Morgunblaðið - 24.08.1994, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.08.1994, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 1994 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Sýningar- salir eflast MYNPLIST Málvcrk GALLERÍ FOLD Bragi Ásgeirsson/Sara Vilbergsdóttir Opið mánud.-laugard. 10-18 og sunnud. 14-18 til 3. sept. Aðgangur ókeypis. Fyrir nokkrum árum var bent á að samdrátturinn í þjóðfélaginu hér á landi kæmi einkar hart niður á listum - almenningur sækti list- viðburði minna en áður, færri leik- verk væru sett upp, sýningum fækkaði, minna seldist af mynd- list, og sýningarstaðir legðu upp laupana. Á tímabili mátti taka undir þessa kenningu, en nú bend- ir ýmislegt til þess að þróunin sé að snúast við, a.m.k. hvað varðar myndlistina. í sumar hafa verið opnaðir þrír nýir sýningarstaðir fyrir myndlist í höfuðborginni - Gallerí Birgis Andréssonar og Spektarhús við Vesturgötuna - og nú síðast hefur gróin listaverka- sala, Gallerí Fold, flutt í nýtt og rúmbetra húsnæði að Laugavegi 118 d (gengið inn frá Rauðarár- stíg), og bætt við sýningarsal, sem sárlega vantaði í fyrri húsakynn- um. Vonandi er þessi aukna gróska merki þess að fyrir myndlistarfólk sé framundan betri tíð með blóm í haga, en síðustu ár hafa um margt verið myndlistarmönnum hin erfiðustu í áratugi hvað varðar sölu á listaverkum. Nú þegar stjómmálamenn og hagspekingar keppast við að blása kreppuna af fer vonandi að glæðast yfir lista- verkasölu á ný. Bragi Ásgeirsson Fyrstur til að sýna í hinum nýja sýningarsal Gallerí Foldar er Bragi Asgeirsson. Sem fyrr hefur Bragi verið iðinn við kolann, skemmst er að minnast yfirgripsmikillar sýningar á grafíkverkum hans í Listasafni íslands síðastliðið haust, svo og sýningar hans í Listhúsinu í Laugardal fyrr á síðasta ári. Um þessar mundir á hann einnig verk á samsýningu íslenskra listamanna í Danmörku. Sýningarsalurinn er staðsettur að baki listaverkasölunnar, og nýt- ur dagsbirtu úr litlum gluggum að vestanverðu. Veggrými er gott í ekki stærra húsnæði, og við það er bætt með lausum veggjum, sem að þessu sinni eru settir í miðju salarins. Húsnæðið býður þannig upp á ýmsa möguleika, en ætti einkum að nýtast til sýninga á málverkum, grafík o.s.frv. Hér sýnir Bragi á fjórða tug olíumálverka, flest lítil, sem spanna ýmsa þá flokka myndefnis, sem hann hefur helst verið að fást við undanfarin ár; má þar m.a. nefna munúðarfullar kvenímyndir, fuglana og loks hina stóru, iðandi litfleti abstraktmálverksins, sem hann hefur lengi fengist við og notið hafa verðskuldaðrar viður- kenningar. Þannig munu listunn- endur kannast við viðfangsefnin, þó engin verkanna hafí verið sýnd áður. Hinar löngu kvenmyndir Braga hafa oft verið heillandi, og svo er enn. „Sakleysið" (nr. 4) er einkar gott dæmi um þessa myndgerð, þar sem leikandi litaskrúð hvílir að baki ímyndinni. Stundum bera þessi verk titla eins og „Nætur- Sara Vilbergs- dóttir BRAGI Ásgeirsson: Frúin. drottningin" (nr. 10) eða „Frúin“ (nr. 37), en oftar en ekki eru þau einfaldlega kennd við ráðandi liti í fletinum. Eins og oftast áður er hver mynd byggð upp sem ein heild, þ.e. litir, form, lögun, frágangur ramma - allt er þetta hluti sjálf- stæðrar heildar, sem ekki endilega tengist næstu verkum. Sem dæmi um þetta má benda á „Fjarlægð" (nr. 24), þar sem hringmynd jarð- arinnar er sett í stærri ramma, og hinir grænu littónar ráða miklu um gróskun myndarinnar. „Upp- streymi að sumri“ (nr. 32) er byggð á allt öðru formi, sem vinnur afar vel með litunum og hrynjanda þeirra til að fylgja eftir ímynd tit- ilsins. Hér er á ferðinni lifandi og frísk- leg sýning frá hendi Braga, og er rétt að hvetja listunnendur til að kynna sér hana og þennan nýjasta