Morgunblaðið - 24.08.1994, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 24.08.1994, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 1994 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Starfsnám í framhaldsskólum Í FRUMVARPI til Iaga um fram- haldsskóla sem lagt var fyrir Al- þingi síðastliðinn vetur er m.a. fjall- að um starfsnám. í þessari grein er sjónunum sérstaklega beint að starfsgreinaráðum fyrir starfs- greinaflokka eða starfsgreinar (27. og 28. gr.) og hvernig tryggja mætti betur gæði starfsnáms í fram- haldsskólum. Gert er ráð fyrir því í frumvarp- inu að menntamálaráð- herra skipi í starfs- greinaráðin til fjögurra ára í senn fulltrúa til- nefnda af samtökum atvinnurekenda og launþega í viðkomandi starfsgreinum og einn fulltrúa án tilnefning- ar. Allar starfsgreinar sem njóta fræðslu á framhaldsskólastigi skulu eiga kost á full- trúaaðild að starfs- greinaráði og skal gætt jafnræðis milli fulltrúa atvinnurekenda og launþega. Starfsgreinaráðin eiga að skilgreina þarfir starfs- greina fyrir kunnáttu og hæfni starfsmanna og setja fram markmið starfsnáms. Jafnframt eiga ráðin m.a. að gera tillögur um uppbygg- ingu starfsnáms og námskrá í sér- greinum viðkomandi starfsnáms, svo og um tilhögun námsmats og eftirlit með gæðum kennslu og námsefnis og hafa frumkvæði að tillögugerð um breytta skipan náms. Nú ættu einhverjir að vera farnir að sjá í hvers konar óefni stefnir. Engar kröfur eru gerðar til kunn- áttu eða hæfni fulltrúa samtaka atvinnurekenda, launþega eða menntamálaráðuneytisins. Samt eiga þessir aðilar að skilgreina þarf- ir starfsgreina fyrir kunnáttu og hæfni starfsmanna, koma með til- lögur um hvað eigi að kenna (nám- skrá í sérgreinum viðkomandi starfsnáms) og hvernig haga eigi námsmati og eftirliti með gæðum kennslu og námsefnis! Þetta hlýtur upphaflega að hafa verið samið sem skemmtiatriði fyrir eitthvert þorra- Friðrik Eysteinsson blótið! Á sama tíma og engar kröfur eru gerðar til þeirra sem sæti eiga í starfsgreinaráðunum eru gerðar strangar menntunarkröfur til þeirra sem kenna í framhaldsskólum. Ég held að ástæðan fyrir þessari vitleysu sé sú að þeir sem stóðu að samningu frumvarpsins viti ekki hvemig best eigi að tryggja gæði starfsmenntunar á framhaldsskóla- stigi. Með gæðum í þessu sambandi á ég við hversu vél við- komandi starfsnám fullnægir þörfum starfsgreinarinnar fyr- ir kunnáttu og hæfni starfsmanna. Ef námið er ekki í samræmi við þarfirnar eru gæði þess röng. Gæðin geta orðið röng eða tapast með fernum hætti. í fyrsta lagi geta gæðin tapast ef þarfir viðkomandi starfs- greinar eru rangt skil- greindar. Til þess að minnka líkurnar á að það gerist þarf að beita viðurkenndum aðferð- LEGSTEINAR Flutningskostnaður innifalinn. Stuttur afqreiSslufrestur. Fóið myndalistann okkar. ^720^Bor^arfirðjj^stra^ém^97^29977^ um við að nálgast þær kröfur um kunnáttu og hæfni sem almennt eru gerðar í viðkomandi starfsgrein og sannreyna þær. Ábyrgð á gæðum starfsnáms í framhalds- skólum á að færa yfir á skólana sjálfa, segir Friðrik Eysteinsson, en jafnframt að gera strangar kröfur til þeirra um gæði námsins. í öðru lagi geta gæðin tapast ef við gerð námskrár í sérgreinum við- komandi starfsnáms tekst ekki að setja upp námsbrautir eða námsá- fanga sem fullnægja þörfum starfs- greinarinnar þó svo að þær þarfir hafi verið rétt