Morgunblaðið - 24.08.1994, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 24.08.1994, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 1994 39 DAGBÓK VEÐUR * é * * R'9nin9 é -;t é é é Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað Skúrir * Slydda '^7 Slydduél Snjókoma 'y' Él Sunnan, 2 vindstig. Vindörin sýnir vind- stefnu og fjöðrin SSS vindstyrk, heil fjöður ^ * er 2 vindstig. é 10° Hitastig S Þoka Súld VEÐURHORFUR í DAG Yfirlit: Yfir landinu norðanverðu er dálítill hæð- arhryggur sem þokast norðaustur, en um 700 km suðsuðaustur af Hornafirði er 1.000 mb lægð sem hreyfist lítið í bili. Skammt suðaust- ur af Hvarfi er síðan 995 mb lægð sem hreyf- ist norðnorðvestur og grynnist. Spá: Austlæg eða suðaustlæg átt, gola eða kaldi. Dálítil rigning eða súld á Suðaustur- og Austurlandi, en síðan sæmilega bjart norðvest- an til á landinu. Þegar líða tekur á daginn má búast við smá skúraleiðingum sunnan- og suð- vestanlands. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA Fimmtudag: Austlæg eða suðaustlæg átt, víða kaldi. Þurrt að mestu norðanlands en víða dálítil rigning í öðrum landshlutum. Hiti 10-16 stig að deginum, hlýjast norðanlands. Föstudagur og laugardagur: Fremur hæg austlæg eða norðaustlæg átt. Skýjað austan- lands og líklega dálítil súld eða rigning, skúrir sunnanlands en bjart veður vestanlands og í innsveitum á Norðurlandi. Hiti 9-15 stig, hlýj- ast vestanlands. Veðurfregnatímar: 1.30, 4.30, 6.45, 7.30, 10.45, 12.45, 16.30, 19.30, 22.30. Svarsfmi Veðurstofu Islands - Veðurfregnir: 990600. Fyrir ferðamenn: 990600 og síðan er valið 8. FÆRÐ Á VEGUM (Kl. 17.30 í gær) Færð á vegum er yfirleitt góð, en gæta verður varúðar á svæðum þar sem unnið er að vega- gerð. Hálendisvegir eru yfirleitt opnir jeppum og öðrum fjallabílum. Nánari upplýsingar um færð eru veittar hjá þjónustudeild Vegagerðar- innar í Reykjavík í símum: 996316 (grænt núm- er) og 91-631500. Einnig eru veittar upplýs- ingar um færð á vegum í öllum þjónustustöðv- um Vegagerðarinnar, annarsstaðar á landinu. Helstu breytingar til dagsins i dag: Lægðin við Skotland þok- ast heldur lítið en hæðarhryggur við Vestfirði hreyfíst i norður. VEÐUR VIÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma Akureyri 13 léttskýjað Glasgow 17 rigning Reykjavík 13 iéttskýjað Hamborg 23 léttskýjað Bergen 19 hátfskýjað London 21 skýjað Helsinki 19 léttskýjað Los Angeles 20 léttskýjað Kaupmannahöfn 21 léttskýjað Lúxemborg 24 skýjað Narssarssuaq 8 rigning Madríd 31 heiðskírt Nuuk 7 rigning Malaga 37 heiðskírt Ósló 20 skýjað Mallorca 32 léttskýjað Stokkhólmur 18 skýjað Montreal 12 heiðskírt Þórshöfn 11 súld NewYork 16 léttskýjað Algarve 26 heiðskírt Orlando 24 alskýjað Amsterdam 19 þokumóða París 26 skýjað Barcelona 28 mistur Madeira 25 léttskýjað Berlín 24 léttskýjað Róm 31 léttskýjað Chicago 16 léttskýjað Vín 27 léttskýjað Feneyjar 29 