Morgunblaðið - 17.09.1994, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 17.09.1994, Blaðsíða 28
„428 LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 1994 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ GUÐNÝ ÞORGERÐUR - ÞORGILSDÓTTIR + Guðný Þor- gerður Þorgils- dóttir, sem alltaf var nefnd Þorgerð- ur, fæddist á Svína- felli í Öræfum 30. apríl árið 1900. Hún lést í Borgar- spítalanum hinn 31. ágúst sl. AMMA í Reykjavík er .. að koma! Spenna ungra bamabarna yfir því að hitta ömmu sína frá Reykjavík var mik- il. En fyrstu minning- ar okkar systkina um ömmu voru þegar hún heimsótti okkur til Vest- mannaeyja. Dökkhærð, myndarleg kona, hlý og gefandi. Eplailmurinn fyllti húsið. Framandi leikföng voru dregin upp úr stórri tösku til að gleðja bamabörnin. Amma hafði gaman af að gleðja með spennandi pökkum, eins fannst henni gaman að koma óvænt. Eitt sinn var hún á Leið austur í Skaftafellssýslu. Snögglega breyttist ferðaáætlun, og nokkrum tímum seinna var amma flfcnætt í peysufötunum sínum inn í Dal á þjóðhátíð, alveg óvænt. Dag- inn eftir hélt hún svo ferðalaginu áfram upp á land aftur. Já, hún gat verið fljót að taka ákvarðanir — og framkvæma þær. Þegar við fluttum upp á fastalandið komum við oft til ömmu á Rauðalæknum. Þaðan eig- um við margar ljúfar minningar. Hún hélt oft matarboð, þar sem böm hennar og bamaböm komu saman. Þetta var stór hópur, og því mikið fjör hjá okkur systkinabörn- ^ unum. Eins stóð systir hennar, *^igga frænka, mjög oft fyrir fjöl- skylduboðum. Þau eru líka ógleym- anleg. Þær systur vom báðar dug- miklar konur sem höfðu gaman af félagsskap annarra, og töldu aldrei eftir sér að koma fólkinu sínu sam- an við hin ýmsu tækifæri og þá gjaman með Páli bróður sínum og Kristínu konu hans. Þá var hátíð í bæ, veglegar veitingar, kertaljós, gjaman tekið í spil og við krakkam- ir bmgðum á leik. Að horfa nú til baka, er eins og þetta hafi allt gerst í gær — en samt fyrir svo óralöngu síðan. Hlýjar og mjúkar hendur ömmu þegar hún þuldi „Fagur, fag- ur fiskur í sjó ...“. Gælunöfnin sem . hún gaf ungum afkomendum sínum, ^iiöfn eins og „Gersemið mitt“ um nöfnuna, sína, „Dössurinn minn“, „Skipstjórinn minn“ og fleiri nöfn sem vom sögð af svo mikilli vænt- umþykju til ungra afkomenda. Slát- urgerðin á Reykjavíkurveginum með ömmu og Siggu frænku. „Bíó- ið“ hennar ömmu, sem í raun var „Keflavíkur- sjónvarpið". Ferðalög og endurminningar frá Svínafelli. Þegar við lögðum af bamaskapinn, kynnt- umst við ömmu á nýjan hátt. Þar fór víðsýn kona sem fylgdist vél með á öllum sviðum mannlegs lífs. Af lifandi áhuga setti hún sig inn í allt er afkomendum hennar viðkom, hvort sem um starf, nám eða áhugamál var að ræða. Makar okkar og börn undruðust oft nákvæmni hennar þegar kom að til dæmis afmælisdögum, íslensku knattspyrnunni og svo enska bolt- anum! Hún hafði með eindæmum gott minni og frásagnarlistina hafði hún fengið í vöggugjöf. Það var svo gaman að hlusta á löngu liðna at- burði sagða af sagnabrunni sem amma okkar var. Við eigum eftir að sakna hennar, ekki aðeins fyrir það hve mikið var í hana spunnið, heldur fyrir það hvað hún var okkur öllum. Við systkinin og fjölskyldur okkar minnumst hennar með þakklæti og biðjum algóðan Guð að varðveita