Morgunblaðið - 24.08.1994, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.08.1994, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 1994 MORGUNBLAÐIÐ FISKVEIÐIMAL TOGARINN Rex í höfn en hann hefur verið á úthafsveiðum. Togarinn hefur nú öðlast nafnið Arnar á ný • • Ordeyða í Smugunni Hátt í 800 íslend- ing-ar í 40 skipum Ráðherrar funda með útgerðar- mönnum FUNDUR útgerðarmanna sem hags- muna eiga að gæta í fiskveiðideil- unni við Norðmenn með utanríkisráð- herra og sjávarútvegsráðherra á Akureyri í dag verður lokaður frétta- mönnum. Sveinn Hjörtur Hjartarson hagfræðingur hjá LÍÚ segir þetta venjulegan stjórnarfund LÍÚ og ekki tíðkist að hafa þá fundi opna. íslenskir sjómenn í Smugunni bíða fregna af fundinum og samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hafa margir þeirra hug á því að færa sig yfir á Svalbarðasvæðið þegar að fundi loknum. Ördeyða er nú á Smu- gumiðum. Vill samtök útgerðarmanna úthafsveiðiskipa Sigurbjörg Jónsdóttir stjórnarfor- maður Jökuls hf. á Raufarhöfn, sem gerir út togarann Rauðanúp sem nú er að veiðum í Smugunni, sagði í samtali við Morgunblaðið að sér þætti LÍÚ ekki hafa staðið vörð um hagsmuni útgerðarmanna sem gera út skip til veiða í Barentshafi og vill að stofnuð verði hagsmunasamtök útgerðarmanna úthafsveiðiskipa. „Nái menn ekki sínu fram í gegn- um sín samtök stofna þeir önnur samtök. Slík samtök ættu að beijast fyrir viðurkenningu á veiðum íslend- inga á fjarlægum miðum og marka stefnuna. Ég held að það hljóti að verða að setja kvóta á þessar veiðar því þarna eru ekki óþijótandi auð- lindir frekar en annars staðar. Út- gerðarmenn úthafsveiðiskipa hafa það ekki fremur en aðrir að markm- iði að eyða upp fískistofnunum," sagði Sigurbjörg. Hún segir að nánast ekkert hafí gerst í þessum málum á því eina ári sem íslensk skip hafa verið að veiðum í Barentshafi. „Þó finnst mér stjóm- völd hafa tekið aðeins betur við sér en var á meðan þau sátu í ijómaköku- spjalli 17. júní þegar glæfralegar aðgerðir voru hafðar frammi gegn íslenskum skipum,“ segir Sigurbjörg. Hún er þeirrar skoðunar að kvóti sem hugsanlega yrði gefinn út á veiðar í Barentshafi ætti að renna til þeirra sem þær veiðar hafi stund- að. „Ekkert sjávarútvegsfyrirtæki getur beðið eftir lausn í nokkur ár. Við stundum þessar veiðar vegna þess að við þurfum á þeim að halda, við erum að beijast fyrir tilveru okk- ar,“ segir Sigurbjörg. ALGER ördeyða var í Smugunni í gær og þokusúld yfir svæðinu. Þórarinn Stefánsson, skipstjóri á Rauðanúpi frá Raufarhöfn, sagði að menn hefðu hug á því að færa sig yfir á Svalbarðasvæðið en þeir ætluðu fyrst að bíða fregna af fund: útgerðarmanna og stjórn- valda sem haldinn er á Akureyri í dag. Hátt í 40 íslensk skip voru í Smugunni. Þórarinn fagnaði því að von væri á varðskipinu Óðni á miðin því nálægt 800 íslendingar væru um borð í þessum skipum. „Ég held að fæstir hafi til þess leyfi frá sínum útgerðum að færa sig yfir á Svalbarðasvæðið en hérna í Smugunni eru líklega um 45 togarar, þar af tíu sem sigla undir hentifána. Hér eru örugg- lega 30 íslensk skip. Það hefur engin veiði verið hér í þijá eða fjóra daga en það kom gott skot fyrir fimm dögum og hafði verið ágætt fram að þeim tíma,“ sagði Þórarinn. Vantar drift í málið Hann sagðist efast um að nokk- ur íslensku togaranna færi á Sval- barðasvæðið fyrr en eftir fundinn á Akureyri í dag og menn biðu spenntir eftir niðurstöðum hans þótt ekki væru þeir vongóðir. „Það vantar drift í þetta mál og hér eru menn að hallast á þá skoðun að fari þeir ekki á Svalbarðasvæðið koðni málið bara niður. Ekkert verði gert í þessu nema verið sé að andskotast í Norðmönnunum. Menn eru því tilbúnir til að fara á svæðið til að þrýsta á málið,“ sagði Þórarinn. Amast við „línudansi“ Rauðinúpur var með 40 tonn af saltfiski eftir rúma eina viku á miðunum. Þórarinn sagði að svo virtist sem fiskurinn færi inn fyrir norsku línuna og var verið að toga meðfram henni þegar Morgun- blaðið náði tali af Þórarni. Þórarinn sagði að tvö til þijú