skilgreindar. Til þess að minnka líkurnar á að það gerist þarf að bera námskrána hveiju sinni undir ákveðinn lágmarksfjölda full- trúa starfsgreinarinnar. Jafnframt Ertidrykkjur Glæsileg kafii- hlaðborð íidlegir sídir og injög g(kj þjómistit Upplýsingar í sínia 2 23 22 m FLUGLEIDIR IÍTIL LIFTLIIIII GfTIP plasthúðun Fjölbreytt vandað úrval af efnum Fullkomnar plasthúöunarvélar Vönduð vara - gott verð OTTO B. ARNAR HF. Skiþholti 33-105 Reykjavik Símar 624631 / 624699 Sérfræðingar í blóiiiiiskrcylingTiin i ió öll iirkil'irri Tfc) blómaverkstæði JDINNA Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaöastrætis, sírni 19090 Ný menntastefna o g sumarvinna unglinga þarf að gera reglulega kannanir meðal atvinnurekenda í starfsgrein- inni og fyrrverandi nemenda á því hversu vel námið uppfyllti þarfir starfsgreinarinnar. Eðlilegt væri að utanaðkomandi aðilar sæju um framkvæmd kannananna. í þriðja lagi geta gæðin tapast ef námsefninu eða kennsiunni sjálfri er ábótavant. Þannig gætu þarfir starfsgreinarinnar verið rétt skil- greindar og námskrár í sérgreinum verið í samræmi við þarfirnar en námsefninu og/eða kennslunni í skóla eða á vinnustað mistekist að uppfylla þær kröfur sem námskráin gerir. Til að minnka líkurnar á að gæðin tapist vegna námsefnisins þurfa sérfræðingar í námsefnisgerð að yfirfara námsefnið. Til að minnka líkurnar á því að gæðin tapist vegna kennslunnar er hægt að beita samræmdum prófum í bóknámi en samræmdum matsregl- um í verknámi. í fjórða lagi geta gæðin tapast ef atvinnurekendum í viðkomandi starfsgrein er lofað betri starfs- mönnum en starfsnámið stendur undir. Þetta getur t.d. gerst ef þeir sem sjá um kynningu starfsnámsins hafa ekki nógu góðar upplýsingar um gæði námsins. Væntingar at- vinnurekenda til námsins aukast og þegar námið stendur ekki undir þeim fellur gæðamatið. Töpin fjögur verða til þess að þarfír starfsgreina fyrir kunnáttu og hæfni starfsmanna eru ekki upp- fylltar. Atvinnurekendum er að öll- um líkindum ekki ljóst hver ber ábyrgðina. Vita þeir að það er ekki fyrr en þegar rætt er um tap 3 sem framhaldsskólamir geta haft ein- hver áhrif á gæði námsins? Mér er það til efs. Ætli gamli góði söngur- inn um að skólamir séu úr takt við atvinnulífið myndi þá ekki fljótlega hefjast! í þeim söng gleymist bara alltaf að framhaldsskólunum er skylt að fara eftir aðalnámskrá sem menntamálaráðherra setur en með henni geta fyrstu tvö töpin myndast! Ég legg til að í stað þess að hafa þá blönduðu ábyrgð (eða ábyrgðar- leysi) á gæðum starfsnáms í fram- haldsskólum sem gert er ráð fyrir í frumvarpinu verði ábyrgðin alfarið færð yfir á framhaldsskólana sjálfa. í stað starfsgreinaráðanna myndu kjarnaskólar (þróunarskólar fyrir hveija grein starfsnáms) sjá um að þarfír starfsgreina fyrir kunnáttu og hæfni starfsmanna væru skil- greinar (og beita við það viður- kenndum aðferðum), námskrá í sér- greinum viðkomandi starfsnáms samin og námsefni þróað. Fram- haldsskólarnir, sem útskrifa nem- endur af viðkomandi starfsbraut, myndu síðan ákveða hvemig haga eigi námsmati og tryggja að fram- kvæmd þess sé rétt. Til þess að efla betur tengsl skóla og atvinnu- lífs t.d. til að tryggja betur en nú er upplýsingastreymi milli þessara aðila og gæði náms á vinnustöðum gæti hver kjarnaskóli fyrir sig haft forgöngu um myndun einhvers kon- ar starfsgreinaráðs. Ef ábyrgðin