Morgunblaðið - 24.08.1994, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 24.08.1994, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 1994 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Þar er þögnin VIÐ Einar K. Guð- fínnsson alþingismað- ur höfum síðustu vikur skipst á skoðunum í greinum í Mbl., síðast grein Einars hinn 12. ágúst. Þessi skoðanaskipti hafa verið gagnleg að því leyti, að skoðana- munur okkar hefur kristallast ágætlega. Ég vil því ljúka slíkum skrifum af minni hálfu með eftirfarandi at- hugasemdum. I raun erum við að deila um hagsmuni útvegsins, — hráefnisöflunarinnar annars vegar og hagsmuni úr- vinnslunnar og annarra greina í samkeppnisiðnaði, útflutningsiðn- aði og ýmissi annarri starfsemi hins vegar. Viljum við halda áfram að vera hráefnisframleiðendur aðallega og sæta þeim afarkostum sem því fylgja, t.d. í söluverði erlendis, þá höldum við áfram hér eftir sem hingað til. Kjör landsmanna munu rýma mishratt, en örugglega, eins og þau hafa í raun gert undanfar- in ár. Við gerum það, sem Einar K. Guðfinnsson og skoðanabræður hans vilja, undir fánum þess, að við séum að verja okkar undir- stöðuatvinnuveg. Þetta er pólitísk skoðun, sem þess vegna er hvorki rétt né röng og verður því ekki mætt nema með annarri pólitískri skoðun, sem af sömu ástæðu er hvorki betri né verri á neinn algildan mæli- kvarða. Viljum við hins vegar eiga sæmilega von í að eignast atvinnu- líf, sem hefur traustan úrvinnslu- iðnað, byggðan á því hráefni, sem við getum aflað, og samkeppnis- hæfan útflutnings- og samkeppn- isiðnað, verðum við að hverfa frá því, sem við höfum alltaf gert. Við verðum að breyta hlutfalls- legri aðstöðu útvegsins og at- vinnugreinanna í landi, þeim í hag. Slík breyting getur búið til skjól og jarðveg fyrir greinar, sem hafa verið að dragast upp á ber- angri liðinna ára. Hún getur líka gefíð von um bættan hag at- vinnulífsins í heild og þar með fólksins í landinu. Ég hallast að því, að þessi seinni leið sé farsælli. Einar K. Guðfínnsson skrifar hins vegar eins og hún sé ekki til. Það er þar sem þögnin er í hans skrifum. P.S. Eftir að þetta er skrifað hefur Ön- undur Ásgeirsson blandað sér í þessa umræðu með grein í Mbl. 16.8.94. Þar setur hann fram skoðanir, sem eru ekki vel rökstuddar, og ég er ekki sammála, en ekkert er út á að setja sem slíkar. Hann dregur að vísu ályktanir af skrifum mín- um, sem ég tel þau ekki gefa til- efni til. Því legg ég til, að Önund- ur geri tvennt: lesi betur grein mína um atvinnuleysið frá 17.7. Við verðum að breyta hutfallslegri aðstöðu út- vegsins og atvinnu- greina í landi, þeim í hag, segir J6n Signrðs- son, slík breyting getur búið til skjól og jarðveg fyrir greinar, sem hafa verið að dragast upp á berangri liðinna ára. og skoði síðan hvaða áhrif þær tillögur, sem þar eru settar fram, hefðu á afkomu Alpan á Eyrar- bakka, sem hann þekkir vel til. Það merka fyrirtæki hefði allt aðra möguleika eftir grundvallar- breytingu af slíku tagi. Höfundur er lögfræðingur og framkvæmdastjóri íslenska jámblendiféiagsins. Jón Sigurðsson „Stöndum þétt saman, snúum bökum saman“ HINN 18. ágúst síð- astliðinn skrifar Petrína Baldursdóttir alþingis- maður grein í Morgun- blaðið þar sem hún ger- ir grein mína í blaðinu frá 13. ágúst að um- fjöllunarefni. Petrína