Morgunblaðið - 17.09.1994, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 17.09.1994, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR17. SEPTEMBER 1994 27 MINNINGAR MARÍA ALDÍS PÁLSDÓTTIR + María Aldís Pálsdóttir fæddist í Borgar- gerði í Höfða- hverfi, S.-Þingeyj- arsýslu, 28. maí árið 1904. Hún andaðist á Hrafn- istu í Hafnarfirði 8. september síð- astliðinn. LÍF sérhvers manns er líf þjóðar, því án manna er engin þjóð. Velmegun á líðandi stund byggist á striti gærdagsins. Sífellt er höggvið stærra skarð í raðir aldamótakynslóðarinnar, sem varð vitni að byltingu í lífsháttum þessarar þjóðar. Menntun, húsa- kosti og verktækni fleygði fram á örskömmum tíma. Börnin okkar eiga bágt með að gera sér grein hver breyting er á orðin og skilja eðli þeirrar gjafar, sem gefin var. Því það er ekki nema skrefið milli fátæktar og allsnægta. Mér þykir gleymast um of að segja börnunum okkar af lífsskilyrðum ömmu og afa, langömmu og langafa. Þó er það svo að hið hversdagslega var ævintýr fyrir ekki margt löngu. I dag er til moldar borin María Aldís Pálsdóttir, bam þessarar aldamótakynslóðar. Hún fæddist árið 1904. Þetta ár gekk ný stjóm- skipun í gildi á íslandi. Landshöfð- ingjaembættið hvarf úr sögunni en Hannes Hafstein tók við embætti sem íslandsráðherra. Sama ár veitti Alþingi styrk til að kaupa hingað til landsins fyrstu bifreiðina og hafinn var unchrbúningur að lagningu ritsíma til íslands. Fjórtán ára fór hún í vist að Kljáströnd til Sigurðar Ringsted og Guðrúnar konu hans. Þar var hún rúmt ár, en föður sinn missti hún um fermingaraldur. Um 18 eða 19 ára aldur hóf hún starf á Hótel Goðafossi hjá Jónínu Sigurðardótt- ur og var þar um tveggja ára skeið. Þá flutti hún til Hríseyjar og dvaldi þar nokkum tíma. Næst lá leiðin til Reykjavíkur. í tvö ár vann hún við gömlu Gróðrar- stöðina við Laufásveg hjá Einari Helgasyni og konu hans, Kristínu. Að liðnum tveimur ámm sneri hún norður í land til Hríseyjar, rétt 23ja ára gömul. Þar kynntist hún mannsefninu, Jörundi Jóhannes- syni, sem þá var rúmlega þrítugur. Foreldrar hans voru Jóhannes Jör- undsson, hafnsögumaður í Hrisey, og Jórunn Jóhannsdóttir. Þau gengu í hjónaband tæpum tveimur áram síðar, 1928, og hófu búskap á efri hæð í húsi Brynjólfs Jóhannessonar og konu hans, Sig- urveigar Sveinbjörnsdóttur, sem áttu heimili sitt á neðri hæð húss- ins. Brynjólfur var bróðir Jörundar. Fljótlega réðst Jörundur í að reisa hús næst húsi Brynjólfs. Það var uppsteypt en eftir að setja þakið þegar geysiharður og snöggur jarð- skjálftakippur reið yfír Eyjafjarðar- svæðið. Þetta var 2. júní 1934. Þefesi skjálfti var sá mesti, sem komið hafði í minnum elstu manna á þessum slóðum. Fjöldi húsa, bæja og annarra mann- virkja stórskemmdist. Verst var ástandið í Svarfaðardal, á Dalvík og í Hrísey. Þau hjón- in María Aldis og Jör- undur fóru ekki var- hluta af þessum ham- föram. Hús þeirra skemmdist svo illa, að það varð að bijóta nið- ur að kjallara. Eftir það reisti hann hæð- ina ofan á kjallarann, en úr timbri. Þau fluttu í það tveimur áram síðar og stendur það enn. Húsið fékk nafnið Bára. Þeim Maríu Aldísi og Jörandi Jóhannessyni varð fimm barna auð- ið, sem öll komust á legg og vel til manns. Mikil og gjörvileg ætt er frá þeim komin. Jörundur var dugnaðarforkur, skipstjóri og