Morgunblaðið - 24.08.1994, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 24.08.1994, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 1994 25 SIGRIÐUR M. SANDHOLT -4- Sigríður Sand- * holt var fædd í Reykjavík 2. nóv- ember 1919. Hún andaðist í Reylga- vík 18. ágúst síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Svava Sigurðar- dóttir, ættuð frá Hjalteyri við Eyja- fjörð og Magnús Guðmundsson, skipstjóri, ættaður úr Dýrafirði. Þau bjuggu allan sinn búskap í Reykjavík, lengst af í Höfn í Knnglumýri. Þau hjón áttu fjögur börn og var Sigríður þeirra elst. Hin voru Páll, Guðmundur og Guð- munda. 13. apríl 1946 gfiftist Sigríður Agli Sandholt, gjald- kera. Bjuggu þau allan sinn búskap í Reylgavík. Egill and- aðist 5. júní 1987. Þau Sigríður og Egill eignuðust tvo syni, Stefán, sölustjóra hjá Heklu, kvæntan Maríu Aðalsteinsdótt- ur, kennara. Þau eiga þrjú börn, Egil, Gerðu Björgu, og Sigríði Svövu. Hinn sonur þeirra er Gunnar, félagsráð- gjafi þjá Félagsmálastofnun Reykjavíkur, nú starfandi hjá Norrænu ráðherranefndinni i Kaupmannahöfn. Gunnar á fjögur börn, Önnu Sigríði og Karl Magnús með fyrrverandi konu sinni Hólmfríði Karls- dóttur og Stefán og Hrafnhildi Heiðu með Lindu Leu Boga- dóttur, sambýliskonu sinni. Útför Sigríðar fer fram í dag frá Fossvogskirkju. Kveðja frá Sumarstarfi KFUK Náin samstarfskona okkar, Sig- ríður Magnúsdóttir Sandholt, er látin. Undanfarin ár höfum við verið saman í ritnefnd og unnið að því að skrá sögu Sumarstarfs KFUK, en hún var einn af frum- kvöðlum þess starfs. Ung gekk hún í KFUK og starfaði þar til ævi- loka. Hún eignaðist sterka og lif- andi trú á frelsara sinn, Jesú Krist, sem mótaði líf hennar upp frá því. Boðun Guðs orðs meðal bama og unglinga var henni ætíð mikið hjartans mál. Hún fylgdist með því, hvemig sumarstarfið þróaðist frá dags- og helgarferðum einstakra sveitar- stjóra með telpurnar sínar til sum- arbúðastarfs eins og það er nú í Vindáshlíð. Minningarnar voru ljóslifandi í huga hennar og deildi hún þeim fús með þeim sem yngri eru. Þannig tengdi hún saman for- tíð og nútíð og dró upp myndir af áhugasömum ungum stúlkum, sem lögðu ýmislegt á sig til að geta borið frelsara sínum vitni. Samver- an á ritnefndarfundunum var okk- ur dýrmæt, þar kynntumst við trúartrausti hennar og þakklæti. Sigríður var í hópi þeirra, sem em Sumarstarfinu ómetanlegur styrkur, biðja fyrir því og leggja því lið á ýmsan hátt. Sigríður og Egill byggðu sér bústað í nágrenni sumarbúðanna í Vindáshlíð og þar dvöldust þau mörg sumur ásamt sonum sínum. Þau fylgdust vel með starfmu og ríkti á milli gagnkvæmt traust og vinátta. Einkunnarorð Hlíðarstúlkna eru: „Vertu trú.“ Sigríður varð- veittist í trúnni á frelsara sinn allt til enda. Við þökkum Guði fyrir Sigríði Magnúsdóttur Sandholt og biðjum hann að blessa og styrkja ástvini hennar alla. Betsy Halldórsson, Guðrún Edda Gunnarsdóttir, Gyða Karlsdóttir, Hólmfríður Pétursdóttir. Þótt söknuðurinn sé mikill þá er það okkur huggun að nú dvelur þú hjá Agli afa í ríki Drottins. Þú ert besta amma sem nokkur gæti óskað sér og eflaust gætum við systkinin setið hér lengi og skrifað um þig, en þú baðst okkur frekar um að minnast þín í Jesú nafni en að skrifa, eins og þú kall- aðir það svo oft, svona „pönnukökugreinar“. Við, sem þekktum þig, vitum að góða konu vantar sem