreng til annarra landa ollu því að virkjun Jökulsár á Fjöllum og Jökulsár á Brú var enn og aftur komin á borð ráðamanna. Boltanum var velt af stað að nýju og iðnaðar- ráðuneytið ákvað árið 1993 að skipa DETTIFOSS við 170 rúmmetra rennsli á sekúndu eða rúmlega lágmarksvatnsmagn eftir virkjun. Myndin er tekin í júní árið 1993. Arnardalslón EF farið yrði að þeirri tillögu er þykir vænlegust nú yrði lón í Arnardal. Að ofan er horft yfir Arnardal frá Dyngjuhálsi. Dyngju- vatn er fremst. ArnardalsfjöII og Upptyppingar í baksýn. F vinnuhóp til að taka saman fyrri hugmyndir og benda á heppilegar virkjunarleiðir. I brennidepli á ný Vinnuhópurinn, skipaður fulltrú- um iðnaðar- og umhverfisráðuneyta, Orkustofnunar og Landsvirkjunar, hefur nú kynnt lokaskýrslu sína. Hún er í fimm liðum og nær m.a. til fyrri rannsókna og áætlana. Mat er lagt á virkjunarkosti og þykja einn til tveir virkjunarkostir vænleg- astir með tilliti til stærðar, hag- kvæmni og umhverfísþátta. Varla er heldur hægt að líta fram hjá heppilegri staðsetningu virkjananna miðað við raforkuútflutning frá Reyðarfirði. Fyrri virkjanakosturinn gerir ráð fyrir að Jökulsá á Fjöllum sé veitt til Kreppu þar sem styst er milli ánna sunnan Þorlákslindahryggjar. Þeim yrði síðan veitt austur fyrir hrygginn þar sem miðlunarlón yrði myndað með stíflu í Arnardalsá, frá Amardalsöldu austur á Gijót, Am- ardalsmiðlun. Vatni yrði veitt um göng að stöðvarhúsi neðanjarðar við Reykjará með frárennslisgöngum út í Jökulsá á Brú í um 350 metra hæð yfir sjávarmáli. Frá Brúarlóni yrði vatni veitt um göng að stöðvar- húsi neðanjarðar með frárennsli til Jökulsár í Fljótsdal í um 30 metmm yfir sjávarmáli. Jökulsá á Brú yrði stífluð við suð- urenda Kárhnjúka þar sem miðl- unarlón virkjunarinnar yrði svokall- að Hálslón. Frá því yrði vatni veitt í göngum að stöðvarhúsi neðanjarð- ar yst í Norðurdal í Fljótsdal með frárennslisgöngum út í Jökulsá í Fljótsdal. Síðari kosturinn er frábrugðinn þeim fyrri að því leyti að hann ger- ir ráð fyrir að Jökulsá á Brú verði virkjuð í tveimur áföngum, Hafra- hvammavirkjun niður á Efri-Jökul- dal í fyrri áfanga og þaðan í Brúar- virkjun til Fljótsdals í síðari áfanga. Stærðir Stærðir í tengslum við hugsanleg- ar virkjunarframkvæmdir eru svo miklar að fátt verður til samanburð- ar. Hins vegar má nefna að orku- geta hvorrar árinnar er álíka mikil og öll sú vatnsorka sem nú er virkj- uð á íslandi eða um 4.000-4.500 GWh/ár. Landsvirkjun hefur reikn- að út helstu kennistærðir miðað við kostina að ofan. Samkvæmt fyrri kostinum yrði orkugeta Arnardals- virkjunar 1.350 GWh/ár, Brúar- virkjunar 2.600 GWh/ár og Kára- hnjúkavirkjun 3.350 GWh/ár. Miðl- unarlón Arnardalsvirkjunar yrði 77 ferkílómetrar, Brúarvirkjunar 2 fer- kílómetrar og Kárahnjúkavirkjunar 38 ferkm. Aðrennslisgöng Arnar- dalsvirkjunar yrðu 14,5 km, Brúar- virkjunar 23,8 km og Kárahnjúka' virkjunar 38,5 km. Inntur eftir verkáætlun segir Helgi að heildarferli virkjunarfram- kvæmdanna gæti tekið um 11 ár. Fyrstu fjögur árin færu í rannsókn- ir og hönnun virkjunarkosta og lyki með svokallaðri verkhönnun ákveð- innar tilhögunar. Þá væru aðstæður á virkjunarstað vel þekktar og mannvirki frumhönnuð þannig að kostnaður og hagkvæmni væri orðin nokkuð ljós. Lengra væri ekki geng ið í rannsóknum fyrr en Alþingi hefði tekið endanlega ákvörðun um virkjun og orkukaupendur fyndust. Tvö ár færu að því loknu í útboð og fimm til viðbótar í framkvæmdir. Kostnaður við framkvæmdir hefur verið áætlaður á sama hátt og kenni- stærðir. Leiða þær í ljós að heildar- kostnaður við Arnardalsvirkjun yrði rúmir 30,1 milljarðar, Brúarvirkjun- ar 30,6 milljarðar og Kárahnjúka- virkjunar rúmir 53,3 milljarðar. Heildarkostnaður