Morgunblaðið - 24.08.1994, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 24.08.1994, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 1994 15 700 manns farast í illviðri í Kína FOLK í Zhejiang flýr undan flóðbylgju sem hvirfilbylurinn Fred olli. Rúmlega 700 manns fórust og gífurlegar skemmdir urðu á mannvirkjum þegar Fred gekk yfir Zhejiang-hérað í austurhluta Kína um helgina. Embættismaður utanríkismálaskrifstofu héraðsins greindi frá þessu í gær. Sagði hann það með öllu ógerlegt að áætla hversu margra væri saknað. Það væri augljóst að tala lát- inna væri hærri en 700, þótt ekki væri hæ'gt að nefna nákvæma tölu. í opinberum fréttatilkynning- um segir að rúmlega 8 milljónir manna hafi orðið fyrir barðinu á hvirfilbylnum á einn eða annan hátt, og flóð hafi eyðilagt um hálfa milljón heimila. Opinbera fréttastofan Xinhua greindi frá því, að rignt hefði í héraðinu í 43 klukkustundir samfleytt og hefði úrkoma sumstaðar orðið ríflega 200 millimetrar, og flóðið um eins metra djúpt. Landbúnaður, námagröftur og samgöngur hefðu farið úr skorðum, og Ijón væri áætlað 10 milljarðar yuan (77 miHjarðar ísl. króna). Fomarlömb Carlosar mótmæla verianda París, London. Reuter. FRANSKIR embættismenn og fórnarlömb hermdarverka „Sjakal- ans Carlosar", sem er í haldi í Frakklandi, mótmæltu í gær ásök- unum veijanda hermdarverka- mannsins, Jacques Verges, og líktu þeim við reykský, sem þyrlað er upp í hernaði til að villa um fyrir andstæðingunum. Verges hefur valdið miklu upp- námi í Frakklandi með ásökunum sínum um að Francois Mitterrand Frakklandsforseti hafi samþykkt áform leyniþjónustunnar um að taka hann af lífi í byijun síðasta áratugar. Hann hefur sjálfur verið sakaður um að hafa verið sam- verkamaður Carlosar. „í nafni fórnarlambanna mót- mæli ég þessari yfirvarpsárás til að villa um fyrir Frökkum," sagði Francoise Rudetski, formaður fran- skra samtaka fórnarlamba borgar- skæruliða. „Verges er að reyna að fela raunverulega vandamálið, glæpina sem Carlos framdi." Ásakanir Verges staðfestar Paul Barril, fyrrverandi liðsmað- ur sérsveita Mitterrands, viður- kenndi á sunnudag að honum hefði verið falið að myrða Verges. Sagði Barril að Mitterrand hefði verið kunnugt um áformin. Barril sagði í viðtali við TVl- sjónvarpsstöðina að á árunum 1982-1983 hefði Verges verið mið- punktur allra samninga við hryðju- verkamenn, meðal annars tengst Carlosi. Því hefði lögmaðurinn verið á dauðalista. Árið 1982 var Verges veijandi Magdalenu Kopp, liðs- manns Rauðu herdeildanna og ást- konu Carlosar. Sagði Barril að Mitt- errand hefði vitað að til stæði að myrða Verges en sagði að engin skrifleg skipun hefði verið gefin um það. Talsmenn forsetans hafa neit- að að tjá sig um fullyrðingar Barr- ils. Verges hefur m.a. verið sakaður um að hafa átt þátt í árás á kjarn- orkuver nærri Nantes í Frakklandi árið 1982 en hann neitaði um helg- ina fréttum þessa efnis. Ásakanir á hendur Verges um tengsl við hermdarverkamenn eru flestar byggðar á skjölum Stasi, austur- þýsku öryggislögreglunnar. Full- yrðir franska blaðið Le Parisien að í skjalasafni Stasi sé m.a. að finna fjölmargar myndir af fundum Verg- es og Carlosar á hótelum og flug- völlum. Handtekinn í fitusogi Breska blaðið Observer hafði eftir súdönskum lækni í Kaíró að Carlos hefði verið lagður inn á einkasjúkrahús í Khartoum í Súdan þar sem hann átti að gangast und- ir algenga lýtaaðgerð, svokallað fitusog. Franskir sérsveitarmenn náðu honum er hann hafði verið svæfður fyrir aðgerðina. Frönsk stjórnvöld hafa hins vegar ekkert látið uppi um hvernig handtökuna bar að. A Asakanir um ónæðishringingar Díana íhugar málshöfðun Díana prinsessa London. Daily Telegraph. Reuter. DIANA prinsessa af Wales íhug- ar málshöfðun á hendur blöðum sem skýrðu frá því á sunnudag að hún hefði stundað símaónæði. Hefur hún vísað því harðlega á bug en viðtal sem birtist við hana í DailyMail í fyrradag þykir þó ekki gefa nógu góð svör við fjölda spurninga sem málið hefur vakið. „Prinsessan mun ráðfæra sig við lögmann