Morgunblaðið - 24.08.1994, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 24.08.1994, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 1994 29 AFMÆLI KRISTÍN PETREA S VEIN SDÓTTIR KRISTÍN Petrea Sveinsdóttir, fyrr- um húsfreyja í Gufudal, verður hundrað ára í dag. Kristín er fædd 24. ágúst 1894, dóttir Pálínu Tóm- asdóttur og Sveins Péturssonar, sem var mesti kempukarl og hálfgerð þjóðsagnapersóna. Kristín missti móður sína fjögurra ára gömul, en var áfram í Skáleyjum til 12 ára aldurs og ólst upp að nokkru leyti í skjóli eldri systur sinnar Maríu. Það- an fór hún svo í Svefneyjar á Breiða- firi og var þar ti! fullorðinsára, eða þar til hún fluttist til bróður síns er bó þá að Skálmardal í Múlasveit. Þar kynntist hún Bergsveini Finnssyni er þá átti heima hjá foreldrum sínum á næsta bæ, Illugastöðum. Nokkru eftir að þau giftu sig, hófu þau bú- skap á kirkjustaðnum Gufudal. Þar var áður prestsetur og bjuggu þar áður merkisprestar. Á því merkisbýli bjó Kristín að miklu leyti öll sín manndómsár, kannski má segja að þar hefjist hennar starfssaga. Gufu- dalur er fallegt býli, þar eru miklar sléttar grundir og engjar og gott undir bú, enda veitti ekki af. Fjöl- skyldan varð fljótt stór og þangað lágu leiðir margra. Það var því nóg að gera fyrir húsmóðurina að stjóma stóru heimili í meira en hálfa öld. Það var messað í Gufudal þriðja hvem sunnudag að sumri til og kom það í hlut Kristínar að vera forsöngvari í kirkjunni, eins og það var orðað. Þá var ekk- ert orgel í kirkjunni og reyndi því mikið á for- söngvarann að stjóma söngnum. Kristínu fórst það mjög vel úr hendi, enda átti hún góða söngrödd og kunni að beita henni. Hefði kannski getað orðið óperusöngkona hefði hún haft tæki- færi til að læra söng. Það er falleg kirkja í Gufudal og var hún mikið sótt á sumrin hér áður fyrr, enda margt fólk í sveitinni þá. Ég kom þangað fyrst sem unglingur og hreifst af söng prestsins, Jóns Þor- valdssonar á Stað og fólksins sem söng með undir stjórn Kristínar. I því sambandi era mér fornu minnin kær, „en nú er hún Snorrabúð stekkur," stendur í kvæði Jónasar. Nú er sjaldan messað í kiriq'- unni í Gufudal. Það er hljótt yfir henni eins og fleiri kirkjum í hál- feyddum og eyddum sveitum þessa iands. Hér er ekki öll sagan sögð af starfi Kristínar í Gufudal, það fylgdi víst ábúðarsamningi að jörðinni að ábúendur veittu kirkjugestum kaffi að lokinni messu, og þar er mér hún Kristín minnis- stæð, hvað hún rækti það starf með miklum ágætum og myndarskap. Það vantaði ekki rausnarlegar veitingar og fallega bornar fram, allt heimabakað. Hún kunni að útbúa fallegt borð og veita vel og henni fór það eitthvað svo vel, viðmótið var hlýlegt og gott. Ég held hún hafi notið þess að taka vei á móti kirkju- gestum og gestum yfirleitt. Og ég held að kirkjugestum hafi liðið vel við hennar borð, eða svo fannst mér. Á þessum sunnudögum var bærinn í Gufudal eins og lítið safnaðarheim- ili. Þau hjón, Kristín og Bergsveinn, áttu saman átta mannvænleg börn og eru sjö þeirra