Morgunblaðið - 28.10.1994, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.10.1994, Blaðsíða 1
96 SÍÐUR B/C/D/E 246. TBL. 82. ÁRG. FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 1994 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Clinton vongóður um að viðræður geti hafist milli ísraela og Sýrlendinga Blýlaust bensín Reuter BILL Clinton Bandaríkjaforseti og Hafez al-Assad Sýrlandsfor- seti hlýða á þjóðsöngva ríkjanna við komu hins fyrrnefnda til Damaskus. Er Sovétríkin hrundu misstu Sýrlendingar voldugan bakhjarl og ákvað Assad þá að bæta samskiptin við Bandarikin. Assad heldur fast við kröfu umGólan Jerúsalem, Bonn. Reuter, The Daily Telegraph. BILL Clinton Bandaríkjaforseti ávarpaði þingið í ísrael í gær, skömmu eftir að viðræðum hans við forseta Sýrlands, Hafez al-Assad, í Damaskus lauk. Clinton sagðist sannfærður um að afstaða ráðamanna í Damaskus hefði breyst. Raunhæfir möguleikar væru á að samningaviðræður gætu hafist milli ísraela og Sýrlendinga um deilur þjóðanna vegna hersetu Isra- ela á Gólanhæðum á norðurlandamærum ríkjanna þótt mörg ljón væru á veginum. Ljóst þykir að Assad hafi ekki hvikað frá þeirri kröfu sinni að ísraelar hverfi að fullu frá Gólan gegn því að saminn verði friður. Á blaðamannafundi með Yitzhak Rabin, forsætisráðherra ísraels, í gær sagðist Clinton harma að Assad skyldi ekki fordæma hryðjuverk op- inberlega. „Ég harma að Assad forseti skyldi ekki grípa tækifærið og segja opin- berlega það sem hann tjáði mér eins- lega um djúpa sorg sína vegna þess að saklaust fólk hefði látið lífið, hann átti ekki síst við tilræðið í strætisvagninum [í Tel Aviv],“ sagði Clinton. Sýrland hefur árum saman veitt ýmsum alræmdum hermdar- verkahópum landvist og er á lista bandaríska utanríkisráðuneytisins yfir ríki sem það gera. „Harðskeyttur samningamaður" Clinton sagði Assad „harðskeytt- an samningamann" en hann stæði á hinn bóginn við það sem hann lof- aði. Er Assad ræddi við fréttamenn sagðist hann fús að semja gengju ísraelar að settum skilyrðum. „Við munum vinna að friði. Við höfum reynt ákveðnar leiðir og munum reyna að finna nýjar ef það mætti verða til að hraða friðarsókninni," sagði hann. Fréttaskýrendur telja sumir að með þessu hafi Assad gef- ið í skyn að hefja megi viðræður þótt ísraelar hafi ekki gengið fyrir- fram að öllum skilyrðum hans. Clinton heldur næst til Saudi- Arabíu og Kúveits þar sem hann mun m.a. heilsa upp á bandaríska hermenn. Arafat styður samning Yasser Arafat, leiðtogi Palestínu- manna, fagnaði í gær friðarsamningi sem ísraelar og Jórdanir undirrituðu á miðvikudag en ítrekaði jafnframt að sumt væri slæmt í samningnum. Áður hafði Arafat fordæmt ákvæði um að Jórdanir gegni sérstöku hlut- verki við vernd helgistaða múslima í Jerúsalem sem Palestínumenn vilja að verði höfuðstaður sjálfstæðs ríkis þeirra. Allshetjarverkfall var á her- numdu svæðunum á miðvikudag í mótmælaskyni við samninginn. Deilt um skaðsemi London. Reuter. BRESKIR þingmenn hafa hvatt rík- isstjórnina til þess að banna blý- laust bensín þar sem það sé krabba- meinsvaldandi. Telur samgöngunefnd þingsins að blýlaust bensín með háa oktan- tölu, svokallað „grænt“ bensín, eigi að banna ekki síðar en árið 1996. Þá hvetur nefndin til þess að stjórnin láti kan’na hvort leyfa eigi að sett sé blýlaust bensín, 95 okt- ana, á bíla sem ekki eru útbúnir hvarfakútum, þar sem það innihaldi bensól, sem sé hættulegt mönnum. ■ Bensínverð tvöfaldað/17 Fæddir morðingjar Bönnuð í Bretlandi? London. Reuter. KVIKMYND