hana í sínum friði. Halldóra Björk, Þorgerður, Birna, Björn Jón. Ekki man ég eftir mér, tveggja vetra gömlum, þegar ég kom til hennar ömmu minnar, Þorgerðar Þorgilsdóttur, inn á Laugarmýrar- blett. Þegar ég lít til baka hefur mér ætíð fundist að þá hafi ég eins og fengið fast land undir fætur, nýkom- inn úr sjávarháska, enda kom ég af sjúkrahúsi þar sem ég hafði leg- ið mikið veikur. Ég var hjá henni í aldarfjórðung, eða öll mín æsku- og námsár. Hún var mér sem móðir og veitti mér slíka vernd, hlýju og öryggiskennd, að ég treysti henni betur en berginu, sem ég bjó á. Og nú, þegar hún er horfín á braut 94 ára gömul trúi ég því varla. Mér fannst næstum því að fyrr myndi Esjan jafnast við jörðu en hún. Nú í ágúst var maður minntur á hve jarðskorpan er þunn og lífhvolf- ið raunar enn þynnra, kannski eins og vísindin segja nú á dögum, eins og þráður „á eggjum óreiðunnar". Þegar iand skalf í Hveragerði og Sunniendingar óttuðust að hinn stóri skylli á, urðu brestir í heilsu ömmu og við í fjölskyldunni óttuð- + Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, RANWVEIG ÁSGEIRSDÓTTIR, Laugavegi 70B, lést í Landspítalanum þann 15. september sl. Jarðarförin auglýst síðar. Hallur Páll Jónsson, Ágústa Bragadóttir, barnabörn og barnabarnabarn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, BENEDIKTS F. ÞÓRÐARSONAR fv. sendibflstjóra, Álftamýri 26, Reykjavik. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunar- fólks Landakotsspítala. Guðný Jónsdóttir, Aðalheiður Benediktsdóttir, Hörður Árnason, Jón Ágúst Benediktsson, Jónina Sigurðardóttir, Guðrún Benediktsdóttir, Hjörtur Erlendsson, Þórður Benediktsson, Kristín Unnur Þórarínsdóttir og barnabörnin. umst líka þann stóra. Sunnlendingar sluppu með skrekkinn í það sinnið, en ekki við í fjölskyldunni. Það var eins og himinn og haf tækju engan þátt í þessum atburð- um. Það var logn og blíða og himinn- inn skoðaði sig í haffletinum. En daginn eftir að amma kvaddi þennan heim var eins og að haustið vildi minna aðeins á sig með sinni fyrstu lægð, en nú er aftur logn. Þegar amma var 18 ára í Suður- Vík í Mýrdal skalf jörðin einnig undir fótum hennar á rótum Kötlu, en þá tóku hinar höfuðskepnurnar líka þátt í atburðunum: Himinninn myrkvaðist, hafíð ranghvolfdi í sér ísjökunum og nafni ömmu æddi um svört skýin og vildi berja óvætt undirdjúpanna niður svo að eldglær- ingar lýstu upp björgin, sem fengu málið. Um þetta leyti hafði amma veikst alvarlega, fékk lungnabólgu, og var ekki hugað líf. En hún sigraði í þeirri orrustu. Þegar valkyijurnar yfirgáfu vettvanginn, dreymdi ömmu draum: Hún sá rafljós flökta, síðan lýsti það skært skamma stund, en hjaðnaði þá snögglega og hvarf næstum því. Það lifnaði þó við og logaði lengi þar til það slökknaði skyndilega, en um leið sá hún ár- tal. Henni fannst ljósið vera í Vík í Mýrdal, en einnig í Eystri-Ásum í Skaftártungu. Amma lagði mikið upp úr táknrænum atburðum hvort sem þeir urðu í svefni eða vöku, og þess vegna áttu ljóð líka greiðan aðgang að hug hennar. Hún túlkaði draum þennan sem mynd af veikind- um sínum þetta ár, og að hún myndi síðan deyja skyndilega árið, sem birtist í draumnum. Hún var ekki viss um hvaða ár það var, eða kannski vildi hún ekki segja það. Ef til