á lífi. Kristín missti mann sinn árið 1952 og fluttist nokkrum áram síðar til Reykjavíkur og hefur verið þar síðan. Hún er enn vel hress og vel minnug á það sem löngu leið, nú síðustu árin hefur hún búið á Hrafnistu í Reykjavík. Ég óska Kristínu allra heilla og Guðs blessunar í lífi hennar og óska þess að æðra ljós lýsi henni á ævikvöldinu. Jóhannes Arason. R AD AUGL YSINGAR Fiskvinnslufólk óskast 20 manns vantar í ígulkeravinnslu. Fólk á atvinnuleysisskrá Reykjavíkurborgar gengur fyrir og fólk með starfsreynslu. Upplýsingar veittar á staðnum kl. 14-16. UNI hf. Hólmaslóð 2, Reykjavík. Rennismiður Rennismið vantar til framtíðarvinnu. Ódýrt húsnæði í boði. SR-vélaverkstæði, SR-mjöl hf., Siglufirði, sími 96-71243. Innheimtufólk óskast í kvöldvinnu næstu tvo mánuði á eftirtalda staði: Djúpavog, Hólmavík, Neskaupstað, Patreksfjörð, Raufarhöfn, Súðavík, Suðureyri og Vopnafjörð. Upplýsingar gefur Halldóra í síma 812300. FRÓDI BÓKA & BLAÐAÚTGÁFA Ármúla 18, 108 Reykjavík. RARIK RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS Utboð Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í stækkun útivirkis aðveitustöðvar að Hrygg- stekk í Skriðdal. Útboðið nær til byggingar- hluta stöðvarinnar, þ.e. jarðvinnu og bygg- ingu undirstaða fyrir stálvirki. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofum Raf- magnsveitna ríkisins, Laugavegi 118, Reykja- vík og Þverklettum 2, Egilsstöðum, frá og með fimmtudeginum 25. ágúst 1994 gegn kr. 10.000 í skilatryggingu. Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagns- veitna ríkisins á Egilsstöðum fyrir kl. 14.30 þriðjudaginn 6. september nk. og verða þau þá opnuð í viðurvist þeirra bjóðenda, sem þess óska. Tilboðin séu í lokuðu umslagi, merktu: „RARIK - 94013 Hryggstekkur - aðveitustöð“. Rafmagnsveitur ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík. Smiðir Tilboð óskast í uppslátt á ca 800 m2 iðnaðar- húsnæði í Hafnarfirði. Sendið tilboð til auglýsingadeildar Mbl. ekki síðarennk. föstudag, merkt: „Fljótir — 4997“. FJÖIBRAUTASKÓUNN Innritað verður í Kvöldskóla FB 24. og 25. ágúst kl. 16.30-19.30 og laugardaginn 27. ágúst kl. 10.30-13.30. Myndlistarnám. Handíðanám. Skemmtilegir valkostir. Þitt er valið! Skólameistari. v'ö >0/7vaðv)V-''í,'° Frá Menntaskólanum við Hamrahlíð Upphaf skólastarfs á haustönn 1994 Öldungadeild Innritun fyrir haustönn 1994 fer fram 29.-31. ágúst kl. 9.00-19.00. Eldri nemendur og nýnemar velja þá námsgreinar og fá afhenta stundatöflu vorannar gegn greiðslu kennslu- gjalds. Deildarstjórar verða nemendum til aðstoðar fyrsta daginn kl. 16.00-19.00 og er nýnemum bent á að koma þá. Kennsla í öldungadeild hefst 1. september skv. stundaskrá. Dagskóli Nýnemar í dagskóla eru boðaðir í skólann miðvikudaginn 31. ágúst kl. 10.00. Þeir hitta þá umsjónarkennara og taka við stunda- skrám gegn framvísun á kvittun um greiðslu skólagjalda. Fyrsti kennarafundur annarinnar er boðaður fimmtudaginn 1. september kl. 10. Skólinn verður settur 1. september kl. 13. Að setningu lokinni