Bandaríkja- mannsins Olivers Stone, Fæddir morðingjar, hefur ver- ið bönnuð í írlandi og enn er óljóst hvort kvikmyndaeftirlit- ið leyfir sýningar í Bretlandi. - Myndin fjallar um fjölda- morðingja og segir Stone hana vera háðsádeilu á taumlausa ofbeldisdýrkun í Bandaríkjun- um en sumir gagmýnendur hans telja að leikstjórinn taki þátt í að hampa ofbeldinu með myndinni. írsk yfirvöld til- greindu ekki ástæðuna fyrir banninu. í Bretlandi verður myndin ekki sýnd fyrr en eftir áramót, fáist til þess leyfi. Stríðið milli bókstafstrúarmanna og hersins í Alsír harðnar Hundruð manna láta lífið í hverri viku París. Reuter. STRÍÐIÐ milli stjórnarhersins í Als- ír og íslamskra bókstafstrúarmanna hefur harðnað mjög og hundruð manna falla í viku hverri. Er það haft eftir heimildarmönnum 5 franska hernum og segja þeir, að íslamskir skæruliðar hafi i raun suma hluta landsins á valdi sínu. Franska stjórnin hefur sérstakar áhyggjur af, að skæruliðar hyggist lama olíuiðnaðinn í Alsír en fyrr í mánuðinum réðust þeir á olíu- vinnslustöð fyrir sunnan borgina Constantine. Það myndi kippa fót- Óttast að heittrúar- menn hyggist lama olíuiðnaðinn unum undan efnahagslífinu og þar með ríki.sstjóminni enda stendur olíuiðnaðurinn undir meira en 90% af gjaldeyristekjum ríkisins. „Átökin nú em jafn mikil og stundum meiri en í sjálfstæðisbar- áttu Alsírmanna gegn Frökkum á árunum 1954-’62,“ var haft eftir heimildarmanninum. „Skæruliðar starfa í 100 manna flokkum, ijúfa vegi og aðrar samgönguleiðir við heilu héruðin og eru vel vopnum búnir. Þess vegna er mannfallið svona mikið." 20.000 hafafallið Alsírsk yfírvöld sögðu í ágúst, að 10.000 manns hefðu fallið síðan herinn kom í veg fyrir kosningar, sem bókstafstrúarmenn þóttu lík- legir til að vinna, í janúar 1992. Frakkar telja töluna hærri og í nýrri skýrslu frá Amnesty International segir, að mannfallið sé 20.000 manns. Almenningur í Alsír er eins og á milli steins og sleggju. Margir eru andvígir aðferðum herstjórnarinnar en geta þó ekki hugsað þá hugsun til enda, að trúarofstækið taki öll völd í landinu. Hafa Frakkar sér- staklega miklar áhyggjur af gífur- legum flóttamannastraumi komist bókstafstrúarmenn til valda. Norsk gæsluskip á brott Ósló. Morgunblaðið. J DRÆM aflabrögð í Smugunni að ar voru þar að veiðum í gær, þar undanförnu hafa leitt til þess að af fjórir íslenskir. Torstein Myhre, skip norsku strandgæslunnar hafa yfirmaður gæslunnar í N-Noregi, siglt á brott. Munu flugvélar hersins sagði í samtali við NTB í gær að taka við veiðieftirlitinu. veiðin væri nánast dottin niður og Vetur er um það bil að ganga í því væri ekki talið að togararnir garð í Smugunni. Aðeins níu togar- ógnuðu stofnum í Barentshafi. Renamo hunsar kosningar ÍBÚAR í Maputo, höfuðborg Mós- ambík, bíða eftir að fá að kjósa í fyrstu fjölflokkakosningum í sögu landsins sem voru í gær. Afonso Dhlakam, leiðtogi Ren- amo-hreyfingarinnar, ætlar að hunsa kosningarnar. Segist hann þegar hafa í höndunum sannanir fyrir víðtæku kosningasvindli, allir gætu kosið án þess að sýna persónuskilríki. Lýsti hann yfir þessu í gær en kvað hreyfinguna ekki mundu taka aftur upp vopn. Ráðamenn í grannríkinu Zimbabwe sögðu í gær að vonir stæðu til að Renamo skipti um skoðun og tæki þrátt fyrir allt þátt í kosningunum. Renamo barðist gegn marxistastjórn landsins í 16 ár. Hundruð þús- unda manna féllu og milljónir hrökkluðust frá heimilum sínum. Um vopnahlé var samið fyrir tveimur árum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.