Morgunblaðið - 17.09.1994, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.09.1994, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 1994 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Herlög í Tsjetsjníu DZHOKHAR Dudayev, ráða- maður í Tsjetsjníu, setti her- lög í landinu í fyrradag en hann óttast jafnt uppreisnar- menn innanlands sem íhlutun rússnesks herliðs. Er ríkið hlutiaf Russlandi en lýsti yfir sjálfstæði 1991. Samkvæmt herlögunum verður útgöngu- bann frá 10 á kvöldin til fímm á morgnana en ekki hefur verið ákveðið hve lengi lögin eiga að gilda. Sl. miðvikudag sprengdu uppreisnar menn upp tvo sjónvarpssenda og er það haft eftir tsjetsjenskum leyniþjónustumönnum, að þar hafí verið að verki flokkur, sem Rúslan Khasbúlatov, fyrrverandi forseti rússneska þingsins, styður. Tekið í taum- ana á Krím ÚKRAÍNSKA þingið ógilti í gær yfirlýsingu yfírvalda á Krím um að hafnarborgin Sevastopol væri rússneskt landsvæði og Krímarþing samþykkti einnig vantraust á stjóm héraðsins. Náðu deil- umar hámarki fyrr í vikunni þegar Júrí Meshkov, forseti Krímar, meinaði þingmönnum þingsetu í tvo daga en þingið hefur komið í veg fyrir til- raunir hans og annarra stjómmálamanna af rúss- neskum ættum til að losa um böndin við Úkraínu og tengj- ast Rússlandi nánar. Rússar færðu Úkraínu Krím að gjöf 1954 en tveir þriðju hlutar íbúanna eru Rússar. Mitsotakis fyrir rétt GRÍSKA þingið hefur sam- þykkt, að höfðað verði mál á hendur Constantine Mitsotak- is, fyrrver- andi for- sætisráð- herra, en ákæruatrið- in eru Qög- ur, þar á meðal, að hann hafi þegið 22,5 milljón doll- ara í mútur þegar gríska ríkið seldi ítölsku fyrirtæki sementsverksmiðju. Mitsotakis bíður auk þess annarra réttarhalda vegna ákæru um ólöglegar símahler- anir á árunum 1988 til 1990. Fljótandi kjarnorkuver RÚSSAR ætla að smíða fjög- ur fljótandi kjarnorkuver til að sjá afskekktum héruðum í Síberíu fyrir rafmagni. Tal- maður kjamorkumálastofn- unarinnar rússnesku sagði, að með kjarnorkuverunum sparaðist dýr og erfíður olíu- og kolaflutningur og því um að ræða gífurlegt, efnahags- legt hagræði. Sagði hann, að verunum yrði fleytt frá einum stað til annars eftir þörfum en eftir öðrum er haft, að þau verði aðeins á ákveðnum stöðum. Mitsotakis Stuðningur við innrásjókstvið ræðu Clintons Washington. Reuter. BILL Clinton Bandaríkjaforseta virðist hafa tekist að minnka and- stöðu við fyrirhugaða innrás banda- ríkjahers á Haítí með sjónvarps- ræðu sinni í fyrrinótt. Samkvæmt skoðanakönnun sem gerð var á vegum fjölmiðlanna CNN og USA Today eftir ávarp Clintons sýnir að 56% voru samþykkir innrás og 41% andvígir en könnun stöðvarinnar fyrir ávarpið var á þá leið að 40% voru fylgjandi innrás en 48% and- víg. Samkvæmt könnun sem ABC- sjónvarpsstöðin gerði eftir ræðuna sögðust 54% þeirra sem hlýddu á forsetann vera samþykk innrás en 38% andvíg. Ef taldir em með þeir sem ekki sáu sjónvarpsræðuna eru sex Bandaríkjamenn af hverjum 10 ennþá andvígir hugsanlegri innrás á Haítí, samkvæmt könnun ABC. í ræðunni sagði Clinton að úr þessu yrði ekki aftur snúið með innrás, færi herforingjastjómin ekki að úrslitakostum Bandaríkjamanna og kæmu sér úr landi. „Tíminn er útrunninn. Komið ykkur úr landi núna ellegar munum við neyða ykk- ur frá völdum,“ sagði Clinton er hann beindi orðum sínum til Raouls Cedras, leiðtoga herforingja- stjómarinnar á Haítí. Cedras sagði í viðtali við CBS- sjónvarpsstöðina að hann myndi ekki verða við úrslitakostum Bandaríkjastjórnar, heldur veijast og láta lífið fremur en að flýja af hólmi. Haft var eftir ónafngreindum embættismönnum í vamarmála- ráðuneytinu, að flotinn sem stefndi að ströndum Haítí yrði reiðubúinn til innrásar í dag eða morgun, sunnudag. Þeir sögðu að innrásin yrði gerð að næturþeli. BANDARÍKIN UNDIRBUA INNRAS A HAITI Port-au- Prince Forsetahöllin ÚWarps- og sjónvarpsstöð Byggingar hersins Flest bendir nú til innrásar Bandaríkjamanna á Haítí til að koma herforingjastjórninni þar frá völdum. Möguleg atburöarás Sjóher og sérsveitir veröa sendar til að ná flugvöllum, byggingum hersins og lögreglu- og fjarskiptastöðvum a sitt vald. Duvalier-flugvöllur Höfuö- stöðvar lögreglu Herflugvöllur 15.000 til 20.000 fallhlíta- hermenn og fleiri her- sveitir munu gæta öryggis á eyjunni í allt að sex mánuði eöa þar til lýðræöi verður komiö á. HerHaiti Hermenn 7,000 Flugher 2 orrustuþotur