Morgunblaðið - 17.09.1994, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 17.09.1994, Blaðsíða 38
38 LAUGAKDAGUR 17. SEPTEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ ★ ★★ STÆRSTA BÍÓIÐ. ALLIR SALIR ERU FYRSTA FLOKKS. BLAÐIÐ KIKA Sýnd kl. 5, 6.30, 9 og 11.10. B. i. 16 ára. FJÖGUR BRÚÐKAUP OG JARÐARFÖR ,j/f’owr Weddings and a 'funeral BLÓRABÖGGULLINN „Stórfyndin og vel gerö mynd, þrjár stjörnur" Ó.H.T. Rás 2. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.10. FOLK Baðstrandar- drengur í ólgusjó ►BRIAN Wilson, forsprakki hljómsveitarinnar Beach Boys til langs tíma, er nú kominn í hljóð- ver eftir langt hlé, en að undan- förnu hefur verið unnið að gerð heimildarmyndar fyrir sjónvarp um líf þessa merka tónlistar- manns. Brian er höfundur margra sígildra perla dægurtón- listarinnar og má þar nefna lög á borð við „Goöd Vibrations“, „God Only Knows“ og „Surfs Up“ svo örfá séu nefnd, en Beach Boys var um langt skeið ein vin- sælasta popphljómsveit heims. Brian var lengst af stjómandi sveitarinnar, en lenti síðan í miklum andlegum hremmingum, sem raktar em til ofneyslu eitur- lyfja. Að lokum var svo komið að hann treysti sér ekki til að koma fram opinberlega með hljómsveitinni, heldur sljórnaði henni á bak við tjöldin, en lenti síðan á geðveikrahæli þar sem reynt var að bjarga heilsu hans og lífi. Hann var um langt skeið í umsjón geðlæknisins Eugene Landy, sem vinir Brians segja að hafi haft óæskileg áhrif á hann og stjóraað lífi hans til margra ára. Þeirra samskiptum er nú lokið og er Brian nú sagð- ur fullur bjartsýni á lífið og til- veruna. Beach Boys á hátindi frægð- arferils síns, en Brian Wilson trónir þarna efstur fyrir miðju. A minni myndinni er Brian eins og hann lítur út í dag, eftir lang- varandi veik- indi og baráttu í lífsins ólgusjó. Cruise í körfubolta ►LEIKARINN Tom Cruise sýndi á sér nýja hlið hér á dögun- um er hann tók þátt í góðgerðar- leik í körfubolta, sem haldinn var til styrktar þeldökkum náms- mönnum í Los Angeles. Leikur- inn var háður á Forum leikvang- inum í Los Angeles og þótti Cru- ise sýna góð tilþrif með knöttinn. Hann skoraði að vísu ekki nema fjögur stig, en stóð sig eins og hefja í vörninni og hirti þar ófá fráköst. TAKIÐ ÞÁTT í SPENNANDI SAMKEPPNI UM FRUMLEGASTA MYNDEFNIÐ í LIT! Við leitum að frumlegasta myndefninu í lit. Kynnið ykkur reglurnar hjá næsta viðurkennda söluaðila HP á íslandi og takið þátt í spennandi samkeppni. Skilafrestur ertil 20. september nk. i&iijik ÍB0 TÆKNI- OG TÖLVUDEILD isiíHiwnrspjmimi IM Tæknival ÍH ÖRTÖLVUTÆKNI s Sætúni 8 - Sími 691500 Skeifunni 17 - Slmi 681665 Skeifunni 17 - Slmí 687220 Nýtt í kvikmyndahúsunum Allir heimsins morgn- ar í Regnboganum REGNBOGINN hefur hafið sýning- ar á frönsku kvikmyndinni Allir heimsins morgnar eða „Tous les matins du monde“. Myndin er gerð eftir samnefndri skáldsögu Pascal Quignard sem gefin hefur verið út á yfir 40 þjóðtungum. Mál og menn- ing gaf bókina út í íslenskri þýðingu Friðriks Rafnssonar 1991 en höf- undurinn var gestur bókmenntahá- tíðar í Reykjavík haustið 1992. Myndin fjallar um tvö frönsk barokktónskáld og gömbusnillinga (gamba er strokhljóðfæri er svipar til hnéfiðlu og sellós) sem uppi voru á 17. öld. Sá eldri, Sainte-Colombe, býr ásamt tveimur dætrum sínum fjarri lífsins glaumi og helgar sig uppeldi dætra sinna og gömbuleik í sárri minningu eiginkonu sinnar. Marais nemur hljóðfæraleik af Sa- int-Colombe og fellir hug til eldri dóttur hans. Frægð og frami við hirð Frakklandskonungs dregur Marais til sín með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir samband hans við læriföður sinn og dótturina. En tón- listin læknar öll sár. Myndin fjallar þannig á næman og áhrifamikinn hátt um ást, vináttu, tryggð og skyldur og köllun listarinnar. Bar- ATRIÐI úr frönsku kvikmynd- inni Allir heimsins morgnar. okktónlist skipar háan sess í mynd- inni og má geta þess að geislaplata sem inniheldur tónlistina úr mynd- inni hefur selst í risaupplagi um allan heim, segir í fréttatilkynn- ingu. Leikstjóri kvikmyndarinnar er Alain Corneau en með aðalhlutverk fara Gerard Depardieu, Jean-Pierre Marielle og Anna Brochet. Sambíóin frumsýna myndina Leifturhraða SAMBÍÓIN hafa tekið til sýninga spennumyndina „Speed“ eða Leift- urhraða eins og hún hefur verið nefnd á íslensku. í aðalhlutverkum eru Keanu Reeves, Sandra Bullock, Dennis Hopper og Jeff Daniels. Myndin fjallar um lögreglumann- inn Jack Traven (Reeves) sem svífst einskis. Jack þekkir þankagang glæpamanna og er eindæma hug- rakkur og það, ásamt smá heppni, hefur haldið í honum lífinu til þessa. En nú má hann búa sig undir mestu prófraun lífs síns því hann er fastur í strætó sem útbúinn hefur verið þannig að fari hann niður fyrir 90 km hraða springur hann í loft upp. Fullur strætó af fólki, farþegi undir stýri, stórborgarumferð og tíma- sprengja. KEANU Reeves í hlutverki sínu í myndinni Leifturhraða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.