hefur þá sérstöðu meðal þingmanna Alþýðu- flokksins í Reykjanes- kjördæmi, að bregðast hart við þegar formað- ur flokksins er gagn- rýndur og hún telur á hann hallað. Þetta er út af fyrir sig lofsvert en Petrína verður að gæta þess að bregðast ekki svo harkalega við gagnrýni á forustuna að hún misskilji efni greina sem hún les, eins og hún hefur greinilega gert í þetta skipti. Jákvæð gagnrýni Vissulega var gagnrýni á forustu og formann Alþýðuflokksins í grein minni. Þess var hins vegar getið í upphafi greinarinnar að um málið væri Qallað til þess að stjórnarflokk- arnir gætu lært af því og bætt sam- starfíð. Ég lít því á grein mína sem jákvæða gagnrýni setta fram til þess að forusta Alþýðuflokksins viti hvað það er sem er þyrnir í augum sam- starfsaðila sinna. Hvað það er sem þarf að breytast til þess að tryggt sé að við náum árangri í starfí það sem eftir lifír kjörtímabilsins og að grundvöllur geti verið fyrir áfram- haldandi samstarfí að loknum kosn- ingum, hafi flokkamir fylgi til að mynda ríkisstjórn tveir einir eða með öðmm. Ég leyfi mér að fullyrða að það er langt síðan Petrína las síðast grein þar sem þingmaður Sjálfstæð- isflokksins talar um möguleika á áframhaldandi samstarfí Alþýðu- flokks og Sjáifstæðisflokks. Petrínu finnst ómaklega vegið að Alþýðuflokknum vegna afstöðu hans til fjárlagagerðar. í þeim efnum hef- ur á ýmsu gengið síðustu árin en það sem stendur upp úr frá síðasta vetri er að Jóhanna Sigurðardóttir hafði fyrirvara við allt fjárlagafrum- varpið þar til það var afgreitt. Þetta er að því er ég best veit afstaða sem er einstök í sögunni, þ.e. að ráð- herra í ríkisstjórn hafi fyrirvara við allt fjárlagafrumvarpið. I ljósi þessa tel ég að ummæli mín um fjárlögin og Alþýðuflokkinn séu vel skiljanleg. Þráhyggja, umboðsmaður Alþingis og Ríkisendurskoðun I grein sinni getur Petrína um „þrá- hyggju" mína á utan- ríkisráðherra og núver- andi félagsmálaráð- herra og verkum þeirra. Ef um þráhyggju er að ræða þá er ég ekki einn um hana heldur deili henni með ekki ómerk- ari aðilum en umboðs- manni Alþingis og Rík- isendurskoðun. Helsta, sennilega eina, opinbera deila okkar og utan- ríkisráðherra var í umræðum um skýrslu umboðsmanns Alþingis til þingsins síðastliðið haust. Efnisatr- iðin voru þau að umboðsmaður Al- þingis telur að utanríkisráðherra hafi við embættisveitingar á Kefla- víkurflugvelli brotið rétt á umsækj- endum. I umræðunum var hins veg- ar farið vítt og breitt um embætti- sveitingar Alþýðuflokksins síðustu misserin. Ég ætla ekki að fara út í einstakar embættisveitingar Al- þýðuflokksins í þessari grein en vil hins vegar benda Petrínu á ritið Is- lensk þjóðfélagsþróun 1890-1990 þar sem þeir Gunnar Helgi Kristins- son og Svanur Kristjánsson fjalla um stjómmálaþróun á íslandi m.a. um fyrirgreiðslupólitík og „bitlinga- flokkinn" Alþýðuflokkinn. Ég hef í sumar fjallað nokkuð um framkvæmd fjárlaga í heilbrigð- isráðuneytinu í tíð fyrrverandi heil- brigðisráðherra, núverandi félags- málaráðherra. Ég tel ástæðulaust að strá salti í þau sár en verð að benda Petrínu á skýrslu Ríkisendur- skoðunar um framkvæmd fjárlaga fyrstu sex mánuði þessa árs, sér- staklega niðurlagsorð skýrslunnar á bls. 62, og viðbrögð núverandi heil- brigðisráðherra við niðurstöðu Ríkis- endurskoðunar. Að