vill var það árið 1994. Mér hefur þó fundist þessi draum- ur því táknrænni um aðra þætti í lífí hennar, enda var hún heilsu- hraust með afbrigðum, eins og lang- lífi hennar gefur til kynna. Mikil vonbrigði um það leyti, sem hún missti móður sína og hóf búskap í Vík í Mýrdal kæfðu næstum ham- ingjuljósið. En ljósið lifnaði, enda amma mjög bjartsýn og glaðlynd að eðlisfari og lét enga smámuni standa sér fyrir þrifum. En björt- ustu ár ævi hennar voru þó ætfð þau fjögur, sem hún var í Skaftárt- ungu í faðmi fjölskyldu frænda síns, Sveins Sveinssonar bónda í Eystri- Ásum. Þá logaði draumljósið skæ- rast. Þangað kom hún vorið 1911 ásamt móður sinni og yngri bróður, Gunnari. Eldhraunið framan við bæinn var það fallegasta, sem hún gat hugsað sér, hraunið, sem sumir forfeður hennar flúðu undan rúmri öld áður. Það var hins vegar eins og ein- hver skuggi hvíldi yfír æskuárum hennar í Svínafelli, þessum fagra stað, undir eldfjallinu Öræfajökli, þar sem hún fæddist 30. apríl árið 1900. Þremur dögum áður hafði faðir hennar dáið, aðeins 47 ára gamall. Þar ólst hún upp föðurlaus hjá móður sinni og fjórum systkin- um til 11 ára aldurs, í Stekkjar- túni, skika ættaróðalsins, Vestur- bæjarins í Svínafelli, en þangað hafði langamma hrakist vegna ofríkis bróður síns. Ég veit að þetta hvíldi þungt á huga ömmu og systk- ina hennar, Sigríðar og Páls. En þrátt fyrir þessar dapurlegu stað- reyndir var mikil vinátta og náið samband ætíð á milli ömmu og systkina hennar, við systkinabömin úr Vesturbænum. Þegar elsti bróðir ömmu, Sigurð- ur, dó tæplega tvítugur gafst ekkjan upp og fluttist til frænda langafa míns. Þeir Þorgils og Sveinn í Eystri-Ásum voru systrasynir, en þær voru dætur séra Páls Pálssonar prófasts í Hörgsdal. í Sveini frænda sínum sá amma ætíð síðan föður sinn, enda var hún tekin inn í barna- hóp Sveins, eins og hún væri eitt þeirra. Amma sagði mér að Sveinn hefði oft minnst ferðarinnar yfír Skeiðar- ársand vorið 1911, þegar hann sótti ekkjuna og börn hennar og flutti þau yfir sandínn. Þegar Lómagnúp- ur var að rísa hátt framundan, en bæirnir í Svínafelli að sökkva að baki í sandinn, sagði ekkjan grát- andi: „Bömin mín blessuð, horfíð nú um öxl og lítið í síðasta sinn á sveitir.a okkar áður en hún hverf- ur.“ Amma, 11 ára stelpuhnokkinn, rétti úr sér í hnakknum og sagði stærilát: „Nei-hei, mér kemur það ekki í hug. Mér leið ekki svo vel þama.“ Fannst Sveini þetta gott hjá henni og taldi þessi orð hafa stapp- að stálinu í ekkjuna. Mörgum áður síðar átti svo Svínafell eftir að veita mikilli birtu og yl í huga og hjarta ömmu minnar og fjölskyldu hennar. Að minnsta kosti sjö afkomenda hennar hafa orðið þeirrar gæfu að- njótandi að dvelja þar sumarlangt, í þessu fagra umhverfí í faðmi frændfólks hennar og vina í Austur- bænum. En amma var fjórmenning- ur við föður Sigrúnar Pálsdóttur húsfreyju í Svínafelli og bóndi henn- ar Þorsteinn Jóhannsson og amma vom af Ijórða og fímmta. Hjá þeim hjónum og bróður Sigrúnar, Jóni Pálssyni, var ég, undirritaður, sex sumur, en það er eitt bjartasta tíma- bil ævi minnar. Satt að segja háði það mér lengi á eftir, jafnvel enn, að njóta fegurðar annarstaðar á landinu, því að fáir staðir standast samjöfnuð við Svínafell, og raunar Skaftafell