Morgunblaðið - 24.08.1994, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.08.1994, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 1994 MORGUNBLAÐIÐ 4ra herb. íbúð í Hafnarfirði Til sölu á Álfaskeiði 30 falleg og vönduð efri hæð um 90 fm í tvíbýlish. auk geymsluriss og 15 fm herb. í kj. Allt sér. Eignin er í ágætu ástandi. Verð 7,8 millj. Árni Gunnlaugsson hrl., Austurgötu 10, sfmi 50764. FYRIRTÆKI OG SAMNINGAR Síðumúli 15 • Páll Bergsson • Sími 812262 • Fax 812539 Söluturn - mikil umsvif Til sölu sælgætisverslun með meiru. Verulegur rekstur og góð staðsetning til margra ára. Tæki og öll aðstaða í besta lagi. Fyrirtækið er rekið í eigin húsnæði sem einnig getur verið til sölu. Lítið verktukufyrirtæki Af heilsufarsástæðum er til sölu verktakafyrirtæki á sviði fleygunar og múrbrots m.m. Hagstæðir samningar vel mögulegir. Myndir og tækjalisti á skrifstofunni. Upplýsingar um ofangreind fyrirtæki og önnur á söluskrá okkar eru aðeins veittar á skrifstofunni eftir hádegi virka daga. Samningar og fyrirtækjasala í 10 ár - Fyrirtækjasalan Varsla. 3frábærfyrirtæki Fisksölufyrirtæki Höfum til sölu mjög gott fisksölufyrirtæki sem þjónustar 5000 heimili. Frábært tækifaeri fyrir þá sem vilja eignast arðbært fyrirtæki. Óvenju- legt tækifæri. Matvöruverslun Til sölu mjög hagstæð matvöruverslun með góð viðskiptasambönd. Góð staðsetning í gamal- grónu hverfi. Velta milli 6-7 millj. pr./mán. Ein- stakt tækifæri og frábær kjör. Laus strax. Söluturn Til sölu frábær söluturn með góðri veltu og sölu á mikilli álagningarvöru. Útilúga og góð stað- setning. Góð kjör. Laus strax. Langur húsaleigu- samningur. Uppl. um öll fyrirtækin aðeins á skrifstofunni. SUÐURVE R I SÍMAR 812040 OG 814755, REYNIR ÞORGRÍMSSON. 21150-21370 LARUS Þ. VALDIMARSS0N. framkvæmoastjori KRISTJAN KRISTJANSS0N. loggiltur fasteignasali Til sýnis og sölu m.a. eigna: Glæsileg hæð við Nökkvavog Mikið endurn. 5 herb. hæð 131,8 fm brúttó. Glæsil. fjölskherb. í risi. Allt sér. Tvíbýli. Bílskúr 37 fm. Trjágarður. Tilboð óskast. Kyrrlátur staður - hagkv. skipti Nýlega endurbyggt og stækkað timburh. í Skerjafirði um 150 fm. Skipti æskileg á 3ja-4ra herb. ib., helst í Vesturbæ eða nágr. Þríbýlishús í Smáíbúðahverfi Reisulegt steinhús. Grunnfl. um 90 fm með 2ja herb. íb. í kj., 3ja herb. ib. á hæð og 3ja herb. íb. í risi. Bílsk. (verkstæöi) 43 fm. 2ja herb. - gott verð - góð kjör Hraunbær 2. hæð, 53 fm. 40 ára húsnæðislán kr. 3,1 millj. Lítil útb. Kríuhólar lyftuhús 7. hæð, 63,6 fm. Ágæt sameign. Fráb. útsýni. Dunhagi 1. hæð 56,1 fm. Sérinng. Glæsil. tæki og innr. 3ja ára. Jöklasel 2. hæð, 64,7 fm. Suðurendi. Mjög góð. Sérþvottah. Sólsv. Góð sameign. Bílskúr 26 fm - geymsluris. Góð endaíb. - gott verð Mikið endurn. 4ra herb. íb. á 1. hæð, 108,6 fm. Sérhiti. Tvennar sval- ir. Gott kjherb. m. snyrt. Góð sameign. Tilboð óskast. Skammt frá Árbæjarskóla Nýiegt glæsil. raðh. m. 6 herb. íb. á tveimur hæðum. í kj. sauna, fönd- ur- og vinnuhúsn. Bílskúr sérbyggður fylgir. • • • Fjöldi góðra eigna. - Einbýlishús og sérhæðir - ímakaskiptum. ALMENNA FASTEIGNASAl AH LaÍjGWEG118SIMAR2115^21370 AKUREYRI Morgunblaðið/Björn Gíslason Snjósleðar eða sjósleðar? VÉLSLEÐAAKSTUR var á mánudag sýndur á Eyjafjarðará í tengslum við landbúnaðarsýninguna Auð- humlu '94 í Hrafnagili. Það var svokölluð Meistarasveit Eyjafjarðarsveitar sem sýndi listir sínar á ánni. Sveitina skipa: Finnur Aðalbjörnsson, Jóhann Reynir Eysteinsson, Jóhannes Reykjalín og Þórir Gunnars- son. Þá tóku torfærukapparnir Helgi Schiöth og Einar Gunnlaugsson rispur á jeppum sínum, á ánni. Forsala á heimsmeistarakeppnina í handbolta hefst brátt Mikill áhugi ríkj- andi á keppninni MIÐASÖLU á leiki í heimsmeist- arakeppnina í handknattleik, sem fram fer hér á landi næsta vor, er stjórnað frá Akureyri. Valdimar Grímsson, landsliðsmaður og leik- maður KA, er verkefnisstjóri varð- andi söluna á vegum Halldórs Jó- hannssonar og Ferðaskrifstofunn- ar