Morgunblaðið - 17.09.1994, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 17.09.1994, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Mál til komib ab fólk sem þekkir kjör launafólks leibi fíokkinn: Ég sauma bara á þig nokkrar verkamannabætur svo það beri ekki eins mikið á því hvað þú ert orðinn skrambi fínn í tauinu góði . . . Samvinnuferðir segjast bjóða fargjöld á þrefalt lægra verði Flugleiðir telja saman- burðinn ekki sanngjarnan EINAR Sigurðsson, blaðafulltrúi Flugleiða, segir að Samvinnuferðir- Landsýn beri ekki saman sambæri- lega hluti þegar það ber saman sín fargjöld í viðskiptaferðum til Evr- ópulanda við fargjöld annarra í auglýsingu sem birtist í Morgun- blaðinu á fimmtudag. í auglýsingu Samvinnuferða- Landsýnar eru nefnd dæmi um far- gjöld í viðskiptaferðum til nokkurra borga í Evrópu og þau borin saman við venjulegt verð. Verð Samvinnu- ferða er í flestum tilvikum aðeins um þriðjungur af hinu verðinu. „Það er ekki verið að bera saman sambærilega hluti. Við erum með fargjöld sem eru mjög nálægt þess- um fargjöldum Samvinnuferða, með svipuðum eða sambærilegum skilmálum. Þeir bera sitt verð sam- an við Saga-class fargjöld hjá Flug- leiðum sem eru auðvitað allt annar hlutur," sagði Einar. Hörður Gunnarsson, fjármála- stjóri Samvinnuferða-Landsýnar, sagðist ekki telja þennan saman- burðan óeðlilegan. „Ef þú þarft að fara í miðri viku og hefur stuttan fyrirvara þá þarftu að borga þetta venjulega verð hjá öðrum félögum. Ef þú þarft að komast á ákveðinn stað í Evrópu getur þú gert það fýrir þetta mikið minni pening hjá okkur. Ég efast ekkert um að þér líður betur á Saga-class, þar sem þú færð hosur og frítt að drekka, en við getum boðið þrefalt lægra verð til sömu áfangastaða," sagði Hörður. Það eru flugfélögin Atlanta og írska félagið Aer Lingus sem fljúga fýrir Samvinnuferðir. Tilboðsferð- imar, sem standa frá 3. október til 5. desember, eru með millilendingu í Dublin. Innifalið í verðinu er ein nótt á farfuglaheimilinu Wicklow. Brottför er á mánudögum og þriðju- dögum og flogið er heim á fimmtu- dögum og föstudögum. Morgunblaðið/Ámi Sæbcrg Afmæli íslandsdeildar Amnesty ÍSLANDSDEILD Amnesty International heldur nú upp á 20 ára starfsafmæli sitt með margvíslegum dagskrárliðum og uppákomum. Afmælisdag- skráin hófst á fimmtudag í myndlistarsal Hafnarhússins við Tryggvagötu en þá var opn- uð sýning á á veggspjöldum sem deildir Amnesty um heim allan hafa látið gera með full- (ingi listamanna. Mulugetta Mosissa, fyrrum samviskufangi frá Eþíópíu, ávarpaði sam- komuna en meðal þeirra sem töluðu einnig var Jóhanna K. Eyjólfsdóttir, framkvæmda- stjóri íslandsdeildarinnar, og Sigurður A. Magnússon, rithöf- undur og formaður deildarinn- ar, en um þessar mundir er að koma út alþjóðlegt Ijóðasafn undir heitinu Ur ríki samvisk- unnar í þýðingu Sigurðar. Arlegu réttarhléi Hæstaréttar lokið Gamlar reglur en óvíst að styttra hlé aukí afköstin Hrafn Bragason * fimmtudag lauk ár- legu réttarhléi Hæstaréttar, sem stendur frá 20. júní til 15. september. í réttarhléi liggja störf Hæstaréttar þó ekki niðri, því fyrstu vikumar er lokið við að dæma mál sem flutt hafa verið áður en réttarhlé hefst og um sumarið fjalla dómarar einnig um ýmis kærumál sem ekki þola bið, svo sem gæsluvarð- haldsúrskurði. Undirbún- ingur fyrir málflutning vetrarins hefst að nýju um mánaðamótin ágúst/sept- ember. Hrafn Bragason forseti Hæstaréttar var spurður hvort það væri ekki tíma- skekkja að skipuleggja starf Hæstaréttar þannig að svo langt hlé verði á eiginlegum dómstörfum. „Ég get nú lítið sagt um þetta gamalgróna fyrirkomulag. Auð- vitað verða menn að fá einhver sumarfrí, og þau þurfa að hafa aðdraganda vegna þess að það eru flutt mörg mál fyrir Hæstarétti á vorin og það þarf að vinna úr þeim og kveða upp dóma. Það er oftast komið fram í júlí þegar því er lokið. Hér áður kom það fyrir, þegar best lét, að dómarar gætu verið í fríi í júlí og ágúst. Það er hins vegar liðin tíð að menn geti tekið svo löng frí. Á seinni árum hefur kærumál- um sem berast Hæstarétti fjölgað gífurlega og heimildir til að koma málum fyrir réttinn með kærum eru nú mikið rýmri en áður. Kæru- mál eru flutt skriflega en ekki munnlega eins og mál sem er áfrýjað og þau eru afgreidd fram í júlí og aftur frá mánaðamótunum ágúst/september eða jafnvel fyrr. Auk þess koma svo upp á sumrin kærumál sem verður að taka strax fyrir, t.d. gæsluvarðhaldsúrskurð- ir.