Morgunblaðið - 28.10.1994, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 28.10.1994, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 1994 33 S VANFRÍÐ UR GUÐMUNDSDÓTTIR Svanfríður Guðmundsdótt- ir var fædd á Skarði í Stranda- sýslu hinn 16. maí 1902. Hún lést i Hrafnistu Reykja- vik hinn 20. októ- ber síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Halldóra Sig- ríður Halldórsdótt- ir og Guðmundur Jónsson. Hún var 17. í röðinni af 19 systkinum. Hinn 9. mars 1924 giftist hún Ingimundi Jóni Guðmunds- syni frá Byrgisvík í Stranda- sýslu, f. 13. október 1895, d. 23. janúar 1983. Svanfríður og Ingimundur eignuðust tiu börn. Þau eru Sigríður Svava, Álf- heiður (d. 13. apríl 1988), Unn- ur, Sigmundur, Högni (d. 3. desember 1991), Hulda, Olgeir, Sigríður, Erla og Olga. Afkom- endur Svanfríðar og Ingimund- ar eru orðnir 170 talsins og eru 163 þeirra á lífi. Útför Svan- fríðar fer fram frá Áskirkju í dag. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlauztu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. (V. Briem) ÁSTKÆR amma okkar hefur kvatt þennan heim eftir erfið veik- indi. Hún var lengi búin að þrá hvíldina og líkaminn orðinn þreyttur enda æviárin orðin rúmlega níutíu og tvö.' Afi okkar lést árið 1983, og var söknuður ömmu alltaf til staðar enda höfðu þau verið í hjónabandi í meira en fimmtíu ár. Lengi var hún búin að tala um að Hann einn sem ræður færi nú að senda afa eftir sér, því hún væri orðin svo þreytt, og nú hefur óskin hennar ræst og hún fengið kærkomna hvíld. Enda þótt við vitum að hvíld- in frá þrautunum væru henni kær- komin er alltaf erfítt að kveðja, því amma hafði verið fastur punktur í tilveru okkar alla okkar ævi. Við frænkurnar minnumst fyrstu æviáranna í faðmi ömmu og afa á Akranesi, því báðar vorum við mik- ið hjá þeim, og minnumst þeirra stunda með mikilli gleði. Það var sama hvað gekk á, hvort heldur stolist var í burtu eða einhver prakkarastrik unnin, aldrei munum við eftir að hafa verið skammaðar, frekar var talað við okkur í róleg- heitum. Aldrei munum við heldur eftir öðru en innilegri blíðu á milli þeirra og alltaf töluðu þau um elskuna sína þegar þau töluðu hvort um annað. Ljúfustu minning- arnar streyma fram þegar hugsað er um hve gott var að kúra í faðmi þeirra. Á kvöldin var ekki hægt að fara að sofa nema að fá að sofna í millinu hjá ömmu og afa og ekki mátti gera upp á milli þeirra svo alltaf varð að halda um hálsana á báðum. Amma talaði oft um litlu mjúku hendurnar sem kreistu hálsa þeirra svo mikið að við köfnun lá. Skemmtilegustu stundirnar voru þegar við fengum að vera í eldhús- inu að hjálpa ömmu. Alltaf var eitt- hvað verið að gera. Þar fengum við að reyna okkur í bakstri o.fl. Einn- ig var gaman þegar verið var að brenna og mala kaffibaunir. Ekki þótti ömmu nú mikið mál að leyfa elskunum sínum að hjálpa til enda þótt meira væri þvælst fyrir, því ekki vorum við háar í loftinu. Fyrir mörgum árum fluttu amma og afí á Hrafnistu í Reykjavik og dvaldi amma þar áfram eftir lát afa. Þangað heimsóttum við hana síðustu æviárin í litla herbergið hennar og var það hennar líf og yndi að fá langömmubörnin í heim- sókn og fá að faðma þau og kyssa og færa þeim sælgætismola í munn- inn, en sælgæti var eitt af því sem hún varð alltaf að eiga handa böm- unum. Ef henni fannst helst til langt um liðið frá síðustu heimsókn, hringdi hún til að minna á að nú væri langt síðan hún hefði séð elsk- urnar sínar. Hugsun ömmu var mjög skýr fram til hins síðasta og fylgdist hún með afkomendum sínum af miklum áhuga. Af afkomendum ömmu og afa eru 163 á lífi þannig að nógu margir voru til að fylgjast með. Elsku amma, við þökkum þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur og með okkur. Minningamar um þig munu lifa með okkur og fjöl- skyldum okkar alla tíð. Við kveðjum ömmu með sökn- uði, vissar um að afi hefur tekið hana í faðm sinn og saman fylgist þau með afkomendum sínum hér á jörðu. Margt er það, margt er það sem minningamar vekur. Þær eru það eina sem enginn frá mér tekur. (Davíð Stefánsson.) Anna Berglind, Sjöfn og fjölskyldur. PIPU- EINANCRUN í sjálflímandi rúllum, "gvC plötum og