Morgunblaðið - 24.08.1994, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.08.1994, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Fæddust sama dag fyrir eitthundrað árum Vinnu- lag hefur breyst til hins verra „ÉG ER fædd 24. ágúst 1894 á Skáleyj- um á Breiðafirði," segir Kristín Petrea Sveinsdóttir. Hún er því hundrað ára í dag og segist vera við furðanlega góða heilsu. „Ég bjó á Neðri-Gufudal í Barða- strandasýslu í 35 ár, en kom til Reykja- víkur 1985,“ segir Kristín sem flutti á Hrafnistu árið 1989. „Mér er lang- minnisstæðast, skal ég segja þér, þegar ég kom að Gufudal. Þá var ég með elsta barnið mitt þriggja vikna gamalt. Drengurinn fékk kíghósta þarna, sem enginn krakki hafði fengið í sveitinni, og mér fannst hann oft vera að deyja í höndunum á mér. Hann var aiveg blár og gat ekki náð andanum og ég varð að hrista hann svo hann gætið andað. Þetta er mér reglulega minnisstætt." Kristín er spurð hvað henni finnist helst hafa breyst I áranna rás. „Ég vil segja það helst, að mér finnst margt hafa breyst til hins verra. Einkum hvað vinnulag snertir. Mér finnst fólk bara ekki vera að vinna. Það bara situr og talar en ekkert gengur undan því.“ 121 afkomandi „Tengslin eru heldur ekki það mikil, að fólk hafí mikinn áhuga á því að vita hvemig hinum líður. Mér finnst vanta að fólk hafí meira samband hvert við annað. Ég er með síma héraa og fólk er að hringja til mín. Þá segi ég að ég sé ekki ánægð með að heyra bara í því, ég vil að það komi og lofi mér að sjá sig,“ segir Kristín, sem á níu böra, fímm dætur og fjóra syni. Hún á auk Morgunblaðið/Ámi Sæberg Kristín Petrea Sveinsdóttir þess 35 barnabörn, 62 barnabarnabörn og 15 barnabaraabaraaböra, eða 121 afkomanda. Aðspurð hvernig hafi verið að koma upp níu böraum segir Kristín að það hafí oft verið erfitt. „Maður mátti oft bæta nóttinni við því dagurinn dugði ekki til. í gamla daga voru skórair gerð- ir heima, maður þurfti að gera skóna á fæturaa á því. Koma því á fætur, stoppa í sokkana þess og hafa vakandi auga á þessu. Maður mátti ekki um annað hugsa. Svo bættust bústörfin við.“ Fer í peysufötin Kristin er spurð hvernig hún ætli að halda upp á daginn. „Ég ætla bara að fara í peysufötin mín, af því að ég á hundrað ára afmæli. Ég hugsa að sonur minn vilji fá mig og mitt fólk eitthvað út í bæ. Hann var að tala um það, bless- aður drengurinn. Það verður tilbreyt- ing,“ segir hún loks. Pijónar enn sokka Dylur nú fymdin þá heiði sem 61 bemskunnar lífgrös - og fal hennar tár: mjúkur var vanginn á lambinu þínu systir mín gðða í dali í DAG eru liðin hundrað ár síðan Guðrún Jónasdóttir fæddist að Fjósum í Dala- sýslu, eina systkini Jóhannesar skálds úr Kötlum, sem orti ofangreint ljóð. Guðrún býr nú hjá dóttur sinni Ásu Gísladóttur á Hornstöðum í Laxárdal. Hún sat við að ptjóna sokka þegar blaðamann Morgun- blaðsins bar að garði fyrir skömmu. „Mér þykir gott að hafa eitthvað handa á milli, það styttir manni stundir," segir Guðrún. Á stól við rúmið hennar eru nokkrir full- pijónaðir, gráir karlmannssokkar. Þeir eru jafnt og fallega prjónaðir og vottar hvergi fyrir lykkjuföllum eða annarri missmíð þrátt fyrir að skapara þeirra sé heldur farin að daprast sýn. „Ég get samt ennþá lesið dálítið með sterkum gleraug- um,“ segir Guðrún og dregur fram blað sem hún hafði við koddann sinn. „Ég get hins vegar ekki hlustað að gagni á útvarp og sjónvarpið lít ég ekki á,“ bætir hún við. Ekki kveðst Guðrún vita til þess að neitt sérstakt langlífi sé í ætt sinni. „Mamma mín varð áttræð og pabbi átta- tíu og sex, það er ekkert sérstakt við það, og Jóhannes bróðir varð ekki gam- all maður, hann var fimm árum yngri en ég, dó árið 1972. Ég hef saknað hans mikið,“ segir hún. Guðrún segist klæða sig dag hvern