“ — Hvemig er rétturinn mann- aður til að sinna þeim kæramálum meðan réttarhléið stendur? „Það verður alltaf að vera hægt að ná í a.m.k. þijá dómara.“ — Nú hefur dómurum við Hæstarétt verið fjölgað og vegna langra biðlista einkamála hafa áfrýjunarskilyrði verið hert. Hefði ekki mátt grynnka á þessum bið- listum með því að stytta réttar- hléið? „Ég veit ekki hvort réttarhléið skiptir svo svo miklu máli í því sambandi, en ég vil ekki meta það á nokkurn veg eða tjá mig um það hvort þetta sé úrelt eða ekki. Þetta er reglan og eftir henni er farið. Hér er svo mikið unnið að ef menn fá ekki nægileg frí þá hafa þeir þetta ekki af. Það þarf Iíka að hafa í huga að flestallir þeir sem skipaður eru hæstaréttardómarar eiga að baki 20-30 ára starfsaldur hjá ríkinu og hafa því áunnið sér rétt á löngu sumarleyfi." — Er réttarhléið ákveðið með lögum eða stjórnvaldsfyrirmælum eða skipuleggur rétturinn þetta sjálfur? „Þetta eru reglur samkvæmt auglýsingu frá ráðuneytinu. Sú auglýsing er reyndar komin til ára sinna.“ Eftir sumarleyfi hafa hrannast upp kæramál í hæstarétti sem þarf að vinna fyrst og svo þarf að undirbúa málflutning og því fylgir mikill lestur þannig að tæp- ast er hægt að komast í málflutn- ► Hrafn Bragason er fæddur á Akureyri 17. júní 1938. Hann lauk lagapróf 1965; starfaði sem borgardómari 1972 til 1987 er hann var skipaður hæstarétt- ardómari. Hann hefur m.a. ver- ið formaður íslandsdeildar Amnesty International, setið í yfirkjörstjórn í Reykjavík, í stjórn Dómarafélags íslands og gegnt formennsku í réttarfars- nefnd. Eiginkona Hrafns _ Bragasonar er Ingibjörg Árna- dóttir, deildarbókavörður í Há- skólabókasafni. ing fyrr en verulega er liðið á september. Undanfarnar 2 vikur höfum við t.d. verið á kafi í kæra- málum, eins og sést á afrakstrin- um; t.d. lögbannsmáli Stöðvar 2, sem við voram byrjaðir á í síðustu viku. Alls hafa komið 23 dómar frá Hæstarétti í þessari viku í skriflega fluttum málum, kæra- málum og áfrýjunarmálum. Einnig era lögmenn tæpast til- tækir til flutnings mála yfir há- sumarið. Þeim finnst líka þægilegt að hafa hlé svo að tóm gefist til að vinna upp ógerða hluti, und- irbúa mál haustsins og fara í frí og vilja geta treyst að það sé frí hjá dómstólunum einhvem ákveð- inn tíma. Annars þyrftu þeir alltaf að vera við.“ — Hvað eru margir dómarar við Hæstarétt? „Þeir eru níu. í stærri málum á að flytja mál fyrir fimm manna dómi, elstu dómuranum sem era tiltækir hveiju sinni. Hinir fjórir eru í kærumálum og smærri málum sem era flutt fyrir þriggja manna dómi. Deildarskipting Hæstaréttar er nú þann- ig að þijá daga í viku eru flutt mál fyrir fímm manna dómi og tvisvar í viku mál fyrir tveimur þriggja manna dómum.“ — Er þetta beinlínis gert út af biðlistunum? „Já, það er verið að reyna að ná biðlistunum niður, bæði með breytingum sem gerðar voru á lögum, og einnig eram við að reyna að setja upp fyrirkomulag sem leiði til þess að betur gangi á bunkann og menn fái úrlausn mála sinna fyrr. Annað finnst okkur ekki viðhlítandi." - Sérðu fyrir þér að réttarhléið geti komið til skoðunar í fram- haldj af þessum breytingum? „Ég tel að réttarhléið sé ekki höfuðatriði, heldurþað að afgreiða fleiri mál. Þetta er fyrirkomulags- atriði og ég er ekki viss um að fleiri inál yrði afgreidd þótt hléið yrði styttra. Kærumálum fjölgað gífurlega

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.