út- gerðarmaður í Hrísey. Hann andað- ist langt um aldur fram 1. júní 1952. Nokkru síðar flutti María Aldís til Akureyrar með tvö yngstu börn- in, þau Pál Trausta og Jóruftni. Þar vann hún ýmis störf, en fiutti svo til Reykjavíkur 1958. Hún vann í Framsóknarhúsinu um árabil en þar hét m.a. Storkklúbburinn og Glaumbær. Þá starfaði hún hjá SÍS nokkur ár. Hún réðst í að kaupa íbúð í stórhýsi, sem var að rísa í Austurbrún 2. Þetta var eitt af fyrstu stórhýsum Reykjavíkur, sem stóð undir nafni. Hún flutti í hana fullfrágengna um 1960 og bjó þar allt til ársins 1986. Sá sem hér stýrir penna kynntist Maríu Aldísi þegar hún var 67 ára að aldri og hafði þá sjálfur fundið sína Maríu Aldísi, dótturdóttur þessarar heiðurs- og sómakonu; dóttur Margrétar og Kristins. Mér er það mjög í minni er ég þá rétt tvítugur ól með mér nokkurn kvíða að vinna hylli tilvonandi tengda- móður en hafði þó ekki minni áhyggjur af því hvernig ég ætti að efla kynni við Maríu Aldísi Páls- dóttur. Ég kynntist því miður hvor- ugri ömmu minni og taldi mig ekki kunna að umgangast ömmu. En sá kvíði var tilefnislaus. Hún var að sönnu orðvör kona og flík- aði lítt skoðunum sínum um menn og málefni nema í lokuðum hóp. En hún var orðheppin; ég leyfí mér að segja launfyndin og hnyttin í athugasemdum sínum. Ég gætti þess jafnan að hafa með mér blað og blýant þegar ég fór að hitta hana, því aldrei var að vita hvað fyki. Onefndur stjórnmálamaður fór mikinn í sjónvarpi með gaspur og lélegan málstað. Ég hafði orð á þessu við hana. „Já, það er naum- ast opinn á honum austari fjörður- inn,“ svaraði María Aldís. Meðan hún bjó í Austurbrún var það venja hennar að bjóða til sín börnum og tengdafólki með ört vaxandi afkomendahóp á jóladag. Þar voru fram reiddar ljúfar krásir og veisluborðið svignaði undan gómsætum íslenskum mat: hangið ket, laufabrauð, soðið brauð, harð- fiskur og góðmeti meira en upp verði talið. Þar ríkti gleði og friður með samhentum ættboga. Rausnin og mjmdarskapurinn var í öllum Á níræðisafmæli hennar í maí sl. var efnt til veglegrar veislu. Niðjar og venslafólk áttu þar gleði- ríka stund og yngstu gestirnir skriðu um á gólfinu. Þar sat hún á friðarstóli glöð og stolt og fylgd- ist með afkomendum sínum. Þá var hlátur, grátur og söngur, enda kosningadagur. Það var bjart yfir þessum afmælisdegi og þeirri birtu stafaði ekki síst frá afmælisbarninu sjálfu. Síðustu árin bjó María Aldís á Hrafnistu, DAS, í Hafnarfirði. Það er bæði rétt og skylt að flytja starfsfólki þar þakklæti fyrir frá- bæra umönnun, aðstoð og hlýhug, sem á allan hátt voru til fyrirmynd- ar. Slíkt verður áldrei þakkað sem skyldi. Nú er hún sofnuð burt úr þessum heimi inn í geislaflóð eilífð- arinnar. En minningin lifir björt og tær í hugum þeirra sem til þekktu. Blessuð sé minning hennar. Haraldur G. Blöndal. Síminn hringir snemma morguns frá íslandi. Það er pabbi og ég veit strax að það hlýtur að vera út af Maríu ömmu. Jú, það reynist rétt, hún er dáin. Á slíkri stundu verður fátt um orð, en hugurinn þeim mun fyllri af hugsunum og minningabrotum. Ég finn að það er sárt að vera víðs fjarri og geta ekki tekið þátt í sorginni með fjöl- skyldunni. Ég ákveð því að fara heim frá Noregi og fylgja elsku ömmu minni ásamt ykkur hinum. Svo nú er ég hér stödd. Minning- arnar sækja á mig, um sterka, góða