Morgunblaðið - 24.08.1994, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 24.08.1994, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 1994 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Einar Farest- veit fæddist 9. apríl 1911 á jörð- inni Farestveit í Modalen á Hörða- landi í Noregi. Hann lést að kvöldi sunnudagsins 14. ágúst síðastliðins að heimili sínu, Garðatorgi 17 í Garðabæ. Foreldrar hans voru Knut Knutsen Farestveit, óðals- bóndi á jörðinni Farestveit, og Anna Olavsdóttir Farestveit fædd í Övre Helland í Modalen. Einar var yngstur níu systkina. Tvö systkina hans eru enn á lífi. Alfred Farestveit vélstjóri, fæddur 1902, hann býr í Sogni, og Klara Andrea Kleiva, fædd 1908, hún býr í Björgvin. Tveir bræðra Einars fluttust til Norður-Dakota í Bandaríkjun- um á unga aldri og gerðust bændur þar. Jörðin Farestveit hefur verið í eign sömu ættar siðan 1746 er Botne-Ola kvæntist ekkjunni , Önnu Sjurdóttur, sem sat þá jörðina. Jörðin kemur við sögu í Eglu, en EgiII Skalla-Gríms- son mun hafa haft næturstað þar er hann var á leið á kon- ungsfund. Einar hóf nám í alþýðuskól- anum í Fana utan við Björgvin eftir barnaskólagöngu. Hugur hans stefndi til háskólanáms í lögfræði en vegna fátæktar þá hóf hann nám við K. Nerheims Handelsskole í Molde þaðan sem hann lauk verslunarnámi. * Einar kom til íslands 1933, ráð- inn til að leiðbeina við uppsetn- ingu á refabúum og kenna meðferð við refarækt. Hann varð síðar framkvæmdastjóri skinnasölu Loðdýraræktarfé- lags íslands. Árið 1941 réðst hann til starfa hjá G. Helgason & Melsted hf. og gerðist fram- kvæmdasljóri þess félags. Þá var hann jafnframt fram- kvæmdastjóri Pan Am á Is- landi. Árið 1964 stofnaði hann eigið fyrirtæki, Einar Farestveit & Co. hf. sem hann starfaði við til dauðadags. Einar var einn af stofnendum ToIIvörugeymsl- ' unnar hf. og sat í stjórn hennar um árabil. Einar og Guðrún stofnuðu árið 1991 sjóð, Gudrun og Einar Farestveits Fond. Þessi sjóður var stofnaður til að verðlauna GÓÐUR VINUR, lærifaðir og sann- ur afi er mér að eilífu horfínn sjón- um. Ég minnist hans fyrst og fremst sem mjög heiðarlegs og trausts manns, manns sem mikil reisn fylgdi og virðuleiki. Afi Einar var gæddur ótrúlegri þrautseigju og ákveðni sem fáum er gefin. Heiðar- leikinn var hans aðalsmerki og sagði hann alltaf, að maður yrði •*- umfram allt að koma hreint fram og vera réttlátur. Ég man hve gott var að koma til afa og ömmu á Laugarásvegi 66, en þar var mér alltaf tekið opn- um örmum. Ég og afi gátum setið og spjallað saman löngum stundum. Á sama hátt minnist ég þess hve gott var að koma á skrifstofu afa Einars og setjast fyrir framan skrif- borðið hans og fylgjast með því sem hann var að gera. Alltaf hafði afi tíma til að spjalla við nafna sinn um það sem hann lysti. Afi Einar ^ .var lífsreyndur maður og kunni frá mörgu að segja. Oft fólst í sögum hans ráðlegging um hvernig menn skuli koma fram við náunga sinn og það er ómetanlegur fróðleikur sem ég á eftir að geyma í huga mínum um allan aldur og vera mér leiðarljós í daglegu lífí og starfí. Ég minnist þess þegar ég lá **"þungt haldinn á gjörgæsludeild Landspítalans fyrir um 10 árum og og styrkja íslenska grunnskóla- og framhaldsskóla- nema sem vilja leggja stund á nám í norsku. Einar Far- estveit var einn af frumkvöðlum fé- lags Noregsvina hér á landi, Nor- mannslaget. Hann