Morgunblaðið - 24.08.1994, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 24.08.1994, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ Það stendur drengur á hlaðinu í Núpdalstungu og horfir út dalinn, augun fylgja eftir veginum sem hlykkjast um dalverpið og hverfur svo milli hóla. Einstaka rykbólstur þyrlast upp slitrótt undan bílhjólum. Drengurinn á hlaðinu stendur graf- kyrr og bíður. Bijóst hans er fullt væntumþykju, eftirvæntingu. Faðir hans er að koma. Langir dagar sumarsins í ein- manaleikanum eru gleymdir. Litla hjartað tifar ótt og títt í ungu bijóst- inu. Einn og einn bíll höktir eftir veginum. Svo loksins, loksins leggst langur rykbólstur eftir veginum eins og lifandi risavaxinn ormur sem byltir sér á alla vegu, stækkar og stækk- ar og nálgast með ógnarhraða. A undan geysist bíll og það er eins og bólsturinn æði á eftir honum og vilji gleypa hann. Þetta var áreiðanlega pabbinn hans, sem var að kom að sækja drenginn sinn. Þeir ætluðu að vera tveir einir saman í laxveiði marga, marga, langa daga. Og drengurinn hoppaði upp í bílinn og feðgarnir fundu sér næturstað á lofti í göml- um bæ og þeir klæddu sig saman í morgunsárið, drukku saman morgunkaffið sitt faðirinn og son- urinn og þeir útbjuggu saman nest- ið sitt. Saman gengu þeir að ánni, hár, grannur faðirinn með glitrandi stöngina og fluguboxin í vasanum, sonurinn smár, í lánsstígvélum. Og mófuglarnir sungu. Grasið bærðist í andvaranum, áin sytraði og drengurinn lét fallast á árbakk- ann. Faðirinn gekk öruggum skref- um út í ánna. Veiðistöngin sveiflað- ist létt, línan flaug gegnum loftið svo auga vart á festi, flugan snart vatnsflötinn eins og unnusti ber varir að vinu sinni. Hægar, öruggar kasthreyfíngar föðurins minntu á blaktandi grasið í andvaranum. Sóleyjan hneigði koll sinn í hyrrðinni. En svo allt í einu var sem veröldin stæði kyrr eitt andartak. Mjúkar hreyfingar hans stirðnuðu, það stríkkaði á lín- unni. Drengnum í grasinu fannst sem hjarta sitt stoppaði og andar- takið yrði ógnarlangt. Þá færðist hlýtt bros yfir varir föðurins í ánni og hann kinkaði kolli til drengsins. Engin orð voru sögð, engin orð fóru á milli þeirra. Stráin fóru aftur að blakta í andvaranum og gjálfur árinnar barst á ný eins og kveðandi til himins, svo skvamp og glitrandi taumurinn stóð strekktur út í ána. Lifun slíkrar stundar sáir trausti og virðingu í sál lítillar veru. Slík stund gefur barni, meiri þorska en langt nám. Slík stund bindur bönd sem aldrei slitna. Þannig var faðir minn. Orð þurftu ekki að segjast. Setið gátum við saman og skilið hvor annan í þögninni. Með virðingu lagði ég til hliðar leikhúsfræðinám og gerðist samstarfsmaður hans í nær 30 ár. Þau ár gátu ekki verið betri. Faðir minn var þakklátur maður. Hann gladdist yfir hlutskipti sínu. Þegar honum auðnaðist ekki vegna fátæktar að hefja háskólanám, en lauk þess í stað verslunarskóla- námi, taldi hann það gæfu sína. Þegar hann bað um hönd ungrar stúlku í Noregi, en faðir hennar rak hann á brott vegna þess að engin framtíð væri í honum, fátækum piltinum, taldi hann það gæfu sína. Þegar sjúkdómur hijáði hann og