Morgunblaðið - 17.09.1994, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 17.09.1994, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ Stóra sviðið kl. 20.00: Óperan • VALD ÖRLAGANNA eftir Giuseppe Verdi Hljómsveitarstjórn: Maurizio Barbacini/Rico Saccani. Kórstjóri: Gunnstein Ólafsson Æfingastjóri: Peter Locke. Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson. Sviðshreyfingar: Astrós Gunnarsdóttir. Leikmynd og búningar; Hlín Gunnarsdóttir. Leikstjórn: Sveinn Einarsson. Helstu hlutverk: Kristján Jóhannsson, Elín Ósk Óskarsdóttir, Trond Halstein Moe/Keith Reed, Viðar Gunnarsson/Magnús Baldvinsson, Elsa Waage/lngveldur Ýr Jónsdóttir, Bergþór Pálsson, Tómas Tómasson, Sigurður Björnsson, Ragnar Davíðsson, Stefán Arngrímsson, Guðrún Jónsdótt- ir, ásamt Þjóðleikhúskórnum. Frumsýning í kvöld lau. 17. sept. , uppselt, - 2. sýn. þri. 20. sept., uppselt, - 3. sýn. sun. 25. sept., uppselt, - 4. sýn. þrl. 27. sept., uppselt, - 5. sýn. fös. 30. sept., uppselt, - 6. sýn. lau. 8. okt., uppselt, - 7. sýn. mán. 10. okt. - 8. sýn. mið. 12. okt. Ósóttar pantanir seldar daglega. • GAURAGANGUR eftir Ólaf Hauk Símonarson Fös. 23. sept. - lau. 24. sept. - fim. 29. sept. Smíðaverkstæðið kl. 20.30: • SANNAR SÖGUR AF SÁLARLÍFI SYSTRA eftir Guðberg Bergsson í leikgerð Viðars Eggertssonar. Frumsýning fim. 22. sept kl. 20.30 - 2. sýn. sun. 25. sept. - 3. sýn. fös. 30. sept. SALA ÁSKRIFTARKORTA STENDUR YFIR TIL 25. SEPTEMBER Miðasala Þjóðleikhússins er opin alla daga frá kl. 13-20 meðan á kortasölu stendur. Tekið á móti símapöntunum virka daga frá kl. 10.00. Græna Unan 99 61 60 - greiðslukortaþjónusta. ^2 BORGARLEIKHUSIÐ símí 680-680 V LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR Ath.: Sala aðgangskorta stendur yfir til 20. sept. 6 sýningar aðeins kr. 6.400. STÓRA SVIÐIÐ KL. 20: • LEYNIMELUR 13 eftir Harald Á. Sigurðsson, Emil Thoroddsen og Indriða Waage. Frumsýning fim. 22/9 örfá sæti laus, 2. sýn. fös. 23/9 örfá sæti laus, grá kort gilda, 3. sýn. lau. 24/9 örfá sæti laus, rauð kort gilda, 4. sýn. sun. 25/9 örfá sæti laus, blá kort gilda. LITLA SVIÐ KL. 20: • ÓSKIN (GALDRA-LOFTUR) eftir Jóhann Sigurjónsson Sýn. í kvöld uppselt, sun. 18/9 uppselt, þri. 20/9 uppselt, mið. 21/9 uppselt, fös. 23/9 uppselt, lau. 24/9 uppselt, sun. 25/9 örfá sæti laus, mið. 28/9, fim 29/9, fös. 30/9, örfá sæti laus, lau. 1/10. Miðasalan er opin alla daga frá kl. kl. 13-20 á meðan kortasalan stendur yfir. —Tekið á mólti símapöntunum alla virka daga frá kl. 10. Simi 680-680. - Munið gjafakortin, vinsæl taekifærisgjöf! Greiðslukortaþjónusta. ÍSLENSKA LEI KHÚSI0 „BÝR ISLEHDIM HÉR“ Höfn Hornafirði: Sindrabær, laugard. 17/9 kl. 20.30. TjarRiarbíó Danshöfunda- kvöld Höfundar: Hany Hadaya, Lára Stefánsdóttir, og David Greenall Frumsýning 18. sept. kl. 20.00. Fáein sæti laus Styrktarsýn. 19. sept. kl. 20.00. y' 3. sýn. 23. sept. kl. 20.00. 4. sýn. 24. sept kl. 20.00. Miðasalan opnar kl. 16.00. Miðapantanir á öðrum tímum í síma 610280 (símsvari) eða í síma 889188. íslenski dansflokkurinn Seljavegi 2 - sími 12233. MACBETH j eftir William Shakespeare 4. sýn. fim. 22/9 kl. 20. Miðasalan opin frá kl. 17-20 sýningar- daga. Miðapantanir á öðrum tímum f síma 12233 (símsvari). Sýnt í Islensku óperunni. I kvöld kl. 20. uppselt. Fim. 22/9 kl. 20 örfá sæti. MIÐNÆTURSÝNINGAR: Fös. 23/9 kl. 24, uppselt. Lau. 24/9 kl. 24. Ósóttar pantanir eru seldar 3 dögum fyrir sýningu. Miðapantanir í símum 11475 og 11476. Ath. miðasalan opin virka daga frá kl. 10-21 og um helgar frá kl. 13-20. O p uv u na I e i kou* ■Haskólabíói 'l5- og “16 septembef*, kl. 20.00 og "1(. sepfembef*, kl. Í4.30 Stjómandi: Rico Saccani Einleikari: Þorsteinn Gauti Sigurðsson Kynnir: Edda HeiÖrún Bachman 0 Dmítríj Shostakovitsj: Hátíðarforleikur Sergej Rakhmanínov: Tilbrigði við stef eftir Paganini Antonin Dvorak: Karneval, forleikur