Morgunblaðið - 24.08.1994, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 24.08.1994, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 1994 MORGUNBLAÐIÐ I aft irmrnTmnn WmmKrmmm Illll lllll lllll ■1111 lllll lllll lllll lllll mn iiiii IHIB lllll HIH lllll lllll lllll iim 11111 BILHEIMAR Fossháls 1 110 Reykjavík Sími 634000 NOTAÐIR BÍLAR ÍDAG VELVAKANDI Svarar í síma 691100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags BRIDS Um.sjön Guöm. Páll Arnarson „ILLU er best aflokið," hugsaði suður og lét spaða- gosann rúlla yfír á blanka drottningu austurs. Suður hafði að sumu leyti rétt fyrir sér: Spilinu var þar með lokið og niðurstaðan var slæm - fyrir hann. Norður gefur; allir á hættu. Norður ♦ K863 V G4 ♦ KG962 ♦ D3 Vestur Austur ♦ Á5 ♦ D ▼ 108653 IIIIH ♦ 92 ♦ D753 111111 ♦ Á1084 ♦ Á7 ♦ KG10862 Suður ♦ G109742 ♦ ÁKD7 ♦ - ♦ 954 Vestur Norður Austur Suður - Pass Pass 1 spaði Pass 2 spaðar 3 lauf 3 spaðar 4 lauf Pass 4 spaðar Pass Pass Vestur lagði niður laufás í byijun og spiiaði meira laufí á kóng austurs, sem sendi hjarta til baka. Sagnhafí tðk síaginn heima, rifjaði upp málsháttinn, og fór niður á upplögðu spili. „Skelfing lá þér á,“ sagði makker hans. „Illu er best...“ „...frestað," tók norður af honum orðið. „Þú áttir að fresta trompíferðinni þar til þú vissir hvor átti spaðaás- inn. Og þær upplýsingar færðu með því að spila tíugl- kóng úr borðinu. Þegar þú sérð að austur á tígulásinn, veistu að hann getur ekki átt spaðaásinn einnig. Þá hefði hann opnað.“ „Fyrirgefðu, makkar. Ég var með vitlausan málshátt í huga. Hér átti við: „Fátt er of vandlega hugað.“ „Satt segirðu. Ekki er flas til fagnaðar." Kamínu- viðgerðir FYRIR nokkru var spurt að því í Velvakanda hvar væri gert við kamínur. Lesandi hringdi og sagði að gert væri við kamínur í Blikksmiðjunni Funa. TAPAÐ/FUIMDIÐ Leikfang datt út úrbíl KONA hringdi til Velvak- anda og sagðist hafa orðið vör við það, er hún ók vest- ur Hringbrautina á móts við Gamla Garð, að bam missti tuskudýr út um glugga á dökkgrænum fólksbíl um hálf fímmleytið sl. föstudag. Hún hirti upp leikfangið og reyndi að veita bílnum eftirför, en án árangurs. Upplýsingar um leikfangið fást í síma 623434. Hnakktaska tapaðist LÍTIL svört hnakktaska af reiðhjóli tapaðist á leið- inni frá Miðbæ og upp að Heiðmörk sl. sunnudag. í töskunni voru lyklar sem eru eigandanum bráðnauð- synlegir, ásamt reiðhjóla- verkfærum. Skilvís fínnandi vinsamlega skili töskunni til óskilamuna- deildar lögreglunnar, sími 699018. Góð fundarlaun. Skórtöpuðustí Arbæjarsundlaug SVARTIR Nike-körfu- boltaskór nr. 44 hurfu úr skógeymslu í Árbæjar- sundlaug sl. laugardag. Sá sem veit um skóna er vin- samlega beðinn að hringja í síma 32999. Peysa fannst RAUÐ unglingapeysa fannst í nánd við Selja- skóla. Upplýsingar í síma 71427. Veiðitaska VEIÐITASKA fannst við Þingvallavatn 21. ágúst sl. Upplýsingar í síma 25989 eftir kl. 18. Gullúr tapaðist GUCCI-gullspangargullúr, með blárri skífu, tapaðist í Kringlunni eða í bílaport- inu sl. föstudag kl. 16.30. Skilvís finnandi vinsam- lega hafi samband við Ei- ínu í s. 656229. Páfagaukur fannst LÍTILL páfagaukur, grænn með gulan haus, fannst á mótum Miklu- brautar og Lönguhlíðar fyrstu vikuna í júlí. Upp- lýsingar í síma 39271. Úlpa í Norræna húsinu Viti einhver hvar úlpan er niðurkomin er hann vin- samlega beðinn að láta vita í skrifstofu Norræna húss- ins í síma 17030. Peysa fannst MARGLIT „fleece“-peysa fannst á Ægssíðu 12. ág- úst sl. númer 130/140. Eigandi má hafa samband í síma 29957. Armband tapaðist GULLARMBAND tapaðist í skemmtiskokkinu sl. sunnudag. Finnandi vin- samlega hringi í síma 