líka, en þaðan var amma einnig ættuð. Var hún fjórmenning- ur við Ragnar Stefánsson fyrrver- andi þjóðgarðsvörð í Skaftafelli, en hann lést daginn eftir andlát ömmu. Vom þau komin út af dætmm Bjama bónda í Skaftafelli sonar Jóns Einarssonar hins þekkta hag- leiksmanns í Skaftafelli. Var amma komin út af tveimur dætmm Bjama og Ragnar öðmm tveimur. Hugur ömmu var oft hjá frænd- fólkinu í Austurbænum. Ég veit að hana langaði mikið að heimsækja Svínafell nú í sumar. Það var eins og að hún vissi að það yrði þá í hinsta sinn. Hún bað mig næstum því um að ég færi með sig þangað, en hún fann að ég færðist heldur undan því, því að ég treysti tæplega heilsu hennar. Nú, þegar ég skrifa þessar línur naga ég handarbökin vegna þessa. Hún hefði sannarlega átt það skilið að sjá sveit sína einu sinni enn. Nú þegar ég horfi til baka og minningarnar hrannast upp, kemur upp í huga minn fjöldi brota af öllum þeim sögum, sem hún kunni í smá- atriðum og hafði svo gaman af að segja öðrum, stundum af slíkri ná- kvæmni að manni þótti jafnvel nóg um. Hún var með svo óbrigðult minni, að það var auðveldara að hringja til hennar og spyija um símanúmer, heldur en að fletta upp í símaskránni, enda á ég erfítt með að muna bæði nöfn og númer, en þar var hún óskeikul. Hún gat jafn- framt sagt manni hvenær best væri að hringja, svo vel fylgdist hún með ferðum fólks í íjölskyldunni, sem henni var svo annt um. Ljóð kunni hún utan að til hinstu stundar. Á banabeði sínu þessar þijár vikur í ágúst, áður en hún missti rænuna var hugur hennar skýr, þrátt fyrir það að hún var mjög máttfarin. Hún fylgdist þá jafnvel með ferðum bamabarnabarna sinna innanlands sem utan. Hún sagði sögur, bæði nýjar og gamlar og hún fór með drápur. Maður harmar nú að hafa ekki náð þessu öllu, sem hún ein kunni, á blað eða band. Maður hefði viljað eiga sögurnar, sem sagðar voru á kvöldin inni í Laugarnesi þegar frændur eða vinir komu í heimsókn frá Vík í Mýrdal til afa og ömmu. Þá sat maður, lít- ill drengur í kjöltu ömmu með svefn- drukkin augu, en sperrt eyru og þorði ekki að sofna einn, því að gjaman voru þá riijaðar upp sjó- slysasögur úr Víkinni, sem mér, ungum drengnum fannst spennandi en draugalegar. Þá var rifjað upp hvernig konur stóðu í fjörunni og fylgdust með eiginmönnum sínum og sonum beijast fyrir lífi eínu í brimgarðinum. Það var talið upp hve oft höfði þeirra skaut upp áður en það hvárf í hafíð og sást aldrei meir. Sögur voru sagðar, þegar hin- ir drukknuðu komu að rúmi dreym- anda, holdvotir í sjóklæðum og sögðu t.d. að þeir kæmu austan af Höfða. Þá var farið strax næsta dag og ijörur gengnar. Kannski fannst þá hendleggur, eða eitthvað annað, ) _ og ekki þurfti að spyija að eigand- anum. Út frá svona sögum sofnaði ég oft í fangi ömmu. Síðan hefur þetta allt blandast saman í huga mínum og myndað sögu, sem hefur aldrei gerst, en er þó sönn, kannski eins og Islendingasögurnar eru sannar. Það er stundum sagt, að fólk, jafnvel heilar þjóðir mótist af um- hverfí sínu. Það er svokölluð menn- ing. Ekki þori ég að fullyrða hvern- ig Skaftfellingar eru mótaðir af sínu umhverfí, sandi og sjávarföllum, brimi og bruna, jökulvötnum og ís. Amma var Skaftfellingur í allar ættir og áttir. Mér fannst stundum hún vera eins