Morgunblaðið - 17.09.1994, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.09.1994, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 1994 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Menntastefnuna munum við lesa út úr fjárlögimum SKÓLASTARF í landinu þarf sífellt að móta og endurskapa með hag og þarfir nemenda og þjóðfé- lagsins alls í huga. Skólastarf og menntastefna í framkvæmd end- urspegla menningarstig okkar og gefa vísbendingu um hvemig þjóð- inni mun famast í framtíðinni. Almenningur þarf að krefja stjóm- málamenn um heilindi í tillögugerð um menntamál og ganga ríkt eftir því að ekki sé látið sitja við orðin tóm. Lög um gmnnskóla eru að stofninum til um 20 ára gömul en vom endurskoðuð 1991. Fram- haldsskólalögin em frá árinu 1988 en höfðu þá um langa hríð verið í umræðu og mótun. Erfíðlega hefur gengið að koma öllum ákvæðum gildandi laga í fram- kvæmd. Endurtekið hafa stjóm- völd á hveijum tíma frestað gildis- töku ákvæða laga um framfara- spor í skólamálum. Þegar litið er yfir verk þessarar ríkisstjómar í menntamálum er ljóst að ár hvert hefur verið saumað að rekstri gmnn- og framhaldsskóla með fækkun kennslu- stunda, stækkun námshópa og erfiðari almennum rekstrar- skilyrðum. Fjárlög sem lögð verða fram á haustþingi munu gefa mikilvægar vísbend- ingar um þá alvöra er býr að baki tillögugerð um menntasteftiu til framtíðar. Þörf umræða en óþörf lagafrumvörp Skýrsla nefndarinnar er um margt ágætur gmndvöllur um- ræðu um menntamál í landinu, en væri vafalaust ennþá betri ef ann- aðhvort hefði verið lýðræðislegar staðið að stofnun og starfí hennar svo sem með tilnefningu fulltrúa úr öllum stjómmálaflokkum, til- nefningu fagfélaga eða samtaka hinna ýmsu starfs- stétta. Enga sérstaka þörf ber hinsvegar til að setja ný lög í þeim tilgangi að bæta skólastarf. Nær væri að framkvæma þau sem gilda. Brýn mál sem engum lögum þarf að breyta til að framkvæma em t.d. einsetning gmnn- skóla, endurbætt námskrá fyrir fram- haldsskólann og al- vömátak í starfs- menntun. í drögum að lagafmmvarpi um grannskól- ann er reiknað með að bíða til ársins 2000 með einsetningu og engar tillögur em um fjölgun kennslustunda í grunnskólanum. Hinsvegar em felld brott ákvæði um hámarksfjölda nemenda í hóp- um. Þó liggur fyrir að flestir telja fjölgun vikulegra kennslustunda, Besta byltinffln í skóla- málum á íslandi væri, að mati Elnu Katrínar Jónsdóttur, að Alþingi ákvæði að efna skilyrð- islaust gildandi lög um grunn- og fram- haldsskóla. samfelldan skóladag og skaplegan nemendafjölda í hópum einhver brýnustu hagsmunamál fjöl- skyldna í landinu. Er jafnrétti til náms á undanhaldi? Þrátt fyrir það sem að ofan er sagt, dylst auðvitað engum að miðað við það pólitíska markmið að flytja rekstur grunnskólans að fullu til sveitarfélaganna, þarf að breyta gmnnskólalögunum og laga þau að þeim áformum. Margt vekur áhyggjur við lestur frum- varpsdraga að lögum um gmnn- skóla. Það er mín skoðun að við flutning af einni hendi yfir á marg- ar aukist mikilvægi þess að hafa skýr og bindandi lög um gmnn- skóla, sem erfítt er að víkjast und- an því að framkvæma. Ef borin era saman núgildandi grunnskóla- lög og framvarpsdrögin fyrr- nefndu sést hinsvegar glöggt að fmmvarpshöfundar