tók mikinn þátt i skógræktarstarfi í Heiðmörk. Fyrir störf sín að sam- skiptum Islands og Noregs var hann sæmdur riddaratign St. Olavs orðunnar af 1. gráðu. Einar kvæntist Guðrúnu Sig- urðardóttur frá Hvammstanga 21. október 1934. Guðrún er dóttir Sigurðar Pálmasonar kaupmanns á Hvammstanga, ættuðum frá Æsustöðum í Langadal, og Steinvarar Helgu Benonýsdóttur frá Kambhóli í Vestur-Húnavatnssýslu. Einari og Guðrúnu varð sex barna auðið. Stúlkubarn lést í fæðingu en fimm eru á lífi: Sig- urd Steinar Farestveit, yfir- verkfræðingur hönnunardeild- ar Stockholms Konsult, fæddur 5.5. 1935, búsettur í Stokk- hólmi. Sambýliskona hans er Cecilia Wenner, deildarstjóri. Steinar á fimm börn og eitt barnabarn. Arthur Knut Farestveit, fram- kvæmdasljóri, fæddur 13.7. 1941. Búsettur í Garðabæ. Eig- inkona hans er Dröfn Haf- steinsdóttir Farestveit hús- stjórnarkennari. Þau eiga 3 börn og eitt barnabarn. Edda Farestveit, snyrtisér- fræðingur, fædd 31.8. 1947, búsett í Reykjavík. Eiginmaður hennar er Gunnsteinn Gislason, skólameistari Myndlista- og handíðaskóla íslands. Þau eign- uðust fjögur börn. Þijú eru á lífi og eitt barnabarn. Gerda Farestveit, leikskóla- kennari, fædd 6.3. 1949, búsett í Garðabæ. Eiginmaður hennar er Þórður G.E. Guðmundsson, f ramk væmdastj óri rekstrar- sviðs Landsvirkjunar. Þau eiga þrjú börn. Hákon Einar Farestveit, versl- unarstjóri, fæddur 20.9. 1957, búsettur í Garðabæ. Eiginkona hans er Guðrún Albertsdóttir Farestveit, sölumaður. Þau eiga þijú börn. Útför Einars Farestveit fer fram frá Dómkirkjunni í dag. vakna úr móki um stundarsakir og verð var við að afi Einar situr við rúmstokkinn. Ég man hvað mér þótti leitt að geta ekki haldið mér vakandi til að spjalla en afi svaraði að það gerði ekkert til ef hann mætti bara sitja hjá mér og horfa á mig. Þessi orð og þessi heimsókn líða mér aldrei úr minni. Ári síðar þegar ég hafði náð fullri heilsu fór ég með afa og ömmu í sumardvöl í sumarbústaðnum þeirra í Modalen í Noregi, æskustöðvum afa. Það sumar fræddi afi mig mikið um skóginn, dalinn og ættingja mína auk þess sem ég, 14 ára unglingur- inn, hafði mjög gott af samfélaginu við afa og ömmu. Afi Einar sagði alltaf að það væri gott að láta sér leiðast örlítið stundum því það skerpti hugsunina og hvetti menn til að finna sér eitthvað til dund- urs. Ég man ekki eftir að mér hafi leiðst neitt þessa tvo mánuði sem ég dvaldi í Noregi. Alltaf var afi Einar reiðubúinn að gera eitthvað fyrir nafna sinn. Veturinn eftir að ég kom af spítal- anum fór hann með mig á göngu- skíði upp í Heiðmörk. Renndum við nafnarnir okkur á skíðum í gegnum skóginn og að bjálkahúsi því sem Nordmanslaget á og afi átti svo mikinn þátt í að reisa. Við fórum nokkrar svona ferðir um veturinn og áttu þær mikinn þátt í að hjálpa mér að öðlast líkamlegt þrek eftir sjúkrahúsleguna. Eftir stúdentspróf hóf ég nám í Háskóla íslands. Eftir heilmikinn lestur náði ég ekki ákveðnu prófi og var mjög ósáttur við niðurstöð- una og taldi mig verulegum órétti beittan. Afi Einar bað mig um að heimsækja sig - hann langaði til að ræða við mig um þetta sem var að ergja mig. Við hittumst nafnam- ir eitt síðdegi og dmkkum saman kaffi. Þá sagði afi mér að lögfræði hefði hann alltaf langað til að læra en aldrei haft efni á því. Ég hét því sjálfum mér þvi að ég skyldi standa mig fyrir afa. Hann sagði að það