Ratvís, sem sjá alfarið um miða- söluna. Valdimar segir áhuga á keppninni gríðarlegan, bæði hér heima og erlendis, mikið hafi verið spurt um miða en sér sýnist að svo geti farið að fjöldi útlendinga hætti við að koma til landsins ef úrslitaleikurinn verði í Laugar- dalshöll; aðeins verði 3.400 miðar í boði á almennum markaði á úr- slitaleikinn og ljóst sé að margir útlendingar séu ekki spenntir að koma vegna keppninnar, nema fá miða á lokaleikinn. „Það hefur mikið verið hringt, og menn vilja kaupa miða strax, að minnsta kosti á úrslitaleikinn,“ sagði Valdimar við Morgunblaðið. Hann hefur hins vegar orðið að neita öllum slíkum beiðnum, því miðasala hefst ekki fyrr en 1. sept- ember. Þá verður 10% af miðum á leiki í riðlakeppnina, og hluti OPIÐ: miövikudaga: 20:00 - 01:00 fimmtudaga: 20:00 - 01:00 föstudaga: 20:00 - 03:00 laugardaga: 20:00 - 03:00 sunnudaga: 20:00 - 01:00 ^ r miða á leiki síðar í keppninni, sett í for- sölu hér á landi, alls um 5.500 miðar; „við köllum það slembifor- sölu, en hún verður í gangi frá 1. til 10. september," sagði Valdimar. Þrjár leiðir eru fær- ar til að tryggja sér miða á leiki í HM. í fyrsta lagi er að ganga í stuðnings- mannahóp, sem kall- aður er Fólkið okkar. í öðru lagi er áður- nefnd slembiforsala og í þriðja lagi er að kaupa að- gangskort, sem boðið verður upp á síðar. Fólkið okkar „Það er hægt að ganga í þennan félagsskap, Fólkið okkar, til 1. nóvember. Til að ganga í félagið kaupa menn miða á alla tíu leiki íslands á heimavelli fram að HM, fyrir tíu þúsund krónur og gegn því fá menn forgangsrétt að mið- um á alla leiki Islands á HM. En ég ítreka að menn missa forkaups- réttinn 1. nóvember. Ég hvet fólk því til að bregðast fljótt við,“ sagði Valdimar. Hann bætti við að með- limir í Fólkinu okkar fái ýmis rétt- indi á leikjum HM, svo sem að- gang að setustofu þar sem boðið er upp á veitingar, sjónvarpsút- sendingar frá öðrum leikjum og frátekin bílastæði upp að vissu marki. Þá verði landslið íslands með opna æfingu fyrir meðlimi félágsskaparins. Slembimiðar Sala svokallaðra slembimiða verður þannig að fólk leggur inn kaupbeiðni. Viðkomandi getur ekki valið ákveðna leiki, heldur verður það tilviljun háð á hvaða leiki miðarnir gilda. Einnig er hugsanlegt að viðkomandi fái enga miða, því aðeins um 10% miða á leiki í riðlakeppninni eru í þoði. Einnig verða í pottinum dýr- ari miðar, t.d. miðar á úrslitaleikinn og svo- kölluð Forkort, sem i nánar verður vikið að j á eftir. „Með þessu móti getur fólk dottið í lukkupottinn og fengið miða sem eru mun dýrari og einnig torsóttir,“ sagði Valdi- mar. Aðgangskort ( Hægt verður að i kaupa aðgangskort á ( leikina. Boðið verður upp á tvær gerðir, annars vegar Alkort og hins vegar Forkort. Hið fyrrnefnda tryggir miða á 10 leiki, sem kaup- andi velur sjálfur, m.a. úrslitaleik- inn. Hið síðarnefnda hins vegar gefur fólki kost á að sjá alla leiki í einum riðli undankeppninnar og veitir því síðan forkaupsrétt að ( miðum á úrslitakeppnina, þ.m.t. . sjálfan úrslitaleikinn ef eftirspurn leyfir. Valdimar segir, eins og |1 fram kom í upphafi, gífurlegan áhuga á keppninni. „Og stærsta vandamálið er að allar fyrirspurnir byggjast á því að fólk vill einnig sjá úrslitaleikinn. Ef við göngum út frá því að húsið — sem nú er verið að skoða hvort verði byggt eða ekki — verði ekki að veru- leika, sýnist mér ég geti ekki tek- ið á móti öllum þeim útlendingum ^ sem vilja koma. Þess vegna held ( ég svolítið að mér höndum vegna óvissunnar um húsið. Ef það verð- ur byggt gæti ég líklega selt hið minnsta um 5.000 miða erlendis, en þarf annars hugsanlega að vísa hundruðum manna frá; það er líka blóðugt til þess að hugsa af hve miklum gjaldeyristekjum þjóðar- búið verður ef 1.600 til 2.000 I manns hætta við hálfs mánaðar- j dvöl á íslandi vegna þess að þeir 1 komast ekki á úrslitaleikinn,“ ' sagði Valdimar Grímsson. ^ Valdimar Grímsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.