Morgunblaðið - 24.08.1994, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 24.08.1994, Qupperneq 12
12 MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 1994 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI FERÐALÖG Haföminn gjaldþrota Tapaði um 10 milljónum á mánuði í lokin HAFÖRNINN hf á Akranesi var tekinn til gjaldþrotaskipta í Hér- aðsdómi Vesturlands í fyrradag að ósk stjórnenda fyrirtækisins. Frá í fyrrahaust höfðu verið gerð- ar tilraunir til að forða gjaldþroti fyrirtækisins með nauðasamningi, sem staðfestur var af Héraðsdómi í júní, en ekki tókst að efna. Stærstu hluthafar fyrirtækisins tóku ekki þátt í atkvæðagreiðslu um nauðasamninginn og Akranes- bær hafnaði síðan að verða við skilyrði samningsins um að hlut- hafar færðu niður hlutafé sitt í fyrirtækinu. Rekstur Hafarnarins færðist snemma í ári til Krossvík- ur, fyrirtækis bæjarins, sem tók hús þess á leigu og hefur rekið þar fískvinnslu með 80-90 manns, og tryggði sér auk þess umráða- rétt yfir kvóta þeim sem fylgdi tveimur skipum fyrirtækisins. Auk Akranesbæjar, sem átti 40% í Haferninum og tvo af fimm stjómarmönnum, var stærsti hlut- hafínn Landsbanki íslands, að sögn Gísla Gíslasonar bæjarstjóra, en báðir þessir aðilar tóku ekki afstöðu til nauðasamningsfrum- varps fyrir Héraðsdómi en þar var gert ráð fyrir greiðslu á 20% krafna eða að 90% krafna yrði breytt í hlutafé. Samkvæmt milliuppgjöri sem lagt var til grundvallar við nauða- samningsgerðina voru bókfærðar eignir félagsins 180 milljónir en skuldir 183 milljónir króna, þar af 147 milljónir í skammtíma- skuldum. Gísli Gíslason bæjarstjóri sagði við Morgunblaðið í gær að staða fyrirtækisins væri líklega mun verri enda eignirnar, hús og vélar, ekki færðar á markaðs- verði. sem væri mun lægra en bókfært verð. Gísli Gíslason sagði að ákvörðun um að færa ekki niður hlutafé hefði verið tekin þar sem ljóst hefði verið að ekki yrði unnt að efna nauðasamninginn; til þess hefðu einfaldlega ekki verið til peningar í fyrirtækinu og það hefði verið talið ábyrgðarhluti gagnvart kröfuhöfum að halda áfram. Hann hafnaði því að þessi ákvörðun bæjarstjórnar hefði haft úrslita- þýðingu um gjaldþrot Jaess. Hann nefndi að Landsbanki íslands, við- skiptabanki og stærsti lánardrott- inn félagsins, hefði hafnað að taka þátt í nauðasamningum og eins og bærinn ekki greitt atkvæði með nauðasamningnum. Hann sagði að öll áhrif gjald- þrots fyrirtækisins á atvinnulíf á Akranesi væru þegar komin fram enda hefði það ekki haft rekstur með höndum í um hálft ár en Krossavík komið í þess stað. Bær- inn hefði á undanförnum árum lagt 127 milljónir króna í fyrirtæk- ið, en það hefði tapað um 10 millj- ónum króna á mánuði um það leyti sem reksturinn stöðvaðist. Gísli sagðist aðspurður telja að bærinn færi í viðræður við skiptastjóra þrotabúsins, Helga Jóhannesson hdl, og veðhafa um kaup á húsi Hafarnarins undir rekstur Krossa- víkur. Flugfélög Lufthansa rekið með hagnaði á ný Frankfurt ÞÝZKA flugfélagið Lufthansa skil- aði hagnaði fyrra hluta ársins. Hagnaður hefur ekki orðið á fyrra árshelmingi í fimm ár hjá félaginu, sem hyggst hefja arðgreiðslur að nýju. Hagnaðurinn mun glæða áhuga á fyrirhugaðri útgáfu hluta- bréfa í Lufthansa. Tekjur fyrir skatta fyrstu sex mánuði ársins námu 105 milljónum marka. í fyrra var tap fyrir skatta hins vegar 221 milljarður marka. Félagið hefur ekki skilað hagnaði síðan fyrri hluta árs síðan 1989. Hagnaðurinn kemur ekki á óvart, en vekur fögnuð fjárfesta, sem bíða væntanlegrar útgáfu nýrra hlutabréfa í