Morgunblaðið - 24.08.1994, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 24.08.1994, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FERÐALÖG MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 1994 13 Ferðaþjónustan að Ytra-Álandi „Bömin alsæl með sveitadvöl og hestaferðir“ Þórshöfn. Morgunblaðið. YTRA-ÁLAND í Þistilfírði er stórt og reisulegt hús með nýbyggðri sólstofu móti suðri. Þar búa hjónin Bjamveig Skaftfeld og Skúli Ragn- arsson ásamt börnum sínum og starfrækja ferðaþjónustu á sumrin. Ferðaþjónustan á Ytra-Álandi hefur alla burði til þess að eiga framundan bjarta framtíð þar sem hún býður upp á margt en það sem mestu máli skiptir er sú hlýja, sem geislar frá heimili hjónanna og þeim sjálfum og laðar gesti til þeirra. Fréttaritari kom að máli við Bjarn- veigu til þess að vita hvemig að- sóknin hefði verið í sumar en veðr- ið hefur leikið við fólk hér á norð- austurhominu og hefur það ávallt mikið að segja um fjölda ferða- manna. Bjamveig sagðist vera ánægð því að ágæt aðsókn hefði verið í sumar en eftir verslunarmannahelgi kom rólegri tíð og virðist það vera reglan að eftir þá helgi fækki ferðafólki. Gestir Bjamveigar eru bæði út- lendingar og innlendir og skiptist það nokkuð jafnt. Útlendingar em mjög hrifnir af íslensku hestunum og bjóða hjónin upp á útreiðartúra á hestum sínum. Fyrir skömmu bankaði upp á Ytra-Álandi enskur fornleifafræð- ingur, ung kona á puttaferðalagi og beiddist dvalar í nokkra daga sem var auðsótt mál. Hún er ættuð úr sveit á Englandi og var því vön hestum en aðaltilgangurinn_ með heimsókn hennar að Ytra-Álandi var sá að komast á hestbak. Henni fannst íslensku hestarnir frábærir og kvaðst hún koma aftur að ári og fara í göngur með Skúla bónda! Bjamveig og Skúli em barngóð hjón og kom það því af sjálfu sér að þau ákváðu að bjóða bömum upp á þriggja daga dvöl á heimili sínu. Tilboðinu var vel tekið og áttu bömin annasama daga í sveitinni. Margt var þar að sjá og skoða en hestarnir vom þó vinsælastir og töltu þeir þolinmóðir um túnin á Ytra-Álandi með brosandi böm á bakinu. Tístandi hænuungar vora ósköp mjúkir fyrir litlar hendur en nautin bauluðu stundum dálítið hátt, sögðu sum börnin í trúnaði. Eldri bömin fóm í sjóferð á nýja bátnum með Skúla og höfðu allir nóg við að vera. Dvölinni lauk með því að foreldmm var boðið síðasta kvöldið og þáðu kaffíveitingar en börnin bökuðu sjálf pönnukökur. Farið var í leiki með bömunum og að lokum var sungið við varðeld úti í dimmblárri sumamóttinni. Leikskólabömin fá einnig að fara í heimsókn inn í Ytra-Aland en Helga dóttir hjónanna vinnur á leik- skólanum. Það em fleiri en börnin KRAKKARNIR í lautarferð HESTURINN Gusa var vinsæll reiðskjóti sem sækja í sveitina en eldri borgar- ar úr Öxarfjarðarhreppi vom í hóp- ferð og pöntuðu mat hjá Bjam- veigu. Þetta var 26 manna hópur á ferð en veitingasalurinn í sólstof- unni rúmar um 30 manns. Harmon- ikkuleikari frá Þórshöfn var fenginn til þess að leika fyrir gestina og kvaðst Bjamveig vera mjög ánægð með að fá þennan aldurshóp og hefur áhuga á að bjóða upp á meira fyrir aldraða í framtíðinni. Morgunblaðið/Liney Sigurðardóttir Y I'RA- ÁLAND í Þistilfírði LEIKUR að stráum Sprenging" i fyrirspurnum Gerbraytl útlit • attkln hagraúing v* *>•**£■ ÍMi * Siw'rSs I{ölmenn afmallsveisia Flmm farmeno Nýtt frétta- blað Ferða- málaráðs KOMIÐ er út nýtt fréttablað á veg- um Ferðamálaráðs og heitir það Ferðafréttir og er dreift til fyrir- tækja og einstaklinga sem tengjast ferðaþjónustu. Magnús Oddsson ferðamálastjóri segir í sjónarhorni blaðsins að innan ráðsins hafí verið fjallað um nauð- syn þess að kynna ýmsa þætti í starfsemi stofnunarinnar fyrir sí- vaxandi fjölda þeirra sem starfa við ferðaþjónustu. Tímabært hefði ver- ið að koma upplýsingadreifíngu í fastari skorður þar sem áður hafí ýmsum fréttapunktum verið dreift til fulltrúa í ráðinu og nokkurra lykilaðila í atvinnugreininni. Vonast sé til að með meira upplýsinga- streymi sé hægt að efla tengsl fyrir- tækja, hagsmunaaðila og einstakl- inga við starfsemi Ferðamálaráðs. Stefnt er að að blaðið komi út réglulega og er ráðgert að næsta blað komi út í kringum Vestnorden- ferðakaupstefnuna í september. Fj ölskyldudagur Ferðafélagsins SUNNUDAGINN 28.