Morgunblaðið - 17.09.1994, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.09.1994, Blaðsíða 1
64 SIÐUR LESBOK/C/D 211. TBL. 82.ÁRG. LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 1994 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Reuter ALEXANDER Rútskoj, fyrrverandi varaforseti Rússlands, og Gennadíj Zjúganov, leiðtogi kommúnista, eftir leynilegan fund þar sem nokkrir leiðtogar þjóðernissinna og kommúnista völdu frambjóðanda í næstu forsetakosningum. Forsetaefni val- ið á leynifundi Moskvu. Reuter. LEIÐTOGAR kommúnista og þjóð- ernissinna í Rússlandi komu saman í gær og völdu frambjóðanda í næstu forsetakosningum en neituðu að skýra frá því hver hefði orðið fyrir valinu. Mikil leynd hvíldi yfir fundinum og blaðamenn fengu ekki að fylgjast með honum. Fundurinn var haldinn í Kal- íngrad, rússnesku landsvæði milli Litháens og Póllands. Að honum loknum sögðu leiðtogarnir blaða- mönnum sem biðu fyrir utan fundarstaðinn að þeir hefðu valið forsetaframbjóðanda og nafn hans yrði kunngert síðar. Þekktasti fundarmaðurinn var Alexander Rútskoj, fyrrverandi varaforseti Rússlands, einn af forsprökkum uppreisnarinnar gegn Borís Jeltsín forseta sem lauk með blóðbaði í október í fyrra. Rútskoj hefur lofað að mynda „andstöðu- stjórn“ sem yrði undir það búin að taka við völdunum hvenær sem er. Á meðal annarra fundarmanna voru kommúnistaleiðtoginn Gennadíj Zjúganov, Viktor Aksj- útsjíts, formaður Hreyfingar kristi- legra demókrata, þjóðernissinninn Sergej Babúrín og Alexander Prokhanov, ritstjóri blaðsins Zavtra, sem þykir herskátt í frétta- flutningi sínum. Kjörtímabili Jeltsíns lýkur í júní 1996 og talsmaður forsetans gaf til kynna í gær að hann hygði á framboð í kosningunum. Bandaríkjamenn undirbúa innrás á Haítí Herforingjastj órn- in fellst á viðræður Washington, Port-au-Prince. Reuter, The Daily Telegraph. BILL Clinton Bandaríkjaforseti tilkynnti í gærkvöldi að hann hefði falið Jimmy Carter, fyrrverandi forseta, Sam Nunn öldungadeildarþingmanni og Colin Powell, fyrrverandi forseta herráðsins, að fara til Haítí til að ræða við her- foringjastjómina þar um möguleikann á því að hún færi frá. Náinn sam- starfsmaður Clintons sagði að leiðtogar herforingjastjórnarinnar hefðu sam- þykkt viðræðumar. „Þetta skapar tækifæri til þess að tryggja að þeir fari frá án blóðsúthellinga," sagði hann. Gert er ráð fyrir að þremenning- arnir fari til Haítí í dag. Bandaríkja- stjórn hefur ekki gefið herforingja- stjórninni frest til að fara frá og heldur enn opnum möguleikanum á að deilan leysist með friðsamlegum hætti og herforingjastjórnin víki. Svo virtist sem ágreiningur væri kominn upp innan stjórnarinnar um hvort verða ætti við kröfu Bandaríkja- manna. Edward Seaga, fyrrverandi forsætisráðherra Jamaica, sagði að leiðtogar herforingjastjórnarinnar hefðu beðið sig að hafa milligöngu um samning við Bandaríkjastjórn. Phillipe Biamby, stórfylkisforingi í her Haítí og hægri hönd Raouls Cedr- as, leiðtoga herforingjastjórnarinnar, sagði hins vegar að ekki kæmi til greina að semja við Bandaríkjamenn. Fregnir hermdu að Cedras væri að velta því fyrir sér hvort hann ætti að bjarga lífi sínu, flölskyldu og auðæfum - eða tryggja sér sess í sögunni sem píslarvottur er varði heiður hersins fram í rauðan dauð- ann. William Perry, varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna, sagði fyrr um daginn að Bandaríkjamenn myndu beita „yfirþyrmandi hervaldi" ef her- foringjastjórnin færi ekki frá og viki fyrir Jean-Bertrand Aristide, þjóð- kjörnum forseta sem var steypt af stóli fyrir þremur árum. Perry kvað stefnt að því að hernaðaraðgerðun- um