konu sem lokið hefur löngu lífshlaupi. Fyrsta minningin: Ég er fjögurra ára. Þú situr við rúmið mitt að kvöldlagi og ert að kenna mér „Faðirvorið" og tvær aðrar bænir. Myndin er skýr, mikil ró og mikil hlýja. Þetta einkennir í heild sinni minninguna um þig. Hlý, róleg og traust kona varstu, amma mín. Ég minnist þess, hve gott það var að koma til þín á Austurbrún- ina. Sér í lagi þótti mér gott að koma og geta veitt þér hjálparhönd og samtímis lært af þér að steikja soðið brauð og kleinur. Oftast nær vorum við ánægðar með útkomuna, brögðuðum á bakstrinum og drukk- um kaffið sem hvergi var betra. Þú helltir alltaf upp á á gamla mátann. Síðustu árin hef ég búið í Nor- egi, þannig að heimsóknirnar hafa orðið færri. Hins vegar tókstu okk- ur alltaf opnum örmum þegar við komum heim, með sömu hlýjunni og fyrr. Síðasta heimsókn okkar hingað stendur mér skýr í hugskoti. Ég og Anja Rún dóttir mín, komum til að kveðja þig, áður en við sner- um út aftur. Hún sat lengi í fang- inu á þér og þið sunguð margar vísur saman. Ég finn að slík minn- ing vermir, einmitt nú. Þessi litlu augnablik, hvað þau geta verið stór. Fjölskyldan var þér mjög mikils virði. Þú sýndir það í orði og á borði. Enda er óhætt að fullyrða að þú hafir uppskorið væntum- þykju, virðingu og stuðning frá allri fjölskyldunni. Með þessum orðum kveð ég þig, elsku María amma. Ég er þakklát fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minningarnar um þig munu lifa með mér. Séifræðingar í l)lomaskr<'\liiiiíiiin \ iO öll lirkilirri Skólavöröustíg 12, á horni Bergstadastrætis, sími 19090 hennar verkum. Valgerður. t Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, EYJÓLFOR GÍSLASON, Njálsgötu 82, lést á Hrafnistu í Reykjavík, föstudaginn 16. september. Gísli Eyjólfsson, Sigríður R. Guðnadóttir, Alfreð Eyjólfsson, Guðjónfa Bjarnadóttir, Guðmundur I. Eyjólfsson, Kristín Sigrún Bjarnadóttir, Gylfi Eyjólfsson, Guðrún Þorgeirsdóttir, Ásgeir Eyjólfsson, Sjöfn Eyfjörð, barnabörn og barnabarnabörn. GUÐMUNDUR MAGNÚSSON + Guðmundur Magnússon fæddist í Skinnalóni á Melrakkasléttu 10. desember 1921. Hann lést á heimili sínu 9. september síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin frá Skinna- lóni Magnús Stef- ánsson, f. 1. júní 1889, d. 21. október 1963, og Hólmfríð- ur Guðmundsdótt- ir, sem hélt upp á 100 ára afmæli sitt 8. ágúst síðastlið- inn. Eiginkona Guðmundar var Jóna Nikulásdóttir og lifir hún mann sinn. Þau eignuðust þrjú börn sem eru Sævar, sjómaður og útgerðarmaður, Jakobína húsmóðir og Kristján sjómaður. Þau eru öll búsett á Raufar- höfn. Einnig gekk hann syni Jónu, Nikulási Kaisyni, í föður- stað, en hann fórst með báti sínum út af Akranesi fyrir tveimur árum. Systkini Guð- mundar voru Rannveig Ólöf, dáin 14. september 1988, Sig- ríður, dáin 11. nóvember 1979, Hörður, dáinn 25. júní 1970. Tvö systkini hans eru á lífi, en þau eru Stefán og Kristín. Ut- för Guðmundar fer fram frá Raufarhafnarkirkju í dag. GUÐMUNDUR eða Mundi eins og hann var ætíð kallaður, fæddist í Skinnalóni og ólst þar upp til 16 ára aldurs er fjölskylda hans flutt- ist til Raufarhafnar. Hann var fjórði af sex börnum þeirra hjóna Magn- úsar Stefánssonar og Hólmfríðar Guðmundsdóttur, og eru nú aðeins eftir á lífi þau Stefán og Kristín. Mundi ólst upp við venjuleg