Morgunblaðið - 24.08.1994, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.08.1994, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Jarðskjálftar, formbreytingar og efnasamsetning gastegunda úr kvikunni, sem leitar upp á yfirborðið t.d. í hverum, geta gefið til kynna að kvika sé að safnast fyrir undir eldstöðinni og að eldgos geti verið í vændum. Það fer síðan eftir orkunni sem felst í kvikunni og styrkleika jarðskorpunnar hvort gos verður eða ekki, en ógjörningur er að segja til um hugsanlegar tíma- setningar þar sem þessir kraftar sem eru að verki eru óþekktir. Formbreytingar eru mældar út frá ákveðnum mælipunktum á jörðu, en hæðabreytingar þeirra gefa þensluna til kynna. Hvað Heklu varðar þá hefur hún þanist út um nokkra sentimetra frá síðasta gosi sem varð 1991, en jarðvísindamenn segja hraða þenslunnar vera örlitið meiri en búist hafi verið við. Kvika safnast fyrir undir eldstöð og hún þenst út Þrýstingur undir eldstöð hefur náð hámarki, jarðskorpan brestur og eldgos hefst Mælipunktar sem gefa hæðarbreytingu til kynna Fastur mæli- punktur Þegar kvikan þrengir sér upp í jarðskorpuna verða jarðskjálftar Fastur mælipunktur Gas úr kvikunni leitar upp á yfirborðið Kvikuþró Kvikuþró Ógjörningur að segja til um hvenær Hekla gýs JARÐVÍSINDAMENN segja ómögulegt að segja til um hvenær Hekla kann að gjósa næst, en eins og greint hefur verið frá í Morgun- blaðinu hefur kvikusöfnun undir Heklu og formbreyting á fjallinu verið heldur meiri frá síðasta gosi en vísindamenn gerðu ráð fyrir. Að sögn Guðmundar Sigv'aldasonar forstöðumanns Norrænu eldfjalla- stöðvarinnar fer það eftir þeirri orku sem felst í kvikunni og styrk- leika jarðskorpunnar hvort gos verður eða ekki, en ógjörningur er að segja til um hugsanlegar tíma- setningar þar sem þessir kraftar sem eru að verki eru óþekktir. Jarðskjálftar, formbreytingar og efnasamsetning gastegunda úr kvikunni, sem leita upp á yfirborð- ið t.d. í hverum, geta gefið til kynna að kvika sé að safnast fyrir undir eldstöðinni og að eldgos geti verið í vændum. Formbreytingar eru mældar út frá ákveðnum mæli- punktum á jörðu, en hæðarbreyt- ingar þeirra gefa þensluna til kynna. Einnig eru notuð sjálfvirk mælitæki í þessu skyni. Hvað Heklu varðar hefur hún, að sögn Guðmundar, þanist út um nokkra sentimetra frá síðasta gosi, sem varð 1991. Sautján gos frá landnámi Síðasta eldgosið í Heklu, sem hófst í janúar 1991, er sautjánda Hekla hefur veríð í fréttum í tengslum við jarðhræring’amar á Suðurlandi, en form- breyting á fjallinu hefur verið örari en vísinda- menn bjuggust við. Þeir telja hins vegar ómögu- legt að spá um hvenær hún kunni að gjósa. eiginlega Heklugosið sem vitað er um frá landnámi íslands og það fjórða á þessari öld. Þar fyrir utan hefur gosið fimm sinnum svo vitað sé í nágrenni fjallsins. Hekla er um 7.000 ára gömul og er gossögu hennar skipt í þrjú aðalskeið. Þriðja skeiðið er talið hafa byrjað með miklu gosi árið 1104 og þá hafi verið liðin 2-300 ár frá næsta gosi á undan. Síðan hefur Hekla gosið að jafnaði einu sinni til tvisvar á öld, að