lyki á nokkrum klukkustundum, með sem minnstu mannfalli. Perry sagði að herinn væri tilbúinn til að gera innrás hvenær sem kallið kæmi frá Clinton forseta. Hann sagði að fjöldi hermannanna, sem yrðu að öllum líkindum um 20.000, ætti að tryggja að mannfallið yrði í lágmarki. ■ Stuðningur við innrás/16 Reuter JEAN-Bertrand Aristide, fyrrverandi forseti Haítí, ávarpar fund Bills Clintons Bandaríkjaforseta með sendimönnum 24 ríkja sem hyggjast taka þátt í fyrirhugaðri hernaðaríhlutun á Haítí. Ar- istide lofaði að gripa ekki til hefndaraðgerða þegar hann kæm- ist til valda, heldur stuðla að friði og sátt í landinu. Reuter Biðlað til Igósenda Stokkhólmi. Morgunblaðið. Serbíu umbun- að í 100 daga Sameinuðu þjóðunum. Reuter. FIMMVELDIN svokölluðu kynntu í gær tillögu um að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna slakaði á refsi- aðgerðunum gegn Serbíu til reynslu í 100 daga til að umbuna þarlendum ráðamönnum fyrir að hætta að sjá Bosníu-Serbum fyrir vopnum. Farþegaflug til og frá Serbíu verður heimilað að nýju, svo og menningar- og íþróttasamskipti. Líklegt er að tillagan verði sam- þykkt í næstu viku. UMRÆÐUR um atvinnuleysi, æ meiri skuldabyrði ríkisins og að- lögun velferðarkerfisins að breyttum timum hafa glumið í eyrum sænskra kjósenda undan- farnar vikur. Þeir eiga þó erfitt með að gera upp hug sinn, sam- kvæmt skoðanakönnunum, þannig að frammistaða flokksformann- anna í sjónvarpsumræðum í gær- kvöldi getur ráðið miklu um niður- stöðu kosninganna á morgun. í upphafsávörpum sínum sneru þrír af formönnunum átta sér beint til kvenna og fjölskyldupóli- tík var það fyrsta sem þeim lá á þjarta. Annars snerust umræðurn- ar um efnahagsmálin almennt, ekki síst atvinnuleysið. Á myndinni setur verkamaður upp mynd af Ingvar Carlsson, for- manni jafnaðarmanna, og Mona Sahlin, framkvæmdasljóra flokks- ins, á götu í Stokkhólmi. ■ Fylgi jafnaðarmanna/17 Friðarumleitanirnar á Norður-Irlandi Major afléttir fjölmiðlabann- inu á Sinn Fein Belfast. Reuter. JOHN Major, forsætisráðherra Bretlands, aflétti í gær banni við því að útvarpa eða sjónvarpa viðtölum við leiðtoga Sinn Fein, stjórnmálaarms írska lýðveldishersins (IRA), tveimur vikum eftir að samtökin lýstu yfir vopnahléi í 25 ára baráttu sinni gegn breskum yfirráðum á Norður-Irlandi. Major fór til Belfast á Norður- Irlandi til að freista þess að sann- færa mótmælendur um að breska stjórnin myndi ekki bera hagsmuni þeirra fyrir borð. Hann hét því að engar breytingar yrðu gerðar á stöðu Norður-írlands gagnvart Bretlandi án þjóðaratkvæðagreiðslu í hérað- inu. Forsætisráðherrann var ekki al- gjörlega sannfærður um að vopnahlé Irska lýðveldishersins væri var- anlegt. „Þeir eru nálægt því,“ sagði hann við fréttamenn. Fyrirrennari Majors, Margaret Thatcher, setti útvarps- og sjón- varpsbannið á Sinn Fein fyrir sex árum til að svipta hreyfinguna því sem hún kallaði „súrefni fjölmiðla- athyglinnar". Major kvaðst telja að bannið þjónaði ekki lengur tilgangi sínum. „Menn hafa fundið leiðir til að fara í kringum það,“ sagði hann. Útvarps- og sjónvarpsstöðvar höfðu sniðgengið bannið með því að láta leikara herma eftir röddum leið- toga Sinn Fein þegar þær birtu við- tölin við þá. Jim Wilson, einn af leið- togum mótmælenda, fagnaði ákvörðun Majors og lýsti banninu sem „brandara". „Flestir taka því ekki illa að losna við þennan skrípa- leik á öldum Ijósvakans." Major aflétti einnig banni við út- varps- og sjónvarpsviðtölum við fé- laga í hreyfingum öfgamanna úr röðum mótmælenda, sem liafa ekki enn hætt ofbeldisverkum sínum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.