sem hann hefði stundum talið sína mestu ógæfu reyndist síð- ar verða hin mesta gæfa. Þetta var skóli lífsins. Ég heimfærði þessi orð strax upp á umrætt próf og ákvað bara að gleyma vonbrigðunum og gera enn betur næst. Þessi orða afa eru mér enn mjög minnisstæð. Ég er sannfærður um að það að ég fylgdi þessum orðum og efldist við mótlætið varð lykill að velgengni í öðmm prófum. En það er sárt til þess að hugsa að afi Einar skyldi ekki lifa þann dag að sjá mig ljúka námi. Það hefði glatt mig óendan- lega mikið og ég veit að það hefði hann einnig viljað. En vegir Guðs eru órannsakanlegir og áður en varði hafði Hann kallað afa til sín. Það er erfitt að bera nafn svo mik- ils manns sem afi minn var. Ég mun þó gera allt sem í mínu valdi stendur til að rísa undir því nafni sem ég ber og vona að ég geti kom- ið fram af þeim heiðarleika, trúnaði og réttsýni sem afí minn bjó yfir. Ég trúi því að afi muni vaka yfir nafna sínum og veita mér styrk og leiðbeina mér í störfum mínum og daglegu lífi. Ég þakka Guði fyrir að hafa átt hann að, fyrir allt sem hann kenndi mér og fyrir allt sem við gerðum saman. Ég bið góðan Guð að geyma hann og styrkja ömmu Guðrúnu í sorg hennar, börn- in hans, okkur bamabörnin og bamabarnabömin sem nutu hans í svo skamman tíma. Einar Farestveit jr. Forréttindi var það fyrsta sem kom upp í huga mínum er ég sat við dánarbeð tengdaföður míns, Einars Farestveit, skömmu fyrir andlát hans og lét hugann reika aftur til okkar fyrstu kynna. Ég tel mig afar lánsaman að hafa fengið að kynnast honum og mikil forrétt- indi að hafa verið samferðamaður hans um hríð. Virðuleikinn sem ein- kenndi hann alla tíð náði út fyrir hið jarðneska líf því hann vék ekki frá honum á stund dauðans. Lífínu er oft líkt við leiftur og víst er það svo sé mælt á kvarða eilífðarinnar. Á skilnaðarstundu bregður lífi hins látna upp fyrir okkur í einum svip. Við sjáum eina heildarmynd, mismunandi skýra, en þess greinilegri, því dýpri spor sem viðkomandi hefur markað í samtíð sína. Því finnst mér ekki undarlegt að mynd hans er ljóslifandi í huga mér og mjög skýr. Einar var hávaxinn maður og tígulegur. Svipur hans var einbeitt- ur og það var höfðingjabragur yfír útliti hans og framkomu. Alltaf var hann reiðubúinn að rétta hjálpar- hönd og oftast fann hann það á sér hvenær aðstoðar væri þörf. Gáfur hans og miklir hæfileikar á mörgum sviðum, ásamt langri og merkilegri lífreynslu gerðu honum auðvelt að takast á við hin fjölbreytilegu störf sem lengstan hluta starfsferils hans voru í verslunarrekstri. Hann hafði alltaf sterka framtíð- arsýn í flestu sem hann tók sér fyrir hendur. Hann var eins og góð- ur skákmaður og hugsaði því jafnan marga leiki fram í tímann. Þannig fórnaði hann oft stundarávinningi ef það féll ekki að þeirri framtíðar- sýn sem hann hafði markað sér. Tæki hann áhættu gekk hann alltaf þannig til verks að það yrði hann sem tapaði. Hann mátti ekki til þess hugsa að neinn yrði fyrir tapi af hans völdum og starfaði hann í þeim anda allt sitt líf. Hann bar mjög sterkar taugar til heimabyggðar sinnar í Modalen í Noregi og fann ég að mikil virðing var borin fyrir honum þar. Hann lét verða af því fyrir allmörgum árum að byggja sumarhús á jörð- inni Farestveit þar sem hann fædd- ist og dvaldist þar sumarlangt um alllangt árabil. Honum þótti mönn- um fulltíðrætt um það hve oft rigndi í