Lufthansa. Flugfélagið hyggst afla um 1.2 milljarða dollara með útgáfunni, sem mun leiða til þess að hlutur ríkisins í því mun minnka í innan við 51%. I lok næsta árs hyggst ríkisstjómin selja afganginn af hlutabréfum sínum og þá verður Lufthansa algerlega í eigu einka- aðila. Hagnaðurinn vekur ánægju hjá öðrum flugfélögum, sem hafa átt við samdrátt að stríða í nokkur ár. Góð afkoma Lufthansa er í sam- ræmi við hagstæðan árangur evr- ópskra „markaðshyggju-flugfé- laga,“ sem sérfræðingar kalla svo - British Airways, KLM og SAS. Önnur flugfélög eiga hins vegar fullt í fangi með að rétta úr kútn- um, þótt búizt sé við að efnahags- bati í Evrópu muni bæta hag þeirra. Til dæmis er ekki búizt við að Air France, sem tekur sér Luft- hansa til fyrirmyndar í endurskipu- lagningu á rekstri sínum, muni skila aftur hagnaði fyrr en eftir að minnsta kosti ár. Virðing fyrir Lufthansa Lufthansa hefur áunnið sér virð- ingu margra sérfræðinga á undan- fömum mánuðum — meðal annars vegna tilrauna félagsins til þess að draga úr kostnaði, samstarfs við bandaríska flugfélagið United Airlines, fjölgunar farþega og fyr- irætlana um einkavæðingu. „Félagið hefur tekið miklum framförum á undanförnum 18 mánuðum og ég á von á því að sú þróun haldi áfram,“ sagði sérfræð- ingur í Frankfurt. Tölvur Netkerfi í Þjóðarbók- hlöðuna ÁKVEÐIÐ var að taka tilboði frá GSS á íslandi hf. í netkerfi Þjóðar- bókhlöðunnar í framhaldi af útboði fyrir skemmstu. Fyrirtækið átti lægsta tilboðið í þetta verkefni sem er eitt hið stærsta sinnar tegundar hér á landi fram til þessa. Tilboðið hljóðaði upp á tæpar átta milljónir en auk þess sendu Nýhetji og Ör- tölvutækni inn tilboð. Verkinu miðar vel áfram sam- kvæmt upplýsingum Guðmundar Hólmsteinssonar hjá GSS á íslandi en alls er um að ræða 70 kílómetra af tölvustrengjum með yfir 3.500 tengipunktum ásamt ljósleiðurum bæði innan og utan dyra. Er gert ráð fyrir að hægt verði að tengja allt að 200 tölvur í húsinu. GSS á íslandi hefur um skeið selt Digital-tölvur hér á landi í sam- keppni við umboðsaðila Digital, Ört- ölvutækni. Að sögn Guðmundar hef- ur fyrirtækið náð þjónustusamningi við §ölda Digital-notenda. Fyrirtæk- ið hefur jafnframt sérhæft sig í net- og samskiptabúnaði fyrir stærri tölvukerfí og hefur m.a. átt töluverð viðskipti við ríkis- og menntastofn- anir auk stærri fyrirtækja. Bætt afkoma hjá Hyundai HYUNDAI, umsvifamesti bíla- framleiðandi Suður-Kóreu, skilaði 85 milljóna dollara eða 68.2 millj- arða kóreskra wona nettóhagnaði fyrri hluta ársins og það er 343% aukning miðað við sama tíma í fyrra, en þá varð fyrirtækið fyrir skakkaföllum vegna verkfalla, sem stóðu í tvo mánuði. Sala jókst um 27% í 4,270 millj- arða wona vegna aukinnar eftir- spurnar á innanlandsmarkaði, sem er í örari vexti en þekkist annars staðar. Útflutningur hefur aukizt vegna veikrar stöðu wonsins, sem hefur aukið sölu erlendis á kostnað japanskra bíla, sem erfiðara er að selja en ella vegna sterkrar stöðu jensins. Tekjur dótturfyrirtækis Hy- HAGNAÐUR var á rekstri Hyundai fyrstu sex mánuði ársins. undai, sem annast sölu og viðhald, minnkuðu hins vegar um 30% í 13,8 milljarða won, þar sem við- skiptastríð milli bifreiðaframleið- enda Suður-Kóreu hefur leitt til kostaboða til viðskiptavina. Sala jókst um 33% í 2,279 millj- arða wona. Fljúgandi ferðasala - og hefst á Hellu NÆSTU fjórar helg- ar verður starfsfólk Söludeildar Flugleiða á ferð um landið með „fljúgandi ferða- sölu.