em á önd- verðri skoðun. Fjölmörg atriði er varða faglega umgjörð skóla- starfs, fjármálalegan rekstur og skýran lagalegan rétt nemenda til þjónustu em felld brott eða gerð óskýrari og opnari fyrir mismun- andi túlkun. Óljóst er t.d. hvemig stjórnsýslukerfí gmnnskólans verður og íjölmargar greinar er fjalla um rekstur grunnskóla og greiðslur í því sambandi eru felld- ar út og inn koma óljóst orðaðar safngreinar sem túlka má með ýmsum hætti. Rekstur sérskóla virðist engan veginn tryggður, þar sem einstökum sveitarfélögum er ætlað að taka við rekstri þeirra stofnana er í byggðarlaginu eru. Fátt bendir nú til þess að áform um flutning grunnskólans til sveit- arfélaganna miðað við 1. ágúst fái staðist. Undirbúningur málsins er allsendis ónógur. Engar viðræður hafa farið fram við kennarafélögin og niðurstöður tveggja starfs- nefnda er menntamálaráðherra setti niður við að fjalla um kostnað og réttindamál hafa ekki verið kynntar opinberlega þegar þetta er ritað. Árlegur starfstími grunn- og framhaldsskóla Tillögur um 10 mánaða skólaár og styttingu framhaldsskólans eiga lítt upp á pallborðið á íslandi í dag. Fyrir þessu em fjölmargar ástæður og verða hér aðeins fáar raktar. í nágrannalöndum okkar sem oft er vísað til í skýrslunni er sumarleyfi nemenda styttra eins og kunnugt er en á móti kemur að vetrarfrí er alsiða. En huga þarf að fleiru ef menn ætla að temja sér skólastarf að hætti Dana eða Þjóðverja. Þar er t.d. skóladag- ur lengri og samfelldur, starfskjör kennara með allt öðmm hætti og lítil hefð fyrir þátttöku nemenda i atvinnulífi. Það er lítið spennandi hugmynd að efna til skólahalds í tiu mánuði á ári án þess að fyrir liggi neinar tillögur um breyttar áherslur í skólastarfi af þessu til- efni, aðrar en þær að flytja náms- ÍSLENSKT MÁL Fyrst er að svara spumingu Valgeirs Sigurðssonar úr síðasta þætti um orðið gaddur. „Fræð- in“ segja að orðið sé til í báðum þeim merkingum sem Valgeir tiltók. Síðan gef ég honum orðið öðm sinni: „Em nú málvöndun- armenn endanlega búnir að tapa orrastunni um orðin „eitthvað" og „eitthvert"? Nú tuggast allir, lærðir sem leikir - einkum þó lærðir - á setningum eins og þessum: Hann á víst eitthvað erindi við mig.“ „Þetta er líklega eitthvað vandamál hjá þeim.“ (Dæmin era tilbúin.) Hinn 20. júní sl. var ég að hlusta á þátt- inn Þjóðarþel í Ríkisútvarpinu. Þar var talað við hálærðan tal- meinafræðing - konu. Hún sagði m.a.: „Ef þau segja eitt- hvað annað hljóð ..." Hún var að tala um böm sem eiga í erfíð- leikum með mál. - Mér fyrir mitt leyti fínnst það nú mega teljast viss tegund talmeina, þegar langskólagengið fólk kann ekki að nota orðin eitthvað/eitt- hvert í slíkum samböndum." [Umsjónarmaður: Nei, leikur- inn er ekki látinn. Menn standa í þessu stríði blóðugir til axla. Og nú er annað verra. Menn em teknir að segja „einhvað" í stað- inn fyrir eitthvað og það jafnvel menn sem trúað er fyrir ábyrgð- arstörfum.] Valgeir: „Fyrir allnokkm barst mér í hendur nýjasta Ár- bók Ferðafélags íslands. Hún Qallar að þessu sinni um Ystu strandir norðan Djúps. Falleg bók og vönduð, eins og löngum fyrr. En þar stendur nú samt á bls. 226: „Af kvikfé var þá ekki að Dröngum nema tvær kýr, ein lambá og einn hestur..." (Let- urbr. mín. VS.) Og