Modalen og sagði rigningu fal- legri þar en á nokkrum öðrum stað og þegar sólin kæmi væri enginn staður fegurri. Komst ég fljótt að því hversu satt þetta var. í sumar dvaldi ég í Modalen og fannst mér þá eins og áður að þarna væri ég í hans nafni. Fólkið bað fyrir kveðj- ur til hans, saknaði hans greinilega og sagði að vorið hefði alltaf komið með honum. Við höfðum ákveðið að fjölskylda mín myndi ganga um fjöll og fírnindi með hann sem sam- ferðamann í huganum. Það vár því sterk tilfínning að ganga þarna um með hann i huga, vitandi að þetta var síðasta sumarið hans. Einar giftist Guðrúnu Sigurðar- dóttur frá Hvammstanga en henni kynntist hann er hann starfaði þar um hríð. Hún stóð við hlið hans alla tíð og var hans stoð og stytta í flestu því sem hann tók sér fyrir hendur. Mikla virðingu hef ég borið fyrir þeirri konu frá fyrstu stundu. Hún er ein þeirra kvenna sem settu heim- ili sitt og uppeldi bama sinna í önd- vegi og gleymdi sjálfri sér í áhuga sínum i að gera vel við aðra. Hún hafði góð áhrif á mann sinn í flestu og bar hann alla tíð djúpstæða virð- ingu fyrir henni eins og aðrir sem kynnst hafa þessari sómakonu. Tengdafaðir minn er allur. Reisn og virðing einkenndi líf hans og brotthvarf úr þessum heimi. Sjálfs- virðingu sinni hélt hann til hinstu stundar fyrir aðdáunarverða um- hyggju barna sinna og tengda- barna. Aðdáunarverð var einnig umönnun Heimahjúkrunar Krabba- meinsfélags íslands síðustu vikum- ar og sú mikla virðing sem þar er borin fyrir þjáðum sjúklingum. Þó sorgin sé mikil á þessari stundu er gleðin einnig nærri. Sú gleði er mikil og einlæg því minn- ingar um tengdaföður minn verða mér og fjölskyldu minni ávallt sem dýrmætur fjársjóður sem við mun- um varðveita, þakklát fyrir að hafa verið blessuð með návist hans. Við munum sakna Einars Farestveit. Þórður Guðmundsson. Einar Farestveit var afi minn og einn af bestu vinum mínum. Hann var ótrúlega hjartastór maður sem hugsaði alltaf meira um aðra en sjálfan sig og mér leið alltaf vel í návist hans. Ég elskaði hann afa minn mikið og ég þakka honum fyrir allt sem hann gerði fyrir mig. Með þessu ljóði vil ég kveðja ást- kæran afa minn og þakka honum fyrir allt sem hann var mér alla tíð. Elsku afi okkar Engin orð fá því lýst hversu heitt við elskum þig. Engin orð fá því lýst hversu mikið við vonum að þér gangi vel. Engin orð fá því lýst hversu góður maður þú varst. Elsku afi okkar við elskum þig öll. Elsku afi okkar. (Hjördís Eva Þórðardóttir) Hjördís Eva Þórðardóttir. Elsku afi okkar er dáinn. Söknuð- urinn og tómleikinn er svo mikill. Það er svo margt sem kemur upp í huga okkar á stundu sem þessari, þegar við hugsum til baka til allra áranna sem við höfðum hann hér hjá okkur. Stundirnar voru margar og mjög ánægjulegar. Fyrir rúmum 20 árum fór ég með pabba upp í sveit til að velja hund fyrir afa. Pabbi leyfði mér að velja hundinn og ég valdi þann sem mér fannst fallegastur. Ég valdi þann EINAR FARESTVEIT sem var með flesta litina og skraut- legastur. Ég man það enn þann dag í dag hvað afí var glaður þegar við komum með hundinn þó að ég væri þá aðeins fjögurra ára gömul. Afí elskaði dýr og kenndi okkur barna- börnunum að fara gætilega með þau og elska þau, því dýrin eru lifandi verur eins og við. Þetta situr fast í mér og hef ég alla tíð farið að dæmi hans. Afi skírði litla hvolpinn Leddý eftir hundinum