hann ákvað að stofna eigið fyrir- tæki svo hann yrði ekki öðrum byrði, þá taldi hann það gæfu sína. Gæfa föður míns fólst í móður minni og því góða fólki, sem hann tengdist og kynntist hér á landi og starfaði með. Gæfa hans fólst í þessu góða landi sem hann unni svo rtiiklum hugástum og trúði á. Og gæfa hans fólst ekki hvað síst í því að hann trúði ávallt handleiðslu Guðs og hann var sannfærður um að Guð gæfi honum ávallt það sem Guð vissi að væri honum fyrir bestu, þótt erfitt gæti verið á stundum, að skilja hver hin endanlegu mark- mið væru. Mér þykir vænt um að hafa átt slíkan föður. Eg vildi óska hveiju og einu ungviði þeirrar gæfu að mega byggja á trausti og virðingu til föður því slík tengsl gefa uppvax- andi einstaklingi oft meira gildi en flest okkar órar fyrir í dagsins önn. Með þakklæti fyrir allt. Arthur Knut Farestveit. Ég vil í dag, á kveðjustund, minn- ast tengdaföður míns, Einars Far- estveit, og þakka fyrir þá gæfu að hafa fengið að njóta návistar hans. Þó að það séu nær 30 ár síðan fundum okkar Einars bar fyrst sam- an er mér í fersku minni sú stund þegar dóttir hans kynnti mig fýrir honum á heimili hans að Laugarás- vegi 66. Handtak hans var þétt og dökk vökul augun sögðu mér strax að þar færi maður sem stóð vörð um velferð dóttur sinnar og fjöl- skyldu. Fann ég fljótt að það yrði undir mér komið hvort framhald yrði á okkar kynnum, en þegar fram liðu stundir fann ég vinsemd hans og heiðarleika gagnvart mér sem breytti ótta mínum á honum í ein- læga vináttu okkar á milli með gagnkvæmu trausti og virðingu. Viðhorf Einars og skoðanir á mönnum og málefnum hafa vafa- laust mótast af því uppeldi sem hann fékk á æskuheimili sínu á fyrri hluta þessarar aldar. Einar ólst upp yngstur barna í stórum hópi systkina í fámennri sveit um- gii-tri háum fjöllum á vesturströnd Noregs. Mun hann snemma hafa kynnst harðri lífsbaráttu þar sem vinnusemi og dugnaður voru í há- vegum höfð. Einar var hávaxinn maður og svipmikill, öll framkoma hans skapaði honum virðingu hvar sem hann kom og þrátt fyrir mikið skap og eindregnar skoðanir var hann einnig þannig gerður að hann gaf hveijum og einum í fjölskyld- unni tækifæri á að rækta sinn garð án afskipta, velja þær leiðir í lífi og starfi sem hver og einn taldi bestar en á móti kom að nærvera hans og Guðrúnar konu hans urðu mér og fjölskyldu minni til hvatn- ingar og gleði í daglegu lífi, öryggi og traust á erfiðum stundum. Það var alveg sama hvernig stóð á hjá Einari tengdaföður mínum, ef ég, kona mín eða börn þurftum á hon- um að halda, kom hann strax, umyrðalaust, án athugasemda og liðsinnti okkur eins og hann var fær um. Þessi umhyggja sem hann sýndi fjölskyldu sinni og samferða- fólki var einstæð og þegar barna- börnin uxu úr grasi fundu þau fljótt að hjá afa Einari var að finna alla þá ást og umhyggju sem nokkur maður getur gefið. Þegar Einar háði sína hinstu baráttu við illvígan sjúkdóm sýndi hann einstakan styrk og æðruleysi. Einar fékk að dvelja heima í faðmi fjölskyldunnar þar til yfir lauk og þegar hann fann að stundin var komin, kvaddi hann ástvini sína hvern og einn. Þannig gekk