en liggja talsvert fyrir milli þess sem hún grípur í pijóna eða les. „Eg lærbrotnaði fyrir fáum árum og hef sfðan verið óduglegri að ganga um, þótt ég bjargi mér og fari það sem ég þarf,“ segir hún. Guðrún ólst að mestu upp í Ljárskógas- eli, en hóf búskap með Gísla Jóhannes- syni árið 1932. Þau bjuggu lengst af í Pálsseli og á Lambastöðum í Laxárdal. Þau eignuðust dótturina Ásu Guðbjörgu sem Guðrún hefur dvalið hjá síðan hún Morgunblaðið/Benedikt Jónsson Guðrún Jónasdóttir missti mann sinn árið 1961. „Það er mik- ils virði að fá að vera hjá sínum, ég vil helst að Ása hugsi um mig meðan þess þarf,“ segir Guðrún. „Ekki veit ég af hveiju ég hef náð svona háum aldri, ég bara vann og Iifði eins og aðrir,“ bætir hún við. „Ég fékk meira að segja snert af berklum og var á Vífilsstöðum um tíma, en mér batnaði og hef ekki verið á spít- ala síðan nema þegar ég lærbrotnaði og svo smátíma í vetur.“ Hún kveður það helst baga sig að geta ekki lengur fylgst eins vel með því sem er að gerast f heimin- um og hún helst vildi.„Mig langar mikið til þess að vita hvað er að gerast en ég heyri ekki nógu vel til þess að geta fylgst með fréttum og letrið á fréttablöðunum er of smátt til þess að ég geti lesið það. Heimilisfólkið reynir þó að segja mér undan og ofan af, segir Guðrún." Auk þeirra mæðgna Ásu og Guðrúnar eru á Hornstöðum þijú af fimm uppkomnum böraum Ásu og eiginmanns hennar Gunn- laugs Hannessonar sem lést fyrir 19 árum. Guðrún Jónasdóttir er að heiman i dag. Aðalfundur kúabænda ályktar um hagræðingu Morgunblaðið Sig. Jóns. FRÁ aðalfundi Samtaka kúabænda sem haldinn er á Flúðum. Minnihlutanum svarað í borgarráði Samtök bænda verði virkari KÚABÆNDUR telja að ekki hafi verið nægilega unnið að hagræðingu í mjólkuriðnaði af hálfu afurðastöðv- anna eða samtaka þeirra og telja kúabændur að nauðsynlegt sé að almenn samtök framleiðenda, þ.e. Landssamband kúabænda og kúa- bændafélögin hvert á sínu svæði, láti í auknum mæli til sín taka á þessu sviði. í tillögu sem samþykkt var á aðalfundi LK sem lauk á Flúð- um í gær eru brýnustu verkin í þessu sambandi talin að leiða bændum fyr- ir sjónir nauðsyn þess að mjólkuriðn- aðurinn verði. skipulagður og rekinn með heildarhagsmuni þeirra í fyrir- rúmi, að LK tengist Samtökum af- urðastöðva í mjólkuriðnaði með ein- hveijum hætti og að skorið verði úr um eignarhald á mjólkurstöðvum, sem eru undir stjórn fyrirtækja í blönduðum rekstri, og þeim komið í hendur mjólkurframleiðenda einna. í ályktun aðalfundarins segir m.a. að nú standi bændur frammi fyrir gerðum samningum sem heimili inn- flutning búvara og geri kröfur til bænda og afurðastöðva um hagræð- ingu og verðlækkanir. Á síðastliðn- um þrem árum hafi flest stærri tæki- færi til spamaðar í mjólkurvinnslu hins vegar verið ónotuð, og æ ljósara verði að tímaskeið hins vemdaða og örugga umhverfis mjólkurfram- leiðslu og vipnslu heyri brátt sögunni til og við því verði að bregðast. Stofnuð verði sölusamtök kjötframleiðenda Aðalfundur LK samþykkti að beina þeirri áskorun til kjötráðs Framleiðsluráðs landbúnaðarins að beita sér fyrir stofnun heildarsölu- samtaka allra kjötframleiðenda sem annist dreifingu og sölu á öllu kjöti innanlands og utan. Teija kúabændur núverandi ástand kjötsölumála óvið- unandi þar sem sláturleyfishafar í blindri samkeppni um hylli smásölu- aðila hafi velt afleiðingum undirboða í auknum mæli yfir á bændur. Til að mæta þeim kröfum og þeirri sam- keppni sem bíði við næstu vegamót hins alþjóðlega samfélags sé því nauðsyn að kjötframleiðendur hér á landi tileinki sér áralöng og öguð vinnubrögð bænda í öðrum löndum. Guðmundur endurkjörinn Guðmundur Lárusson var endur- kjörinn formaður Landssámbands kúabænda á aðalfundinum í gær, en í byrjun fundarins