þessari undanskilinni. Gos hófst í Heklu í ágúst árið 1980 og var það mjög kröftugt í byrjun; gossprungan var um 8 kíló- metra löng og aska barst norður til Skagafjarðar. Goshrinan stóð aðeins í þrjá daga, en árið eftir, í maí, hófst gosið aftur og stóð þá r viku og aðeins kom upp hraun. Þessi gos komu flestum á óvart, þvt aðeins 10 ár voru liðin frá síð- asta gosinu á undan. Það hófst í maí 1970 og stóð fram t' júlíbyrjun. Þótt ekki gysi í Heklu sjálfri, held- ur við rætur hennar nálægt svo- nefndum Skjólkvíum, er gosið talið til eiginlegra Heklugosa vegna þess að hraunið sem þar kom upp var líkt hrauni úr öðrum Heklugosum. Heklugosið 1947 er mörgum minnisstætt, en þá hafði Hekla ekki gosið í 101 ár. Gosið hófst í ágúst með miklum sprengingum og látum og á hálftíma náði gosm- ökkurinn tæplega 30 kílómetra hæð. Gjóskumökkurinn barst suður yftr landið og olli nokkru tjóni í sveitum, aðallega í Fljótshlíð, þar sem 7-10 sentimetra ösku- og vik- urlag féll á skömmum tíma. Askan barst langar leiðir og féll meðal annars í Helsinki í Finnlandi. Gosið stóð í rúma 13 mánuði. Hefst með gjóskugosi Venjuleg Heklugos hefjast með töluverðu gjóskugosi en síðan hefst blandgosasyrpa með ísúrum hraun- um og basalti. Gjóskan úr fjallinu er því súrari og gosin öflugri, sem lengra líður milli gosa. mraarion Reykjavíkurvegi 64 • Hafnarfirði • Sími 651147 Höfcim opnað aftur aftir breytingar. pcill búð af glœiilcgum vörum. Mikiö úrval af ullarjökkum, buxum, pilsum og blússum. Stcarðír 36 til 52. Sendiherra Svía kveður Island Mikið framboð af menningn Göte Magnusson Magnusson segir að það sé með nokkuð blendnum til- finningum að hann láti af störfum, það sé býsna erfitt að horfast í augu við að hætta að vinna. Hann segir aðspurður að menntun í lögfræði, hagfræði, stjórn- málafræði og tungu- málum komi að góðu gagni í utanríkisþjón- ustunni. Nauðsynlegt sé að vera sveigjan- legur, hafa hæfileik- ann til að laga sig að gerólíkum aðstæðum og óvæntum uppá- komum. Jafnframt verði stjórnarer- indrekar að vera sínu eigin þjóð og menn- ingu trúir, það sé mikilvægt þeim sem eigi að vera fulltrúar þjóðar sinnar erlendis. Sú hætta sé fyr- ir hendi að menn ijarlægist um of upprunann. - Hvernig búa menn sig und- ir veruna í nýju landi? „Með því að lesa um aðstæð- ur, stjórnmál, efnahagsmál, við- skipti og menningu, hvernig ráðuneyti og aðrar stofnanir starfa, kynna sér hveijir í heima- landinu eigi hagsmuna að gæta í nýja landinu. I Angola og Nic- aragua, þar sem innanlandsó- friður herjaði, þurfti ég að kynna mér þróunaraðstoð en einnig mannréttindamál og störf alþjóð- legra hjálparstofnana eins og Rauða krossins á þessum slóð- um. í Hollandi og á íslandi eru það ekki stríðsátök sem þarf að kljást við, það væru þá helst jarð- skjálftar hér! í Hollandi og hér eru það fremur Evrópumálin og öryggismálin, Atlantshafsbanda- lagið og slík mál“. - Hvað hefur einkum komið þér að óvart í fari íslendinga, erum við mjög ólíkir Svíum? „Hvað á ég nú að segja? Sam- félagið er lítið en hér er allt vel skipulagt og hlutirnir ganga vel fyrir