á gæðum starfsnáms i framhaldsskólum er færð yfir á skólana sjálfa en jafnframt gerðar strangar kröfur til þeirra um gæði námsins og að þeir geti sýnt fram á að þeir hafi stjóm á gæðamálum sínum gæti íslensk starfsmenntun stigið stórt skref fram á við. Höfundur er lektor og gæðastjóri í Tækniskóla íslands og stundakennari við Iðnskólann í Reykjavík. Stretsbuxur kr. 2.900 Mikið úrval af allskonar buxum Opið á laugardögum kl. 11 -16 í MARS 1992 skipaði Ólafur G. Einarsson menntamálaráðherra 18 manna nefnd sem átti að móta nýja skólastefnu fyrir grunn- og fram- haldsskóla. Nú í sumar skilaði nefnd- in lokaskýrslu sinni. Henni fylgja fmmvörp til nýrra laga um bæði þessi skólastig. Ymislegt í skýrslu nefndarinnar horfir til framfara. Hér má til dæm- is nefna tillögur um að sérstaða unglingadeilda verði mörkuð með ákveðnari hætti en nú er gert; samræmdum prófum verði fjölgað; reglur settar um inn- tökuskilyrði á náms- brautir framhaldsskól- anna; boðið verði upp á fjölbreyttara nám á framhaldsskólastigi; stuðningur við fatlaða nemendur verði aukinn og komið verði á ein- setnum grunnskóla með samfelldum skóladegi um allt land. Um skeið hefur síðastnefnda til- lagan reyndar verið á stefnuskrá allra stjórn- málaflokka þótt ríkið hafi ekki getað séð af fé til að fram- kvæma hana. Þær tillögur sem til framfara horfa eiga það flestar sameiginlegt að það er hægt að vinna eftir þeim án þess að verulegar breytingar séu gerðar á öðrum lögum en fjárlögun- um. Að minni hyggju kæmi vinna nefndarinnar að mestu gagni ef lagafrumvörpunum tveim yrði stungið undir stól en skýrlan höfð til hliðsjónar við túlkun og hægfara endurskoðun gildandi laga og reglu- gerða, samningu fjárlaga og stefnu- mótun í ráðuneytinu. Lenging skólaárs Tillögur nefndarinnar eru því mið- ur ekki allar jafn góðar. Sumar eru óþarfar og sumar beinlínis skaðleg- ar. Einna verst líst mér á þá tillögu að lengja skólaárið í 10 mánuði. Ef af verður styttist sumarleyfi nem- enda í 2 mánuði og þá er hætt við að sumarvinna þeirra verði að mestu úr sögunni. Mér finnst vel koma til greina að stytta sumarleyfi kennara, færa svo- kallaða starfsdaga í grunnskólum fram í ágúst og yfirferð prófa, end- urtektarpróf og útskrift í framhalds- skólum aftur í júní. Með þessu væri hægt að fjölga kennsludögum á tímabilinu frá september til maí án þess að stytta sumarleyfi nemenda. Einnig finnst mér vel koma til greina að bjóða nemendum sem það vilja einhvers konar námskeið eða viðbót- arnám á sumrin. En ég held að það sé öllum til góðs að þorri nemenda hafi áfram 3 mánaða sumarleyfi og unglingar venjist hér eftir sem hing- að til á að vera verkamenn á sumrin. Sumarvinna unglinga er sérkenni á íslensku samfélagi sem rétt er að viðhalda. í sumarvinnunni nema unglingar vinnubrögð, kynnast sam- félaginu frá annarri hlið en í skólan- um, venjast á annars konar aga en skólinn getur tamið þeim og þegar best lætur læra þeir að bera virð- ingu fyrir vinnu og verkmenningu. Það er líka trúlegt að sumarvinnan dragi úr óæskilegum áhrifum stéttaskiptingar. Þar sem mennta- menn, yfirmenn í fyrirtækjum og aðrir þeir sem tilheyra efri lögum samfélagsins hafa verið í vega- vinnu, unnið í búð eða vaskað upp á hótelum á sínum yngri árum verð- ur bilið milli stéttanna væntanlega minna en í samfélögum þar sem unglingar hafa lítil eða engin kynni af