norsk strandgæsluskip hefðu verið á miðunum. Norðmennirnir hefðu ekki skipt sér af veiðunum en fett fingur út í „línudans“ íslending- anna, eins og Þórarinn orðaði það. „Það virðist ekkert norsku strand- gæsluskipanna vera með sömu lín- una og þeir færa hana svona fram og aftur og stugga við mönnum,“ sagði Þórarinn. Þórarinn sagði að mönnum litist vel á að íslensk stjórnvöld settu íslensku togurunum kvóta í Bar- entshaf en efaðist um að viðbrögð Norðmanna við því yrðu af sama toga. Veiði var eitthvað farin að glæðast síðari hluta gærdagsins, en þá voru einhver skipanna að fá upp í 10 tonn í hali í flottrollið. Forsljóri Hafrannsóknastofnunar um sóknina í Barentshaf Yeiðarnar ógna ekki þorskstofninum JAKOB Jakobsson, forstjóri Haf- rannsóknastofnunar, segir að miðað við núverandi ástand þorskstofnsins í Barentshafi og 700 þúsund tonna heildarkvóta sé ljóst að þorskstofn- inum í Barentshafi stafi ekki hætta af veiðum íslendinga á 20-30 þúsund tonnum af þorski. „Ég byggi mitt álit á niðurstöðum Alþjóðahafrannsóknaráðsins þannig að það er alveg samhljóða áliti nor- skra starfsbræðra minna, við höfum enga sérstaka úttekt á þessu hér, sagði Jakob Jakobsson. „Stofninn var í mikilli lægð fyrir 5-6 árum og þá tóku Norðmenn og Rússar sig til og hertu mjög verndaraðgerðir, sér- staklega á árunum 89-91. Sem dæmi um hvað þetta voru harðneskjulegar aðgerðir þá fengu norskir togarar aðeins úthlutað 32 þúsund tonnum 1990-1991. Þeir voru svo heppnir að í sama rrmnd og þeir tóku til við uppbyggingu stofnsins blómstraði loðnan og allur þorskur þyngdist ört þar. Eftir 1990 hafa síðan verið að klekjast út góðir árgangar og allt hefur þetta valdið því að stofninn hefur verið á uppleið á undanförnum árum. Fyrir þetta ár var ákveðið að aflinn skyldi vera 700 þúsund tonn sem skiptist milli Norðmanna, Rússa og annarra þjóða, þannig að ástand stofnsins virðist vera með skárra móti eins og er,“ sagði Jakob. Lítill hluti Aðspurður hvort hann teldi að sókn Islendinga gæti orðið til þess að gengi á stofninn á ný sagði Jak- ob að miðað við núverandi ástand og 700 þúsund tonna heildarafla væri hann sammála norska fiski- fræðingnum Thor Jakobsen að 20-30 þúsund tonna veiðar íslend- inga ógnuðu ekki stofninum. „Þetta er svo lítill hluti af heildar- veiðinni en hefur að sjálfsögðu áhrif í hlutfalli við það hve mikið menn veiða umfram þessi 700 þúsund tonn,“ sagði Jakob og sagði ekki heldur um það að ræða að íslensku skipin stunduðu veiðar sínar á upp- eldisslóð þannig að veiðarnar gætu ógnað stofninum vegna smáfiska- dráps. Aðspurður um við hvaða mark sókn Islendinga yrði svo mikil að hún gæti ógnað stofninum sagði Jakob að það færi eftir mörgum aðstæðum, s.s. árgangastærð á næstu árum, hvort aðrir færu einnig yfir úthlutaða kvóta og ýmsum sam- verkandi áhrifum. „Það er ekki nokkur Ieið að tiltaka eitthvað ákveðið í því efni,“ sagði Jakob. Endurskoðaðar tillögur forseta út- hafsveiðiráðstefnu SÞ Viðhorf strand- ríkja samþykkt SATYA Nanand, forseti úthafsveið- iráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, sem nú situr í New York, lagði í gær fram endurskoðað uppkast sitt að texta niðurstöðu ráðstefnunnar. Sú breyting hefur helzt orðið á uppkast- inu að það er nú í formi bindandi alþjóðasamnings, í samræmi við sjón- armið íslands og annarra strandríkja á ráðstefnunni. Hins vegar eru enn svo mörg ágreiningsefni milli úthafs- veiði- og strandríkja að ljóst er að ráðstefnan verður framlengd og mun koma saman tvívegis á næsta ári. Að sögn Gunnars G. Schram, vara- formanns íslenzku sendinefndarinnar á ráðstefnunni, virðast Evrópusam- bandið og Bandaríkin nú hafa geng- izt inn á það að niðurstaða ráðstefn- unnar verði í formi bindandi alþjóða- samnings, í stað t.d. yfírlýsingar alls- heijarþings SÞ. Gunnar sagði að textinn væri í meginatriðum sá sami og lagður hefði verið fyrir ráðstefn- una er hún kom saman fyrir um 10 dögum. Nýtt ákvæði væri komið inn að tillögu Rússa, um að þar sem al- þjóðlegt hafsvæði sé algerlega umlukið