sig, stofnanir virka. Hér er mjög auðvelt að vinna, auðvelt að ná beinu sambandi við fólk. Margir Svíar eru fálátir, mér finnst andrúmsloft í samskiptum fólks hér vera dálítið léttara en heima, þið eruð opnari, líklegri til að sýna frumkvæði, auk þess ekki jafn siðavandir og margir eru heima í Svíþjóð. Svíar eru formlegri en þið en reyndar held ég að það hafi verið að breytast nokkuð síðustu 20-30 árin þar eins og víðar. Það er t.d. meira hispursleysi í klæða- burði en áður, karlar ekki alltaf með bindi. Reyndar er þetta háð tískusveiflum, sumir vilja hverfa frá formleysinu aftur“. - Menningarsamskipti eru stór þáttur í starfinu. Eru íslend- ingar jafn mikil menningarþjóð og þeir þykjast vera? „Það er mikið framboð af hvers kyns menningarefni hér, tónlist, leiklist, kvikmyndum, myndlistarsýningum, geysimikið í ekki stærra þjóðfélagi. Auðvit- að veit ég ekki hvort allur al- menningur er þátttakandi í þessu öllu, nýtur þess en þannig er það nú alls staðar. En það er mikill kcaftur í menningarlífinu hér“. - Hvað verður um norræna samvinnu ef ailar Norðurlanda- ► SENDIHERRA Svíþjóðar, Göte Magnusson, og eiginkona hans, Brita Magnusson, kveðja íslendinga í næstu viku eftir að hafa gegnt hér störfum í rúm tvö ár. Magnusson er menntaður í lögfræði og starf- aði hjá tryggingafyrirtækinu Scandia áður en hann byijaði í utanríkisþjónustunni 1957. Hann gegndi embætti sendi- herra í ýmsum löndum frá 1978, þ. á m. Angola, Nic- aragua og Hollandi. Magnus- son, sem nú fer á eftirlaun, viðurkennir að oft geti verið snúið að laga sig að ólíkum aðstæðum í menningu, veður- fari og öðrum efnum. þjóðir að íslendingum undan- skiidum ganga í Evrópusam- bandið? „Það er stefnt að því að starf- ið haldi áfram en að nokkru leyti með öðrum hætti og forgangs- röðin verði önnur. Það sem er mjög sérstætt við norræna sam- vinnu er að þing landanna koma þar svo mikið við sögu og sviðin eru svo mörg og margvísleg. Samskiptin eru oft mjög óform- leg og mikill fjöldi fólks kynnist öðrum Norðurlandabúum. Þetta mun halda áfram en það er ljóst að samstarfið í ESB mun verða mjög tíma- frekt og erfitt fyrir stjórnmála- og emb- ættismenn. Þótt menn segi að norræn sam- vinna muni ekki þoka úr sessi get ég vel séð að það er viss hætta á því.“ - Telurðu Iíklegt að Norður- löndin muni koma sér upp sam- eiginlegum sendiráðum í Kína, Japan og öðrum fjarlægum lönd- um? „Við erum að hefja tilraun með samstarf í Kína, þar sem ísland er með stjórnarerindreka í húsakynnum sænska'sendiráðs- ins í Peking. Það verður athyglis- vert að fylgjast með þeirri til- raun. Einnig mætti hugsa sér að sendiráð eins landsins sé jafn- framt ræðismannsskrifstofa fyr- ir annað norrænt ríki. í Rotter- dam voru Norðmenn t.d. með aðalræðismannsskrifstofu sem gegndi sömu störfum fyrir Svía. Það er auðveldara að eiga sam- vinnu um slíkar skrifstofur en sendiráð. Það væri hægt að sam- einast um húsnæði og móttöku, símaborð og gæslu. Þannig væri hægt að spara fé.“ Breytt for- gangsröðí norrænu samstarfi I i \ i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.