73796. Smókingbuxur fundust SMÓKINGBUXUR fund- ust í Blönduhlíð sl. föstu- dag. Upplýsingar í síma 21268 eftir kl. 14. Gleraugu fundust SJÓNGLERAUGU fund- ust á gangstíg fyrir utan Álfaland 6 sl. miðvikudag. Upplýsingar í síma 32766. Barnablússa fannst BARNABLÚSSA fannst á Kaldadalsvegi sl. sunnu- dag. Upplýsingar í síma 813792. BLA síð úlpa með áletrun- inni Falcon Sport á baki tapaðist úr fatahengi í Norræna húsinu eftir tón- leika sl. laugardagskvöld. Kettlingar GULLFALLEGIR kassa- vanir kettlingar fást gef- ins. Upplýsingar í síma 26356. Víkverji Kunningi Víkveija er nýfiuttur heim á Frón eftir nokkra dvöl í Englandi. Hann segir að margt sé líkt með íslendingum og Englendingum, þessum tveimur sérvitru eyþjóðum, en er þó óþreyt- andi að benda vinum og kunningj- um á það, sem honum finnst Is- lendingar enn eiga ólært af ensk- um. í fyrsta lagi, segir kunninginn (og það er ekkert nýtt) hafa ís- lendingar aldrei lært að standa í biðröð, heldur treðst hver um ann- an þveran í bönkum og bakaríum, á börum og biðstöðvum. Ekki nóg með það, segir kunninginn, heldur er angi af þessu agavandamáli sá, að íslendingar kunna ekki að nota rúllustiga. Allar siðmenntaðar þjóðir vita að fólk á að standa hægra megin í stiganum og hleypa þeim, sem eru að flýta sér, fram úr vinstra megin. Þetta er sama einfalda reglan og sú sem íslend- ingar hafa heldur aldrei lært; að bílstjórar sem aka hægt, eiga að vera á hægri akrein svo að menn komist fram úr þeim vinstra meg- in. XXX Hvorugt hefur landanum hins vegar tekizt að temja sér og dæmi eru þess að kærustupör skrifar... standi í sömu tröppunni í rúllustig- anum í Kringlunni og haldist í hendur, í stað þess sem Tjallinn hefur uppgötvað fyrir löngu að er miklu skemmtilegra: Venjulega er hæðarmunur á körlum og konum og konan getur þá staðið í efra þrepinu (hvort sem rúllustiginn ber farþega sína upp eða niður) og kysst ástmann sinn án þess að þurfa að tylla sér á tá. Þetta lífg- ar upp á mannlífið í Englandi og allir komast framhjá, segir kunn- inginn og er mikið niðri fyrir. xxx Víkveiji benti þessum kunn- ingja sínum á að sum fyrir- tæki hefðu nú ráðíð nokkra bót á skipulagsleysi íslendinga með því að afgreiða fólk í röð eftir númer- um, sem það tekur af rúllu við inngang verzlunar, banka eða matstaðar. Svo standa menn í hinni venjulegu íslenzku þvögu og horfa á litla töflu, þar sem yfir- leitt stendur „nu betjenes“ á máli gömlu herraþjóðarinnar, og bíða eftir að röðin komi að þeim. Þetta fyrirkomulag er til sérstakrar fyr- irmyndar i agaleysinu á íslandi. Rúllustigavandamálið er hins veg- ar óleyst. x x x Víkveiji tók þátt í Reykjavík- urmaraþoninu ásamt fjöl- skyldu sinni — þ.e. skemmtiskokk- inu, meira leyfði líkamlegt ástand ekki þetta árið. Skemmst er frá því að segja að skokkið var hin bezta skemmtun. Skemmtilegur andi ríkti og skemmtiskokk var réttnefni — þarna var fólk, sem hafði gaman af að hreyfa sig, og mestu máli skipti að vera með. Víkveija fannst skipulagning hlaupsins að flestu leyti til fyrir- myndar. Þó fannst honum að tvennt hefði mátt fara betur. Ann- ars vegar hefði Magnús Scheving, sem sá um að hita mannskapinn upp fyrir hlaup, mátt vera á hærri palli eða sviði. Margir fullorðnir og enn fleira af smáfólkinu sáu hann ekki. Hins vegar var hrópleg- ur skortur á sorpílátum þegar þúsundir þátttakenda þurftu að íosa sig við pappaglös og banana- hýði eftir að hafa innbyrt kær- komna hressingu að hlaupi loknu. En þetta eru smávægilegir hnökr- ar, sem skipuleggjendum Reykja- víkurmaraþonsins verður varla skotaskuld úr að lagfæra fyrir næsta ár.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.