Bandaríkjaher Hermenn 1,800 landgönguliðar Að minnsta kosti 20,000 fallhlífahermenn og aðrir Eisenhower: 81 flugvél og þotur 66 þyrlur Önnur skip: 9 herskip og12 fylgiskip USS Eisenhower REUTER Bandaríkin ráðgera afskipti af málefnum Haítí öðru sinni Saga grimmdarverka, einræðis og fátæktar Saga Haítí einkennist af óstöðugleika og ofbeldi enda þekkja íbúamir lýðræði vart nema af afspum. Urður Gunnarsdóttir gluggaði í sögu fátækasta Ameríkuríkisins BANDARÍSKI sjóherinn heldur til Haítí árið 1915. Nítján ár Iiðu áður en Bandaríkjamenn sáu sér fært að halda þaðan aftur. HAÍTÍ er fátækasta land Ameríku og þjóðarframleiðsla með því lægsta í heiminum, var tæpir 2,5 milljarðar dala árið 1992, um 380 dalir á íbúa á ári. Gríðarlegur straumur fólks frá Haítí flýr því ekki síður ömurleg lífs- kjör en ógnarstjórnina. Heilsufar er slæmt og eru lífslíkur karla 54 ár og kvenna 56 ár. Um 40% þjóðarinn- ar er undir 15 ára aldri. Nær allir Haítíbúar eru afkomcndur þrælanna, sem fengu frelsi í kjölfar þrælaupp- reisnarinnar 1804 en um 5% þjóðar- innar eru múlattar. Lítið er vitað um sögu Haítí fyrir iandafundi Kólumbusar 1492. í lok 16. aldar höfðu Spánveijar nær út- rýmt frumbyggjum eyjarinnar Hisp- aníu, Arawak-indjánum. Sjálfir voru Spánveijar fáir og aðallega á austur- strönd eyjarinnar, 1 Dóminíska lýð- veldinu. Mikill efnahagsuppgangur var á 18. öld en í upphafi þeirrar 19. gerðu svartir þrælar Frakka upp- reisn, og er það eina þrælauppreisnin sem ekki hefur verið kveðin niður. Stjómarfarið næsta árhundraðið ein- kenndist af tíðum stjómarskiptum og valdaránum. Innrás Bandaríkjamanna I upphafi þessarar aldar nutu Bandaríkjamenn mikilia forréttinda í viðskiptum á Haítí. Til að veija hagsmuni sína og vernda siglinga- leiðinga um Panamaskurðinn, hertók bandaríski flotinn eyjuna árið 1915. I fyrstu var Bandaríkjamönnum tek- ið vel en brátt magnaðist andstaða gegn þeim, sérstaklega utan borg- anna. Vom þeir m.a. sakaðir um að hygla yfírstétt múiatta og hrökkluð- ust burt nítján árum eftir að þeir hernámu landið. Ótryggt stjómarfar og deilur við nágrannaríkið Dóminíska lýðveldið tóku við eftir brottför Bandaríkja- manna. Breyting varð á þessu er iæknirinn Francois Duvalier, „Papa Doc“, komst til valda 1957. Hann kom á fót einkaher, svokölluðum Tontons Macoutes, til að kveða niður andstöðu og varð hann illræmdur fyrir grimmdarverk. Papa Doc lést 1971 en hafði þá skipað son sinn, Jean-Claude, sem arftaka. „Baby Doc“ var aðeins 19 ára er hann tók við og urðu litlar breytingar með til- komu hans. Baby Doc steypt af stóli Árið 1986 hafði andstaðan við ógnarstjórn Baby Doc, sem var að undirlagi kaþólsku kirkjunnar, aukist svo mjög, að hann hraktist frá völd- um og lifir nú í vellystingum praktug- lega í útlegð í Frakklandi. Við tók herforingjastjórn sem hefur haldið völdum að mestu leyti fram til dags- ins í dag. Stjóm háskólakennararns Leslies Manigats, var aðeins við völd í ijóra mánuði árið 1988 eftir að hann sigi'aði í kosningum. Þá sigraði vinstrisinnaður prestur, Jean-Bertr- and Aristide, í forsetakosningum árið 1990 en komst ekki til valda fyrr en í febrúar 1991. Seta hans á valda- stóli varð þó stutt, því Raoul Cédras hershöfðingi rændi völdum í septem- ber sama ár. Samkomulag rofið Valdaránið var fordæmt um heim allan og til að koma til móts við lýð- ræðiskröfur, skipaði Cédras stjórn um mitt ár 1992, undir forsæti Marc Bazin. Hún hlaut þó aðeins viður- kenningu Páfagarðs. Ári síðar komu Bandaríkin á refsiaðgerðum gegn þeim sem viðskipti áttu við Haítí og varð það ti! þess að Cédras féllst á viðræður um að koma Aristide aftur til vaida. í júlí 1993 var samkomulag um að Aristide tæki við embætti 30. október undirritað í New York. Ofbeldi jókst hins vegar sífellt og um miðjan október neitaði Cédras að láta af völdum og sagði ástæðuna þá að samkomulagið tryggði ekki öryggi fráfarandi stjórnar. Síðan hefur herforingjastjómin látið alþjóð- legan þrýsting sem vind um eyru þjóta. Tæknival býður HP litaprentara HP DeskJet 500C. Góður litaprentari. 300 dpi* í svörtu eöa lit. 3 slöur á mín. HP DeskJet 310 er einn sá sniöugasti á markaðnum. Fyrirferöalítill, vandaöur, hljóölátur og auöveldur í notkun. Álitlegur kostur meðal litaprentara. öll verö eru staögreiösluverð meö vsk. E3EE0B Munið slaðgreiðslusamninga Glitnls.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.