Einar frá sínum málum eins og hann ávallt gerði svo farsællega í sínu daglega lífi. Með Einari er farinn enn einn fulltrúi þeirrar kynslóðar sem lagði grunninn að velferð okkar í dag. Þó svo að viðhorf og lífssýn okkar sem á eftir komum séu í mörgu á annan hátt en þeirrar kynslóðar sem ól okkur upp, hef ég fundið að bestu eðliskostir Einars, heiðar- leiki og trygglyndi, flytjast áfram með börnum hans. Ég votta Guðrúnu og börnum hennar mína innilegustu samúð. Gunnsteinn Gíslason. Þá hefur tengdafaðir minn kvatt. Tár mín hníga af hvörmum. Sár er söknuður. Það eru hartnær 38 ár síðan ég og Arthur næstelsti sonurinn kynntumst og lögðum upp í langa ferð saman. Ekki get ég sagt að tengdafaðir minn hafi fagnað þessu bráðræði í okkur unglingunum aðeins 15 ára gömlum, lái nokkur það. En þegar hann sá að okkur var full alvara þá var heimili hans og Guðrúnar MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 1994 27 MINNINGAR ~ mér opið á hverri stundu. Og sam- verustundirnar urðu fleiri og fleiri og kynni okkar urðu nánari og nán- ari með hveiju árinu sem leið. Tengdafaðir minn var glæsilegur maður svo af bar, teinréttur og það stafaði birtu af honum. Klæðnaður hans ávallt áberandi snyrtilegur, það var tekið eftir tengdaföður mínum hvar sem hann fór. Kurteis og hlýleg framkoma hans var sú sama, hvort hann tók í hönd daglaunamanns eða framrétta hönd áhrifamanna og landshöfðingja. Auga hans fyrir fallegum og vönduðum fatnaði var næmt. Á ferðalögum sínum til Bandaríkj- anna, þegar hann var í innkaupa- ferðum, keypti hann oft klæðnað á okkur ungu dömurnar í fjölskyld- unni. Fallegustu kjólana mína færði hann mér. Og ekki gleymi ég gleð- inni sem lýsti af andliti hans þegar ég bað hann að kaupa brúðarkjólinn minn. Glöð og stolt skrýddist ég honum, glöð og stolt gekk ég í honum inn Dómkirkjugólfið. Kjólinn minn gat ekki verið fallegri. Þegar einhver var veikur í fjöl- skyldunni fylgdist hann með. Hann var höfuð ættar okkar á íslandi og velferð hvers og eins var hans hjart- ans mál. En ef hann var sjálfur veikur og inntur eftir líðan sinni þá svaraði hann ávallt að bragði: „Hún er svona nokkurn veginn,“ eða, „ég er bara svo latur í dag.“ Orðið leti þekktist hins vegar ekki í sinni réttu merkingu í fari hans. Samviskusemi, dugnaður og nægjusemi einkenndu hans far. Hann var ávallt þakklátur fyrir það sem hann hafði, gerði ávallt allt eins vel og hann gat, það var hans metnaður. En hvort hann var fremstur eða næstfremstur skipti hann hins vegar engu máli. Aldrei öfundaði hann nokkurn mann, en gladdist með öðrum er vel gekk. Tengdafaðir minn vildi dvelja heima til hinstu stundar. Teinréttur og stolltur gekk hann sinna erinda innan dyra, sjálfur skyldi hann gera allt sem orkan leyfði. Hugsjón hins yndislega hóps frá Heimahlynningu Krabbameinsfélagsins féll eins og hönd í hönd við lífshugsjón hans. Hann fékk að kveðja með reisn eins og hann lifði alla tíð. Þökk sé fjöl- skyldunni, þökk sé þessu yndislega fólki frá Heimahlynningunni. Við getum verið stolt af að eiga ein- staklinga í hjúkrunarstétt sem bera svo mikla hlýju og líkn í hjarta sér eins