sveitastörf, en hann hafði þó fljótt meiri áhuga á veiðiskap, að veiða í soðið silung og lax úr ám og vötn- um var hans yndi. Svo þurfti að halda tófu og mink frá æðarvarp- inu. Á þessu hafði Mundi meiri áhuga en að eltast við kindur og kýr. Eftir að fjölskyldan fluttist til Raufarhafnar varð sjómennskan ævistarf Munda, hann varð það sem kallað er trillukarl í bestu merkingu þess orðs. Magnús faðir hans smíð- aði sjálfur bátinn sem Mundi reri á í mörg ár og hét Vonin, þriggja tonna trilla. Seinna eignaðist hann svo stærri trillu, Otto, sem Sævar sonur hans rær enn þá á. Veiðimennskan var Munda í blóð borin, ef ekki var sjóveður var lagt land undir fót og farið að veiða tófu eða mink. Eg man að sem smástrákur fannst „ mér oft skrýtið að Mundi væri að fara eldsnemma á morgn- ana kannski í kol- svarta myrkri með byssu sína á veiðar, en venjulega kom hann að kveldi með eina eða tvær tófur eða mink, svo næsta morgun var farið á sjóinn, því engan tíma mátti missa, hann varð alltaf að vera að. Mundi var líka með duglegustu mönnum sem eg hef þekkt. Erfiðleikar trillukarla vora miklir á þessum áram, allt dregið á hönd- um, kannski eitt til tvö tonn eftir daginn. Þá vora ekki komin til sög- unar hjálpartæki eins og raf- magnsrúllur. Mundi var mjög fisk- inn eins og það er kailað, kom oft- ast með fullan bát, en þá var held- ur ekki kominn kvóti á aflann. Það era örugglega fáir sem þekktu mið- in betur en Mundi gerði alveg frá Rifstanga að Rakkanesi en það var svæðið sem hann sótti á. Mundi var líka einn af fáum sjómönnum spm stunduðu hákarlaveiðar, hann veiddi hákarlinn og verkaði hann sjálfur, hákarlinn hans Munda var líka landsfrægur og mjög eftirsótt- ur. Hann sagði mér að erfiðasta veiðiferðin hefði verið þegar hann fékk þrjá hákarla í sömu veiðiferð- inni og tveir af þeim vora stærri en trillan hans, en með útsjónarsemi og ótrúlegu harðfylgi kom hann þeim öllum í land í sömu ferðinni, ánægjan yfír velheppnaðri veiðiferð geymdist en erfiðleikarnir gleymd- -w ust, þannig var Mundi. í síðasta skiptið sem eg hitti Munda var á hundrað ára afmæli mömmu hans, og ömmu minnar 8. ágúst síðstliðinn. Hann var þá hress og kátur, og hafði mikil áform um framtíðina. Engum gat dottið í hug að mánuði síðar yrði hann bráð- kvaddur, en enginn veit sína ævina fyrr en öll er, en þannig hefði Mundi viljað kveðja þennan heim, alltaf sama hamhleypan á hveiju sem gekk. Eg kveð Munda frænda minn með söknuði og þakka honum sam- fylgdina. Við vottum ekkju hans Jónu, börnum, tengdasyni, barna- börnum, móður og öðram ástvinum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Að friðarins landi mig báturinn ber þótt bylgjumar risi við stafn. Minn Drottinn og frelsari innanborðs er. Ég elska og lofa hans nafn. (Þýð. S.S.) Jóhannes K. Guðmundsson og fjölskylda. t Faðir okkar, BENEDIKT SIGURÐSSON, Króki, Borgarhöfn, lést þann 13. september. Jarðarförin auglýst síðar. Synir hins látna. Hjartkær dóttir okkar, systir og dótturdóttir, GUÐBJÖRG ANNA ÞORSTEINSDÓTTIR, Syðra-velli, lést á Gjörgæsludeild Landspítalans 12. september. Jarðsett verður fró Gaulverjabæjarkirkju, þriðjudaginn 20. septem- ber kl. 14.00. Margrét Jónsdóttir, Þorsteinn Ágústsson og litla systir, Gunnþórunn Hallgrímsdóttir, Jón Ólafsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.