sárt verður saknað. Þú sagðir alltaf, amma, að þegar erfiðleik- amir steðjuðu að væri svo gott að spenna greipar og leita til Jesú. Nú þegar söknuðurinn er mestur föram við að ráðum þínum og leit- um þar sem hjálpina er að fínna. Otal minningar um þig streyma fram í hugann og munu þær ávallt lifa í hjörtum okkar. Þú hefur ver- ið einn af okkar bestu kennurum í lífinu og margt sem þú kenndir okkur gleymist seint. Það hjálpar mikið að vita af því að nú dvelur þú í góðu yfírlæti á góðum stað og lætur hann afa dekra við þig eins og hann var vanur að gera. Elsku amma. Þú munt alltaf eiga sérstakan stað í hjörtum okk- ar og minningin um þig mun lifa að eilífu. Til minningar um Egil afa og Siggu ömmu. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvflast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. W býrð mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyrð höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafuliur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur.) Egill, Gerða Björg og Sigríður Svava. í dag er til moldar borin Sigríður Magnúsdóttir Sandholt. Hún var borin og barnfædd hér í Reykjavík. Hún ólst upp í foreldrahúsum á góðu íslensku alþýðuheimili, fyrst í vesturbænum og síðan í austur- bænum. Á unga aldri komst Sigríður í náin kynni við KFUK, Kristilegt félag ungra kvenna. Það taldi hún mikla gæfu. KFUK átti síðan allan hennar hug og stuðning. Þar mætti hún þeim frelsara, sem hún trúði á og vildi þjóna. KFUK var hennar andlega heimili. Hún mótaðist sjálf á æskuárum í yngri deildum félags- ins og tók síðan virkan þátt í öllu starfi þess. Hún var sveitarstjóri til margra ára. Hún tók mikinn þátt í sumarstarfí félagsins. Það var fyrst rekið á ýmsum stöðum, í Straumi, Botnsdal og víðar, uns byggður var hinn glæsilegi skáli í Vindáshlíð. í allri þeirri uppbyggingu tók Sigríður mikinn þátt. Þær voru ómældar stundirnar, sem hún helgaði starfínu í KFUK af fómfysi og einlægum kærleika, ötullega studd af manni sínum og fjölskyldu. Sigríður átti i mörg ár sæti í stjórn KFUK. Þ£ var hún einnig mikill kristniboðsvinur og átti um árabil sæti í stjórn Sambands ís- lenskra kristniboðsfélaga. Sigríður giftist 13. apríl 1946 MINNINGAR Agli Sandholt, gjaldkera. Þau eign- uðust fallegt heimili og bjuggu lengst af á Gullteig 18. Þar áttum við vinir þeirra með þeim fjölmarg- ar indælar samverustundir og styrktumst í okkar helgustu trú. Síðustu árin háði Sigríður harða baráttu við erfíðan sjúkdóm. í þeirri baráttu kom greinilega í ljós, að hún átti styrk trúarinnar. Hún treysti þeim frelsara, sem hún hafði öðlast trú á í æsku. Sú trú brást ekki þegar mest á reyndi. Hún byggði alla sína von á Guði. Hann hafði gefið henni gæfuríkt líf, sagði hún við vini sína, og hann myndi ekki bregðastæ í dauðanum. Hún andaðist í friði á heimili Stefáns, sonar síns og konu hans, Maríu 18. ágúst síðastliðinn. Þau höfðu tekið hana á heimili sitt síð- ustu mánuðina og annast hana af miklum kærleika og einstakri um- hyggju. Kær vinkona okkar er kvödd í dag. Við þökkum Guði fyrir að hafa fengið að njóta samfylgdar hennar og fjölskyldu allt frá æskuárum. Við biðjum sonum hennar og fjölskyldum þeirra blessunar Guðs um ókomin ár. Guð blessi minningu góðrar konu. Ingibjörg og Ástráður Sigursteindórsson. Sigga og Egill. í huga mínum svo nátengd í lífí