þetta sleppur í gegnum allar síur, alla leið inn í texta vandaðrar bókar, sem er annars aðstandendum sínum til mikils sóma í hvívetna, enda hafa þar ekki neinir aukvisar um fjallað. Ætli þurfí að fara Umsjónarmaður Gísli Jónsson 762. þáttur að kenna íslendingum alveg sér- staklega að beygja heiti þeirrar skepnu, sem hélt lífínu í þjóðinni í þúsund ár? Nú færist í vöxt að menn segi sem svo: Allir eru ekki ánægð- ir með þetta, þegar þeir vilja segja, að sumir, en ekki allir, séu óánægðir með einhvem hlut. Einkum virðist þetta sækja í mál sumra stjómmálamanna, og væri hægt að nefna dæmi um það. Og þeir sem ræða oft um kaup og kjör fólks og önnur fjár- mál, segja þetta einnig stundum. „Allir em ekki sammála þessum útreikningum", heyrist þá gjarna sagt. Er ekki eðlilegra að segja blátt áfram: Ekki eru nú allir ánægðir með þetta... Hvað fínnst þér? Orðalagið „allir em ekki ánægðir" verkar á mig eins og að sagt sé: „Allir em óánægðir“.“ [Umsjónarmaður er hjartan- lega sammála bréfritara. Hin óeðlilega orðaröð, sem um gat, er vafalítið komin úr ensku. Umsjónarmaður fínnur „fyrir- myndir“ flestra málkækja sem nú vaða uppi, í tímaritinu Econ- omist einu.] Valgeir: „Að lokum: Vænt þykir mér um, í hvert skipti sem þú tekur svari viðtengingarhátt- arins. Ég sé ekki betur en að gera þurfí sérstakar ráðstafanir honum til vamar. Hann er í sýni- legri útrýmingarhættu." ★ Á þann himinháa Glym, hver sem skimar lengi, fær í limu sundl og svim sem á Rimum gengi. (Sigvaldi Skagfírðingaskáid; ferskeytla oddhend.) ★ Skilríkir menn hafa fyrr og síðar komið að máli við umsjón- armann vegna þess „spraði- bassamáls" að segja „upp“ og „niður“ í stað norður og suður. Ekki leiðist umsjónarmanni mið- ur þess konar tal en viðmælend- um hans. Til dæmis og til frek- ari áréttingar er hér smágrein eftir málfarsráðunaut ríkisút- varpsins, Ara Pál Kristinsson: „Norður og niður Það er betra að tákna áttir með norður og suður en „upp“ og „niður“. Suður tii Afríku/suð- ur í Afríku, suður til Mexíkós/ suður í Mexíkó (ekki „niður“ ti! Afríku/„niðri“ í Afríku, „niður“ til Mexíkós/„niðri“ í Mexíkó); norður til íslands/norður á ís- landi, norður tii Kanada/norður í Kanada (ekki „upp“ til ís- lands/„uppi“ á íslandi, „upp“ til Kanada/„uppi“ í Kanada).“ (Tungutak.) Umsjónarmaður vill gjama bæta því við, að honum þykir hatta fyrir um málfar f vörpun- um til hins verra, ef Ari Páll bregður sér frá. ★ Hlymrekur handan kvað: Þegar fundust þau Bjðssi og Bina, fóru bæði af kæti að hrína sem eðlilegt var, því að einmitt þar hitti ónefndur ömmu sína. ★ Auk þess er lagt til: 1) Að sögnin að kíkja fari í frí, en menn tali um að gægjast á og líta á í tilbreytingarskyni. 2) Að önnur dönskusletta, „kæi“, verði einnig hvíld, en bakki og garður (stytt úr hafnarbakki og hafnargarður) komi í staðinn. 