sem hann átti þegar hann var strákur í Noregi. Afi elsk- aði Leddý litlu og hún bar svo mikla virðingu fyrir honum í einu og öllu. Hann var ekki bara húsbóndi henn- ar heldur einnig besti vinur. Alltaf kom hún til afa með Morgunblaðið og inniskóna á morgnana og sótti síðan póstinn á daginn fyrir hann. Hann hafði svo gott lag á henni og gat kennt henni svo margt. Afí átti sumarhús í Modalen, dalnum í Noregi þar sem hann var fæddur og uppalinn. Þegar ég var 12 ára gömul var mér boðið með afa og ömmu þangað í nokkrar vik- ur. Við áttum yndislegan tíma þarna. Afi kenndi mér margt um ætt mína í Noregi og hvernig fólkið lifði þar fyrr á tímum. Afi var fædd- ur og uppalinn á óðalssetrinu Far- estveit, sem stendur í þessum þrönga dal með stóru beljandi ánni sem rennur niður dalinn. Hann sýndi mér hvar hann lærði að synda. Það var djúpur hylur út úr ánni milli hárra tijáa. Þar lærði hann að synda og gafst ekki upp fyrr en hann kunni það. Afi hefur alla tíð bjargað sér sjálfur og hætti ekki fyrr en það tókst sem hann ætlaði sér. Að vera yngstur níu systkina var erfítt og hann þurfti sí og æ að sanna fyrir þeim að hann gæti ýmislegt og væri ekki eins lítill og þau vildu vera láta. Einn daginn gengum við upp á fjall til að skoða sel nokkurt þar sem geiturnar og kýmar voru mjólkað- ar. Þar vora búnir til ostar. Afí gekk upp á fjallið án þess að blása úr nös en amma og ég urðum ansi þreyttar. Afí hefur alla tíð verið lík- amlega hraustur og sterkur, það entist honum fram til síðasta dags. Daginn sem hann dó hélt ég í hönd- ina á honum og þrátt fyrir hversu veikur hann var, var handtak hans svo fast og þétt eins og það hafði alltaf verið. Hann afi okkar var yndislegur afi. Hann var svo hlýr og elskulegur við okkur barnabörn- in. Alltaf þegar við komum í heim- sókn eða í vinnuna til hans fengum við alltaf koss og vorum föðmuð bak og fyrir. Hann var alltaf til staðar ef á þurfti að halda. Hann bar hag barnabama sinna svo sterkt fyrir bijósti. Ef eitthvað bjátaði á hjá okkur var hann fyrsti maðurinn sem rétti fram hjálparhönd. Ég gleymi því aldrei þegar ég flutti út til Sví- þjóðar til náms, þá tók hann í hönd mína og sagði: „Ólöf mín, gleymdu aldrei að fjölskyldan er það mikil- vægasta sem maður á.“ Svo óskaði hann mér gæfu og gengis og sagði að ef eitthvað bjátaði á fengi ég alla þá hjálp sem ég þyrfti. Honum fannst sárt að horfa á eftir mér til annars lands því hann var svo hræddur um að ég settist að þar eins og elsti sonur hans hafði gert. Hann hélt alltaf allri íjölskyldunni saman, því það fannst honum það mikilvægasta af öllu. Þegar ég kom aftur heim með fjölskyldu mina eft- ir tæp fímm ár var hann mjög glað- ur og sagði, að það væri gott að hafa okkur heima, því hér ættum við heima. Söknuðurinn eftir elsku afa er stór enda átti hann svo mik- inn hlut í lífi okkar allra. Hann er fyrirmynd okkar. Heiðarleiki hans var einstakur og kjarkurinn og dugnaðurinn. Við biðjum góðan Guð að geyma afann okkar og blessa elsku ömmu Guðrúnu sem hefur misst mjög góðan eiginmann. Sökn- uður okkar er svo sár því við elskuð- um þig, elsku afi. Okkur langar til að enda þessi orð með bæn. Legg ég nú bæði líf og önd ljúfi Jesú í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yflr mér. (Hallgrimur Pétursson) Með kveðjUj Ólöf Ásta og Anna Sif.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.