og fjall, með grónar hlíðar, sem veitti hlýju og skjól. Og þar átti margur griðastað, enda var hún í eðli sínu gjafmild og gestrisin, en einkum hjálpsöm. Hún var líka stolt og stórlynd. Hún bar hátt hamrabelti, sem var ókleift ósann- gjömum. Maður naut því verndar hennar eins og landið landvættarins með járnstafinn í hendi, enda voru ættir hennar mjög rættar báðum megin Lómagnúps, þessa lábarða bjargs frá ísöld. Núna, þessa lygnu síðsumars- og haustdaga hefur rifjast upp í huga mínum saga, sem ég hefi oft sagt. Það var síðla hausts fyrir mörgum ámm, að ég sem aðstoðarlæknir horfði á sólarlagið yfír Reykjanes- skaga úr um glugga Borgarspítal- ans, með svipað útsýni og síðustu ævidaga ömmu á sama sjúkrahúsi. Rósgylltur himinninn speglaðist í sléttum Fossvoginum og_ fjólublá slikja var á fjöllunum. Ég horfði lengi á þetta hugfanginn, en skyndi- lega var kyrrðin rofin. Það var til- kynnt um „hjartastopp“. Komið var með eldri mann, sem sýndi ekkert lífsmark og enginn vissi neitt um aðdraganda þessa. Því voru hafnar lífgunartilraunir, hjartað hóf slátt sinn að nýju og maðurinn settur í öndunarvél. Þar var hann í einn sólarhring og afmyndaðist talsvert áður en yfír lauk. Það kom síðar í Ijós að hann var með þekktan, út- breiddan, banvænan sjúkdóm og beið hinstu stundar í góðri umönnun á heimili fjölskyldu sinnar. Hann hafði setið við gluggann i hæginda- stól og horft út á lygnan Skeija- fjörðinn, á sama sólarlag og ég, á sama tíma. En stuttu seinna var komið að honum örendum og sólin var gengin til viðar. Eðlilega kallað á sjúkrabíl, sem leiddi svo til þeirrar atburðarásar, sem gerði þennan fagra dauðdaga að vélmennsku. Amma bað mig, og einnig dóttur sína, mig síðast í vor, að láta ekki slíkt yfír sig ganga, fengi maður einhveiju ráðið um slíkt. Þess vegna var ekkert gert til bjargar þegar brestirnir urðu í líkama ömmu nú í ágúst, enda lítið hægt að gera. Þeg- ar síðasti bresturinn, sá banvæni, varð, var hafin svokölluð líknarmeð- ferð. Ég, sjálfur læknirinn, horfði á aðgerðarlaus. Nú sit ég hugsi. Ég veit að þegar heilsan er brostin með þessum hætti, dugar engin læknis- fræði, hún reyndar gildir ekki leng- ur. Skoðanir leikmanna eru jafngild- ar skoðunum lækna. Þó setjast að mér vissar efasemdir og margar spumingar vakna. Voru þetta gagn- stæðar öfgar þeim, sem ég nefndi áður í sögunni um sólarlagið. En ég fæ ekkert svar. Mér finnst dauðinn stundum vera eins og stutt ferð gegnum gang án dyra, en ekki eins og eitt skref yfir línu endamarks. Þegar ég horfði á ömmu rænulausa síðustu dagana á banabeði sínu, sá hana anda, fann hjartað slá og húðina heita, en ekki önnur lífsmerki, fannst mér eins og að hún væri þegar dáin. Eins og að hún væri fædd í annan heim, en bundin enn við þennan með einskon- ar naflastreng, sem að lokum rofn- aði skyndilega. Kannski fæðumst við í annan heim, jafn óvitandi og þegar við fæddumst í þennan. í síð- ara tilvikinu er það móðirin sem þjáist, en gleymir sársaukanum fljóttþví að barnið á sér bjarta fram- tíð. Á dauðastund eru það kannski aðstandendur, sem kveðjast, en gleyma því líka að hinn látni átti sér góða fortíð. Að lokum vil ég þakka henni ömmu allt það, sem hún hefur gert

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.