3) Að menn taki sér fyrirmyndar orðið beijatíð (Mbl. 25. ágúst, bls. 12), þar sem einhver tað- jarpurinn myndi væntanlega hafa sagt *berjavertíð. Og svo er það afdráttarhátt- ur eftir Baldur Hafstað. Ég vona að þið munið að aðeins þarf að taka fremsta staf af hveiju orði, þá kemur seinni hlutinn af sjálfu sér: Brakar rekkja, krakkar kurra, kijúpa sveinar. Elna Katrín Jónsdóttir efni af framhaldsskólastiginu nið- ur í gmnnskólann svo að hespa megi framhaldsskólann af á 3 árum. Sú skoðun nefndarinnar að bæta megi nýtingu skólaársins á hinsvegar við ýmis rök að styðj- ast. Það getur það t.d. gerst með því að veija 9 mánaða starfstíman- um eingöngu í kennslu, próf og annað beint starf með nemendum, en semja um að flytja önnur störf út fyrir starfstímann. Meiri og samfelldari kennsla og betra næði til námsmats em verðug markmið að vinna að á næstunni. Þetta er þó alfarið háð því að vilji sé til að semja við kennara um breytta starfstilhögun. Þversagnir í málflutningi nefndarinnar um próf í skólum Mikið er gert úr því í skýrslu nefndarinnar að of löngum tíma sé varið til prófa einkum í fram- haldsskólunum. Hefð er fyrir því í íslenskum skólum að halda form- leg próf einu sinni til tvisvar á skólaári bæði í gmnn- og fram- haldsskólum, misumfangsmikil eftir aldri nemenda. Þessu er ekki svo varið í ýmsum nágrannalönd- um þar sem óformlegri könnun á frammistöðu nemenda og svokall- að símat virðist algengara. Ef við teljum að við séum á rangri braut með okkar skipulag þá þarf að ræða fyrirkomulag námsmats ítar- lega og gera nauðsynlegar breyt- ingar á vinnu kennara og starfstil- högun skólanna í þessum efnum. Aberandi þversögn í málflutn- ingi nefndarinnar er mikil áhersla á samræmd próf, sem á að þre- falda í gmnnskólum og koma á í framhaldsskólum annars vegar en fullyrðingar um „lélega“ nýtingu skólaársins vegna þess að svo mikill tími fari í prófahald hinsveg- ar. Dregið úr fagmennsku og atvinnulýðræði minnkar Kennarar í grunn- og fram- haldsskólum taka ríkan þátt í stefnumótun og stjórnun skóla. Þetta endurspeglast með ýmsum hætti í núgildandi lögum t.d. í setu kennara í skólanefndum, verksviði kennarafunda og sam- ráði skólastjóra og skólameistara við faglega stjórnendur úr röðum kennara um ýmis málefni. Erfítt er að ímynda sér að nokkur maður telji það til hagsbóta fyrir skóla- starf að útiloka kennara frá áhrif- um á þessi mál eins og áformað virðist í fmmvörpum um bæði skólastigin. Það er hinsvegar alveg sjálfsagt að leggja því lið að sjónarmið for- eldra komist betur til skila í skól- anum en nú er. Alþingi ber ábyrgðina Þegar þing kemur saman í haust og fmmvörp til breytinga á lögum um grunn- og framhalds- skóla verða til meðferðar, veltur á miklu að þingmenn úr öllum flokk- um gaumgæfí vandlega þá menntastefnu sem Nefnd um mót- un menntastefnu og menntamála- ráðherra setja fram og meti þörf- ina á lagabreytingum. Stærsta og besta byltingin í skólamálum á íslandi væri ef Alþingi íslendinga ákvæði að efna skilyrðislaust gild- andi lög um grunn- og framhalds- skóla, hætti að leika biðleiki í leng- ingu náms við KHÍ, veitti fé til löngu tímabærrar endurskoðunar á námskrá fyrir framhaldsskóla, veitti fé á fjárlögum til að bæta starfskjör kennara og frestaði illa undirbúinni viðtöku sveitarfélaga á rekstri grunnskóla. Gengi þetta eftir værum við betur búin til að ráðast í þær breyt- ingar sem skynsamlegar þykja eftir meiri og almennari umræðu og þegar Alþingi er tilbúið að veita fé til að framkvæma þær breyting- ar sem lögfestar kunna að verða. Höfundur er formaður Hins íslenska kennarafélags.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.