Morgunblaðið - 24.08.1994, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 24.08.1994, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 1994 5 FRÉTTIR Nýbrúí Reykjavík FRAMKVÆMDUM við nýja teng- ingu Suðurlandsvegar og Vestur- landsvegar miðar vel áfram. Þessa dagana er m.a. unnið að malbikun. Umferð verður hleypt á nýja veginn og brúna við Hálsa- hverfi í haust. Framkvæmdir við Vesturlandsveg haida síðan áfram á næsta ári. Þar liggur m.a. fyrir að byggja brú yfir Höfðabakka, en það er gríðarlega stór framkvæmd. Ymsir óttast að nýju mannvirk- in safni að sér snjó yfir vetr- armánuðina og umferð um þau verði erfið. Eyvindur Jónassson, rekstrarstjóri hjá Vegagerðinni, sagði vissulega ástæðu til að ótt- ast snjóþyngsli þarna og til greina kæmi að selja upp snjógirðingar til að draga úr skafrenningi. Hann sagði að ekki væri um marga kosti að ræða við hönnun mann- virkisins á þessum stað og því verði bara að sjá til hvað gerist í vetur. ----» ♦■■■».. Georg- Ólafsson hjá Samkeppnisstofnun FÍB var svarað fyrir ári GEORG Ólafsson, forstöðumaður Samkeppnisstofnunar, segir það ekki rétt að Samkeppnisstofnun hafi ekki enn svarað bréfi Félags íslenskra bifreiðaeigenda frá síðasta ári eins og haldið var fram í Morgunblaðinu í gær. Hann segir að bréfið hafi feng- ið eðlilega umfjöllun innan stofnun- arinnar og því hafi verið svarað í september á síðasta ári. FÍB sendi bréfið til Samkeppnis- stofnunar 26. maí 1993. í því er óskað eftir að stofnunin athugi hvort olíufélögin hafi haft í frammi ólög- legt samráð um verðlagningu á bens- íni. Forsvarsmenn FIB telja sig ekki hafa fengið neitt svar við bréfinu. Georg sagði þetta rangt. Hann sagði að strax eftir að kvörtunin barst hefði Samkeppnisstofnun hafist handa við að kanna málið og 17. ágúst 1993 hefði stofnunin sent FÍB bréf þar sem félaginu hefði verið gerð grein fyrir stöðu þess. I septem- ber hefði síðan verið haldinn fundur með forsvarsmönnum FÍB þar sem þeim hefði verið kynnt niðurstaða stofnunarinnar. Georg sagði að í fréttabréfi Sam- keppnisstofnunar frá því í september 1993 væri gerð grein fyrir kvörtun FÍB og niðurstöðu málsins. Fjölmiðl- ar hefðu flallað um málið í kjölfarið. í leiðara Morgunblaðsins 26. septem- ber segi t.d.: „Niðurstaða Sam- keppnbisstofnunar var sú, að ekki sé sannað, að um samstilltar aðgerð- ir hafi verið að ræða hjá olíufélögun- um en jafnframt segir stofnunin að svör olíufélaganna dugi ekki til að hreinsa þau af ásökunum FÍB.“ FAGURT LAND HHI.MINOUR AH ANDVIRDI POKANS RENNUR Tll. L.ANDOKÆDSLU OO NÁTTÚRUVKRNDAR Samstarf Landverndar viö verslanir og neytendur hefur skilaö 80 milljónum til umhverfisverndar. Þökk fyrir stuðninginn. LANDVERND iii Morgunblaðið/Árni Sæberg Vegna mikillar sölu á nýjum bílum undanfarið á notuðum bílum I BÍLAHÚSINU í húsi Ingvars Helgasonar hf. Sævarhöfða 2. Sími: 674848 Einnig hjá umboðsmönnum okkar Reyðarfjörður Borgarnes Keflavík Lykill B. Vesturlands BG-bílasalan Selfoss ísafjörður Akureyri Betri bílasalan Ernir Bifrverkst. Sig. Vald. BÍLAHÚSIÐ Ingvar Helgason hf. Sævarhöfða 2 Sírni 674000

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.