lögsögu eins ríkis, beri út- hafsveiðiríkjum að samþykkja físk- veiðireglur sín á milli, sem ekki hafí áhrif á fískverndarreglur hlutaðeig- andi strandríkis. Gunnar sagði að sennilega' hefðu Rússar þarna eink- um í huga „smugur“ í Kyrrahafi, því að þetta ætti ekki við um Barentshaf. Gott sarastarf við Norðmenn Norðmenn halda enn fram tillög- um sínum um einhliða handtökurétt strandríkja á úthafínu og um að Barentshafið verði skilgreint sem „hálfumlukt". Að öðnj leyti er af- staða Norðmanna og íslendinga svip- uð í meginatriðum, að sögn Gunn- ars. Hann segir formann norsku sendinefndarinnar, Dag Mjoland, hafa látið svo um mælt í gær í sam- tali við íslenzku fulltrúana að þótt til „óhjákvæmilegs orðaskaks" hefði komið við upphaf ráðstefnunnar, hafi sendinefndimar síðan átt góða samvinnu, sem vonandi haldi áfram. Norðmenn segja karfaveiðar og þorsk- veiðar í flottroll ekki sambærilegar Meiri ungþorsk- ur í flottrollið TALSMAÐUR norska sjávarútvegs- ráðuneytisins andmælir því í samtali við norsku fréttastofuna NTB að karfaveiðar Norðmanna með flot- trolli á Reykjaneshrygg séu sam- bærilegar við þorskveiðar íslenzkra skipa í Barentshafi, þar sem flott- roll eru einnig notuð. Talsmaðurinn, Bjame Myrstad, segir að við þorsk- veiðar taki flottrollin meira af ung- um físki. NTB hefur eftir Myrstad að Rúss- ar og Norðmenn hafi komið sér sam- an um að banna flottroll í Barents- hafí vegna þess að smáfiskur syndi hærra í sjó en fullorðni fiskurinn og þess vegna komi meira af honum í flottroll en botnvörpu. Talsmaðurinn segir hins vegar að eina leiðin til að veiða karfa á Reykjanesgrunni sé að nota flottroll. Flottrollið sé jafnframt eina veiðarfærið sem komi að gagni við veiðar á kolmunna og makríl, og til þess brúks sé það leyft í norskri lögsögu. Veiðar á Flæmska hattinum leyfilegar Norska sjávarútvegsráðuneytið vísar því einnig á bug, sem haldið hefur verið fram, að norsk skip séu að ólöglegum rækjuveiðum á Flæmska hattinum úti fyrir strönd- um Nýfundnalands. Ráðuneytið seg- ir að rækjustofninn, sem um ræðir, gangi eingöngu um alþjóðlegt haf- svæði og togarar ýmissa þjóða veiði úr honum, þar á meðal skip Kanada- manna sjálfra, án þess að kvóti hafí verið settur á stofninn. Myrstad segir að í Barentshafí séu íslenzk skip að veiða úr þorskstofni, sem að langmestu leyti haldi sig innan norskrar og rússneskrar lög- sögu. Frá árinu 1977 hafi veiðar úr stofninum verið háðar strangri físk- veiðistjórnun norsk-rússnesku físk- veiðinefndarinnar. Þess vegna sé villandi að líkja „sjóræningjaveið- unum“ í Smugunni við rækjuveið- arnar úti fyrir Nýfundnalandi. íslenzka sendiráðið í Ósló Leiðrétta meint- ar missagnir ÍSLENZKA sendiráðið í Ósló hefur séð ástæðu til að dreifa á norska íjölmiðla bréfí, þar sem leiðréttar eru helztu missagnir, sem sendiráðið tel- ur hafa verið í fréttaflutningi þar í landi af fískveiðideilu Islands og Noregs. Sendiráðið gerir athuga- semdir við átta atriði, sem fram hafa komið í fjölmiðlum. í fyrsta lagi bendir sendiráðið á að íslendingar hafí stundað veiðar í Barentshafí á ýmsum tímabilum frá 1934 til 1975. í öðru lagi segir í dreifíbréfinu að það sé rangt að ís- lenzk útgerðarfélög hafi keypt tíu, fimmtán eða tuttugu togara frá Kanada. Hið rétta sé að þrír togar- ar, sem nú sigli undir hentifána, hafí verið keyptir frá Kanada. Flottroll skaðlaust Fjórða atriðið, sem sendiráðið tek- ur upp, er að flottroll séu sízt skað- legri umhverfínu en venjuleg troll við þær kringumstæður, sem ríki í Barentshafí. Norsk skip noti flottroll við karfaveiðar á Reykjaneshrygg. Þá segir sendiráðið tölur norsku strandgæzlunnar, um að íslenzki flotinn í Barentshafí hafi veitt 22.000 tonn af þorski, fjarri lagi. Líklega sé aflinn 10.000 til 12.000 tonn. í sjötta lagi áréttar sendiráðið að íslenzki þorskstofninn sé nú í lág- marki vegna lélegrar nýliðunar og vaxtar seinustu átta árin. Orsök þessa sé ekki sízt óhagstæð skilyrði í hafinu umhverfís landið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.