Morgunblaðið - 24.08.1994, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 24.08.1994, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 1994 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Morgunblaðið/Halldór STEINAR „Tómasson“ spilaði á balabassa. KRISTJÁN „Tómasson" tók sér þvottabretti í hönd. EMELÍANA Torane söngkona hljómsveitarinnar Spoon. • / Frumlegasta hljóm- sveit Islands? HLJÓMSVEITIN Kropparnir spil- aði á Tveimur vinum um helgina, en í fréttatilkynningu frá staðnum segir að það sé ein „frumlegasta hljómsveit íslands". Ef einhverjir efast um réttmæti þeirrar staðhæf- ingar, má telja upp hljóðfæri sveit- arinnar til frekari rökstuðnings, en meðal þeirra eru balabassi, þvotta- bretti, límbandsrúlla og jagerma- sterkassi. I fréttatilkynningu stað- arins segir enn fremur: „Þetta verð- ur að öllum líkindum eina „ball“ hljómsveitarinnar og um leið árshá- tíð Snitzel 67, félags áhugamanna um_ snitzel og popptónlist." Á laugardagskvöldinu spilaði hljómsveitin Spoon á Tveim vinum. Emelíana Torane er söngkona Spo- on, en hún gerir það einmitt gott þessa dagana í söngleiknum Hár- inu. Að skapa sér nafn ívTEVE Buscemi þekkja margir úr kvikmyndum og þá kannski sérstaklega vegna útstæðra augnanna, sem virð- ast að því komin að hrökkva út úr höfðinu, og einnig vegna hálfskrækrar og drafandi framsetningar. Buscemi, sem er 36 ára fyrrum slökkviliðsmaður í New York, er vanur að leika illþýði og undirmálsmenn af ýmsu tagi og hefur hann óðum verið að skapa sér nafn í kvikmyndaheiminum. Hann segir hins vegar að eftir tíu ár í kvikmyndum sé hann bara nokkuð ánægður með það ef fólk þekkir myndirnar sem hann hefur leikið í, jafnvel þó það þekki hann sjálfan ekki með nafni. Nýjasta myndin sem Buscemi leikur í heitir Airheads og er hún einskonar heavy-metal gamanmynd, en í henni leikur hann bassaleikara. Þykir mörgum það við hæfi, því hver man svo sem eftir nöfnum bassaleikara yfir- leitt? En þó margir áhorfenda kannist ekki við nafn Buscemi verður það sama ekki sagt um helstu leikstjór- ana í Hollywood, en menn á borð við Scorsese, Coen-bræð- ur og Tarantino hafa notið krafta leikarans. Buscemi er kannski þekktastur í dag fyrir að hafa leikið Mr. Pink í Reservoir Dogs Tarantinos, en leikstjórinn hafði í upp- hafi ætlað sjálfur að fara með það hlutverk. Þegar hann sá svo prufuupptöku með Buscemi hreifst hann af glæpa- mannslegu útliti leikarans og veitti honum hlutverkið, en hann bauð honum jafnframt hlutverk í nýjustu mynd sinni, Pulp Fiction. , 7\ ELIN Guð- munds- dóttir virt- ist ánægð með það sem helgin liafði upp á að bjóða. Suðræn sveifla í Reykjavík Morgunblaðið/Halldór ELLEN Kristjánsdóttir slóst í lið með Skatt- svikurunum og sést hér í ljúfri sveiflu með Bogomil. ► PÁLL Óskar og Milljónamær í ingamir spiluðu á Tunglinu síð- astliðið laugardagskvöld á með an Bogomil Font og Skattsvik- ararnir spiluðu á dansleik á Ömmu Lú. Suðræn sveifla virð- Kktganga vel í landann um þess- Ukmndir því troðfullt var á mwtöðum. Á Ömmur Lú SÖhKristjánsdóftii' með Uog Skattsvikur- "öHöl6^f8fiis.pg Sjá má á með- miyiidÚYii þurfti eng- S*Tnn a0 láfa sérieiðast um FORELDRAR brúðarinnar, Erla Sverrisdóttir og Hilmar Helga- son, og brúðhjónin Aðalsteinn Þorvaldsson og Helga Hilmarsdóttir. EFTIR limbókeppnina var tekinn léttur snú snú. PÁLL Óskar í jafnvel ljúfari sveiflu á Tunglinu. Morgunblaðið/Halldór ANNA sýndi mikil tilþrif í limbókeppninni. Limbó- keppni, snú snúog sveitaball ►MIÐNÆTUR-limbókeppni var haldin á Hótel íslandi laugar- dagskvöldið 20. ágúst. Keppnin var jöfn og spennandi og skemmtileg á að horfa. Góður andi skapaðist meðal ballgesta og aðalatriðið virtist að vera með. Eftir að keppninni lauk var farið í snú snú, en síðan tók við sveitaball á mölinni þar sem hljómsveitin Brimkló lék fyrir dansi með Björgvin Halldórsson í broddi fylkingar. Brúðhjónin Aðalsteinn og Helga voru á staðnum, en þau voru gefin sam- an klukkan fimm sama dag í Áskirkju af séra Árna Bergi Sig- urbergssyni. Eftir brúðkaup- sveislu í Fram-heimilinu komu þau við á Hótel íslandi áður en þau fóru á svítuna á Hótel Holti, þar sem þau eyddu brúðkaups- nóttinni. 5 HASKOLABIO SlMI 22140 Háskólabíó 2 vinir, ieigjandi og falskt brúðkaup ,Hin" myndin um brúðkaup er engu síðri kómedía og sú mynd sem mestum hagnaði skilaði á síðasta ári. Síðustu sýningar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.