sinn, Misc- hon lávarð, á næstu dögum vegna frá- sagnar News of the World og annarra sunnudagsblaða,“ sagði The Times í gær. Leiði það til málshöfðunar bryti Díana út af hefð í konungsfjölskyld- unni um að leita ekki réttar síns fyrir dómstólum. Díana leitaði til blaðamanns á Daily Mail sem nýtur trún- aðar hennar. Þegar hún hefur veitt honum upplýsingar til þessa hefur ætíð verið látið líta út fyrir að um samtal við nána vini prins- essunnar væri að ræða. Að þessu sinni stóð Ijósmyndari prinsess- una og blaðamanninn hins vegar að verki er þau hittust með leynd á Talbot-torgi í Bayswater-hverf- inu í London. Því taldi blaðið sig ekki eiga annarra kosta völ en láta Díönu vitna sjálfa. í viðtalinu er því lýst hvernig Díana staðhæfir með grátstaf í kverkum að hafa aldrei hringt í listaverkasalann Oliver Hoare, sameiginlegan vin þeirra Karls Bretaprins. Fullyrt var um helg- ina að upphringar til Hoare á 18 mánaða tímabili hefðu verið raktar til síma Díönu í Kensing- ton-höllinni, til bílsíma hennar, heimilis systur hennar og al- menningssímklefa. í öllum tilvik- um hefði verið hringt en ekkert sagt þegar svarað var í símann. „Nei, nei, alls ekkert,“ svaraði Diana er hún var spurð hvort eitthvað væri hæft í því að hún hefði átt þátt í þessu símaónæði. „Hvað hef ég gert sem réttlætir þessa framkomu í minn garð? Mér finnst eins og verið sé að reyna að klekkja á mér. Það er ekki flugufótur fyrir þessu,“ sagði hún. Díana neitar því að á þeim tíma sem dularfullu upphringingarnar hafi átt sér stað hafi Hoare reynt að stuðla að sáttum þeirra Díönu og Karls vegna hjónabandsörðug- leika þeirra. Díana segir að hann hafi einungis haft milligöngu um að leysa ágreining um umgengn- isrétt yfir sonum þeirra. „Hann er vinur minn, hann hefur verið hjálplegur og ég hef hringt til hans þegar svo hefur borið und- ir,“ sagði hún. Diana vísar enn- fremur á bug vanga- veltum um að hún hafi lialdið við Hoare, sem er kvæntur. Með tárin streymandi nið- ur kinnarnar segir hún slíkar fullyrðing- ar vera úthugsuð brögð af hálfu ein- hverra myrkra afla sem vilji eyðileggja orðspor hennar. Fjöl- miðlar hentu þessi ummæli á lofti í gær og leiddu getum að því að hér ætti hún við Karl prins og sam- verkamenn hans. Áður hefur því verið haldið fram að Díana og Karl heyi fjölmiðlastríð, þau eða aðstoðarmenn þeirra reyni að klekkja hvort á öðru með því að gauka að fjöimiðlum fréttum sem komið geti gagnaðilanum illa. Krafist rannsóknar Þingmenn hafa krafist rann- sóknar á því með hvaða hætti lögreglan hafí lekið upplýsingum um rannsókn á ónæðisupphring- ingunum. í gær staðfesti Sir Paul Condon, yfirmaður Lundúnalög- reglunnar, að símhringingar til Hoare hefðu verið raktar frá því í október 1993 en enginn hefði verið yfirheyrður í því sambandi. Hefði listaverkasalinn, sem er sérfræðingur í Miðausturlandal- ist, óttast að hann væri orðinn skotmark arabískra hryðjuverka- manna. Lögreglan hefði hætt að fylgjast með hringingunum í mars sl. að ósk Hoare sjálfs. ÍTALSKIR SKÓR [ HAUST / VETRAR- LINAN '94 -'95 38 þrep Laugavegi 89 HIBJ BBBUm REIÐHJOLAUTSALA - VERSLIÐ 0DYRT 10-15% AFSLÁTTUR 14,5-52,5% GEGN STAÐ- GREIÐSLU 20" Verð frá kr. 13.900, stgr. 13.205. 24" Verð frá kr. 1 7.280, stgr. 1 6.41 6. 26" og 28" frá kr. 16.600, stgr. 1 5.770. 28" 10 gíra kr. 15.750, stgr. 14.962. 20" fjölskylduhjól kr. 15.400, stgr. 14.630. VARAHLUTIR 0G VIÐGERÐIR, VANDIÐ VALIÐ 0G VERSLIÐ Í SÉRVERSLUN FJALLAHJOL 20" m/fótbremsu, stgr. frá 15.105. 20" 12 gíra, stgr. frá 18.900. 24" 18 gíra, stgr. frá 20.430. 26" 18 gíra, stgr. frá 20.430. 26" 21 gírs, stgr. frá 26.930. HJ0LIN ERU AFHENT SAMSETT 0G STILLT A FULLK0MNU REIÐHJÓLAVERKSTÆÐI. ÁRSÁBYRGÐ 0G FRÍ UPPHERSLA Á NÝJUM HJÓLUM ■BBnuBBnBmMni Barnastólar frá HAMAX, viður- kenndir og vandaðir, tilboð kr. 2.900, verð áðurkr. 3.800. Barna- hjálmar, BELL, kr. 1.000. unglinga- hjálmar, BOERI, kr. 2.490. NOTUÐ HJOL A FRABÆRU VERÐI ALGENGT VERÐ KR. 3.000-6.500 Ármúla 40. Simar 35320 - 688860 Verslunin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.