þokumóða Washington 18 heiðskírt Frankfurt 25 hálfskýjað Winnipeg 19 þrumuveður REYKJAVÍK: Árdegisflóð kl. 8.03 og siðdegisflóð kl. 20.21, fjara kl. 1.59 og 14.10. Sólarupprás er kl. 5.44, sólarlag kl. 21.11. Sól er í hádegsisstað kl. 13.28 og tungl í suðri kl. 3.28. ÍSAFJORÐUR: Árdegisflóð kl. 9.56 og síðdegisflóð kl. 21.14, fjara kl. 4.05 og 16.15. Sólarupprás er kl. 4.40. Sólar- lag kl. 20.27. Sól er í hádegisstað kl. 12.35 og tungl í suðri kl. 2.35. SIGLUFJÖRÐUR: Árdegis- flóð kl. 00.15 og síðdegisflóð kl. 12.36, fjara kl. 6.20 og 18.30. Sólarupprás er kl. 5.21. Sólarlag kl. 21.09. Sól er í hádegisstað kl. 13.16 og tungl í suðri kl. 3.16. DJÚPIVOGUR: Árdegisflóð kl. 5.11 og síðdegisflóð kl. 17.32, fjara kl. 11.27 og kl. 23.41. Sólarupprás er kl. 5.13 og sólarlag kl. 20.43. Sól er í hádegisstað kl. 12.59 og tungl í suðri kl. 2.58. (Morgunblaðið/Sjómælingar íslands) H Hæð L Lægð Kuldaskil Hltaskil Samskil Yfirllt Krossgátan LÁRÉTT: 1 baks, 8 mælir, 9 árn- ar, 10 ílát, 11 ræfla, 13 skerti, 15 æki, 18 hugsa um, 21 frístund, 22 ásyiýa, 23 gufa, 24 und- anskilinn. LÓÐRÉTT: 2 ginnir, 3 mæta, 4 öls, 5 nói, 6 þvottasnúra, 7 ósoðni, 12 á vísl, 14 gubbi, 15 mögulegt, 16 tómar, 17 eitt sér, 18 hvell, 19 auðlindin, 20 forar. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 sigra, 4 gerði, 7 æfing, 8 getur, 9 agn, 11 ausa, 13 saur, 14 risti, 15 skán, 17 fold, 20 err, 22 æskan, 23 Elmar, 24 tunna, 25 nærri. Lóðrétt: 1 skæla, 2 glits, 3 agga, 4 gagn, 5 rotta, 6 iðrar, 10 gosar, 12 ann, 13 Sif, 15 stælt, 16 álkan, 18 ormar, 19 dormi, 20 enda, 21 regn. í dag er miðvikudagur 24, ág- úst, 236. dagur ársins 1994. Barthólómeusmessa. Orð dags- ins er: Þá er Jesús sér trú þeirra, segir hann við lama manninn: „Barnið mitt, syndir þínar eru fyrirgefnar.“ vinnustofur og spilasai- ur. Kl. 15 kaffitími. Fyrirhuguð er betjaferð í næstu viku. Uppl. og skráning í síma 79020. mmm Dómkirkjan: Hádegis- bænir kl. 12.10. Leikið á orgelið frá ki. 12. Létt- ur hádegisverður á kirkjuloftinu á eftir. Háteigskirkja: Kvöld- og fyrirbænir í dag kl. 18 Skipin Reykjavíkurhöfn: í fyrradag fóru Halldór Jónsson og Hákon. í gær fór varðskipið Óð- inn. Þá var búist við að Reykjafoss og Engey færu út og að Múlafoss, Bakkafoss og Helga- fell kæmu inn. Hafnarfjarðarhöfn: í dag er Hvítanesið væntanlegt og rúss- neska timburskipið Maymaksa. Fréttir í dag, 24. ágúst, er Barthólómeusmessa, „messa til minningar um Barthólómeus postula,“ segir í Stjörnu- fræði/Rímfræði. Dóms- og kirkjumála- ráðuneytið hefur veitt sr. Þorleifi Kjartani Kristmundssyni, iausn frá embætti sóknar- prests í Kolfreyjustaðar- prestakalli í Austfjarð- arprófastsdæmi og frá embætti prófasts í Aust- ijarðaprófastsdæmi, að eigin ósk, frá 1. septem- ber 1994 að telja. Þá hefur ráðuneytið viður- kennt sem staðgöngu- mann forstöðumanns Bahá’iatrúfélagsins Ól- afíu Kristnýju Ólafs- dóttur, segir