hólkum. Þ. ÞORGRÍMSSON & GO ÁRMÚLA 29 - REYKJAVÍK - SÍMI 38640 Ulpur meö oq án hettu Mikib úrval, stærbir: 34-50 Póstsendum N#HI/I5IÐ Laugavegi 21, sími 91-25580 MIIMIMINGAR Upp til himins liggur leið, lífsins eftir runnið skeið, þar sem dýrðar ljósin ljóma, lofgjörð tungur guði róma, öll er horfin angursneyð. Þar er yndi, þar er friður, þar er lífsins fagurt skjól þar er engin þraut né kliður, þar skín drottins náðarsól. (Jón Ólafsson frá Einarslóni.) Með nokkrum orðum langar mig að minnast ömmu minnar sem lést eftir langa þrautagöngu 20. októ- ber. Bestu minningarnar eru árin sem hún og afi Ingimundur bjuggu hjá okkur í Skálagerðinu. Þá vorum við amma oft einar, þegar mamma og afi voru að vinna og Gummi bróðir í skólanum. Morgunstund barnanna var fastur liður hjá okk- ur. Við settumst með prjónana okk- ar og hlustuðum saman. Hann Hjalti litli sem Gísli Halldórsson las var uppáhald okkar beggja. Þessar stundir voru mér mikils virði og mun ég alltaf muna þær. Eins voru stundirnar þegar við spiluðum á spil margar. Á kvöldin þegar amma var „búin að svæfa afa“ spiluðum við öll hin oft langt fram á nótt. Það var gott að koma heim úr skól- anum og vita að amma var heima. Margar minningar koma upp í hug- ann en þær á ég sjálf. Amma var alla tíð ótrúlega minn- ug. Hún mundi nöfn allra niðja sinna sem voru orðnir 170 talsins. Stretsbuxur kr. 2.900 Mikið úrval af allskonar buxum Opið á laugardögum kl. 11 -16 Oft hringdi ég í hana til að spyija hvað þessi eða hinn héti. Ef hún mundi það ekki alveg strax átti hún ekki til orð yfir sjálfa sig. Aldrei lauk þó símtalinu svo að hún væri ekki búin að muna nafnið. Elsku amma, nú ertu loksins komin til afa. Biðin var orðin ansi löng, síðan 23. janúar 1983. Heiða og Högni taka líka á móti þér, það er ég viss um. Elsku amma mín, þakka þér fyrir þær stundir sem við áttum saman og hughreysting- arnar sem voru margar. Amma mín, þakka þér fyrir hvað þú hafð- ir alltaf mikla trú 1 mér. Ég óska þér góðrar ferðar í þína síðustu ferð. Líkt og rótföst angan er ímynd þín í hjarta mér, minning þína þar ég geymi, aldrei gleymi, öðru gleymi - ekki þér. (Þýð. Yngvi Jóhanness.) Brynja. Drottinn vakir, Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. Blíðlynd eins og besta móðir ber hann þig í faðmi sér. (S. Kr. Pétursson) Elsku langamma mín, þakka þér fyrir allar góðu stundirnar. Ég mun sakna þín og biðja fyrir þér. Bless- uð sé minning þín. Olga Kristrún Ingólfsdóttir. LEGSTEINAR Flutningskostnaður innifalinn. Stuttur afgreiðslufrestur. FóiS myndalistann okkar. 720 BorgarfirSi eyslra, simi 97-29977 t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, KRISTIANNA JESSEN, Borg, Mosfellsbæ, lést í Landspítalanum aðfaranótt 21. október sl. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á SÍBS eða Oddssjóð. Innilegar þakkir fyrir hlýhug og vináttu. Örlygur Jessen, Flemming Jessen, Kristín Ingibjörg Baldursdóttir og barnabörn. t Innilegar þakkir til ykkar, sem sýnduð okkur samúð og vinarþel við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengaföður, afa og langafa, JÓNS HJARTAR JÓHANNSSONAR. Ingibjörg Jónsdóttir, Þuríður Jónsdóttir, Gísli Guðjónsson, Sævar Örn Jónsson, Heiðveig Guðmundsdóttir, Margrét Jónsdóttir, Óskar Harry Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra, er sýndu okkur samúð og hlýju við andlát og útför GERÐU GUÐNADÓTTUR, Marklandi 4. Sérstakar kveðjur og þakkir til lækna og starfsfólks á deild 4-A, Borgaspítala. Viggó Jensson, Bergþóra Þórðardóttir, Birgir Jensson, Sólveig Steingrímsdóttir, Jenný Jensdóttir, Kristján Lange, barnabörn og barnabarnabörn. Formáli minningar- greina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka, og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er. til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletr- aður, en ekki í greinunum sjálf- um. Afm#lis“ pottur Fálkans Vikutilboð 20 prósenta afmælisafsláttur á: ReiðhjóUm og hjálmum' frystikistum, sængum, k o d d u m, hílabóm Þekking Revnsla Þjónusta FÁLKINN SUÐURLANDSBRAUT 8 • 108 REYKJAVÍK SÍMI: 91-81 46 70 • FAX: 91-81 38 82 ÖBKIN 1008-91-8 A

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.