vegna virkjan- anna þriggja yrði því um 114 millj- arðar eða rúm ársfjárlög íslenska ríkisins. Því má svo bæta við að ítalska kapla- og dekkjafyrirtækið Pirelli hefur m.a. reiknað út að lagning sæstrengs til Skotlands, alls 935 km, kosti um 130 milljarða króna og Morgunblaðið/Anna G. Ólafsdóttir DR. FRITZ Vahrenholl orku- og umhverfisráðherra Hamborgar- svæðisins, Klaus Köhler, aðstoðarmaður hans, og Michael Glahn, forstöðumaður Rafveitu Hamborgar. Olíufurstar norðursins „ÞIÐ GERIÐ ykkur væntanlega grein fyrir því að vatnsföllin hérna gera ykkur að olíufurstum norðursins,“ sagði Kurt Zollen- kopf, deUdarstjóri Rafveitu Ham- borgar, í góðlátlegum tón í kynn- isferð iðnaðarráðuneytis um hugsanlegt virkjunarsvæði fyrir helgi. Hann var hér staddur í sex daga heimsókn ásamt Michael Glahn, forstöðumanni rafveitunn- ar, dr. Fritz Vahrenholl, orku- og umhverfisráðherra Hamborgar, og Klaus Köhler, aðstoðarmanni ráðherrans. Fjórmenningarnir sögðust hafa átt í óformlegum viðræðum við íslendinga um hugsanleg orku- viðskipti í þrjú ár. Hins vegar lögðu þeir áherslu á að Islands- ferðin væri aðeins kynnisferð og ekki væri ætlunin að beita íslend- inga þrýstingi. „Við gerum okkur fulla grein fyrir að hugmyndin er á mótunarstigi og hversu mik- ilvægt er að fara að öllu með gát. Síst af öllu vildum við þrýsta á ykkur. Þið verðið að taka ykk- ar eigin ákvarðanir. Hvortþið viljið virkja og flytja út orku eða ekki. Ef þið hins vegar takið ákvörðun um framkvæmdir er því ekkert að leyna að við höfum áhuga. Við erum opnir fyrir umræðum um fjárhagslegar, tæknilegar og lagalegar hliðar málsins," sagði Glahn í samtali við Morgunblaðið. Kjarnorkuver leyst af hólmi Zollenkopf sagði að mikilli orkuþörf á Hamborgarsvæðinu hefði að 80% hluta verið mætt með kjarnorkuverum. En nú lægi fyrir að annars konar orka myndi leysa lqarnorkuna af hólmi. Va- hrenholl sagði ljóst að ákvörðun um hvaða kostur yrði fyrir valinu yrði að liggja fyrir á allra næstu árum. „Við verðum að taka ákvörðun á næstu tveimur til þremur árum um hvaða leið við ætlum að velja til að hafa um tíu ár til framkvæmda. Ýmsir orku- ; ii*P. 1*. \i:L8mjiW)k3k- KURT Zollenkopf deildarstjóri þjá Rafveitu Hamborgar. gjafar koma til greina. En sjálfur er ég þeirrar skoðunar að við getum ekki farið út í kol eða aðra mengandi orku. Við stöndum ábyrg gagnvart börnum okkar og börnum þeirra,“ sagði Vahren- holl. Hann sagði að viðræður hefðu staðið yfir við Norðmenn. En Hamborgarmönnum þætti orka frá Islandi mun vænlegri kostur. Þeir hefðu ekki hug á að þrýsta á íslendinga. Engu að síð- ur vildu þeir með ósk um sam- starf við úttekt á lagalegri hlið lagningar sæstrengs koma sér á framfæri. Verði upphaf langrar vináttu Vahrenholl sagðist bjartsýnn á að komist yrði að samkomulagi um úttektina og gætu niðurstöður hennar legið fyrir strax á næsta ári. „Eg vona svo, eins og mig minnir að segi í lok kvikmyndar- innar Casablanca, að hún verði upphaf langrar vináttu," sagði Vahrenholl að lokum. lagning tveggja kapla til Þýskalands eða Hollands (um 2.000 km) kosti um 370 milljarða á verðlagi 1993. Hér er um mikla fjármuni að ræða og augljóst að hugsanlegir kaupendur yrðu að taka þátt í kostn- aði við virkjanir og lagningu sæ- strengs. Hvort úr verður eða hvert sæstrengur verður lagður er hins vegar enn óljóst. En því er ekki að leyna að ekki er skortur á áhuga- sömum kaupendum. Nú þegar hafa Skotar sýnt málinu töluverðan áhuga, hollenski ICENET-hópurinn vinnur að hagkvæmniathugun og rafveita Hamborgar hefur óskað eftir samvinnu Landsvirkjunar um gerð fjárhagslegrar, tæknilegrar og lagalegrar úttektar á raforkuflutn- ingi um sæstreng. Nokkur umræða um lagningu sæstrengs