sýningarsal í listheimi Reykjavík- ur. Eitt hom listmuna- sölunnar hefur verið tekið frá með það í huga að þar sé hægt að kynna sérstaklega einn listamann hveiju sinni, auk þess sem getur að líta í sýn- ingarsalnum. Þetta getur reynst erfítt við- fangs, þar sem svæðið er tæpast nægilega skýrt markað rými til að slíkt gangi fyllilega upp; nálægð við al- menn verk á veggjum listmunasölunnar kann að reynast meiri en svo að þessi kynningarverk njóti nægilegrar ein- angrunar. I þessari fyrstu til- raun getur að líta nokkur verk frá hendi Söru Vilbergsdóttur, tíu litlar pastelmyndir frá þessu ári og stórt olíumálverk frá 1983. í pastelmyndunum kem- ur vel fram sterk en fábrotin mynd- sýn, sem Sara hefur einkum unnið út frá; litimir em ríkulegir í fletin- um á sama tíma og þeim er beitt af mikilli hógværð við myndun ein- faldra forma, sem enduróma frá einni mynd til hinnar næstu. Það er gaman að sjá þessi verk saman í einum stað, þar sem hrynjandi þeirra getur notið sín til fulls. í lokin er rétt að óska forsvars- mönnum Gallerí Foldar til ham- ingju með nýja staðinn, sem býður upp á rúmgott og bjart húsnæði fyrir hina almennu starfsemi, sem og góðan sýningarsal. Sá salur á vonandi eftir að festa sig í sessi og gefa listamönnum aukin tæki- færi til að koma verkum sínum á framfæri, á sama tíma og iistunn- endum gefst aukinn kostur á að kynnast því sem er að geijast í myndlistinni hveiju sinni. Eiríkur Þorláksson Ásýnd landsíns ekki kemur til góð undirstöðu- menntun hönnuð- anna, og aldrei hefur verið meiri nauðsyn á því að auka við hana en einmitt við til- komu ofurtækn- innar. Hef ég löngum bent á þetta at- riði, þótt margur vilji frekar auka á vægi yfírbygg- ingarinnar á kostnað grunnn- ámsins, sem gengur ekki nema á afmörk- uðu sviði. Það er líka svo, að at- hyglisverðustu hlutirnir í ný- tækni koma iðu- lega frá grónum hönnuðum með mikla reynslu í starfi og dijúga EITT af verkum Harðar Daníelssonar og Krist- þekkingu á grunnatriðum myndlistar. Fái slíkir að spreyta LIST OG HÖNNUN Nýjar víddir KRISTÍN ÞORKELSDÓTTIR/ HÖRÐUR DANÍELSSON/ PÁLLIMSLAND HÖNNUN hefur mikið sótt á hérlendis á undanfömum árum, og meðal þess sem tekið hefur miklum umskiptum er útgáfu- starfsemi hvers konar er tengist prentiðnaði. Lítum einungis á póstkortaútgáfu sem lengstum hefur verið all frumstæð sé tekið mið af hliðstæðri útgáfustarfsemi erlendis, og var í senn einhæf og takmörkuð. En nú er á markaðn- um mikið magn gullfallegra korta af landinu, og mann kitlar eigin- lega í finguma við að senda slík til vina og kunningja erlendis er maður ber þau augum. Að sjálfsögðu eykur þetta sölu kortanna til muna, og um leið auglýsir hver sá landið er sendir þau frá sér til vina og kunningja úti í heimi, og slík landkynning hefur meira gildi en margan grun- ar. Og það sem skiptir ekki svo litlu máli er að hún er útlátalaus fyrir hið opinbera og skattborgar- ann um leið. Hér er um að ræða, að margir samverkandi þættir renna í einn farveg, en öðru fremur er það aukin prenttækni, sem byggist mikið til á tölvuvinnu, sem auð- veldar m.a. litgreiningu Ijósmynda til muna og eykur prentgæði. En þetta eitt er ekki nóg ef sig verður árangurinn snöggtum fjölþættari og safameiri, en þegar um er að ræða fólk sem sérhæft er á tæknina eina. Gott dæmi um þetta er sam- vinna hins ágæta ljósmyndara Harðar Daníelssonar og nafn- kennda hönnuðar Kristínar Þor- kelsdóttur, sem um langt skeið, eða frá 1967, ráku auglýsingastof- una AUK hf. Stofan hlaut frjöl- margar viðurkenningar innan ínar Þorkelsdottur. lands sem utan fyrir framúrskar- andi grafíska hönnun. Mál hafa þróast þannig á undanfömum árum, að Hörður og Kristín hafa í vaxandi mæli látið heillast af töfram landsins, og