og þetta fólk ber og sýndi á erfiðum stundum. Guð blessi störf þess. Ég vil að lokum þakka þá miklu Guðs gjöf að hafa fengið að eiga Einar að tengdaföður, að hafa feng- ið að leggja börn mín í afafang hans, að hafa fengið að njóta hlýju hans og ástar. Guð blessi minningu hans. t Eiginmaður minn, JÓHANIM Þ. K. BJÖRNSSON, andaðist á Hrafnistu, Reykjavík, mánudaginn 22. ágúst. Ágústa Erlendsdóttir. t Ástkær eiginmaður minn, faðir og afi okkar, SIGURBJÖRN JÓNSSON, Hólmgarði 36, yarð bráðkvaddur hinn 13. ágúst sl. Útförin hefur farið fram. Bára Sigriksdóttir, Sólrún Aradóttir, Steinþór Sigurbjörnsson, Viðar Örn Steinþórsson. t Móðir mín, ANNA GUÐRÚN HALLDÓRSDÓTTIR frá Siglufirði, Tómasarhaga 29, Reykjavfk, lést 22. ágúst sl. Agnes Egilsdóttir. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, VILBOGI MAGNÚSSON, Njörvasundi 10, Reykjavík, lést í Borgarspítalanum sunnudaginn 21. ágúst sl. Jarðarförin verður auglýst síðar. Rósa Viggósdóttir, Viggó Vilbogason, Sesselja Gísladóttir, Maria Vilbogadóttir, Einar Kr. Friðriksson, Jóhann Vilbogason, Þórdís Gunnarsdóttir, Guðlaug Vilbogadóttir og barnabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð við. andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, VALGERÐAR INGIBERGSDÓTTUR, Teygingalæk. Guðjón Ingimundarson, Sigrún Stefánsdóttir, Sveinbjörg G. Ingimundardóttir, Ólafur J. Jónsson, Árni Ingimundarson, Guðrún Káradóttir, Bergur Ingimundarson, Sólveig Snorradóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Dröfn H. Farestveit. Hann afi Einar er dáinn! Þó hann hafi ekki verið alvöru afi minn, fékk ég að kalla hann það. Mér fannst nefnilega alltaf svo óréttlátt að Ólöf og Einar frændi gátu kallað hann afa en ekki ég. Eg vildi eiga afa Einar líka. Á tímabili í æsku minni var ég sannfærð um að hann hlyti að vera afi minn. Hann var svo góður við mig jafnt og við barnabörn sín. Hann var vanur að kalla mig Möggu litlu. Hann var mikill heiðursmaður og ávallt kallaði ég hann afa Einar og fannst ég um leið eiga smá hlut í lijarta þessa manns. Eg leit ávallt upp til hans og bar virðingu fyrir honum. Ég vil því bera honum hinstu kveðju, með söknuði, frá Möggu litlu. Guðrúnu, börnum, tengdabörn- um, barnabörnum og barnabarna- börnum votta ég samúð mína. Ásta Margrét. Kristjánsdóttir. Fleiri greinar um Einar Farestveit bíða birtingar og nwnu birtast í blaðinu næstu daga. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, sonar, bróður og tengdasonar, GUÐJÓNS ÓLAFSSONAR vélstjóra, Seljalandsvegi 56, isafiröi. Jóhanna Guðmundsdóttir, Guðmundur Guðjónsson, Sesselja Guðjónsdóttir, Elísa Björt Guðjónsdóttir, Hákon Dagur Guðjónsson, Ölafur Halldórsson, Hugljúf Ólafsdóttir, Margrét Ólafsdóttir, Hrólfur Ólafsson, Ásgerður Ólafsdóttir, Halldór Ólafsson, Einar Ólafsson, Elín Ólafsdóttir, Sigurbjörg Sigurjónsdóttir. Lokað Skrifstofur okkar, verslun og þjónustudeild verða lokuð í dag, miðvikudaginn 24. ágúst, frá kl. 12.00 vegna jarðarfarar EINARS FARESTVEIT, forstjóra. Einar Farestveit & Co hf., Borgartúni 28. Hljóðvirkinn sf., Höfðatúni 2.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.