Morgunblaðið - 24.08.1994, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 24.08.1994, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÍDAG SKÁK llmsjón Margcir Pétursson ÞESSI staða kom upp á alþjóðlegu móti í Altensteig í Þýskalandi, sem nú stend- ur yfir, í viðureign tveggja stórmeistara. Jonathan Speelman (2.600), Eng- landi, hafði hvítt og átti leik gegn Markús Stangl (2.535), Þýskalandi. 24. Hxd7! - Hxd7, 25. exf6 - Bxf6, 26. Bxf6 - gxf6, 27. Hh4 - Hf8! (Eini varnarleikurinn og hann virðist duga. En nú finnur Speelman sér nýtt og óvænt skotmark:) 28. Dh8+ - Kf7, 29. Dh7+ - Ke8, 30. Dg6+ - Kd8, 31. Hb4! (Svarta drottningin er föng- uð. Tilgangurinn með kóngssókninni var að hluta til að gera þennan leik mögulegan.) 31. - Hdl+, 32. Kh2 og Stangl gafst upp. Afar óvenjulegt og glæsilegt þema hjá Speel- man, sem er kunnur fyrir að leita leiða á skákborðinu sem margir aðrir stórmeist- arar hirða ekki um að líta á. Staðan eftir 5 umferðir í Altensteig: 1. Speelman 3‘/2 v., 2.-4. Ribli, Ung- veijalandi, Svjaginsev, Rússlandi, Har-Zvi, ísrael, og Gabriel 3 v., 5.-8. Dautov, Bezold, Bischoff og Hug, Sviss, 2 v., 9.-10. Vogt og Stangl 2 v. og lest- ina rekur sigurvegarinn frá því í fyrra og stigahæsti keppandinn á mótinu, Ung- veijinn Almasi með 'k v. Árnað heilla i nnÁ«A afmæii-1 X Vf vldag, 24. ágúst, er tíræð Kristín Petrea Sveinsdóttir, fyrrum hús- freyja í Gufudal í Gufu- dalssveit. Hún tekur á móti gestum sunnudaginn 28. ágúst frá kl. 15-18 í Akoges-salnum, Sigtúni 3. Ljósm.st. MYND BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 5. ágúst sl. í Víði- staðakirkju af sr. Pálma Matthíassyni, Berglind Guðjónsdóttir og Oskar Ármannsson. Þau eru bú- sett í Stuttgart í Þýska- landi. Ljósm.st. MYND BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 27. júlí sl. í Fríkirkj- unni í Hafnarfirði af sr. Einari Eyjólfssyni, Margrét Olafsdóttir og Per Stölen, til heimilis á Hvammabraut 10, Hafnarfirði. Ljósm.st. MYND BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 6. ágúst í Háteigs- kirkju af sr. Sigurði Sigurð- arsyni, Jóhanna Einars- dóttir og Ársæll Ársæls- son, til heimilis í Reykjavík. Með morgunkaffinu Pennavinir SEXTÁN ára sænsk stúlka með margvísleg áhugamál: Laila Hammami, c/o Kállsbyskolan, Ringviig 1, S-222 52, Lund, Sverige. ELLEFU ára bandarískur piltur með margvísleg áhugamál: Justin T. Star, P.O. Box 880, Kenel 57642, U.S.A. Nei, þau HLJÓTA að hafa farið út. Það er slökkt á sjónvarpinu. TUTTUGU og fjögurra ára Ghanastúlka með áhuga á sundi, ferðalög- um, kvikmyndum og skáldsögum: Lydia Bentoo, c/o Elias K. Appiates, P.O. Box 565, Cape Coast, Ghana. FIMMTÁN ára sænsk stúlka með ýmiss konar áhugamál: Karin Johansson, Magistratswág 7D, S-226 43, Lund, Sverige. LETTNESKUR fjöl- skyldufaðir vill hefja bré- fasamband við íslenskar fjölskyldur: Janis Eideeks, 229014 Olaine, Zemgales 23-13, Latvia. HÖGNIIIREKKVÍSI HAMN GfZÓr- SlG INM i' ViNK3AllAI?A . STJÖRNUSPÁ cftir frances Drakc MEYJA Afmælisbarn