þá einkum óbyggðanna, og hafa nú ákveðið að snúa sér alfarið að því að kynna heiminum fegurð þess og fjölbreytileika. Auglýsingastofan hefur verið lögð niður í sínu fyrra formi, en útgáfustarfsemi hennar aukin til muna og era ummæli bresku sér- fræðinganna Richards Birtchnell, Brace Dakowski og Nicks Daw m.a. höfð að leiðarljósi, en þeir sögðu í skýrslu til forsætisráð- herra 1991: „Landsmenn geta aukið gjaldeyristekjur sínar mikið með því að tengja vöra sína og þjónustu við óspillta náttúra ís- lands." Þetta er hárrétt og þannig getum við hagnast á því að aug- lýsa ásýnd landsins, og það sem meira er um vert, án þess að það verði fyrir átroðningi ferðalanga, en það er mikið vandamál í allri ferðaþjónustu í heiminum á síð- ustu tímum. Það hefur alltof lítill gaumur verið gefínn að þeim möguleikum, en hins vegar mulið undir ferða- mannaþjónustuna sem mest má verða, og sem ekki skal alfarið lastað. En landið getur gefíð okkur miklar tekjur án þess að við breyt- um því í þjónustumiðstöð fyrir útlendinga með öllum þeim afleið- ingum er við blasa víða um heim. Möguleikamir era ótæmandi og einn er sá að opinbera hreina ásýnd þess, og læða með klækjum listar þeim töfram, er málið býr yfír, að gestum og gangandi. Þannig fylgir hveiju framtaki gagnorður og ljóðrænn texti á ís- lensku eftir Pál Imsland og á daga- tali fyrirtækisins (Af ljósakri), sem hefur hlotið nafnið „Nýjar víddir", er honum t.d. snarað á fímm tungumál! Það er mikil uppörvun að slíku framtaki, einkum fyrir mann sem lengi hefur verið þess fullviss að hugmyndarík hönnun geti fært þjóðarbúinu milljarða í tekjur ef rétt er á málum haldið og menn flýta sér hægt, taki eitt vel hugsað skref í einu ... Bragi Ásgeirsson Hólm- fríður í Lista- hominu SÝNING á verkum Hólmfríð- ar Valdimarsdóttur var opnuð í Listahominu 15. ágúst sl. Hólmfríður hefur starfað við auglýsingateiknun fyrir utan fjögur ár sem hún var búsett í Svíþjóð og Þýskalandi og þijá vetur sem hún var kennari á Núpi. Hólmfríður hefur haldið tvær einkasýningar og tekið þátt í nokkrum samsýningum. Þessi sýning Hólmfríðar í Listahom- inu stendur til 31. september. ÞRÍVÍDDARVERK eftir Barböru Kay Casper. Þrívíddar- verk sýnd í Kringlunni BARBARA Kay Casper sýnir ofin skúlptúrverk hjá Jens í Kringlunni út ágúst. Sýningin var opin 21. ágúst sl. og stend- ur til 3. september og verður opin á venjulegum opnunartíma verslana. Barbara Kay Casper er þrívíddarlistamaður sem býr og starfar í New York. Hún nam veflist og textílhönnun við State University College í Buffalo undir handleiðslu Nancy Belfer. Hún hóf snemma að velta fyrir sér þeim möguleikum sem fól- ust í mótun ofínna klæða eftir að vefstólnum sleppti og þróaði þá tækni frekar í samvinnu við Lewis Knauss í Skidmore Col- lege. Undanfarin sextán ár hef- ur hún sýnt verk sín bæði í heimalandi sínu og annars stað- ar. Aukasýning á Tápi og #»• •• • fjori EINÞÁTTUN GURINN Táp og ijör eftir Jónas Árnason sem Leikfélag Hveragerðis sýndi sl. vetur er ein af þeim leiksýning- um sem verða á fjölunum á væntanlegri leiklistarhátíð áhugafólks í Mosfellsbæ síðustu helgina í ágúst. Aukasýning verður á leikrit- inu miðvikudaginn 24. ágúst klukkan 21.00. Sýnt er í .Grunn- skólanum í Hveragerði og er miðasala við innganginn. Að- eins verður um þessa einu sýn- ingu að ræða í Hveragerði. Perlan Sýningu að ljúka HEIDI Kristiansen hefur sýnt 18 textíl-myndteppi, öll unnin með ásaumi (quilt- og applikasjontækni), á 4. hæð í Perlunni undanfarið. Flest eru verkin frá 1993 og 1994 og voru flest sýnd í fyrsta sinn opinberlega í Svíþjóð í júní sl. Sýningunni, sem er á kaffí- stofunni á fjórðu hæð, lýkur nú um mánaðarmótin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.