axla ábyrgð Petrína spyr í grein sinni hvenær það hafí litið þannig út að Alþýðu- flokkurinn eða formaður hans hafí ætlað að hlaupast undan erfíðum verkefnum. Svarið er, það var haust- ið 1988 þegar formaður Alþýðu- Ég bendi fólki á ritið íslensk þjóðfélagsþróun 1890-1990 eftir Gunn- ar Helga Kristinsson og Svan Kristjánsson, segir Arni M. Mathiesen, en þar er m.a. fjallað um „bitlingaflokkinn“ Al- þýðuflokkinn. flokksins hljópst frá vandanum í fjármálaráðuneytinu og eftirlét það Álþýðubandalaginu. Það er ekkert skrítið þó að for- maður sem hefur hegðað sér eins og formaður Alþýðuflokksins gerði haustið 1988 sé tortryggður þegar hann stendur fyrir hveiju upphlaup- inu á fætur öðru til þess að skapa deilur á milli stjórnmálaflokkanna. Það er þess vegna sem ég fagna því að þessi formaður skuli lýsa því yfir að hann vilji axla ábyrgðina með Sjálfstæðisflokknum og starfa út kjörtímabilið. Það vildi formaðurinn ekki gera síðast þegar þessir flokkar störfuðu saman í ríkisstjórn að lokn- um kosningum 1987. „Stöndum þétt saman, snúum bökum saman“ Grein mín 13. ágúst var skrifuð af góðum hug til stjómarsamstarfs- ins. Ég vona að Petrína hafi óvilj- andi misskilið innihald greinarinnar því að við ætlum að starfa saman út kjörtímabilið. Ef allt gengur vel og fjárlög verða afgreidd án vand- ræða milli flokkanna og Alþýðu- flokkurinn beitir nútíma vinnubrögð- um við embættisveitingar gætum við hugsanlega starfað saman eftir kosningar. Til þess að svo megi verða þurfum við stjórnarliðar, ung- ir sem aldnir, að taka undir með Stuðmönnum og Jakobi Frímanni Magnússyni í myndinni „Með allt á hreinu“ þegar þeir syngja „stöndum þétt saman, snúum bökum saman“. Höfundur er alþingismaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjaneskjördæmi. Árni M. Mathiesen AUM þykja mér orðin þau skrif sem íþróttafréttamenn blaðanna skila. Metnaðarleysið er í fyrirrúmi, stíllinn svipaður og meira að segja lýsingarorðin stöðluð. Það er nokkuð sama hvaða blaði er flett, áherslum- ar eru eins. Mig langar að einblína á umijöllun blaðanna um knatt- spymu. Fyrst staðreynd, af fyrstudeildar- félögunum hefur mest verið fjallað um KR. Af hveiju? Ekki hafa þeir unnið neina titla í áratugi, eða er það kannski frétt? Hvað þá með Þór? Skagamenn hafa fengið næst- mesta umfjöllun og svo ÍBK en um FH er þagað þunnu hljóði, þó verma þeir annað sætið og urðu nr. 2 í fyrra. Óvænt sögðu sumir, aðallega þó íþróttafréttamenn. Nóg um það. Ástæða þess að ég sest niður og les blaðamönnum pistilinn er um- fjöllun þeirra um knattspyrnudóm- ara. Ég hef með vaxandi undrun fylgst með þeirri neikvæðni sem stöðugt virðist ágerast hjá ákveðnum blaða- mönnum í garð dómara. Neikvæðni sem náði áður óþekktri lægð með skrifum Eintaks þriðju- daginn 2. ágúst sl. und- ir fyrirsögninni Dóm- Ari, en þar er snúið útúr nafni Ara Þórðar- sonar að hætti sorp- blaða. Undanfari þessa voru m.a. skrif Stefáns Eiríkssonar í Morgun- blaðinu en þar reynir hann að gera úthald og samræmi dómara tortryggilegt. Mér er það til efs að þessir blaðamenn þekki til hlítar leikreglur fót- boltans, þó þeir skynji í stóratriðum útá hvað leikurinn gengur. í Eintak skrifar einhver Bih einhveija þá mestu tilraun til mannorðsmorðs sem ég hef séð á íþrpttasíðum. Hann gengur svo langt