Morgunblaðið - 24.08.1994, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 24.08.1994, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 1994 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Ferdinand I SHOULD U/RITE A LETTER TO THAT LITTLE RED-HAiREP 6IRL, ANP TELL HER ALL ABOUT MT5ELF.. I COULD TELL HER HOUJ DEPENDABLE AND RELlABLE I AM.. LA5T NI6HT MY 5UPPER UJAS ELEVEN SECONDS LATE 1 Ég ætti að skrifa litlu rauðhærðu stelpunni bréf, og segja henni allt um sjálfan mig. Ég gæti sagt henni hve traustur og áreiðanlegur ég er. Kvöldmaturinn minn kom ellefu sekúndum of seint í gærkvöldi. BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reylqavík • Sími 691100 • Símbréf 691329 Fræðslustarf SVR með bömum Frá Herði Gíslasyni og Þórhalli Halldórssyni: GÓÐ þjónusta strætisvagna er nauðsynleg hverju borgarsamfélagi. Með aukinni notkun strætisvagna dregur úr almennri umferð bíla og m.a. á þann hátt vinna vagnarnir að bættu umferðaröryggi. Mikil og stundum nokkuð hröð umferð er mörgum áhyggjuefni, ekki síst for- eldrum. Besta umferðaröryggið fyrir böm skapast þegar foreldrar, skóli, lögregla og aðrir sem tengjast um- ferðarmálum veita leiðsögn og raun- verulega þjálfun í umferðinni. Á vegum Strætisvagna Reykjavík- ur og lögreglu hefur í nokkur ár farið fram fræðsla um umferðarmál. Fræðslan er í því fólgin að öllum sex ára bömum í Grunnskólum Reykja- víkur er boðið í heimsókn í aðalstöðv- ar SVR við Kirkjusand, þau sótt í skólann í strætisvagni. Þar er þeim kennt að nota strætisvagn. Bömun- um er kennt hvers ber að gæta þeg- ar farið er úr og í vagn og hvemig þau em ömggust í vagninum. Því til viðbótar fer fram umferðarfræðsla sem er í höndum lögreglu. Sett er upp einfalt gatnakerfi með gangbraut, umferðarljósum og um- ferð bíla til þess að umferðarkennsl- an fari fram við sem raunvemlegast- ar aðstæður. Þetta er stuðningsstarf við fræðslu lögreglu og skóla með eldri bömum. Vilji er fyrir hendi hjá SVR að vinna samskonar fræðslu- starf með eldri bömum, t.d. níu ára nemendum. Á haustin þegar skólarnir hefja vetrarstarf fjölgar bömum í umferð- inni. Bömin nota vagnana mikið og á einum vetrarmánuði fara böm yngri en 12 ára um 60 þúsund ferð- ir á höfuðborgarsvæðinu með stræt- isvagni. Til viðbótar ferðum í hinn hefðbundna skóla sækja bömin ann- að, ss. íþróttir, tónnám og fara ferð- ir vegna margþætts afþreyingar- starfs. Vegna þessa er mikilvægt fyrir foreldra að kynna sér þjónustu vagnanna, ferðamöguleika bama sinna, og nota vagnana sjálf til þess að geta aðstoðað bömin. Því fé sem þannig sparast má veija til annars í þágu Qölskyldunnar. Börn era óhjákvæmilega þátttak- endur í umferðinni. Leiðbeining, þjálfun og fræðsla er það sem veitir þeim mest öryggi til frambúðar. Það eykur á frelsi bama og frelsi for- eldra að bömum sé sköpuð aðstaða og þekking til að ferðast með strætis- vögnum frá unga aldri. Með því dreg- ur úr akstri fjölskyldubílsins, umferð á götum og akstur foreldra með bömin oft frá vinnu undir álagi minnkar. P'járhagslega er mikill ávinningur í því fólginn fyrir heimilin að fækka ferðum einkabílsins. Fargjald bama er lágt, rúmar 13 krónur ferðin að 12 ára aldri. Með breytingu á gjaldskrá SVR fyrr í sumar var fargjald unglinga 12-16 ára lækkað úr 90 kr. í 25 kr. Það má skoða sem viðbótarframlag Strætisvagna Reykjavíkur til aukins umferðaröryggis. Því ekki að skoða betur ferðamöguleika íjölskyldunnar með strætó. HÖRÐUR GÍSLASON ÞÓRARINN HALLDÓRSSON starfsmenn SVR Tilkynning frá ÍM- Gallup að gefnu tilefni Frá Skúla Gunnsteinssyni: VEGNA nýlegrar könnunar um fylgi stjómmálaflokka og hugsanlegra stjómmálaafla sem Skáís gerði vill ÍM-Gallup koma eftirfarandi á fram- færi: IM-Gallup fordæmir þau vinnu- brögð að ekki hafi strax verið birt framkvæmdalýsing á könnuninni um leið og niðurstöður hennar vora birt- ar opinberlega. Einnig er gagnrýnis- vert hversu seint og illa leiðrétting kom fram af hálfu Skáís um fram- kvæmd könnunarinnar þrátt fyrir að ljóst væri að túlkun niðurstaðn- anna og umræðan um hana væri á villigötum. Spurt var í könnuninni: „Ef kosið væri til Alþingis á morgun og í boði væru fjórir listar; Alþýðuflokkur, Framsóknarflokkkur, Sjálfstæð- isflokkur og nýr sameiginlegur listi Kvennalista, Alþýðubandalags, Jó- hönnu Sigurðardóttur og annars óháðs félagshyggjufólks, hvað myndir þú þá kjósa?“ Niðurstöðumar vöktu mikla athygli fyrir mikið fylgi við „nýja sameiginlega listann" og fylgishran Framsóknarflokksins. Fjallað var um niðurstöðurnar í fjöl- miðlum eins og hún hefði verið gerð á landsvísu en síðar kom í ljós að svo var ekki, hún var aðeins fram- kvæmd á höfuðborgarsvæðinu. Þetta gjörbreytir þeim ályktunum sem draga má af niðurstöðunum. Án vitneskju um framkvæmd könnunarinnar (stærð og gerð úr- taks, svörun, aðferð, tímasetningu o.s.frv.) er ekki hægt að draga rétt- ar ákvarðanir af niðurstöðum henn- ar. Það að ekki kom fram hvernig könnunin var gerð ber vott um skort á fagmennsku og getur leitt til al- rangra ályktana eins og raunin varð. Forsvarsmenn Skáís hafa látið hafa eftir sér í fjölmiðlum að þar sem einkaaðilar hafi óskað eftir könnuninni séu þeir ekki vissir um að það sé rétt af þeim að skipta sér af því þótt einhveijir mistúlki könn- unina. Auðvitað er það á ábyrgð fyrirtækisins sem framkvæmdir könnuninni að leiðrétta strax mis- notkun eða mistúlkun á niðurstöðun- um. Svona vinnubrögð geta því mið- ur orðið til þess að rýra álit fólks á skoðanakönnunum. SKÚLI GUNNSTEINSSON, framkvæmdastjóri. Gagnasafn Morgunblaðsins Allt efni sem birtist í Morgun- blaðinu og Lesbók verður fram- vegis varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskil- ur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endur- birtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.