og starfi að ekki er hægt að minnast hennar án hans, þessara yndislegu hjóna sem gáfu okkur, sem nú söknum sárt, svo mikið. Minningarnar eru margar og góðar. Hugurinn leitar til baka til beraskuáranna, þegar Sigga og Egill héldu stórfjölskyldunni sín árlegu jólaboð á annan dag jóla. Jólaboð með þvílíkum rausnarskap og gestrisni að aldrei gleymist. Þar sem leikin voru leikrit, sýndar teiknimyndir og jólasveinar mættu til leiks, sem á miðjum sjötta ára- tugnum var hreint ævintýri. Þar hittust ungir sem aldnir. Þar var ekkert kynslóðabil. Sigga og Egill, svo samhent alla tíð í því að gleðja aðra. Gestgjafar í orðsins fyllstu merkingu. Orðin „verið þið velkomin" voru þeim svo eðlileg alla tíð. Allir fundu að þeir voru velkomnir á Gullteig 18, þar sem allt það besta var í hávegum haft. Ekki aðeins til há- tíðabrigða, heldur alla dag. Með þeim voru allar samverustundir „spari“. Sigga frænka, hvað henni var margt til lista lagt. Sem barni fannst mér hún geta allt. Hún bað svo fallega til Guðs, sagði svo skemmtilega frá, kunni ráð við öllu, líka að tala við böm og unglinga sem jafningja, og svo var hún mamma Stefáns og Gunnars sem voru eftirlætisfrændur mínir. Mágkonum sínum, Hönnu og Valborgu sem báðar eru látnar, var Sigga alla tíð sem besta systir. Kærleikurinn var þar í fyrirrúmi. Á æskuheimili mínu var það allt- af tilhlökkunarefni ef von var á Siggu og Agli. Stundum litu þau líka bara inn í „molasopa í forbifart- en“. Þá var oft glatt á hjalla á Snorrabrautinni. Sigga varð auf- úsugestur á heimili okkar Halla á gleðistundum og ómetanlegur styrkur þegar sorg bar að garði. Þá var svo gott að geta leitað til hennar. Hún brást aldrei. Alla tíð var samband mömmu minnar, Mörthu, og Siggu, ein- stakt, en eftir að Egill féll frá fyrir nokkru árum, fannst mér það verða eins og dýrgripur sem verður fal- legri eftir því sem tíminn líður. Þar voru þær báðar gefendur og þiggj- endur og nutu hverrar samveru- stundar. Börnin mín, Martha og Stefán, minnast Siggu frænku með sökn- uði, þau kynntust hlýju hennar og ræktarsemi. Það er þeim dýrmætt vegarnesti. Þegar ég sit og skrifa þessar lín- ur er mér efst í huga þakklæti, þakklæti fyrir kærleik sem hefur umvafíð mig og ijölskyldu mína alla tíð. Við Halli, Stefán og Martha sam- hryggjumst af alhug Stefáni, Gunn- ari og fjölskyldum þeirra. Blessuð sé minning Siggu frænku. Jenny. SIG URBJÖRN JÓNSSON T Sigurbjörn Jónsson fæddist á Þæfusteini í Nes- hreppi ytri undir Jökli 6. apríl 1924. Hann varð bráð- kvaddur Iaug- ardaginn 13. ágúst siðastliðinn. For- eldrar hans voru Jón Bjarnason og Lilja Guðmunds- dóttir. Foreldrar Jóns voru Bjarni Bjarnason og Val- gerður Benónýs- dóttir er bjuggu á Kirkjuhóli í Staðarsveit og á Hellissandi, en foreldrar Lilju voru Guðmundur Magnússon og Svanborg Guðmundsdóttir er bjuggu á Litla Kambi í Breiðuvíkurhreppi. Lilja, móðir Sigurbjörns, réðst til Jóns sem ráðskona að Þæfusteini er hann hafði misst fyrri konu sína af barnsförum. Sigurbjörn átti 11 systkini. Sex þeirra eru á lífi: Svanborg, Valgerður, Lýður, Hreinn, Sæbjörn og Jón. Stef- án, bróðir Sigurbjörns lést árið 1983, Hallgrímur 1976, Friðrik árið 1951, Kristín Rut á barns- aldri og Bjarni, hálfbróðir Sig- urbjörns, lést árið 1980. Sigur- björn kvæntist Báru Sigríks- dóttur og eignuðust þau tvö börn, en bæði létust við