í Lögbirt- ingablaðinu. Þar segir einnig að menntamála- ráðuneytið hafi skipað dr. Sigurð Reyni Gísla- son til að gegna stöðu fastráðins sérfræðings við jarðfræðistofu Raun- vísindastofnunar Há- skólans frá 1. júní 1994 að telja og að utanrikis- ráðuneytið hafi veitt Jóni Ólafssyni viður- kenningu sem kjörræð- ismanni Tékklands með ræðismannsstigi í Reykjavík. Bóksala Félags kaþ- ólskra leikmanna er opin á Hávallagötu 14 kl. 17-18. (Mark. 2,5.) Dómkirkjan í Reykja- vík verður í sumar með þjónustu við ferðafólk. Kirkjan verður opin frá kl. 10-18 alla virka daga. Á kirkjulofti er sýning muna sem tengj- ast sögu Dómkirkjunnar ásamt gömlum mann- lífsmyndum úr Reykja- vík. Leiðsögn um kirkj- una og sýninguna býðst þeim sem þess óska. Mannamót Gerðuberg, félagsstarf aldraðra. Á morgun kl. 10.30 helgistund í um- sjón Ragnhildar Hjalta- dóttur. Kl. 12 hádegis- hressing. Þá opna Neskirlqa: Bænamessa kl. 18.20. Guðmundur Óskar Ólafsson. Friðrikskapella: Guðs- þjónusta í kvöld kl. 20.30. Prestur sr. Guð- mundur Karl Ágústs- son. Kaffi í gamla fé- lagsheimili Vals að guðsþjónustu lokinni. Minningarspjöld Samtaka um Tónlist- arhús fást á skrifstof- unni, Geysishúsi, Aðal- stræti 2 þar sem opið er alla virka daga milli kl. 10-15. Einnig er hægt að panta gíróseðil í síma 629277. | C. V arðskipið Oðinn VARÐSKIPIÐ Óðinn RE er nú á leið til Bar- entshafs þar sem það verður íslenska togara- flotanum til aðstoðar. Skipið var smíðað fyrir Landhelgisgæsluna í Danmörku 1959 og kom hingað til lands í ársbyijun 1960. Fyrsti skip- herra á Óðni var Eiríkur Kristófersson. Óðinn er 839 brúttórúmlesta stálskip með tveimur díselvélum sem hvor um sig eru 2.850 hest- öfl. Skipinu var breytt í Álaborg í Danmörku þar þyrluskýli var sett í það. Óðinn laskaðist^”"" nokkuð í átökum við breska landhelgisbijóta árið 1976, þá undir sljórn Helga Hallvarðsson- ar skipherra. I fyrstu voru 26 manns í áhöfn skipsins en þeir eru nú 18. Núverandi skip- herra Óðins er Kristján Þ. Jónsson. ÞJÓDARA THVCU ALOE VERA brunagelið frá JASON hefur valcið athygli þjóðarinnar vegna einstakra lækninga- eiginleika safans úr ALOE VERA-jurtinni. ALOE VERA-gelið frá JASON hefur reynst mjög vel við ýmsum tegundum psoriasis, alskyns bruna (sólbruna, bruna v/gufu), útbrotum (bólum, frunsum o.s.frv.), æðahnútum, tognun, vandamálum í hársverði, kláða, sveppasýkingu, vöðvabólgum og einnig gefur gelið mjög góðan árangur sé það notað eftir rakstur (sótthreinsandi, græðandi og rakagefandi). Áríðandi er að hafa í huga að einungis ALOE VERA-gelán skaðlegra litar- og ilmefna gefur áþreifanlegan árangur. ALOE VERA 98% gelið frá JASON er kristaltært eins og ómengað lindar- vatnið úr hreinni náttúrunni. Spyrjið því um ALOE VERA-gel frá JASON, sem er án kemiskra litar- og ilmefna ef þú væntir árangurs. ALOE VERA 98% gel frá JASON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.