fá eldri nemar dagskóla stundaskrár gegn framvísun á kvittun um greiðslu skólagjalda. Kennsla í dagskóla hefst föstudaginn 2. sept- ember og verður kennt skv. stundatöflu fimmtudags og föstudags. Rektor. Loðdýrabændur ath.! Til sölu mikið magn af loðdýrabúrum í þrem- ur gerðum, mest dönsk gæðabúr og sýlindra- búr; einnig skítarenna með festingum o.fl. Upplýsingar gefa: Helgi Helgason í símum 94-3950 og 985-31149 og Omar Helgason f sfmum 94-3172 og 985-41893. íbúð óskast til leigu 4ra herbergja eða stærri miðsvæðis í Reykja- vík, helst Þingholtin. Upplýsingar í síma 657868 eftir kl. 16.00. Pýramídinn - andleg miðstöð Sænski miöillinn Boris Bravin er kominn til starfa. Hann hefur sambönd á öllum tíðnisviðum og fer með fólk aftur í fyrri líf. Tímapantanir l símum 882526 og 881415 frá kl. 9.30 til 18.00 alla virka daga. Pýramídinn, Dugguvogi 2. Pýramídinn - andleg miðstöð Okkar vinsæli, breski miðill, Ann Coupe, heldur skyggnilýsingu fimmtudaginn 25. ágúst kl. 20.00. símum 882526 Pýramídinn, Dugguvogi 2. Upplýsingar í og 881415. Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Almenn samkoma í kvöld kl. 20.00. SAMBANU ISŒNZKRA KRISTNIBOÐSFÉLAGA Háaleitisbraut 58-60 Kristniboðssamkoma í kvöld kl. 20.30 í Kristniboðssalnum. Páll Friðriksson talar. Allir eru velkomnir. Hvítasunnukirkjan Ffladelfía Bibliulestur kl. 20.30. Ræðumaöur Hafliði Kristinsson. Allir hjartanlega velkomnir. FERÐAFÉLAG ® ÍSLANDS MÖRKINNI 6 SÍMI 682S33 Dagsferðir Ferðafélagsins Laugardagur 27. ágúst: 1) Kl. 09.00 Vikrafell-Langavatn. Ekið um Norðurárdal í Langadal og gengiö á Vikrafell. 2) Kl. 09.00 Ökuferð að Langa- vatni. 3) Kl. 10.00 Sveppaferð og skóg- arskoðunarferð í Skorradal. Ferðafélag Islands og Hið ís- lenska náttúrufræöifélag sam- einast um þessa ferð. Verð kr. 2.300. (2.000 fél.). Eiríkur Jens- son, kennari og sveppasérfræð- ingur, leiðbeinir um matarsveppi og tfnslu þeirra. 4) Kl. 13. Gönguferð á Esju- Þverfellshorn. Verð kr. 900. Sunnudagur 28. ágúst: 1) Kl. 08.00 Þórsmörk - dags- ferð - verð kr. 2.700. 2) Kl. 10.30 Svartagil-Skógar- kot-Hrafnagjá (No. 2). Framhald lýðveldisgöngu Ferðafélagsins, annar áfangi. 3) Kl. 13 Fjölskylduganga frá Kaldárseli um Valahnúka, Búrfell og Búrfellsgjá. (lok göngu verð- ur kaffisala á vegum sumarbúð- anna í Kaldárseli og kostar kr. 600 fyrir fullorðna og kr. 300 fyrir börn. Fargjald með rútu kostar kr. 600,- frítt fyrir börn að 15 ára aldri. Helgarferðir 26.-28. ágúst: 1) Óvissuferð. Gist í húsum. Ár- lega skipuleggur Ferðafélagið ferð, þar sem ekki er gefiö upp fyrirfram hvert halda skal, en reynt er að velja leiðir, sem ekki eru fjölfarnar í óbyggðum. 2) Þórsmörk. Gist f Skagfjörðs- skála/Langadal. 3) Landmannalaugar - Eldgjá. Gist f’húsi. Sumarleyfisferðir: Hvítárnes - Hveravellir 31. ágúst til 4. september. Sæti laus! Sjálfboðaliðar óskast í vinnu- ferð Ferðafélags íslands og Náttúruverndarráðs á Hvera- velli 9.-11. sept. Skráning á skrifstofu. Ferðafélag Islands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.