Alexander Borodin: Næturijóð Emmanuel Chabrier: Espagna Igor Stravinskíj: Þættir út Eldfuglinum SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS Sími Blómstrandihljómsueit 622255 1 FÓLK Fjölskyldumynd Emil og Skundi FOLK á hvíta tjaldið Otto Brandenburg Otto Branden- burg sextugur ■LÖG danska sögnvarans Ottos Brandenburgs voru um tíma mik- ið leikinn í íslenska útvarpinu. Nú er Otto orðinn sextugur og sagðist í afmælisviðtali af því til- efni reykja of mikið en sofa of lítið. Eftir að hann dó í fjórar mínútur fyrir nokkrum árum hefur hann þó að eigin sögn stundað leikfimiæfingar og verið duglegur að vinna í garðinum sínum. „Ég býst svo sem ekki við að verða eins og Schwarzeneg- ger þrátt fyrir það, en blóðir rennur hraðar fyrir vikið,“ sagði Otto. Hann hefur aðeins verið giftur einu sinni, „en ég hef þekkt nokkrar ágætar konur um dagana. Það var skynsamlegt af þeim að giftast mér ekki, ég skuldaði svo mikið í skatta að þær hefðu farið illa út úr skiln- aði við mig,“ sagði Otto og bætti við: „Eg er búinn að borga skattayfirvöldum 36 milljónir, miklu meira en mér bar, en ég nennti ekki að rífast við þau Ieng- ur og nú á ég peninga í banka.“ Lana Turnar með krabbamein ►LANA Turner má muna sinn fífil fegri. „Ég er með krabbamein og ætla að sigrast á þeim hræði- lega vágesti með geislameðferð,11 segir þessi fræga Hollywood- stjarna sem nú er nú orðin 74 ára gömul. Lana hefur neitað að láta fjarlægja kjálkabein úr andliti sínu, en það er talið geta heft út- breiðslu meinsins. „Andlitið hefur verið mín auðlind í lífinu og ég vil geta horft á sjálfa mig í spegli þangað til ég dey. ,,„Glanspía“ getur ekki brugðist öðruvísi við,“ KÓNGUR og drottn- ing byggja risastóra höll sem kostar of mikið. í LOK þessa mánaðar frum- sýna SAM-bíóin nýja íslenska fjölskyldumynd, sem hlotið hefur nafnið Skýjahöllin. Myndin er gerð eftir metsölu- og verðlaunabókinni Emil og Skundi, eftir leikarann og rit- höfundinn Guðmund Olafs- son. Skýjahöllin fjallar um Emil, átta ára dreng, sem á sér þann draum heitastan að eignast hundinn Skunda. Emil leggur hart að sér til að eignast Skunda, en þegar hundurinn er loks orðinn hans kemur babb í bátinn og stráksi þarf að grípa til ör- þrifaráða til að halda honum. Inn í söguna fléttast per- sónur úr öðrum heimi, Lana Turner ég vil skemmta mér eins lengi og ég get,“ segir Lana Turner, sem elskar næturlífið og hefur fyrir vana að sofa langt fram eftir degi. Gefin fyr- iráfengið NÝJASTA bomban í röðum svo- kallaðra ofurfyrirsæta er að- eins 16 ára gömul og heitir Brandy. Það er aðeins hálft annað ár síðan hún steig sín fyrstu skref á módelsviðinu og nú er hún að verða allt eins eftir- sótt og stöllurnar Claudia Schif- fer, Helena Christiansen, Naomi Campel, Christie Turlington og hvað þær heita allar. Frami hennar byrjaði fyrir alvöru er Paco Rabanne valdi hana til að vera andlit nýrrar ilmvatnslínu. Kalli Lagerfeld hreifst mjög af henni eins og fleiri og fékk hana til að sýna föt úr Chanel-lín- unni. Á meðfylgjandi mynd er hún hins vegar að sýna flík úr haustl- ínu Versace og er ekki reiknað með haustkuldum suður í Evrópu. Brandy segist ekki gera sér grein fyrir allri sinni velgengni, hlutirnir hafi einfaldlega gerst. Hún hafí ekkert lagt til málanna annað en að vera á staðnum. „Það hóaði bara einhver í mig og síðan hefur leiðin legið upp á við,“ segir snótin og segist ekkert velta fyrir sér auðæfunum sem frægðinni fylgja. Hún hafi alist upp hjá fátæk- um foreldrum og hafi aldrei átt neitt. Fyrsti smjörþefurinn af peningum sé sá að þeim fylgi einsemd. Aðspurð um nafnið, þar sem faðirinn er sikil- eyskur og móðirin frá Puerto Rico, svarar Brandy: „Mamma réð þessu, hún vildi skíra mig Brandy, pabbi viidi að ég héti Sherry. Þau virðast hafa verið gefín fyrir áfengið!“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.