ágúst nk. verður Qölskylduferð á vegum Ferð- afélagsins. Farið er frá BSÍ kl. 13 og ekið að sumarbúðum KFUM/K í Kaldárseli fýrir ofan Hafnarfjörð. Einnig geta menn mætt á eigin bílum kl. 13.30 í Kaldársel til að komast með í gönguna. Þaðan verður nú gengið meðfram Helgafelli og að Valabóli þar sem nokkrar hríslur eru í hrjóstrugu hrauninu. Frá Valabóli er geng- ið yfir á Búrfell og litast um á gígbarm- inum og lagið tekið svo undir taki í gígn- um. Frá Búrfelli verður gengið eftir Búrfellsgjánni að rollu- réttinni. Þar er hins vegar enga rétti að hafa og menn orðnir kaffí- þyrstir og svangir. Eru göngugarp- ar þá svo rosalega heppnir að þenn- an sama sunnudag er kaffisala sumarbúðanna og frá réttinni verð- ur arkað beint í búðirnar og inn- byrt ómælt af ijómatertum og öðm randabrauði af hlaðborði. Það þarf því ekki nesti með í gönguna. Að því loknu geta krakkamir leikið sér við Kaldána eða í leiktækjum á meðan hinir eldri slappa af eftir gönguna. Kostar kaffið 600 kr. fyrir fullorðna og 300 fyrir böm. Far- gjaldið með rútunni er 600 kr. en ókeypis fyrir 15 ára og yngri. Á ári fjölskyld- unnar er því dýr- mætt fyrir fjölskyld- una að enda sumarið saman áður en skól- arnir hefjast með þessari ferð Ferða- félagsins. Þetta verður því sannkall- aður „happadagur fjölskyldunnar" þar sem fjölskyldan fær eitthvað við sitt hæfí - hæfilega langa gönguferð í greiðfæm umhverfí og síðan ekki hvað síst viðamikinn við- urgerning í lok göngunnar sem mettar maga og munn. Pétur Þorsteinsson Á slóóum Ferðafélags íslands Fj allagrasadagnr í Nesbúð LAUGARDAGINN 27. agúst gengst Hótel Nesbúð á Nesjavöllum í samvinnu við Önnu Gunnarsdótt- ur, lektor, fyrir grasaferð um ná- grenni Nesjavalla. Anna kennir fólki að þekkja og velja grös sem góð eru til matseldar. Síðdegis held- ur hún svo fyrirlestur um grösin og um kvöldið matbúa þátttakendur rétti úr grösunum undir handleiðslu Önnu. Guðmundur Halldórsson í Nes- búð sagði að mikill áhugi væri á hvers kyns fjallagrösum en menn væra ekki vissir um hvernig ætti að bera sig að, hvað ætti að velja og við þetta nytu menn góðrar leið- sagnar. Þátttakendur mæti í Nes- búð kl. 10 f.h. á laugardag. Þeir geta haft með sér rtesti eða fengið það keypt í grasaferðina. Þeiin býðst síðan kvöldverðurinn, gisting aðfararnótt sunnudags og morgun- verður á 4.200 kr. — Island Sækjum það heim! Nýr og skemmtllegur 9 holu golfvöllur - par 35 Verið velkomin! Hlíðarlaug Uthlíð BISKUPjSTjUNGUM Looqorvnta 19 <W>YÓr 10 loa s. 98-68770. fax 98-68776 Stórt tjaldsvæði á frábærum staö. Veriö veikomin! Hlíðarlaug - Úthlíð, Biskupstungum, s. 98-68770. Qlaesileg sundlaug Heitir pottar, nuddpottur, nudd og ljós. Hlíðarlaug - Úthlíð, Biskupstungum, s. 98-68770. Stuttar feröir - iangar ferðir - fyrir vana jafnt sem óvana hestamenn. Hestaleigan, Hliðarlaug - Úthlíð, Biskupstungum, s. 98-68770. Réttin - Hlíðartaug Verslun - veitingar - bensmstöó. Hlíðarlaug - Úthlíð, Biskupstungum, s. 98-68770. Falleg sumarhús til leigu Ath.: Pantið tímanlega. Verið velkomin! Hlíðarlaug - Uthlíð, Biskupstungum, s. 98-68951. - ódýr gisting - gisting og um allt land góður matur mmmm —

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.