hefur þegar farið fram hér á landi og var m.a. haldin ráðstefna um hugmyndina á Hallormsstað í fyrrasumar. Jafn- framt fór fram kynningarfundur um virkjanir og orkuflutning vegna peirra á vegum Kvennalistans á Egilsstöðum í janúar. Hin hliðin Hin hlið virkjanaframkvæmdanifá' snýr að umhverfinu. Virkjun myndi m.a. hafa áhrif á vatnsmagn í Detti- fossi og hefur verið miðað við að tryggja 165 rúmmetra lágmarks- rennsli á sekúndu um fossinn á 70 daga tímabili yfir sumarið. Jafn- framt hefur sú hugmynd skotið upp kollinum að beina rennsli betur um fossinn og draga þannig úr sjónræn- um áhrifum virkjunarinnar. Önnur augljós röskun felst í veitu jökulánna í Lagarfljót. Vatnsrennsli í fljótið myndi allt að þrefaldast og þarf líklega að dýpka farveg fljótfe- ins á kafla neðan við Lagarfljótsbrú. Rýmka þarf farveginn við Straum og dýpka ofan fljóðgáttanna við Lagarfoss. Virkjun hefði þær afleið- ingar að minni aurburður færi til sjávar og meiri í fljótið. Jafnframt minnkaði ferskvatnsstreymi í Öxar- fjörð og hafa heimamenn í því sam- bandi áhyggjur af rækjustofninum á svæðinu. Rannsóknir þykja benda til að virkjunarframkvæmdir hefðu ekki mikil áhrif á hreindýra- og heiðargæsastofn en þörf er á frek- ari rannsóknum á því sviði. Nokkuð gróðurlendi, eða um 42 ferkílómetr- ar, færi undir miðlunarlón en það er minna en það gróðurlendi sern fór undir miðlunarlón Blönduvirkj- unar. Heimamenn Sveinn Jónsson, bæjarfulltrúi á Egilsstöðum, gagnrýndi að ekki skyldi fleiri sveitarstjórnarfulltrúum og öðrum heimamönnum er málið varðar boðið til kynningarfundar um skýrslu vinnuhópsins. Efna yrði til annars kynningarfundar til að hægt yrði að taka málið upp í sveit- arstjórnum. Jafnframt þyrfti að efv;/,í til fleiri rannsókna og leita svara við áleitnum spurningum heima- manna. Nefndi hann í því sambandi hversu mikið þyrfti að dýpka Lagar- fljót, hvað strandlengjan við Héraðs- flóa myndi hugsanlega færast mikið inn, hver áhrif mikils gruggs yrðu á leirurnar í botni Fljótsdals og hver yrðu áhrif virkjunar og aukins rennslis í Lagarfljóti á rækjustofn- inn í Héraðsflóa. Engu að síður sagðist Sveinn halda, að Héraðsbúar væru fremur jákvæðir gagnvart virkjun ánna og nýtingu orkunnar. „Hins vegar ríkir hér nokkur undiralda vegna áhrifa á umhverfi og ferðamennsku. Mögu- leikar til orkunýtingar í fjórðungn- um þykja líka skipta miklu máli. Hér er mikil þörf fyrir atvinnutæki- færi og að mínu mati væri hið besta mál ef hægt væri að nýta hluta ork- unnar hér á svæðinu en flytja annað út,“ sagði Sveinn. Náttúruverndarráð Aðalheiður Jóhannsdóttir, fram- kvæmdastjóri Náttúruverndarráðs, lýsti yfir ánægju sinni með kynning- arfund iðnaðarráðuneytis í liðinni viku. Hún lét þess hins vegar getið, að nokkurrar ónákvæmni gætti í skýrslu vinnuhópsins og nefndi sem dæmi að ekki væri rétt, að leitað hefði verið til fulltrúa Náttúruvernd- arráðs. Hins vegar hefði að ein- hverju leyti verið stuðst við rann- sóknir sem einhveijir fulltrúar ráðs- ins hefðu komið að. Á sama hátt gætti ónákvæmni í niðurstöðukafla. Engu að síður sagðist Aðalheiður vona, að skýrslan væri betur unnin en virtist í fyrstu. Hún sagðist hafa fengið fimmtán eintök af henni og yrði þeim dreift á fundi Náttúru- verndarráðs í næstu viku. „Við segj- um frá kynningunni og ferðinni. Hvað svo gerist, er að Náttúruvernd- arráð kemur til með að skoða máHð um fyrirsjáanlega framtíð. En eins og kom fram á fundinum er mjög langt í ákvarðanatöku og greinilegt að eftir á að gera töluvert af rann- sóknum," sagði Aðalheiður, og vænti þess, að ráðið myndi gefa álit sitt á væntanlegum virkjunarkostum eftir að hafa kynnt sér skýrsluna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.