dagsins: Þér er annt um heimili þitt og vinnusemi er þér í blóð bor- in. Hrútur (21. mars - 19. apríl) Vertu samvinnufús í dag og sýndu starfsfélögum til- litssemi. Láttu ekki smá- muni koma þér úr jafnvægi heima þegar kvöldar. Naut (20. apríl - 20. maí) Ef þú reynir að geta í eyð- umar gæti niðurstaðan orð- ið röng. Kynntu þér mála- vexti og reyndu að einbeita þér við vinnuna. Tvíburar (21.mai-20.júní) í» Góður félagi er hörundsár og þú þarft að sýna honum nærgætni í dag. Þú hefur lítinn tíma til að sinna einkamálunum. Krabbi (21. júní — 22. júlí) Trúðu ekki öllu sem þú heyrir í dag. Sumir hafa tilhneigingu til að ýkja. Ættingi er eitthvað miður sín í kvöld. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Kannaðu vel kostnaðinn áður en þú ákveður ferða- lag. Ágreiningur ættingja getur komið í veg fyrir sam- komulag um fjölskyldumál. Meyja (23. ágúst - 22. september) Tilboð sem þér berst í dag þarfnast breytinga. Þú get- ur orðið fyrir óvæntum út- gjöldum. Farðu sparlega í innkaupin. v<v (23. sept. - 22. október) i$l& Haltu góðu sambandi við þína nánustu og hikaðu ekki við að láta skoðanir þínar í ljós. Ágreiningur getur komið upp milli vina. Sporðdreki (23.okt.-21.nóvember) Þú getur orðið fyrir tmfl- unum og átt erfitt með að einbeita þér við vinnuna. Afköstin verða því minni en þú ætlaðir. Bogmaöur (22. nóv. - 21. desember) Gættu vel orða þinna í dag svo þú særir ekki einhvern nákominn. Fyrirhuguð skemmtun í kvöld getur orðið kostnaðarsöm. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Óvæntir gestir geta truflað þig við vinnuna í dag. Þú þarft að sýna skapstyggum starfsfélaga mikið umburð- arlyndi. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) Taktu ekki mikið mark á orðum vinar sem hefur til- hneigingu til að ýkja. Erfitt getur verið að koma áform- um þínum í framkvæmd. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Þú þarft að sýna skynsemi í fjármálum og varast að eyða of miklu í skemmt- anir. Gerðu ekki of mikið úr auðleystu vandamáli. _ Daiwa COMMITTHO TO TOTAL QUALlTY j MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 1994 33 ‘ I I tilefni afmælis Sjóstangafélagsins næstu helgi bjóðum við 20% afslátt af þessu vandaða sjóstangarþjóli frá Daiwa. Umboðsaðilar fyrir Daiwa á íslandi • Umboðsmenn um land allt 140.000 kr. með notuðum bíl eða peningum, gera þér kleift að eignast glænýjan b(l. Þetta er sú upphæð sem greidd er við undirritun kaupsamnings á Lada Safír. Það sem upp á vantar bjóðum við þér að greiða með 14.232 kr. á mánuði í þrjú ár. Þessi fjárhæð samsvarar 468 kr. á dag. Sumir eyða þessum peningum í eitthvað, á hverjum einasta degi, sem þeir myndu ekki sakna þótt þeir slepptu því. Lada Safír er ekki með samlæsingu eða rafdrifnum rúðum, enda hefur það ekki áhrif á aksturinn og þú borgar heldur ekki fyrir það. Verö frá 558.000 kr. á götuna! .40. ÁRMÚLA 13 • SÍMl: 68 12 00 • BEINN SÍMI: 3 12 36 Eitt blab fyrir alla! - kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.