atvinnulífinu. Stunda of margir unglingar bóknám? I skýrslu nefndarinnar er fundið að því hve margir framhaldsskóla- nemar stunda almennt bóknám og lagt til að þeim verði í auknum mæli beint í starfsnám. Það er erfitt að leggja mat á þessa tillögu vegna þess að nefndin útskýrir ekki nógu vel hvers konar starfsnám það er sem hún vill auka og efla. Nú er ég ekki á móti eflingu verk- mennta og fjölbreyttara námsfram- boði í framhaldsskólum. En ég efast um að of margir stundi almennt bóknám. Á bóknámsbrautum fram- haldsskólanna læra unglingar móð- urmál, tungumál, reikning, bókhald, vélritun, tölvunotkun, heilsufræði, raungreinar og fleiri fög sem nýtast á ótal sviðum og auðvelda fólki að tileinka sér nýjungar í flestum greinum. Fyrir unglinga sem hafa kynnst atvinnulífinu og lært vinnubrögð með því að taka þátt í raun- verulegri vinnu er þetta almenna bóknám gott vegamesti. Fýrir suma af þeim sem hafa ekki haft tækifæri til að vinna á sumrin kann hins vegar að vera jafngagnlegt eða gagnlegra að fá ein- hvers konar starfs- þjálfun á vegum skól- ans. Eðli málsins sam- kvæmt er starfsnám sérhæft. Það býr fólk undir eitt tiltekið starf. Nokkrar starfsgreinar eru þess eðlis Einna verst líst mér á þá tillögu, segir Atli Harðarson, að lengja skólaárið í tíu mánuði. að þær krefjast sérmenntunar á framhaldsskólastigi. Hér má til dæmis nefna ýmsar iðngreinar. I fæstum þessara greina er skortur á vinnuafli. Hins vegar krefjast æ fleiri störf góðrar almennrar menntunar í tungumálum, viðskiptagreinum, móðurmáli og fleiri fögum. Þess vegna efast ég um að rétt sé að beina unglingum í starfsnám í jafn miklum mæli og nefndin leggur til. Nær væri að bjóða upp á fleiri teg- undir af almennu námi. Hugmyndir nefndarinnar um starfsnám byggja að miklu leyti á fyrirmyndum frá Danmörku og Þýskalandi. í þessum löndum er lítið um að unglingar vinni í sumarleyfum svo eina leiðin til að þeir læri vinnu- brögð og kynnist atvinnulífinu er að setja upp einhvers konar vinnuskóla innan framhaldsskólakerfisins. En íslenskt samfélag er öðru vísi en það danska og það þýska. Hér venjast flestir unglingar á vinnu á sumrin og stórt hlutfall þeirra stundar al- mennt bóknám á vetrum. Útkoman úr þessu er sú að Islendingar eru sveigjanlegir í vinnu, eiga auðvelt með að skipta um starf og eru fljót- ir að tileinka sér nýjungar. Nefndin rökstyður tillögu sína um lengingu skólaársins með því að segja að sífellt verði erfiðara fyrir skólafólk að fá sumarvinnu og að breyttir atvinnuhættir valdi því að ekki sé jafnmikil þörf og áður að ráða skólafólk til vinnu á sumrin (bls. 18 til 19). Mér þykja þessi rök hæpin. Atvinnuleysi undanfarin misseri gefur ekki tilefni til að álíta að hér verði atvinnuleysi um aldur og ævi og þótt nú sé minna um byggingarvinnu og landbúnaðar- störf á sumrin en áður var þá fjölg- ar störfum í ferðaþjónustu og vænt- anlega verður áfram þörf fyrir afleysingafólk í mörgum greinum. Einnig má benda á að ef ríkið hefur efni á að lengja skólaárið og stór- auka starfsfræðslu og starfskynn- ingu í skólum, eins og nefndin legg- ur til, þá hlýtur það alveg eins að hafa efni á að ráða unglinga í sumar- vinnu til dæmis við hreinsun, fegrun og uppgræðslu landsins. Höfundur er kennari við Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Atli Harðarson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.