hafði hann lýst því yfír að hann gæfi ekki kost á sér áfram sem formaður vegna gagnrýni sem fram hefði komið á störf stjóm- ar LK. Uppstillingamefnd gerði hins vegar tillögu um Guðmund í form- annssætið og í leynilegri kosningu hlaut hann 21 atkvæði af 29. í sam- tali við Morgunblaðið sagði Guð- mundur það ekki gaman að þurfa að skipta um skoðun, en hann hefði orðið að láta undan mjög eindregnum þrýstingi fundarmanna um að gegna formannsembættinu áfram. Sagðist hann jafnframt líta á þetta sem ein- dreginn stuðning við þá stefnu sem stjórn LK hefði fylgt hingað til og því yrði haldið áfram á sömu braut. SVÖR við þremur fyrirspumum borgarfulltrúa sjálfstæðismanna frá því á borgarráðsfundum 9. og 16. ágúst sl. voru lögð fram á borgar- ráðsfundi í gær. Fyrsta fyrirspurnin var í 7 liðum, lögð fram 9. ágúst og varðaði ráðn- ingu Stefáns Jóns Hafsteins til að annast verkefni á vegum borgar- stjóra. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri segir í svarinu að hún hafi ákveðið að láta fara fram athug- un á nokkrum þáttum þeirrar stjóm- sýslu sem heyri beint undir borgar- stjóra. „Þar sem hvorki er til staðar skipurit yfír starfsemi Ráðhússins né starfslýsingar fyrir þá embættis- menn sem heyra beint undir borgar- stjóra, tel ég þörf á að kanna stjórn- unar- og boðleiðir, verklagsreglur um meðferð upplýsinga og framkvæmd ákvaraðana borgarstjóra," segir m.a. í bréfínu. Stefán mjög hæfur Fyrirspuminni er svarað lið fyrir lið. Þar kemur m.a. fram að borgar- stjóri og aðstoðarkona hafí mikið að gera við að hreinsa borð eftir við- skilnað fráfarandi meirihluta og til að flýta fyrir því mikla endurreisnar- starfí sem fyrir höndum sé, telji borg- arstjóri nauðsynlegt að ráða starfs- mann tímabundið á sínum vegum í áðumefnt verkefni. Þá segir að menntun, bakgrunnur, reynsla og meðmæli Stefáns bendi til að hann sé mjög hæfur til að skila því grein- ingarstarfi sem óskað er eftir. I svarinu segir einnig að borgar- stjóri fylgist með framvindu og stýri verkinu eftir því sem þurfa þyki. Því sé ætlað að ljúka á fáeinum vikum. Borgarstjóri muni gæta þess sérstak- lega að verkið verði ekki dýrara en t.d. önnur ráðgjafarvinna fyrir borg- ina að undanförnu. Borgarritari ekki pólitískur I svari við því hver hafí verið borg- arstjóri í Reykjavík í fjarveru borgar- stjóra segir m.a. að pólitískt kjörinn borgarstjóri gegni tvíþættu hlut- verki, sem pólitískur forystumaður borgarstjómar og æðsti embættis- maður hennar. Næstur borgarstjóra í embættismannakerfí borgarinnar standi borgarritari. Hann sé hins vegar hvorki kosinn né ráðinn póli- tískri ráðningu. Af því leiði að þó að borgarritari svari fyrir embættis- færslu borgarinnar í fjarveru borgar- stjóra hljóti aðrir pólitískt kjörnir fulltrúar meirihlutans að gegna póli- tískri forystu. . í svari R-listans við fyrirspurn um orlofsmál segir að skrifleg tilkynning um sumarleyfí hafí ekki verið send en starfsmannastjóra hafi verið ljóst að borgarstjóri og aðstoðarmaður borgarstjóra hafí verið í leyfí frá 8. til 19. ágúst. Gera verði ráð fyrir að launadeild og starfsmannahald borgarinnar sé fullfært um að af- greiða orlofsmál þeirra í samræmi við þær reglur og venjur sem gildi. Þá segir að á síðasta ári hafí ver- ið ákveðið að greiða borgarstjóra orlofslaun í lok hvers orlofsárs miðað við að ekkert orlof hafí verið tekið vegna þess að hann eigi erfítt með að nýta orlofsréttinn að fullu og meðan á orlofi standi sé hann meira eða minna í sambandi við skrifstofu sina. Þá er m.a. gerð grein fyrir því að borgarfulltrúar haldi fullum laun- um þá tvo mánuði sem borgarstjóm sé í sumarleyfi og fái greidd föst nefndarlaun mánaðarlega án tillits til fundarsetu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.