fæð- ingu. Sigurbjörn átti fyrir Steinþór og á hann einn son, Viðar Orn. Bára átti fyrir tvo syni, og var Sólrún sonardóttir hennar sérstakur augasteinn og afabarn Sigurbjörns. Sigur- björn og Bára bjuggu alla tið í Reykjavík, síðast í Hólmgarði 36. Utför Sigurbjörns fór fram i gær frá Bústaðakirkju. SIGURBJÖRN ólst upp á bænum Þæfusteini sem var kirkjujörð er tilheyrði Ingjaldshóli. Þar var fjár- búskapur stundaður og kýr voru til nytja fyrir heimilið. Bömin fóru fljótlega að vinna fyrir sér. Eftir fermingu var Sigurbjörn veturlangt á Rifí og vann svo á Hellissandi við beitningu og sjósókn. Vegna veik- inda Jóns, föður Sigurbjöms, varð fjölskyldan að bregða búi árið 1944 og fluttist til Hellissands, en árið 1946 taka þau sig upp á nýjan leik og flytjast til Reykjavíkur. Sama ár lést Jón, en Lilja bjó í Reykjavík þar til hún lést árið 1968. Sigurbjöm var mjög þægilegur maður í umgengni. Hann var hógvær og ljúfur í allri framkomu. Hann sinnti áhugamál- um sínum, sem snerust að miklu leyti um veið- ar, garðinn og ferða- lagsbílinn, af natni og voru þau áhugamál hjónunum sameiginleg og þau mjög samtaka og samrýnd i þeim efn- um. Sigurbirni var-^" sjálfsagt ekkert um það gefíð að flíka til- finningum sínum eða skoðunum. Ekki heyrði ég hann kvarta þótt hann þyrfti að beijast við erfiðan sjúkdóm, en hann þurfti að leita sér lækninga bæði hér heima og erlendis vegna hjartasjúkdóms. Það var þó aldrei langt í gamansemina hjá honum. Sigurbjörn og Bára voru góðir gestgjafar heim að sækja. Sem námsmaður utan af landi vandi ég komur mínar til þeirra er þau bjuggu við Tjarnargötu, og svo höguðu aðstæður því þannig að þau fluttu gegnt tengdamóður minni í , Hólmgarði í Reykjavík, svo varla ' var hægt að fara í Hólmgarðinn án þess að heilsa upp á á báðum stöðum. Og þá veitti Sigurbjöm litl- um óþreyjufullum frændum, sem höfðu fengið veiðibakteríuna eins og hann, góð ráð og ýmislegt annað sem nauðsynlegt er að hafa við veiðar. Sigurbjöm var síldarmatsmaður að mennt og sinnti því starfi hér á árum áður. Síðustu árin starfaði hann hjá Reykjavíkurborg við stöðuvörslu, og efa ég'ekki að hannÉ hafí sinnt störfum sinum af sömu natni og trúmennsku og þeim áhugamálum sem ég sá hann sinna. Sigurbjörn lést skyndilega við eftirlætisiðju sína. Hann var í góðri sjóbirtingasveiði í Ölfusá. Ellefu vænir voru komnir á land og sá tólfti var á þegar lífstaugin slitn- aði. Skjót viðbrögð nærstaddra fengu engu breytt. Fréttin um and- lát föðurbróður míns veldur mér hryggð, en við því er ekki annað að gera en þakka samfylgdina. Sig- urbjörn lét af störfum í vor vegna aldurs. Hinar auknu frístundir hafði hann m.a. notað til ferðalaga með Báru um landið og þá voru þeir staðir gjaman sóttir heim þar sem ~~ veiði var von. Ég votta henni og öðrum aðstandendum mína innileg- ustu samúð. Stefán Jóhann Stefánsson. + Konan mín og móðir okkar, MAGÐALENA GUÐLAUGSDÓTTIR á Þambárvöllum, andaðist í sjúkrahúsinu á Hólmavík aðfaranótt 22. ágúst. Magnús Kristjánsson og börn. t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, MAGNÚS GRÍMSSON, Ferjuvogi 21, lést af slysförum 22. ágúst. Útförin verður tilkynnt síðar. Þuríður Magnúsdóttir, Bolli Magnússon, Atli Magnússon, Svanhildur Magnúsdóttir, Matthildur Magnúsdóttir, Helga Magnúsdóttir, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.