að draga andlegt heilsufar, sem og líkamlegt, hjá nafngreindum einstaklingi í efa, og klykkir út með að ekki sé meiningin að níða umræddan einstakling niður. KSI hefur í gegnum árin unnið allgott starf í að útrýma skrílslátum af vellinum. Það heyrir nánast sög- unni til að áhorfendur veitist að dómurum. Því varð undrun mín meiri þegar í ljós kom að KSÍ þagði þunnu hljóði og lét valta yfir sinn mann og lyfti ekki litla fingri honum til vamar. KSÍ hefur eins og fyrr sagði unnið að mörgu leyti vel að málefnum dómara, ítar- leg þriggja daga ráð- stefna er á vorin ásamt þolprófi sem svo er end- urtekið miðsumars. Eft- irlitsmannakerfí hefur verið komið á og farið er að greiða dómurum laun. Upphæðin er að vísu svolítið fyndin, en dómarar hafa góðan húmor. En það vantar sem sagt að KSÍ veiji sína menn útávið. Ný vinnubrögð KSÍ-forustunnar eru svo þau að láta undan þrýstlngi og breyta niðurröðun dómara á vafa- sömum forsendum eftir pöntunum. Aftur að blöðunum. Erlendis tíðkast það að blaðamenn gagnrýna þjálfara og jafnvel ein- staka leikmenn ef þeir standa ekki undir væntingum en hér heima taka Ástæða þess að ég sest niður og les blaðamönn- um pistilinn, segir Heimir Bergmann, er um^'öllun þeirra um knattspyrnudómara. þeir undir með tapsárum snillingum undir fyrirsögninni Dómaraskandall þetta og hitt. Það heyrir til algerra undantekn- inga að þjálfarar séu gagnrýndir og eru þó flestir þeirra með laun sem dómurum þættu grafalvarleg. Sama máli gegnir um leikmenn. Erlendis eru blöðin uppfull af allskyns um- fjöllun, uppstillingum og viðtölum daginn fyrir leiki, það eykur spennu og skapar líflegar umræður og stemmningu og aðsókn að leikjum verður meiri fyrir bragðið. Hér heima dugar varla landsleikur til, til að blaðamenn fari af stað og kynni liðin og væntanlegar liðsupp- stillingar. Venjulega er fréttatil- kynning látin duga. Erlendis eru þjálfarar og leikmenn sem gagnrýna dómara beittir bönnum og/eða fjár- sektum, það er gert til að auka virð- ingu fyrir dómurum og bæta ímynd knattspymunnar. Hér heima er slíkum aðilum hampað af blaðamönnum sem vart eru starfí sínu vaxnir. Bæði í Morg- unblaðinu og Eintaki er úthald og atgervi dómara gert að umræðuefni og dregið í efa. Hvorugt blaðið hef ég séð birta niðurstöður úr þolprófi KSÍ svo til gamans má geta þess að þeir dómarar sem það þreyttu stóðust það með sóma. Að lokum. Skammstöfunin KSÍ stendur fyrir Knattspyrnusamband íslands, þ.e. KSÍ er hagsmunasamband þeirra félaga sem leggja stund á knatt- spyrnu. Það er ljóst að dómari sem ekki er starfi sínu vaxinn skaðar íþróttina. Þar af leiðandi er einnig ljóst að KSÍ samþykkir varla slíkan dómara. Því ætti það að vera ljóst, einnig blaðamönnum, að KSÍ velur aðeins afburða menn í sinni grein að sjálfsögðu til að dæma í 1. deild. Þess vegna sjá flestir að ef þörf er á gagnrýni þá á hún að beinast að KSÍ en ekki einstaklingum. Það er mín sannfæring að flestir okkar fyr- studeildardómara gætu verið að störfum í hvaða fyrstudeildarkeppni sem er. Það er meira en sagt verður um leikmenn, hvað þá þjálfara, að ég tali nú ekki um blaðamenn. Með von um fagleg vinnubrögð. Höfundur er fyrrv. formaður Knuttspyrnudómarasambands Jslands. • Valtað yfir dómara Heimir Bergmann

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.