“ Fyrsti við- komustaðurinn er á Hellu þann 27. ág- úst. Daginn eftir í Vestmannaeyjum og þann 3. september verða Tálknfirðingar sóttir heim og daginn eftir Patreksfirðing- ar, þann 10. sept. er komin röðin að Stykkishólmi og dag- inn éftir Ólafsvík. Þá er ferðasalan á Eski- fírði 17. september og þann 18. á Norðfirði. Verður opið síðdegis þessa daga. Þetta er í fyrsta skipti sem slík ferð er farin. Sett verður upp sölu- skrifstofa á hveijum stað með til- heyrandi bókunartölvubúnaði og farmiðaprenturum. Ferðaúrvalið verður fjölbreytt. Þar verða m.a. helgarferðir til heimsborga Flug- leiða, sólarferðir til Kanaríeyja og Flórída og skíðaferð- ir til Austurríkis. Sérstök ferðatilboð eru í boði á hveijum stað. Til að veita aðstoð og upplýs- ingar verða á staðn- um, auk sölufólks Flugleiða og um- boðsmanna þeirra á stöðunum, fulltrúar Schandichótelanna og Hertzbílaleigunnar. Á meðan á sölu stendur á hveijum stað verður boðið upp á kaffi og aðrar veitingar og blöðrur fyrir börn- in. Þeir sem mæta geta dottið í Lukkupottinn og í honum verður veglegur ferðavinningur. Morgunblaðið/Eyjólfur M. Guðmundsson Tjaldstæði tekið í notkun í Vogum TJALDSTÆÐI fyrir ferðamenn var tekið í notkun í Vogum í lok júlímánaðar og hafa nokkrir ferðamenn íslenskir og erlendir notfært sér þessa þjónustu síðan. Tjaldstæðið er norðan Hafnar- götu í landi Minni-Voga og liggur við skrúðgarðinn Aragerði. Eftir að tjaldstæðið var tekið í notkun hefur verið eftir því tekið að ferðamenn hafa dvalið hér leng- ur en áður en flestir þjóta þó ennþá framhjá eftir Reykjanes- brautinni. Ferðir í vikunni Hið ísl. náttúrufræðifélag EFNT verður til sveppatínslu- og skógaskoðunarferðar í Skorradal laugard. 27. ágúst á vegum .Hins íslenska náttúrufræðifélags og Ferðafélags íslands. Ágúst Amason skógarvörður sýnir þátttakendum tilraunalund Skógræktar ríkisins í Hvammi og Eiríkur Jensson, kenn- ari og sveppasérfræðingur leiðbein- ir um matarsveppi og tínslu þeirra. Ferðafélag íslands sér um þessa ferð. Farið frá Umferðamiðstöðinni austanverðri kl. 10:00 og komið við í Mörkinni 6. Ráðgert er að koma aftur um kl. 18:00. Ferðin er öllum opin, utan félaganna sem innan. ÚTIVIST DAGSFERÐ verður á Hrómundar- tind (500 m) á Hellisheiði sunnud. 28. ágúst. Þetta er 9. áfangi lág- ljallasyrpunnar. Farið kl. 10:30 frá bensínsölu BSÍ, miðar við rútu. Frítt fyrir börn 15 ára og yngri í fylgd með fullorðnum. Um helgina verður ferð í Bása við Þórsmörk 26.-28. ágúst. Gönguferðir og gist í vel útbúnum skálum eða tjaldað. Helgarferð yfir Fimmvörðuháls verður farin 27.-28. ágúst. Gengið frá Skógum á laugardag upp í Fimmvörðuskála og gist þar. Næsta dag gengið nið- ur í Bása. Oddafélagið DAGSFERÐ að fjallabaki verður farin á vegum Oddafélagsins laug- ardag. 27. ágúst. Farið um afréttar- lönd Fljótshlíðar, Hvolhreppinga og Rangvellinga. í ferðinni verður hug- að að sögu lands og þjóðar. Leiðsögumenn verða sr. Sváfnir Sveinbjarnarson á Breiðabólsstað og Þorsteinn Oddsson frá Heiði, sem er þaulkunnugir afréttunum og nýtingu þeirra að fornu og nýju. Einnig munu jarðfræðingarnir Elsa G. Vilmundardóttir og Freysteinn Sigurðsson, sem bæði hafa starfað við jarðfræðirannsóknir að Fjalla- baki segja frá stórbrotinni náttúru svæðisins og ýmsum atburðum sem þar hafa átt sér stað. Lagt af stað frá BSÍ í fjallabíl frá Austurleið hf. kl. 9 og frá Hvols- velli kl. 11. Þátttakendur hafi með sér nesti og góðan skjólfatnað, svo og stígvél. Félagsmenn og aðrir sem hug hafa á ferðinni tilkynni þátt- töku til Sælubúsins á Hvolsvelli. E I » I » m » L' » » f l » í i i f

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.